Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Síða 10
1 0 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLl2004 Fréttir 0V ArnalducJsdPiDason Kostir & Gallar Frábær skáldsagnahöfundur og afskaplega jarðbundinn. Lætur frægðina ekki trufla sig í því sem hann er að gera. Arnaldur þykir mjög iðinn og dugiegur rithöfundur sem skilar sér í frábærum bókum. Þrátt fyrir feimni hans er hann sagður mjög mikill húmoristi og traustur vinur. Mörgum þykir hlédrægni Arnaldar vera hans stærsti galli og hann sýnir lítinn áhuga á þvi aö trana sér fram í fjölmiðlum þrátt fyrir stórfengleg afrek sín sem rithöfundur. Hann er feim- inn og kannski svolítið ómannblendinn. „Hann ermjög góður drengur I alla staði og vinur vina sinna. Við erum búnirað vera miklir vinir I áratugi og ég heffylgstmeð honum frá þvl hann skrifaði slna fyrstu bók. Hann er nú þegar orðinn frægur I Evrópu og ég spái því að hann verði víðlesnari en þaö. Hann heldur alltafsinu striki og lætur frægðina ekki stlga sér til höf- uðs. Afskaplega jarðbundinn og með kollinn I góðu lagi.“ Sæbjörn Valdimarsson kvikmyndagagnrýnandi „Arnaldurergóður drengur og afskaplega skemmtilegurog mikill húmoristi. Hann sér gjarnan hið skoplega I tilverunni og segir góðar gam- ansögur, bæði gamlarog nýjar. Hann er hins vegar lítill skart- maður I klæðaburði og þarflík- lega að láta klæðskerasauma á sig eins og Halldór Laxness fyrst hann er orðinn riddari affálka- orðunni." Páll Valsson, útgáfustjóri hjá Máli og menningu „Arnaldur eryfirvegað- ur og rólegur maður og afar jaröbundinn. Hann ermjög vinnusamur. Hann virkar feiminn á marga en er mjög skemmtilegur I vinahópi og er fullkomlega laus við snobb. Hann hefur enga áberandi galla og þjáist manna slst afathyglissýki enda forðast hann sviösljósið. Það er náttúrulega galli I augum fjöl- miölamanna." Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaöur Arnaldur IndriÖason er fæddur I Reykjavík þann 28.janúar áriÖ 1961. Hann varö stúd- ent frá Menntaskólanum viö Hamrahllö og lauk B.A.-prófi í sagnfræöi frá Háskóla Is- lands áriö 1996. Hann hefur starfaö sem blaöamaöurá Morgunblaöinu og hefur sent frá sérsjö spennusögur. Skáldsögur hans hafa veriö þýddar á nokkur tungumál og hlotiö mjög góöar viötökur, einkum í Þýskalandi þar sem hann hefur selt bækur í hundruÖum þúsunda eintaka. Arnaldur er giftur önnu Fjelsted og eiga þau þrjú börn. Hlau hass f hi andi aus Lögreglumenn stöðv- uðu bifreið við eftirlit á sunnudag og reyndi öku- maðurinn að komast undan á hlaupum en náðist. Við leit í bifreið- inni fannst hasspípa, gsm sími og skartgripir sem líklega eru úr inn- broti. Seint á sunnudags- kvöld var tilkynnt um þjófn að á Hólmaslóð. Þar var far- ið inn í ólæstan sendibíl og teknir úr honum tveir flat- skjáir og tölva. Þeir sem leggja í stæði fatlaðra í útlöndum geta lent í að greiða sektir upp á tugi eða hundruð þúsunda. Hér á landi er sektin aðeins 1950 krónur. Sigurður Björns- son hjá Sjálfsbjörgu segir það algera siðblindu að leggja í stæði fatlaðra. Gersamlega siðblindir leggja í slæði fatlaðra Erlendum ríkisborgurum fjölgar verulega á íslandi it f stæði fatlaðra Arni Johnsen, stjórnarmað- Rafmagnsveitu rlkisins, vargripinn glóðvolgur tgunum þegar hann sótti bll sinn á stæði merkt iðum hjá Flugfélagi Islands. Þar hafði hann <nt biiinn Isólarhring. Aöspuröur sagði hann: ernú líka eiginlega fatlaður. Ég er með þrjú tin rifbein,“og ók á brott. Margir fatlaðir eru afar óhressir með að Árni Johnsen, nýskipað- ur stjórnarmaður í Rafmagnsveitu ríkisins og fyrrum alþingis- maður, skuli hafa geymt jeppabiffeið sína í bílastæði fatlaðra í sólarhring án nokkurra fullnægjandi útskýringa. Árni var gripinn glóðvolgur, sagðist eiginlega fatlaður vegna þriggja brotinna rif- beina, en ók í fljótheitum á brott. Sigurður Björnsson er, eins og aðrir hreyfihamlaðir ökumenn, með sérstakt merki í bflnum sínum en hann vinnur hjá Sjálfsbjörgu: „Það var að eiga sér stað ánægjuleg breyt- ing í Reykjavík þar sem nú er heimil- að að beita sektarákvæðum þegar reglurnar um stöðu í bflastæðum fatlaðra eru brotnar þó sektarupp- hæðin