Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Síða 24
“1
*
24 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ2004
Fókus DV
■v
~ (
%
b. Ég hef mikinn
metnaö til að ná
langt I vinnunni.
c. Ég er meö lista
yfir kosti sem
karlmenn .
veröa að upp-Æ
fylla.
Allar viljum við komast að leyndarmálinu á bak við löng og farsæl ástarsambönd.
Hvaða leið ferð þú í vali á maka og hvað er það sem kemur í veg fyrir að samband
ykkar þróist á þann hátt sem þú vonaðir í upphafi.
Lælurðu stjórnasl af höfðinu eða hjartanu?
1. Merktu við þá möguleika sem
eiga við þig.
a. Ég er fljót aö falla fyrir einhverjum.
b. Ég treysti skoöunum minum varð-
andi karlmenn.
c. Ég elska aö gefa kærastanum
margar og dýrar gjafir.
d. Ég tel mikilvægt að treysta á eðlis-
hvötina.
2. Merktu 1 til 5 við Kverja fullyrð-
ingu. 5 þegar þú ert mest sammála.
a. Ég þykist komast i tilfinningalegt
uppnám i rifrildum.
b. Ég gefstrákum séns þótt ég viti lit-
ið um þá.
c. Ég er ekki nógu ánægö í vinnunni.
d. Þaö er óraunhæft að ætlast til að
maöur sé meö allt á hreinu þegar
maöur er ungur.
3. Heldur þú að ástarsamband
krefjist mikillar vinnu?
a. Allt þarfnast vinnu efþað á aö
heppnast vel.
b. Smá vinnu.
c. Ekki efþið eigið að vera saman.
4. Hversu langt fram í tfmann hugs-
arðu þegar þú hittir einhvern fyrst?
a. Nokkra tlma - þar til viö erum
komin i rúmiö.
b. Nokkrar vikur...mun vinum mlnum
líka vel viö hann?
c. Mörg ár...þar til við göngum upp
aö altarinu.
5. Berðu kærastann þinn saman við
þfna fyrrverandi?
a. Nei, allir eru einstakir.
b. Stundum. Efaöstæðurnar eru þær
sömu.
c. Auðvitað. Maður lærir afreynsl-
6. Hvenær enda sambönd þfn vana-
lega?
a. Þegar ég held fram hjá.
b. Þegar ég get ekki lengur ímyndað
mér að við eigum framtíð saman.
c. Þegar ég fæ á tilfinninguna að
sambandið muni ekki virka.
7. Svaraðu með já eða nei
a. Ég hrifst afpersónuleika karl-
d. Það er mér mikilvægt að vinum
mínum og fjölskyldu líki vel við
kærastann minn.
8. Merktu við þær fullyrðingar sem
passa við þig
a. Ég hætti að vera ástfangin mjög
snögglega.
b. Ég vona að ég geti breytt kærast-
anum þannig að hann sé alveg eins
og ég vil hafa hann.
c. Fyrstu kynni eru mjög mikilvæg.
d. Ég er frekar fljótfær.
manna.
Svona reiknarðu
stígin þín:
1. liður: Hver kross er eitt stig
2. liöur: Leggðu saman allar tölurnar
3.liður:a)l b)2c)3
4. liður: a)3 b)2 c) 1
S.liður:a)3b)2c)1
6.liður:a)3 b)1 c)2
7. liður: Eitt stig fyrir hvert nei
8. liður: Eitt stig fyrir hvern kross
Útkoma
Meira en 40 stíg - Þú
stjórnast algjörlega af
hjartanu
Þú ert algjör spennufikill og elskar öfgar.
Skyndikynni og brjáluð rifrildi eru daglegt
brauð hjá þér. Þú skiptir reglulega um maka
og reynir oft við stráka sem eru þegar á
föstu.
Þú átt á hættu að vaða út i dauðadæmd
sambönd og færð mjög fljótt leiö á strák-
um. Þetta gerir þaðað verkum aðþú nærð
sjaidan að vera með þeim sama lengur en I
þrjá mánuði. Dæmi um manneskju sem
stjórnast 100 % afhjartanu er kona sem
verður ástfangin affanga sem situr i lífstið-
arfangelsi fyrir einhvern skelfilegan glæp.
Hún neitar að hugsa um hvað hann gerði
þvi ekkert má trufia ástina. Flestar konur
sem stjórnast algjörlega afhjartanu lækn-
ast afþví um þrítugt. Þessar konur lifa hratt
og hafa gaman aflífinu.
