Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ2004 11
Siv á veiðum
Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráðherra
hefur ekki mikið um
læviblandinn þing-
flokksfund Fram-
sóknarflokksins að
segja í dagbók sinni:
„Kl. 13:30 var þing-
flokksfundur," lætur
hún duga sem færslu og
síðan segir: „Um kvöldið
pökkuðum við niður mest
öllu veiðidótinu en á morg-
un seinni partinn förum við
hluti fjölskyldunnar á Vest-
flrði að veiða." í gær: „Fór
hluti fjölskyldunnar af stað
í veiðiferð vestur á firði."
Flest börn án
hjálma
Könnun sem umferðar-
fulltrúi Slysavamarfélagsins
Landsbjargar gerði á notk-
un hjálma meðal barna og
unglinga kom í ljós að 69
prósent þeirra eru án ör-
yggishjálma þegar þau nota
reiðhjól, línuskauta eða
hfaupahjól. Svo virðist sem
hjálmaleysið sé að færast
neðar í aldursstigann. í
fréttatilkynningu frá félag-
inu segir að ábyrgðin sé
alltaf foreldra þó að í gildi
séu lög sem kveða á um
það að böm og unglingar
undir 15 ára aldri eigi að
nota hjálma. Könnunin var
gerð í Reykjavík og var úr-
takið 107 krakkar og ung-
hngar.
Næstmest
fiskneysla á
íslandí
íslendingar em önnur
mesta fiskneysluþjóð
heims, samkvæmt yfirhti
firá FAO, matvæla- og land-
búnaðarstofnun Samein-
uðu þjóðanna. Fiskneyslan
hérlendis samsvarar 90,1
kílói á mann á ári. Lang-
mest af fiski borða íbúar á
eyjaklasanum Maldiveyj-
um, suðvestur af Indlandi,
en þeir borða 198,5 kíló af
fiski og öðrum sjávarafurð-
um. í þriðja sæti em Portú-
galar með 76,1 kíló ogí 11.
sæti koma Norðmenn með
51 kHó.
Hrafn gefur
bækur sínar
Á föstudag og laugardag
ætíar Skákfélagið Hrókur-
inn að vera með bóka-
markað í Smáralind eða í
miðbænum. Hrafn Jökuls-
son hefur ákveðið að gefa
allar bækurnar sínar og
munu þær verða til sölu á
markaðnum til styrktar
bamasjóði Hróksins, ásamt
öðmm dýrgripum sem
kynntir verða síðar. Er um
að ræða marga sérstaka og
sögulega titía og verður að
sjálfsögðu hægt að gera
afar góð kaup.
Nina Maria Kruse átti makaskipti við Jonnu Hervöru Vágseið, stjúpuna í Garði, og
lenti í fangelsi vegna lyga um kynferðislega misnotkun á börnum sínum. Hún segir
að börnin séu orðin íslensk og að hún vilji koma hingað til lands og hitta þau aft-
ur. Hún hefur hins vegar ekki efni á þvi. Maður hennar, sem einnig var ranglega
fangelsaður, er með nýrnasjúkdóm.
A leið f réttinn
Hér sést Nina Maria Kruse árið
2000 þegar yfirheyrsiur stóðu
yfír. Myndir: Sjónvarp Feroya
lifandi helvíti
Nina Maria Kruse, sem var dæmd ásamt fyrrverandi eiginmanni
sínum til fangelsisvistar fyrir kynferðismisnotkun á þremur
börnum sínum, er fundin. Hún býr við kröpp kjör í Haderslev á
Austur-Jótlandi í Danmörku. Nina átti makaskipti við Jonnu
Hervöru Vágseið, sem nú býr í Garði á Suðurnesjum, og í kjölfar-
ið lugu börn Ninu upp á hana kynferðislegri misnotkun, að und-
irlagi Jonnu stjúpmóður þeirra.