sé ekki mjög há. Það er mjög mikilvægt að þessi stæði séu virt, hvort sem það er fyrir framan opin- berar stofnanir eða bara næstu 10- 11. Það hefur hjálpað mikið að það er farið að mála stæðin áberandi blá. Spurningin er hvort og hvernig hægt er að herða meira á þessu af því að ófatlað fólk heldur samt áfram að leggja í stæðin." Alger siðblinda Sigurður vill skora á fólk sem sér bfl sem lagt er í stæði merkt fötluð- um án þess að vera með sérstakt skilti innan á rúðunni, að tilkynna það umsvifalaust til þess sem er ábyrgur fyrir stæðinu. Viðkomandi geri svo viðeigandi ráðstafanir. „Ég veit til þess að í löndunum í kringum okkur er fólk sektað um tugi þús- unda fyrir að leggja ólöglega í þessi „Mjög siðlaus ein- stakiingur getur nælt sér í stæði og þurft bara að greiða 1950 krónur í sekt." stæði og jafnvel hundruð þúsunda í Bandaríkjunum, þannig að við erum mjög aftarlega á merinni. Mjög sið- laus einstaklingur getur nælt sér í stæði og þurft bara að greiða 1950 krónur í sekt. En ég verð að ítreka að sá einstaklingur þarf að mínu mati að vera gersamlega siðblindur." Ódýr skyndibílastæði „Þeir sem leggja í bflastæði merkt föduðum eru sektaðir um 2500 krónur en 1950 kr ef sektin er borg- uð innan þriggja daga,“ segir Eggert Jóhannesson, hjá Bflastæðasjóði Reykjavlkurborgar. Spurður hvort mikið sé um brot af þessu tagi sagði Eggert: „Það kem- ur allt of oft fyrir þegar fólk ætlar rétt að stökkva inn að það ffeisti gæf- unnar og skilji bflinn eftir, jafnvel með véhna í gangi, í bflastæði sem er ætlað fóUd sem þarf nauðsynlega á því að halda." „Þessar reglur eru mjög strangar, ökumaður verður að vera með merki, útgefið af rfldslögreglustjóra, í bflnum til þess að mega leggja í þessi stæði, það er ekki nóg að vera brákaður eða slæmur í baki. Fadaðir verða bara að treysta á siðferðis- kennd fólks." Sigurður Björnsson Skorar á fólk að tilkynna strax efþaö sér bíla sem ekki eru sérstaklega merktir fötluð- um leggja fstæði merkt fötluðum. Mikil aukning á erlendu vinnuafli Á fyrri árshelmingi þessa árs fluttu 816 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta eða umtalsvert fleiri en allt árið í fyrra en þá voru þeir 480. Kemur þetta fram í tölum sem Hagstofan birti í gær- morgun. Horfur eru á að árið verði lfld árinu 2000 eða slái því jafnvel við en það var metár í þessu tilliti í síð- ustu efnahagsuppsveiflu en þá fluttu 1.652 erlendir rfldsborgarar til landsins umfram brottflutta. Staðan nú einkennist af þeim miklu stóriðjuframkvæmdum sem hafnar eru og þeim fjölda erlendra starfsmanna sem til þeirra verka er sóttur. Breytingar þessar sjást í töl- um Vinnumálastofhunar sem sýna að veitt voru 1.410 atvinnuleyfi á fyrstu fimm mánuðum ársins sam- anborið við 1.026 á sama tímabili í fyrra. Greining íslandsbanka fjallar um máhð og þar kemur m.a. ffam að lflc- legt sé að streymi erlends vinnuafls til landsins muni enn aukast á næstu misserum eða samhliða því að framkvæmdir við stækkun Norð- uráls fara af stað af fullum þunga og nær dregur hápunkti framkvæmda vegna álvers Alcoa á Austurlandi. Frelsi það sem nú er í flutningi vinnuafls á milli íslands og ná- grannalandanna gerir það því að verkum að Seðlabankinn þarf ekki að hækka vexti sína jafn mikið og Vinnuafl Staðan nú einkennist afþeim miklu stóriöjuframkvæmdum sem hafnar eru og þeim fjölda erlendra starfsmanna sem tilþeirra verka ersóttur. ella og rfldð þarf ekki að skera niður eins mikið og annars væri á þessum tímum stóriðjuframkvæmda. Vestfirðingum fækkar enn Fyrstu sex mánuði ársins voru brottfluttir umifam aðflutta á Vestfjörðum 61.266 manns fluttu af svæðinu á meðan 205 manns fluttu þangað. Hins vegar fjölgaði um 14 á Þingeyri, 6 á Suðureyri, tvo á Drangsnesi og einn á Tálknafirði. Aðrar válegar fréttir fyrir Vestfirðinga eru að laun á Vestíjörðum hækkuðu minna en launavísitala milli áranna 1998 og 2003. Þau hækkuðu um 34,2 pró- sent á meðan launavísitalan hækkaði um 43,5 prósent. Laun á höfuðborgarsvæðinu hækkuðu um 47 prósent. Bæjarins besta á ísafirði greindi ffá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.