Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Qupperneq 17
I 16 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ2004 Sport DV DV Sport MIÐVIKUDAGUR 14. JÚU2004 1 7 Afleiðingar sveltis hjá iþrótta- mönnum Breskt frjálsíþróttafólk beitir öllum brögðum til að ná árangri á sínu sviði. Það er tilbúið til að gera allt til að ná á toppinn, jafnvel þótt það kosti það heilsuna að lokum. Þeir iþróttamenn sem svelta sig í von um betri árangur berjast þannig ekki einungis við klukkuna og aðra keppendur heldur einnig við lystarstol og lotugræðgi, oft með hörmulegum afleiðingum. Breska blaðið The Guardian birti grein um málið í gær og dregur þar upp ófagra mynd af stöðu mála í breskum frjálsíþróttaheimi. 1) Léleg blóðrás, sérstak- lega í höndum og fótum. 2) Beinþynning. Þessi sjúkdómur, sem veldurþví að beinin verða stökk og brotthætt er oft á tíðum aukaverkun vegna lystar- stols eða lotugræðgi og er oft ástæða þess að íþrótta- menn sem borða oflítið yfir langan tíma meiðast aftur og aftur. 3) Húðin verður gulleit vegna mikils magns af karótíni í líkamunum. 4) Húðin verður viðkvæm- ari fyrir áverkum og það tekur lengri tíma að ná bata eftir meiðsli vegna skorts á réttum næringarefnum. 5) Vandamálí tönnum og gómi. Síendurtekin uppköst gera það að verkum að sýran, sem myndast við þau, getur eyðilagt gler- unginn á tönnunum. 6) Lotugræðgi er eini sjúkdómurinn fyrir utan hettusótt sem veldur því að eyrnakirtlarnir stækka. Munnvatnskirtlarnir á hliðum andlitsins bólgna en það gerirþað að verkum að sjúlkingar sem þjást af lotugræðgi halda ranglega að þeir séu að fitna. "/) Þunn og dúnmjúk hár fara að vaxa bæði í andliti og á líkamanum. Þetta gerist vegnaþess að líkaminn reynir að búa til einangrun vegna þess að fituhlutfallið í líkamanum er orðið oflágt. 8) Frjósemi karlmanna snarminnkar sem og kyngetan. Heimild: The Cuardian Vilja þeir herma eftir hlaupurum frá Afríku? Ein hugmynd sem komið hefur fram um ástæðu þess að karlkyns hlauparar fái lystarstol eða lotu- græðgi, er að þeir líti til hlaupara frá Afríku sem hafa verið fremstir í flokki millivegalengdahlaupara og langhlaupara á undanförnum árum og áratugum. Þeir eru yfirleitt afskaplega grannvaxnir og telja einhverjir að þeir geti nálgast Afríkumennina ef þeir grenna sig. Þetta er hins vegar rangt og skaðar eingöngu þá íþróttamenn sem þetta reyna og leiðir yfirleitt til átraskana af einhverju tagi, lystarstols eða lotugræðgi. East áhyggjufullur Breski millivegalengdahlauparinn Michael East hefur opnaö umræöuna um lystarstol og lotugræögi á meöal breskra frjálsíþróttamanna. East hefur miklar og þungar áhyggjur af því hvert stefnir og vill bregðast viö strax. Reuters takast á við æfingamar og fyrir vikið þá brotnar hann undan álaginu," sagði East sem segist vera hættur að borða við sama borð og félagar hans á æfingaferðum erlendis. „Það er skelfiíegt að horfa upp á menn ýta diskum fullum af mat frá sér án þess að snerta hann. Ég reyni að forðast að sitja við sama borð því þeir eru helteknir af þessu. Ég tek hraustlega til matar míns hvar sem er og hvenær sem er og skammast mín ekkert fyrir það.