„Þetta var hryllilegt, ég sat saklaus
inni í 16 mánuði, það var hfandi hel-
víti,“ segir Nina Maria Kruse í opin-
skáu viðtali við DV. Fyrrverandi eig-
inmaður hennar, Juhan Hansen, sat
irtni í 6 mánuði og á þeim tíma skildu
hjónin. Nina giftist aftur í fangelsinu
og skildi síðan. Það var aldrei um það
að ræða að hún væri að fela sig fyrir
íjölmiðlum, eins og áður hafði verið
gefið í skyn.
„Ég vil að mannorð mitt verði
hreinsað. Ég missti öh börnin mín
vegna þessa,“ segir Nina. Hún hefur
ekki getað haldið sambandi við
drengina sína, en eftir að hún var
dæmd hafði elsta dóttirin, Linda,
samband við móður sína í gegnum
afa sinn, föður Ninu. Mæðgurnar
höfðu ekki taiað saman fiá 1998 til
2000, en hafa síðan þá verið í góðu
sambandi.
Réttað var í máli Ninu og þáver-
andi eiginmanns hennar árið 2000 og
voru þau dæmd sek um kynferðisaf-
brot gegn fjögurra ára syni hans og
tveimur sonum hennar, sem þá voru
14 og 10 ára gamlir. Auk drengjanna
tveggja og elstu dóttur Ninu, sem
fóru með pabba sínum og stjúpunni
til íslands og höfðust þar við í tjaldi,
var tveimur dætrum Ninu, tvíburun-
um Karla og Mama, komið í fóstur í
Færeyjum. „Ég sóttí það fram yfir að
þau færu með Jacobi og Jonnu til ís-
lands," segir Nina. „Jonna er ekki
heil, það getur fólk í Færeyjum borið
vitni um, ég bjó þar í 16 ár.“ Við rétt-
arhöldin í Færeyjum mihi 1999 og
2000 kom fram að Jonna og Linda
áttu að hafa verið trúnaðarvinir. „Ég
sá framan í Iindu þegar hún staðfesti
að svo væri og hún var með undar-
legan svip," segir Nina. „Jonna er ekki
heh, svo mikið er víst. Ég hef enga
samkennd með henni."
„Þá áttum við Julian
að hafa farið með
drenginn í bíltúr og
misnotað hann. Þegar
þessi umræddi bíltúr
átti að hafa átt sér
stað var ég nýkomin
afspítala vegna fóst-
urmissis og var enn í
sárum mínum þann
dag sem bréfið barst."
Flöktandi augnaráð stjúpunn-
ar
Nina hefur hug á að koma til ís-
lands en hefur ekki fjárhagslega
burði til þess. „Það getur verið að
Linda kíki til mín þegar hún hefur
lokið sínu námi eftir eitt og hálft ár.
Ég fæddist í Esbjerg og er dönsk, en
skildi vel og notaði færeyskuna með-
an ég bjó þar. Þetta hins vegar gleym-
ist þegar maður býr í öðru landi og að
sama skapi eru bömin mín á íslandi
orðin meira íslensk en færeysk eða
dönsk." Aðspurð um fyrrverandi eig-
inmann sinn og fósturföður bam-
anna, Julian Hansen, segist hún lítið
vita um afdrif hans eftir að þau
skildu. Henni skilst að hann búi rétt
fyrir utan Þórshöfii í Færeyjum og að
hann sé óvinnufær vegna nýmasjúk-
dóms. Blaðamaður spyr Ninu um
dæmi af samskiptum þeirra hjóna
við Jonnu og Jacob: „Fyrsta ákæran
sem við fengum var þegar sonur Juh-
ans og Jonnu hvarf árið 1998, þá
nýorðinn fjögurra ára. Þá áttum við
Óvænt en jákvætt
Eins og greint var frá í DV fyrir
viku komu þau Jacob Ström, bams-
faðir Ninu, og Jonna Hervör Vágseið,
sem sökuð er um meinsæri, til lands-
ins fyrir fjórum árum síðan. Þau
höfðu þá flúið frá Færeyjum út af af-
skiptum þarlendra bamavemdaryfir-
valda vegna gruns um andlegt, lík-
amlegt og kynferðislegt ofbeldi á
heimili þeirra. Á þessum tíma áttu
þau sex böm og vaícti það athygli fjöl-
miðla að fjölskyldan hafðist við í
tjaldi á Suðumesjum. Fór svo að
bamavemdaryfirvöld á Suðumesjum
skámst í leikinn og var bömunum
sex komið í fóstur. Síðan þá hafa þau
hjónin eignast þrjú böm en eitt
þeirra var tekið af þeim vegna van-
rækslu.
