Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Blaðsíða 32
““ r JT* Y ^ 11 íl^)J í (J í Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^nafnleyndarergætt. r-i r-i r \ r-i y£j0£j[)í>9 SKAFTAHLÍÐ 24, 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMISS050Ö0 um tm • Það sannaðist enn einu sinni um helgina að Steinþór Skúlason, for- stjóri Sláturfélags Suður- lands, er besti svifflug- maður landsins. Á ís- landsmeistaramótinu sem haldið var á Hellu sveif Steinþór lengra og betur en allir aðrir og það ekki í fyrsta sinn. Fyrir bragðið er hann nú kallaður „Pulsan fljúg- andi“ og þá með öllu... • Þórólfur Ámason borgarstjóri er í sum- arfríi þessa dagana. Vekur athygli að borgarstjóri eyðir sumarfríi sínu í Reykjavík og sést fyrir bragðið daglega á göngu í miðbænum, forvitinn og upprifinn eins og hver annar ferðamaður. Enda ýmislegt að sjá í borg Þórólfs og verulega hægt að sletta úr klauf- unum - ef menn eiga frf daginn eftir.. Var hann ónæmur fyrir Ástþóri? „Ég varð að snúa blaðinu við. Þetta er eins og að missa báðar hendurnar,“ segir Ingibergur Sig- urðsson bakari sem er með ofnæmi fyrir hveiti. Fyrir bragðið er hann hættur að baka. Ofnæmið hefur bakað honum vandræði. Ingibergur hafði starfað sem bak- ari í 8 ár þegar ofnæmið fór að láta á sér kræla. Reyndar var hann með lít- ilsháttar exem á húð en það magn- aðist upp við baksturinn, svo mjög að Ingibergur fékk ekki við nokkuð ráðið. Útbrotin flæddu um lík- amann og með fylgdi kláði svo Ingi- bergur gat b'tið annað gert en að klóra sér. „Ég fór í rannsókn og læknirinn sagði mér að ég væri með ofnæmi fyrir perubalsami en það er efnið sem notað er til að gera hveitið hvítt. Perubalsam er einnig í ýmsum snyrtivörum og jafnvel öðrum mat- vælum þannig að ég verð að gæta mín,“ segir Ingibergur sem rak um tíma bakaríið Smárabrauð f Hafnar- firði en það hefur nú verið selt. Ingi- bergur er kominn í kvöldskóla og leitar að starfi sem sölumaður. Allt kemur til greina. Allt nema hveiti. „Ég hef lagast mikið eftir að ég hætti að baka en er samt ekki orðinn algóður. Þetta er snertiofnæmi sem lýsir sér í þvílíkum kláða að maður getur ekki annað en klórað sér. Helst er að hægt sé að slá á kláðann með því að fara í heitt bað tvisvar á dag en það gerir hins vegar ekki annað en að magna upp kláðann og er fyrir bragðið skammgóður verm- ir. Svo leggst þetta á sál- ina á manni og andleg vanlíðan verður jafn slæm og kláðinn sjálfur. Þegar svo er komið verður •' bakari að hætta að baka,“ segir Ingi- bergur sem btur þó björtum augum fram á við. Hann hefúr enn gaman af því að skreppa í bakarí og fá sér brauð. Helst gróft brauð. Þó klórar hann sér stundum í kobinum við af- greiðsluborðið og _ fær sér sérbakað ' vínarbrauð. En það er sjaldan því í því er fullt af peru- f fá bals- ami... Ingibergur Sigurðsson bakari Kldðinn var að drepa hann. Litar- efni! hveiti gerði útslagið. Draugagangur hjá Orkuveitunni „Hér er útvarpstæki sem kviknar á í tíma og ótíma án þess að nokkur komi þar nærri. Það þyk- ir okkur undarlegt," segir Stefán Pálsson, safn- stjóri í Minjasafni Orku- veitunnar í EUiðaárdal. „Svo erum við að koma að læstum dyrrnn sem áttu að vera opnar. En það getur svo sem gerst þegar margir ganga um með lykla- völd," segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem draugagangs verður vart hjá Orkuveitunni í Elliðaárdal. Fyrir nokkr- um árum var þar eldavél sem talaði. Seinna komust menn að því að vegna nálægðarinnar við útvarpsmöstur á Vatns- enda titraði málmplata í elda- vélinni þannig að úr varð muldur og söngl. „Við erum samt óhræddir," segir Stefán safnstjóri. „Rafmagnið er furðulegt fyrirbæri." Gaupi léttist með aldrinum Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, varð fimmtugur í fyrra- dag. Hann tekur aldrinum fagnandi. „Það er miklu betra að vera fimmtugur en fer- tugur. Svo mikið veit ég, segir Gaupi sem var kíló fyrir tíu árum en er nú aðeins 87 kíló. „Ég er miklu betur á mig komin fimm- tugur en fer- tugur," segir hann. í tilefni dagsins bauð Gaupi fjölskyldu sinni út að borða: „Börnin völdu Here- ford steikhús og það var ágætt, segir Gaupi sem bætti einhverju á sig það kvöldið. „Annars er það hreyfing og aftur hreyf- ing sem gildir í þessum efn- um. Ég byrjaði að æfa á lík- amsræktarstöð fyrir átta árum með þessum árangri sem nú blasir við. Félagi minn, Eggert Skúlason fréttamaður, byrjaði um leið og ég en datt snemma út. Hann hlýtur að fara að detta aftur inn ef hann ætlar að veða eins og ég,“ segir Gaupi. „Maður stoppar ekki klukku tímans en ræður miklu sjálf- ur um hvernig hún tifar og fer með mann."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.