“ Átröskun karlmanna eykst í greininni í The Guardian kemur fram að um tvær milljónir íbúa á Bredandi þjáist af einhvers konar átröskun, annað hvort lystarstoli eða lotugræðgi. Um 20% af þeim eru karlmenn og hlutfaU þeirra eykst með hverju árinu sem h'ður. Næringarfræðingurinn Angie Hulley, sem var alþjóðlegur mara- þonhlaupari á sínum yngri árum, gerði rannsókn á matarvenjum breskra hlaupara á þessu ári og þar kom fram að ein af hverjum tíu í hópi 250 bestu kvenhlaupara Bretlands áttu við átröskun að stríða og í mörgum tilfellum komu í ljós slæm dæmi um lystarstol eða Hulley er ekki hissa á því að þetta vandamál sé orðið algengara hjá karlmönnum. Sama pressa á körium „Við höfum gert ráð fyrir því að þetta sé minna vandamái hjá körlum þar sem við höfum ekki jafnmörg dæmi og hjá konun- um. Karlmenn eru samt sem áður undir sömu pressunni og konur til að ná árangri og það er auðvelt fyrir þá að fá það á heilann að það sé ekki fyrir digra að sigra." Hulley segir að bilið sé stutt á milli kjörþyndgar keppnisfólks og þess að verða ailtof grannur. „Það að vera of feitur skapar vandamál fyrir líkamann því hann verður þá stöðugt að vera að erfiða við að færa fituvefjum orku og súrefni. Ef menn létta sig þá fer allt súrefnið í vöðvana sem eru að vinna. Þá getur lilauparinn hlaupið hraðar. Þetta er hins vegar flókið því um leið og fólk léttist of mikið þá tapar það vöðvastyrk. Michael East, fremsti millivegalengdahlaupari Breta, hefur varað við að margir af fremstu karlhlaupurum Breta séu að tapa heilsunni með því að svelta sig í viðleitninni við að hlaupa hraðar. Hann fær stuðning við mál sitt frá lækni breska ólympíu- landsliðsins sem segir að átröskun sé algeng meðal karlkyns íþróttamanna. East segist, í viðtali við breska blaðið Guardian, vera fullviss um að margir af félögum hans í breska frjálsíþróttaheiminum séu komnir út á ystu brún vegna lystarstols og að vani þeirra að borða of lítið sé ekki einungis farinn að hafa áhrif á heilsu þeirra heldur einnig frammi- stöðuna á hlaupabrautinni. East bendir á að menn séu farnir að skera niður hitaeiningarnar í slfkum mæli að þeir rétt skrimta í viðleitni sinni til að skapa nýja gullöid í breskum hlaupagreinum en síðan Sebastian Coe, Steve Ovett og Steve Cram réðu ríkjum í millivegalengdum á níunda áratugnum hefur verið niðursveifla. Komið á sálina „Áður fyrr voru þetta aðeins konur en nú til dags hugsa sífellt fleiri karlmenn um hversu þungir þeir eru og hvað þeir borða svo jaðrar við áráttu. Þeir halda að þeir verði fljótari ef þeir eru grennri en það er algjör misskilningur. Þetta fólk er ekki heimskt en það er búið að fá þetta svoleiðis á heilann að ég get alveg eins barið hausnum í stein eins og að reyna að segja þeim hversu hættulegt þetta er. Eg er margoft búinn að reyna það,“ sagði East og fær stuðning frá Bruce Hamilton, lækni breska ólympíu- landsliðsins sem fylgist vel með gangi mála. „Mike East er í miðju hringið- unnar og veit hvað hann er að tala um. Átröskun er því miður algeng meðal karlmanna í frjálsum íþrótt- um og hefur aukist á undanförnum árurn," sagði Hamilton. Hann sagði að næringarskortur geti, þegar til lengri tíma er litið, valdið margskonar skaða og að allur líkaminn sé settur í hættu. „íþróttamönnum, sem glíma við einhvers konar átraskanir, er hættara við álagsmeiðslum, sýking- um og öðrum vandamálum," sagði Hamilton. Alltaf meiddir East segir þá menn í breska frjálsíþróttalandsliðinu, sem borða ekki nægilega vel, alltaf vera meidda og skilja ekkert í því þegar það endurtekur sig, aftur og aftur. „Félagar mínir, sem keppa í millivegalengdahlaupum, skilja ekki af hverju þeir eru alltaf meiddir en fyrir mér er það augljóst. Líkami þeirra hefur einfaidlega ekki styrk til Heístu áhættu- hópar I/ Millivegalengda- hlauparar og langhlauparar 2) Hástökkvarar 13} Fimleikafólk „Félagar mínir, sem keppa í millivega- lengdahlaupum, skilja ekki afhverju þeir eru alltaf meiddir en fyrir mér er það augljóst. Líkami þeirra hefur einfaldlega ekki styrk til að takast á við æfingarnar og fyrir vikið þá brotnar hann undan álaginu." Það verður erfitt að æfa og frammistaðan versnar