30 tíl 39 stíg - Þú stjórn-
ast 75 % af hjartanu, 25
% afhöföinu
Þú ert fljótfær og gerir hlutina án þess að
hugsa um afleiðingarnar. Þú ert líkleg til að
sofa hjá á fyrsta stefnumóti og telur að lífið
væri leiðinlegt efþú tækir ekki sénsa. Þú
lætur stjórnast af aðstæðunum I stað þess
aö stjórna þeim sjálf.
Þegar hversdagsleikinn hefur tekið við áttu
á hættu að gefast upp og fiýja með ein-
hverjum nýjum. Þú verðurað nýta alla þlna
krafta til að nota höfuðið þegar sambandið
er komið á alvarlegt stig.
Rödd skynseminnar verður háværari eftir
þvisem þú eldist og þú ferð að gera þér
beturgrein fyrir afleiðingum gerða þinna.
Spurðu sjálfa þig nokkurra stórra spurn-
inga. Erhann sá sem þú hélst að hann væri?
Ertu raunverulega hamingjusöm?
21 tíl 29 stía - Þú stjórn-
ast jafnt afhöfðinu og
hjartanu
Þetta er besta blandan. Hjartað dregurþig
að einhverjum en hugurinn segirþér hvort
þú eigir að haida sambandinu áfram og
hvortþið eigið að vera saman áfram. Það er
nauðsynlegt að vera ástfangin i byrjun en
þegar lengra liðurer skynsemin mikitvæg,
sérstaklega I rifrildum. Best er að nota hjart-
að til að draga þig áfram en hugann til að
spá i hvort þú sért ekki á réttri braut. Þeir
sem stjórnast 50 % afhjartanu og 50 % af
huganum eiga möguleika á löngum og far-
sælum samböndum.
Ef upp kemur togstreita eru meiri möguleik-
ar á að hjartað sigri.
8 tíl 20 stíg - Þú stjórnast
------afhoföi -------------------
75% i
afhjartanu
Ymu og 25 %
Þúmunt ekki byrja að leita þér að karl-
manni fyrr en allt annað er komið á hreint.
Margar konur sem stjórnast meira afhöfð-
inu missa af skemmtuninni. Efþér líkar vel
viö einhvern er alltafmöguleiki á að vinátt-
an þróist.
Þótt þú finnir einhvern sem fellur inn i for-
múluna þína gætiýmislegt komið upp á.
Þótt hann fullnægi öllum þínum kröfum
gætineistinn einfaldlega ekki veriö tilstað-
ar. Ástin veröur aö vera grunnurinn. Ekki
gera lltið úr tilfinningum þinum þótt allir
dýrki hann, hann sé í frábæru starfi og liti
fullkomlega út.
Reyndu að ná jafnvægi og ekki leyfa höfð-
inu að ráða öllu þvi þá áttu enga mögu-
leika á farsælu sambandi.
Minna en 7 stíg - Þú læt-
ur höfuöiö stjorna öllu
Hefurðu einhvern timann gert eitthvað án
þess að framkvæma rannsókn á efninu fyrst?
Konur sem stjórnast algjörlega af höfðinu
spá I öllum atriðum varðandi mögulega
maka þótt ekkert hafi enn gerst. Miklar llkur
eru á að að þú hafir ferðast mikið og sért
menntuð sem þýðir aðþú gerir þér grein fyrir
að möguleikarnir eru margir.
Passaðu þig á að missa ekki aföllu fjörinu.
Með því að takmarka valmöguleikana ertu
að takmarka tækifærin á að hitta einhvern.
Efþú eyðir öllum timanum i að spá I hlutina
verður langur tími þartil þú nærð þér i
mann.
Eftir þvisem viö eldumst verðum við klárari
og öðlumst meira sjálfstraust. Smekkurinn
og forgangsröðunin breytist. Reyndu að lifa
lifinu. Hermdu eftir einhverri sem er and-
stæðan við þig. Þegar tækifæri gefast ímynd-
aðu þér hvað sú manneskja myndi gera i
stöðunni og gerðu eins.
PeteTownshend hjólar í Michael Moore eftir að hafa neitað
honum um lag í Fahrenheit 9/11
Hagar sér sjálfur eins og Bush
Það bættist í óvinahóp kvik-
myndaleikstjórans Michaels Moore
á dögunum
þeg-
Michael Moore
Vopnaður mynda-
véiogbyssu.
m
ar hann gagnrýndi Pete Townsh-
end gítarleikara The Who fyrir að
gefa sér ekki leyfi til að nota lagiö
Won’t Get Fooled Again í Fahren-
heit 9/11. Tovvnshend svaraði fyrir
sig á heimasíðu sinni og sagði að
ástæðan væri ekki sú að hann
væri fylgjandi stríðinu í írak,
sem hann þó viðurkenndi
að hann væri, heldur frek-
ar að hann treysti ekki á
áreiðanleika myndar-
innar og að hann teldi
Moore vera yfirgangs-
saman og ruddalegan.
