Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1981, Blaðsíða 22
Var því lagður annar 3x16 mm2 Cu-
strengur meðfram nýrri vatnsæð að
gjánni og holu 5, en þaðan var lagður
3x95 mm' álstrengur til Fitja.
í spennistöðinni í dæluhúsinu er auk
spenna fyrir 660 V dælumótora og
spennis fyrir venjulega notkun á 400 V
gert ráð fyrir rofavirki til tengingar við
Rafveitu Njarðvíkur og rými fyrir einn
dreifispenni RN.
í upphafi er gert ráð fyrir 600 kW
dæluafli í stöðinni en með tímanum
mun það væntanlega aukast upp í 1200
kW. Þegar svo er komið, annar streng-
urinn á milli ekki lengur orkuþörfinni á
6,3 kV spennu. Þá er ráðgert að hækka
spennuna á kerfinu í 11 kV með því að
setja tvo 1200 kVA 6,3/11 kV spenna
við OV 2 í Svartsengi. Til tengingar við
kerfi Rafveitu Njarðvíkur er gert ráð
fyrir einum 1000 kVA millispenni, ef
ekki verður búið að breyta þvi i 11 kV
þegar að þessu kemur.
5. ORKUVER 2
í orkuveri 2 eru 6,3 kV safnskinnur
sem tengjast:
8
:
— orkuveri 1, eins og áður er getið
(HR8)
— 1200 kVA 6,3/0,69 kV spenni fyrir
dælur (HR9)
— 315 kVA 6,3/0,4 kV spenni fyrir
aðra notkun (HR10)
— háspennukerfinu fyrir kaldavatns-
dælingu og dælustöð á Fitjum (HR
11). Eins og áður er sagt er þetta
kerfi nú rekið á 6,3 kV spennu. Síð-
ar er fyrirhugað að hækka spenn-
una í 11 kV og verða þá settir tveir
millispennar 6,3/11 kV, hvor 1200
kVA að afli. Samsvarar það flutn-
ingsgetu strengjanna.
— orkuveri 3 (OV 3), (þ.e. raforkuveri
2 (ROV 2)), með 2 x 3 X 240 mm2 eir-
streng (HRI2).
í orkuveri 2, dælustöð á Fitjum og
spennistöðvum 2 og 3, er notuð 660 V
spenna til að knýja dælur í stað 400 V
spennu sem er venjuleg hér á landi.
Þessi spenna reyndist verulega hag-
kvæmari en 400 V vegna grennri
strengja og þó sérstaklega vegna ein-
faldari ræsibúnaðar.
6. ORKUVER (Raforkuver 2)
í raforkuveri 2 er 6 MW (7,5 MVA)
gufuhverfilssamstæða.
Hún tengist 6,3 kV safnteinum
(HR19) sem aftur tengjast 33 kV kerfi
Rafmagnsveitnanna gegnum 10 MVA
33/6,3 kV spenni (HR18). Að auki er
samband við safnskinnur í orkuveri 2
eins og áður getur (HR17).
Hagkvæmnisreikningar, sem gerðir
voru fyrir Hitaveitu Suðurnesja, sýndu,
að 6 MW aflvél mundi verða hentugasta
vélastærð með tilliti til nýtingar gufu frá
orkuveri 2, sem rekið yrði í samræmi
við heitavatnsþörf á hverjum tíma.
Orkuvinnsla í Svartsengi sem þessu
nemur mun auk þess að veita orku til
kerfisins, hafa þann kost, að spennu-
ástand flutningskerfisins til Suðurnesja
mun batna og hægt er að fresta um all-
mörg ár lagningu nýrrar flutningslínu
þangað.
Mynd 1. Hitaveita Suðurnesja. — Háspennukerfi, einiínumynd.
14 — TÍMARIT VFÍ 1981
L.