í kjölfarið. Minni samkeppni á íslandi? Undirritaður grennslaðist fyrir um það hvemig staðan er í þessum málum á íslandi. Svo virðist sem Islendingar séu í fínum málum, í það minnsta hafa engin mál af þessu tagi komið inn á borð Frjálsíþróttasam- bandsins að sögn landsliðsþjáifarans Guðmundur Karlssonar. Hvort það er vegna þess að íslenskt íþróttafólk er almennt skynsamara en annað skal ósagt látið en hitt er þó ljóst að keppnisumhverfið hér á landi er örfítið vænna en gengur og gerist annars staðar, samkeppnin er minni og kröfumar kannski ekki jafnmiklar. Það má þó ekki sofna á verðinum því svona mál em fljót að vinda upp á sig og það er sannað að þau hafa oft keðjuverkandi áhrif innan hópa. oskar@dv.is Heimild: The Guardian Hvernig er staðan í næringarmálum frjálsíþróttafólks á íslandi? Sigurbjörn Arni Arngrímsson Langhlauparar í áhættuhópi „Ég get vel skilið að íþrótta- menn, sem keppa í greinum þar sem þyngdin skiptir máli, ffeistist til að hætta að borða til að verða enn léttari. í greinum eins og stökkgreinum og langhlaupum hjálpar að vera léttari ef íþrótta- maðurinn heldur styrknum. Þetta snýst um að vera sem grennstur en menn mega hins vegar ekki missa styrk því þá geta þeir þeir ekki æft nógu mikið og verða einfaldlega ekki í nógu góðu formi. Þríhyrningssjúkdómur, lystarstol, tíðateppa og beinþynn- ing, eru algengar meðal kvenna og vissulega em einhverjir íþrótta- menn á íslandi sem þjást af þessu. Mér hefur hins vegar ekki fundist þetta vera vandamál á íslandi því ef eitthvað er þá mættu margir íþróttamenn vera grennri. Samkvæmt rannsóknum er konum 20% hættara við að fá lystarstol eða lotugræðgi og ég man eftir því þegar ég var við nám í Bandaríkjunum að þá vom mörg dæmi þess að konur sem stund- uðu langhlaup sveltu sig. Þeim gekk rosalega vel fyrstu níu til tíu mánuðina, bættu sig svakalega en eftir það brotíendu þær algjörlega og náðu sér yfirleitt aldrei á strik aftur. Hættan er alltaf til staðar en ég held að þetta sé ekki vandamál hér á landi," sagði Sigurbjörn Árni Amgrímsson, doktor í íþrótta- fræðum og landsliðsmaður í milli- vegalendahlaupum í samtali við DV í gær. oskar@dv.is Guðmundur Karlsson landsliðsþjálfari Þurfum að fylgast með íþróttamönnunum „Ég tel að við þurfum að hafa áhyggj- ur af þessum þáttum. ímyndin nú til dags er þannig úr garði gerð að það á að skipta miklu máli að vera grannur og það er ailtaf hætta á því að fólk taki þetta of bókstaflega. Það er því verkefhi okkar þjálfaranna að fylgjast vel með iðkend- um og reyna að bregðast við þegar einkenni um lystarstol eða lotugræðgi koma fram. Það er ekki slæm staða hjá okkur í dag og ég held að það sé ekki hægt að benda á neinn íþróttamann sem er í bráðri hættu. Það hefur ekkert mál komið inn á borð til okkar enn sem komið er en það er nauðsynlegt að vera á varðbergi. Hættan er mest fyrir kepp- endur í úthaldsgreinum og greinum eins og hástökki þar sem mestu skiptir að fá sem mestan kraft fyrir hvert kíló en með eftirliti og samvinnu þjálfara og íþrótta- manna á að vera hægt að bregðast fljótt við ef eitthvað þessu líkt er í aðsigi," sagði Guðmundur Karlsson, sem er með mastersgráðu í íþróttafræðum og er landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum. oskar@dv.is fff Mancfiester Jackson svelti sig Colin Jackson, sem var um árabil besti 110 metra grindahlaupari heims, hefur viðurkennt aö hafa svelt sig á árum áöur > þegar hann var á toppi ferilsins. Jackson segist hafa gert þetta í laumi og fundist þaö allt í lagi en þegar hann lítur til baka þá hafi hann veriö á mörkum lystarstols. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.