Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14.JÚLÍ2004
Fréttir DV
Áttivoná
meiri sátt
Framsóknarmenn
koma fram hver af
öðrum og mæla gegn
því að fjölmiðlamálið
verði keyrt áfram á
alþingj. Anna Krist-
insdóttir borgarfull-
trúi Framsóknar-
flokksins innan Rey-
kjavíkurlistans segir að
vinnubrögðin í málinu hafl
komið sér á óvart. „Ég átti
reyndar von á meiri sátt um
lög á fjölmiðla, sátt og mála-
miðlun í anda kjama stefnu
flokksins. Mér hefði fundist
skynsamlegasta leiðin sú að
bíða með málið fram á haust
og vinna vel í því í miilitíð-
inni og ná víðtækri sátt."
Vill afturkalla
lögin
Framsóknarflokkurinn getur ekki fylgt Davíð Oddssyni í fjölmiðlamálinu. Áhrifa-
miklir flokksmenn segja einu leiðina að afturkalla Qölmiðlalögin og fresta þingi
fram á haust, það sé brjálæði að halda áfram. Ráðherrar vilja kæla málið. Þrýst á
Halldór Ásgrímsson að bakka með frumvarpið sem hann lagði fram.
Halldór neyddur Hl
að snúast gegn Davíð
Sveinbjöm Eyjólfsson,
fyrrum aðstoðarmaður
Guðna Ágústssonar, er mjög
afdráttarlaust gegn óbreyttri
stefnu í málinu. „Það er aug-
ljóst að það á að afturkaila
gömlu lögin og vinna vel
fr am á haust í góðu sam-
starfi við alla og þá er hægt
að ná æskilegri sátt um mál-
ið.“ Sveinbjöm segist ekki
skilja hvemig þetta mál hafi
orðið að slíku pólitísku bit-
beini. „Það sýnir að vinnu-
brögð minna manna og
Sjálfstæðisflokksins við und-
irbúning málsins hafl verið
óhæf."
Mál að linni
Guðjón Ólafur
Jónsson varaþing-
maður Halldórs Ás-
grímssonar í Reykja-
vík norður segir á
vefsíðunni hrifla.is:
„Það er eðlilegt að
velta því upp hvort
skynsamlegasta leiðin nú út
úr þeim ógöngum sem
stjórn og stjórnarandstaða,
þ.m.t. forseti íslands, hafa
komið þjóðinni í sé ekki að
Alþingi sameinist um að fella
nýsamþykkt fjölmiðlalög úr
gUdi og skipa nefiid, er m.a.
verði skipuð fulltrúum allra
flokka á þingi og hagsmuna-
aðila, til að vinna að nýju
frumvarpi um þessi efiii sem
lagt verði ff am næsta vetur.
Nú er mál að linni."
„Aðalfréttin er auðvitað að
fréttum afþessum slóðum
mun fækka í kjölfar þess að
Morgunblaðiö hefur lagt mig
niðursem fréttaritara, eins og
tugi annarra um land allt,“
segirJón G. Guðjónsson veður-
athugunarmaður og fráfar-
andi fréttaritari á Litlu-Ávlk á
Ströndum.„Ég er búinn að vera
fréttaritari frá 1996 i 50 manna
samfélagi og þó ekki sé oft
mikið
Landsíminn
frétta
þá er samt reglulega eitthvað á
seyði. Ég er ekki viss um að það
komi allt frá fréttaritaranum
sem áfram verðurá Hólmavík.
Fyrir mig er þetta ekki spurning
um peninga, enda ekki mitt lifi-
brauð, heldur um þjónustuna
við fólkið. Blaðiö sparar litið en
á það á hættu að hætta að
vera landsblað með dreifbýlis-
fréttum."
Framsóknarflokksins séu mjög inn
á því að fara þá leið sem áhrifa-
mennirnir mæla með. Þannig séu
bæði Guðni Ágústsson og Árni
Magnússon á þeirri skoðun að ekki
sé rétt að reyna meir á flokkinn en
orðið er. Eina vitið sé að bíða með
málið, afturkalla gömlu lögin sem
forsetinn synjaði og kæla málið
fram á haust.
Talað er um að þótt flestir fram-
sóknarmenn telji að rétt sé að setja
lög um eignarhald á fjölmiðlum,
hafi aldrei verið ætlunin að setja
flokkinn í stórhættu út af því máli
sem sé rekið áfram af Davíð Odds-
syni. Nú sé flokkurinn í þeirri stöðu
að þurfa að fylgja Davíð í stríði við
forseta íslands og í vafasömum
túlkunum á stjórnarskrá lýðveldis-
ins.
