Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Page 13
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14.JÚLÍ2004 13 Björn gengur ogtalar Bjöm Bjamason, dóms- máiaráðherra og formaður Þingvallanefhdar, mun leiða göngu um Þingvelli annað kvöld og ræða starf á vegum nefndarinnar og stefnu fýrir þjóðgarðinn til ársins 2024 sem samþykkt var í vor. Þar er sem fyrr lögð áhersla á að vernda náttúm, sögusvið og minjar í þjóðgarðinum til ffamtíðar en búa jafnframt í haginn fyrir aukinn ferða- mannastraum á svæðið. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem stefnumörkun og stjómun þjóðgarðsins er efrú fimmmdagsgöngu en áður hafa ýmsar greinar fr æðimennsku og grúsks einkum verið meginefni þeirra. Gangan hefst klukk- an 20 við Hakið og lýkur um 22 við Þingvallakirkju þar sem farið verður með kvöld- bænir. Fjögurtonnaf kókaíni Lagt var hald á fjögur tonn af kókaíni um borð í báti á Atlantshafi skammt frá portúgölsku borginni Faro í gærmorgun. Það var lögreglan á Spáni sem gerði fenginn upptækan. Fjórir Grikkir og einn ítali vom um borð í bátnum og var áhöfii- in handtekin vegna málsins. Saka Kana um fjárkúgun Frakkar saka Banda- ríkjamenn um að beita fj árkúgunartaktík til að fá þróunarlönd til að gefa eft- ir réttinn til að búa til ódýr lyf gegn eyðni gegn því að fá ffíverslunarsamninga. Einungis sjö prósent hinna sex milljóna manna í fá- tæku löndunum sem þarfnast meðferðar vegna eyðni hljóta hana. Þróun- arríkin hafa rétt til þess að framleiða eigin lyf gegn eyðni, sem em mun ódýr- ari en þau sem framleidd em á Vesturlöndum, en Frakkar segja Bandaríkja- menn vinna gegn þessu. Eyðniráðstefna stendur nú yfir í Bangkok á Tælandi. í gær sagði Richard Gere Hollywood-leikari að eyðni væri skæðari óvinur en hryðjuverkamenn: „Stærsta ógnin við líf okkar og ham- ingju er eyðni.“ Keppt í gríni Keppt verður í grínfimi í fyrsta skiptið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um versl- unarmannahelgina. Ætlunin með þessu er að fá fólk til að taka virkan þátt í dags- kránni. Morgunblaðið sagði upp 30 fréttariturum Moggi snýr baki við landsbyggð Morgunblaðið sendi í seinustu viku 30 fféttariturum uppsagnarbréf að því er fram kemur á bb.is. Stjóm- endur blaðsins segja að bylting hafi orðið í öllum samskiptum, fjarskipt- um, samgöngum og fjölmiðlun og því ekki þörf á þéttriðnu fréttaritara- kerfi. Þessar uppsagnir koma í fram- haldi þess að 12 manns var sagt upp á ritstjóm blaðsins vegna samdráttar. Þar var þó einungis um að ræða óbreytta starfsmenn. Engum af yfir- mönnum blaðsins hefur verið sagt upp. Bæjarins besta á ísafirði heldur úti bb.is en blaðið þjónar jafhffamt Morgunblaðinu. bb.is ræddi við Björn Vigni Sigurpálsson, fréttarit- stjóra Morgunblaðsins, sem segir að ákveðið hafi verið að fækka fféttarit- urum blaðsins um 20-30 . Bb.is ræddi einnig við brottrekinn fféttaritara, Jón G. Guðjónsson í Litlu-Ávík í Strandasýslu. „Morgunblaðið er ekki lands- byggðarblað eftir þessa ákvörðun og það þykir mér afskaplega leitt,“, sagði Jón í samtali við bb.is. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingar á deiliskipulagsáætlunum og nýtt deiliskipulag í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á deiliskipulagsáætlunum og nýtt deiliskipulag í Reykjavík. Ferjuvogur 2, Vogaskóli Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ferjuvog 2, Vogaskóla, sem afmarkast af Gnoðarvogi, Skeiðarvogi, Ferjuvogi og íbúðarhúsalóðum við Karfavog/Ferjuvog. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að núverandi lóð, 24.669m2, verði skipt í tvennt annars vegar lóð Vogaskóla og hins vegar lóð Menntaskólans við Sund, deiliskipulagi á lóð M.S. er frestað, 5. áfangi skólans sé rifinn ásamt tengibyggingu á milli skólanna en gert ráð fyrir tengingu neðanjarðar, gert ráð fyrir nýbyggingu á tveimur hæðum ásamt bílakjallara, heimilt verði að fara með útbyggingar s.s. svalir, tröppur þakskegg og útbyggða glugga út fyrir byggingareit og gert er ráð fyrir að 3. áfangi skólans standi áfram. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Bústaðavegur 151-153 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Bústaðavegur 151 og 153. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt verði að reisa sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti með tveimur dælueiningum á lóðarhluta 2 ásamt tilheyrandi mannvirkjum, byggingareitur fyrir skyggni, dælur og tanka er 201 m2, hamarkshæð skyggnis má vera 6 metrar, tæknibúnaður neðanjarðar má vera utan byggingareits. Heimilt er að byggja skilti á lóðinni utan byggingareits í samræmi við samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur og hafa skal samráð um frágang mengunarvarna við umhverfis- og heilbrigðisstofu. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Borgartúnsreitur, 1.220.0 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.220.0, Borgartúnsreitur. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að byggja megi samkvæmt skilmálum innan uppgefinna byggingareita, byggingarlína meðfram gangstétt er bundin og auk samþykktra bílastæða á lóð skal gera eitt bílastæði á lóð fyrir hverja 50m2 nýbygginga eða borga sig frá geró stæða. Byggingareitir fyrir bílageymslur neðanjarðar eru viðkomandi lóðamörk. Óski lóðarhafar samliggjandi lóða eftir að gera sameiginlegar bílageymslur neðanjarðar á lóðum sínum er það heimilt enda verði krafa um bílastæðafjölda uppfyllt. Engar kvaðir eru nú á reitnum en nýjar kvaðir eru settar á sumar lóðirnar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Hallar, Hamrahlíðarlönd og suðurhlíðar Úlfarsfells, hverfi 4 Tillaga að deiliskipulagi fyrir hverfi 4 í Halla, Hamrahlíðarlöndum og suðurhlíðum Úlfarsfells sem nær frá helgunarsvæði Úlfarsár til suðurs að og með breiðstræti hverfisins í norður. Engin lóðamörk eru nær ánni en 100 metrar. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir íbúðabyggð með allt að 903 íbúðum, af þeim eru um 270 í fjölbýlishúsum, 328 í smærri fjölbýlishúsum og 305 í sérbýlishúsum. Þar af eru 47 íbúðir í einbýlishúsum og 258 í mismunandi gerðum af sambyggðum sérbýlishúsum. Auk íbúða er gert ráð fyrir möguleika á atvinnuhúsnæði fyrir skrifstofur og þjónustu á jarðhæðum fjölbýlishúsa við breiðstræti. Lóðir fyrir skóla, leikskóla og aðra félagsstarfsemi eru við hægakstursgötu í dalbotninum. í beinu framhaldi af hverfi 4 til suðurs og austurs eru víðáttumikil útivistarsvæði. Norðan breiðstrætis, milli hverfisins og Leirtjarnar, er gert ráð fyrir stórum almenningsgarði með útivistar- og afþreyingarkostum fyrir alla aldurshópa. Flestar íbúðir í hverfinum verða í innan við 200 metra fjarlægð frá einu eða fleirum þessara útivistar- svæða. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Vakin er athygli á að frestur til að skila athugsemdum við tvo neðangreinda reiti hefur verið framlengdur. Tillögur voru auglýstar 26. maí og athugasemdarfrestur var til 7. júlí, athugasemdarfrestur er nú framlengdur til og með 15. ágúst nk. Reitur 1.184.0 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.0, sem afmarkast af Spítalastíg, Bergstaðastræti, Bjargarstíg og Grundarstíg. Nánar um tiilöguna vísast til kynningargagna. Reitur 1.184.1 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.1, sem afmarkast af Spítalastíg, Óðinsgötu, Bjargarstíg og Bergstaðastræti . Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8.20 - 16.15, frá 14. júlí til og með 25. ágúst 2004. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 25. ágúst 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 14. júlí 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.