Nina segir það hafa verið óvænta
en jáJcvæða framvindu þegar DV
hringdi og færði henni nýjar fregnir
af málinu þar eð færeyski lögmaður-
inn hennar, Christían Andreasen,
hefði ekkert haft samband við sig. f
samtali við DV í síðustu viku greindi
Julian að haf;
farið mei
drenginn í bíl
túr og misnotai
hann. Þegai
þessi umræddi
bíltúr áttí að
hafa átt sér
stað var ég ný-
komin af
spítala vegna
fósturmissis
og var enn í
sárummínum
daginn sem
bréfið barst. í
kjölfarið bar
gegn okkur, þar sem við áttum að
hafa misnotað drengina mína og það
sem ég man best eftir er hversu flökt-
andi augnráð hennar var. Ég lýg því
liins vegar ekki að meðan ég var gift
Jacobi lamdi hann og svívirti dreng-
ina, án þess að ég gætí nokkra björg
þeim veitt. Þess vegna fór ég ffá hon-
um. Hann lagði hins vegar aldrei
hönd á Lindu, hún var engillinn
hans."
hann frá því að ennþá vantaði dag-
setningu réttarhaldanna í haust og
því væri hann ekki búinn að tala við
Ninu. guttesen@dv.is
9Ht
vio réttarhöldin I Faereyj-
um árið 2000 Nina og Juli-
an voru dæmd sek og gert að
afpldna tveggja ára fangelsi.
FRAMVINDAN í
FÆREYSKA
MEINSÆRISMÁLINU
1983-1989
Nina Maria Kruse og Jacob Ejsenberg
Ström eignast saman þrjú börn.
1993
Jonna Hervör Vágseið og Julian Han-
sen eignastson.
1998
ÞegarJonna og Julian eru nýskilin,
kærir hún hann fyrir að hafa misnot-
að son þeirra íbll. Að sögn drengsins
var óþekkt kona meö I försem síöar
er sögð hafa verið Nina Maria. Hér
hafa makaskipti átt sér stað og
Jonna hefur tekið saman við Jacob
og Nina hefur tekið saman viðJulian.
1999
Nina og Julian eru ákærð fyrir kyn-
ferðismisnotkun gagnvart þremur
barna hennar.
2000
Nina og Julian eru dæmd sek og gert
að afplána tveggja ára fangelsi. Við
áfrýjun er hans dómur styttur í 9
mánuði.
2000
MálJonnu og Jacobs verður frétta-
efni hérlendis þegarþau hafast viö í
tjaldi ásamt börnunum sínum sex á
Suðurnesjum. Þau hafa flúið frá Fær-
eyjum vegna þess að þarlend barna-
verndaryfirvöld hafa stift eftirlit með
heimilinu vegna gruns um andlegt,
líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.
Barnaverndaryfirvöld á Suðurnesjum
skerast í leikinn og börnunum sex er
öllum komiö í fóstur.
2000 - 2003
Jonna og Jacob eignast þrjú börn en
eitt þeirra er tekið afþeim vegna
vanrækslu.
2004
Börn Ninu ogJulians halda þvl fram
að Jonna stjúpmóðir þeirra hafí með
ofbeldi þvingað þau til þess að Ijúga
upp á móður sína og stjúpföður sem
hafa afplánað 16og6 mánaða fang-
elsi. Jonna og Jacob halda fram sak-
leysi slnu.