„Þegar ég var fyrst
spurður, vissi ég ekkert
um hvað Fahrenheit
9/11 fjallaöi. Ég hafði
ekki sannfærst eftir að
hafa horft á Bowling for
Columbine og efaðist
stórlega um áreiðanleika
hennar. Þegar ég síðan
fékk að vita um umfjöll-
unarefnið í þessari
mynd var ég 90% viss
um að lagið væri ekki
það rétta í myndina. Mér
líkar það mjög illa að vera
lagður í einelti og að vera
dreginn niður í svaðið fyrir
það eitt að láta þennan
mann ekki fá það sem hann
vill. Mér sýnist út frá því hvern-
ig hann hagar sér að hann sé ekki
svo ólíkur þeim valdamikla manni
sem hann fjallar um í heimilda-
mynd sinni. Það verður ærið verk-
efni fyrir hann að sannfæra mig um
að maður vopnaður kvikmynda-
tökuvél geti breytt heiminum á ár-
ang-
ursríkari
hátt en maður vopnaður
gítar."
Hálf öld
frá dauða
Fridu
Kahlo
Mexfkóska myndlistarkonan
Frida Kahlo lést í Mexíkóborg 13.
júlí árið 1954, 47 ára að aldri. Þess
er nú minnst í borginni með bóka-
útgáfu, myndlistarsýningum og
minjagripasölu. Frida og eiginmað-
ur hennar, Diego Rivera, lágu ekki á
stjórnmálaskoðunum sínum og um
tíma var einkar kært með henni og
Leon Trotsky, sem dvaldi í útlegð í
Mexíkó. Frænka Fridu, Isolda
Penedo Kahlo, hyggst halda upp-
boð á skartgripum hennar, sjölum
og sólgleraugum og þykir mörgum
sárt að vinstrisinnaður lista-
maðurinn sé nú gerður
að fómarlambi aug-
lýsingamennsku,
gróða og markaðs-
hyggju. Frænkan
ætlar einnig að
senda frá sér nýja
bók um Fridu þar sem
m.a. kemur fram að
Rivera hafi hjálpað henni yfir í
móðuna miklu þar sem hún lá
meðvitundarlaus af völdum verkja-
lyfja. Kahlo lenti ung í umferðarslysi
og bar þess aldrei bætur.
Saknar
Chandlers
mest
Fyrrum vininum Matt LeBlanc
hefur hundleiðst við upptökur á nýja
sjónvarpsþættin-
um sínum því
hann saknar
gömlu félag-
anna svo
mikið. Leik-
arinn segist
óska þess að
hann væri enn
að vinna með Jenni-
fer Aniston, Courteney Cox, Lisu
Kudrow og David Schwimmer en
hann saknar Matthew Perry, sem lék
besta vin hans, langmest. „Fyrst þeg-
ar við byrjuðum að taka upp horfði
ég alltaf á hurðina í von um að
Chandler kæmi inn."
Skáldsög-
ur í dag-
blöðum
Bandaríska dagblaðið New York
Times hefur nú ákveðið að nota
gamlar aðferðir til að auka auglýs-
ingatekjur og draga að lesendur.
Með hjálp BMW bílasala á stór New
York svæðinu ædar blaðið að birta
á einni viku í sérblaði, sígilda sögu
F. Scott Fitzgerald, The Great Gats-
by. Á tuttugustu öldinni var vinsælt
að birta heilu skáldsögurnar í
kaflaformi einu sinni á dag eða einu
sinni í viku og margir af stærstu rit-
höfundum bókmenntanna eins og
Charles Dickens, Leo Tolstoy og
Henry James, fengu verk sín fyrst
gefin út í dagblöðum og tímaritum.
Fitzgerald sem lést árið 1940 fékk
tvær af sínum skáldsögum gefnar út
í dagblöðum. Það voru bækurnar
The Beautiful and the Damned og
Tender is the Night. Talsmaður
New York Times segir að blaðið
muni í sumar einnig gefa
út þrjár skáldsögur
með svipaðri aug-
lýsingaaðferð,
Like Water for
Chocolate eftir
Laura Esquivel,
Breakfast at
Tiffany’s eftir
Truman Capote
og The Color of
Water eftir James
McBride.