Það mun koma í ljós á allra
næstu dögum hvað gerist í málinu.
Á morgun er áætlað að þing komi
saman að nýju.
Vafi um viðbrögð Davíðs
Menn eru ekki á einu máli um
hvað gerist þegar Halldór Ásgríms-
son segir Davíð frá því að flokkur-
inn geti ekki stutt málið til af-
greiðslu á sumarþinginu og vilji að
Alþingi felli gömlu lögin úr gildi. Því
er velt upp hvort Davíð Oddsson
geti sætt sig við slík svör eða hvort
hann hóti stjórnarslitum. Þá situr
flokkur Halldórs Ásgrímssonar uppi
með minnsta fylgi í skoðanakönn-
unum frá upphafl. Það verður ekki
gott vegarnesti í kosningar þar sem
sjálfur formaðurinn hlýtur að vera í
stórhættu. Framsókn á enn einhver
spil uppi í erminni en þarf að spila
þeim út af miklum klókindum úr
því sem komið er. í dag ætla lykil-
menn í framsóknarflokknum að
k hittast til að ráða ráðum sínum.
k Þetta er sami hópurinn og stóð
k að kosningabaráttunni í fyrra
i sem skilaði flokknum ríku-
k legri uppskeru.
kgb&dv.is
ÁhrifamiMir menn í Framsðknarflokkunum sem DV hefur rætt
við segja einungis eina leið færa fyrir flokkinn í ógöngunum sem
Halldór Ásgrímsson formaður flokksins hefur leitt flokkinn í. Sú
leið er að fella fjölmiðlalögin sem forsetinn synjaði úr gildi og
fresta þinghaldi fram á haust.
að það sé best fyrir flokkinn að kæla
málið. Áhrifamiklir menn þrýsta á
Halldór að skipta um kúrs.
Brjálæði að halda áfram
Einn áhrifamaður sem hefur
langa reynslu af störfum fyrir Fram-
sóknarflokkinn segir við DV að
brautin sem Framsóknarflokkurinn
sé nú á, leiði einungis út í kvik-
syndi. Það sé ófært að fara þá leið,
það væri í raun brjálæði fyrir Fram-
sóknarflokkinn. Annar áhrifamaður
notaði nánast sama orðalag, að það
væri pólitísk ófæra að Framsóknar-
flokkurinn fylgdi Davíð til streitu.
Flokkurinn verði að láta fresta mál-
inu fram á haust. Þessir menn segj-
ast þekkja flokk sinn svo vel og hvað
sé hægt að bjóða honum, að það sé
ekki hægt að láta á það reyna hvað
gerist ef nýtt frumvarp verði sam-
þykkt og forsetinn myndi synja því.
Þessir menn virtust sannfærðir um
að Ólafur Ragnar Grímsson myndi
ekki geta undirritað hin nýju lög.
Það myndi leiða til þess að menn
stæðu í sömu sporum og áður en
formennirnir fundu hina snjöllu
leið en miklu veikari en áður. Þeir
sætu uppi með ásakanir um að hafa
vegið að forsetaembættinu án þess
að hafa unnið nokkuð.
Árni og Guðni vilja kæla
málic
a Sam-
■ kvæmt
| heimildum
pDV er full-
yrt að
nokkrir ráð-
herrar
Á meðan Allsherjarnefnd Alþ-
ingis ræðir um hina snjöllu leið
þeirra Davíðs Oddssonar og Hall-
dórs Ásgrímssonar að leggja fram
nýja útgáfu af fjölmiðlafrumvarp-
inu og koma í veg fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðslu, velta framsóknar-
menn fyrir sér hvaða leiðir þeir eiga
í stöðunni. Staðan er sú að annað-
hvort fylgi flokkurinn til streitu
málinu sem formaðurinn Halldór
mælti fyrir á Al-
þingi í síð-
ustu
eða
viku
fái
frestað fram á haust. Fyrri leiðin
felur í sér stríð við forseta íslands
en hin síðari átök við Davíð Odds-
son forsætisráðherra. Enginn veit
hvert þessar slóðir muni leiða.
