Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Blaðsíða 25
DV Fókus
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚU2004 25
1
Spider-Man 2
Around the World in 80
days
The Chronicles of Riddick
The Ladykillers
Mean Girls
Eurotrip
The Punisher
Eternal Sunshine of the
Spotless Mind
Harry Potter og fanginn frá
Azkaban
The Day AfterTomorrow
Troy
Eftir að hafa barist við eldspúandi
dreka og hinn illa Farquaad lávarð til að
vinna hönd Fíónu prinsessu, þarf Skrekk-
ur nú að takast á við stærstu þrekraun sína
til þessa; tengdaforeldrana. Skrekkur og
Fíóna prinsessa snúa aftur úr brúðkaups-
ferð sinni og eiga inni heimboð til for-
eldra hennar en þau eru konungshjónin í
Langt, langt í burtu. Nýgiftu brúðhjónin
leggja af stað og hafa Asnann með sér í
för. Á leiðinni hitta þau margar skemmti-
legar persónur.
hefði getað undirbúið þau undir þá sjón að sjá
tíð hennar og hans sjálfs. Nú þarf kóngurinn
að grípa til sinna ráða til að þau geti öli lifað
fullkomnu h'fi og verið hamingjusöm upp frá
því.
Það eru stórleikarar sem ljá persónunum
raddir sínar. Eins og í fyrri myndinni talar
Mike Myers fyrir Skrekk, Eddie Murphy fyrir
Asnann og Cameron Diaz fyrir Fíónu
prinsessu. Nú bætast hins vegar við Antonio
Banderas, John Cleese, Julie Andrews, Rupert
Everett og fleiri. Myndin er að sjálfsögðu
einnig talsett en í íslensku útgáfunni eru
Önnur teiknimyndin um Skrekk er frumsýnd í Sambíóunum, Háskólabíói og Laug-
arásbíói í dag. Ný og óvænt ævintýri bíöa hetjunnar okkar en eins og í fyrri
myndinni eru það Mike Myers, Eddie Murphy og Cameron Diaz sem ljá persónun-
um raddir sínar. í íslensku útgáfunni eru Hjálmar Hjálmarsson og Laddi á meðal
helstu leikara.
Skrekkur 2 Skemmtilegasta teiknimynda-
persóna sidari ára er komin aftur og lendir nu i
óvæntum ævintýrum. Hann þarfað takast á viö
tengdaforeldra sina, sem eru ekki par hrifnir af
honum þegar þeir sjá hann i fyrsta skiptið.
' ■4’ W - í*'■ • §
- &
$»m
mr ,St
Allir borgararnir í Langt, langt í burtu mæta og
hylla prinsessu sína þegar hún snýr heim og for-
eldrar hennar bíða spenntir eftir heimkomu
dóttur sinnar og nýja tengdasonarins. En enginn
nýja tengdasoninn, svo ekki sé minnst á hversu
breytt litla dóttir þeirra er.
Skrekkur og Fíóna vissu ekki að brúðkaup
þeirra hefur eyðilagt plön föður hennar um fram-
Hjálmar Hjálmarsson og Laddi í stærstu hlut-
verkunum.
Shrek 2 er frumsýnd í Sambíóunum, Háskóla-
bíói og Laugarásbíói í dag.
Hjálmar Hjálmarsson leikari sem talar
Skrekk og Gretti segir að tími sé kominn til að
bæta flokknum besta talsetningin inn í Edduna.
„Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og líklega
skemmtilegra en aö leika sjálfúr," segtr Hjálmar Hjáimarsson
leikari sem ljáð hefur persónum f myndunum um Shrek,
Gretti og Harry Potter rödd sína ásamt fjöldanum öllum af
öðrum myndum og þáttum. Hjálmar segir að það sé mun
erfiðara að talsetja fyrir alvöru leikara en teiknimyndaper-
sónur en eins og flestir vita er Shrek teiknimynd. „Þú verður
að hafa eyrun vel opin fyrir því hvemig erlendi leikarinn túlk-
aði persónuna og bæta svo við hana til að gera hana fslenska.
Fyrirmyndin er samt alltaf svolítið ráðandi. Varahreyfingam-
ar em miklu nákvæmari þegar maður er að talsetja fyrir leik-
ara og þar sem fslenskan er allt öðmvísi í laginu en enskan er
þetta meiri nákvæmisvinna."
í upprunalegu útgáfunni af Shrek er það hinn vinsæli
grínleikari Mike Myers sem talar fyrir aðalpersónuna. „Myers
talaði með frekar eðlilegri röddu og brá fyrir sér einhvers
konar skoskum hreim. Ég reyndi hins vegar að gera hann ör-
lítið norðlenskan enda vanur að tala norðlensku." Hjálmar
segir Gretti síðan allt öðmvísi mynd. Þar séu allir leikarar og
dýr lifandi fyrir utan letihauginn sem sé teiknaður inn í þetta
aÚt saman. „Það var Bill Munay sem ljáði Gretti rödd sína en
hann ér einn af mínum uppáhaldsleikurum. Murrey hefur
greinilega fengiö frálsar hendur til að spinna fyrir framan
hljóðnemann svo þetta var mikil ögrun fyrir mig.“ Hjálmar
segir aö Grettir eða Garfield á ensku sé svona sæt fjölskyldu-
mynd á meðan Shrek sé meira upp á húmorinn. Margir hafi
beðið eftir Gretti í langan tfma enda eigi hann stóran aðdá-
endahóp og fólk sé æst í að heyra hvemig hann tali.
Samkvæmt Hjálmari hefur talsetningin verið algjörlega
afskiptur heimur í leiklistinni hingað til. „Þetta er orðinn
gríðarlegur iðnaöur svo mér finnst að það sé kominn tími til
að bæta henni inn í Edduna. Flokkurinn besta talsetningin.
Hljómar það ekld vel?"
*
■»
>