Framsókn er í vanda og á tvo
kosti sem fæstum flokksmönnum
þykja góðir. Flokksformaðurinn
hefur heitið forsætisráðherra
stuðning við málið. Svo miklum
stuðningi að hann mælti sjálfur fýr-
ir nýja frumvarpi á Alþingi í síðustu
viku. Ljóst er að hann á í vanda með
að standa við loforð sitt til Davíðs
um að ná tilskyldum stuðningi við
frumvarpið. Hver framsóknarmað-
urinn á fætur öðrum mælir gegn
leið ríkisstjórnarinnar og sam-
kvæmt heimildum DV er mikil óá-
nægja meðal flokksmanna um það
hvernig forysta flokksins hefur fylgt
Davíð í málinu. Fyrir utan
andstöðu Kristins H.
' Gunnarssonar og hjá-
setu Jónínu Bjart-
marz eru aðrir
•, 4 þingmenn tvistig
^ andi. Þing- ^
flokkurinn er í jjpW
m vafa og þaðjr
f sem meira er, I
; ráðherramir
eru hver afr>
öðrum að færast
á þá skoðun i
Davið Oddsson Færskila
boð frá framsóknarmönn-
um að þeir geti ekki fyigt
honum I fjölmiðlamálinu.
Halldór Ásgrfmsson Lykii-
menn sem hann treystir á
ráðleggja honum að aftur-
kalla gömlu lögin og að þingi
verði frestað til haustsins.
Guðni Ágústsson og Árni
Magnússon Eru á þeirriskoð-
un að best sé að kæia málið.
Allsherjarnefnd fær misvísandi álit og umsagnir
Já-menn og Nei-menn skiptust á
Allsherjarnefnd Alþingis hélt
áfram að fá misvísandi álit frá gest-
um nefndarinnar á fundum hennar
í gær. Erfitt er að sjá að nefndar-
menn séu nokkru nær eftir gesta-
komurnar síðustu daga, því þeir
skiptast algjörlega í tvö horn; sumir
segja hið nýja fmmvarp ríkisstjóm-
arinnar standast stjórnarskrána
meðan aðrir segja að svo sé ekki.
í gær komu fyrir nefndina lög-
spekingarnir Ragnar Aðalsteinsson,
Herdís Þorgeirsdóttir, Jakob Möller,
Jón Sveinsson og Kristinn Hall-
grímsson og þjóðréttarfræðingur-
inn Þorkell Helgason. Ragnar og
Herdís lögðust gegn frumvarpinu
en þeir Jón og Kristinn töldu frum-
varpið standast stjórnarskrána. Jak-
ob Möller segir í samtali við DV að
hann telji frumvarpið í einstökum
efnisatriðum brjóta í bága við
stjórnarskrána, en hann telji að
„mjög ólfklegt sé að Hæstiréttur
kæmist að þeirri niðurstöðu að lög-
in teldust ekki vera stjórnskipulega
rétt sett." Þorkell Helgason vildi
ekki tjá sig um hvað hann hafði að
segja nefndinni.
Umsagnarfrestur til að skila inn
umsögnum um frumvarp ríkis-
stjórnarinnar og fmmvarp stjórnar-
andstöðunnar rann út í gærkvöldi.
Flestir umsagnaraðila vom enn að
semja umsagnir sínar fram á kvöld,
en umsagnir t.d. stærstu launþega-
samtakanna lágu fyrir. ASÍ er sam-
mála efnisatriðum fmmvarps
stjórnarandstöðunnar um tilhögun
þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem
einfaldur meirihluti ræður. ASÍ seg-
ir um fjölmiðlafrumvarp ríkis-
stjórnarinnar að umsögn um eldra
frumvarpið gildi áfram, enda frum-
varpið byggt á sömu meginatrið-
um. ASÍ kýs að blanda sér ekki í
hinn „djúpstæða og alvarlega lög-
fræðilega og pólitíska ágreining"
sem upp hefur risið vegna stjórnar-
skrármála, en segir það orka tví-
mælis að fara á svig við málskots-
réttinn.
BSRB tekur svipaðan pól í hæð-
ina með þeim fyrirvara gagnvart
fjölmiðlafrumvarpinu að nú sem
fyrr hafi ekki gefist tími til að skoða
málið sem skyldi. Engin afstaða sé
því tekin til fjölmiðlafrumvarpsins.
Hins vegar tekur BSRB undir það
sem kemur fram í frumvarpi stjórn-
Stíf fundarhöld Jónína Bjartmarz varafor-
maður og Bjarni Benediktsson formaður Alls-
herjarnefndar Aiþingis.Fá mjög misvísandi
álit.
arandstöðunnar um þjóðarat-
kvæðagreiðslu, telur að slíkkosning
eigi að fara fram og að einfaldur
meirihluti eigi að ráða.