Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1981, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1981, Blaðsíða 8
Páll Theodórsson, forstöðumaður Eðlisfræðistofu RH: Hagnýtar rannsóknir við Raunvísindastofnun og Háskóla íslands Snemma á síðasta ári kom út álits- gerð nefndar, sem skipuð var af Rannsóknaráði ríkisins og ber heitið „Rannsóknir við Háskóla íslands á sviði raunvísinda og verk- fræði”, og undirtitill hennar er „Álitsgerð um sögulega þróun þeirra, tengsl við rannsóknarstofn- anir og ályktanir um framtíðar- skipulag” (1). í þessari álitsgerð er m.a. fjallað allítarlega um hagnýtar rannsóknir við Háskóla íslands. Grein sú, sem hér birtist, var að stofni til skrifuð áður en höfundur hennar las fyrr- nefnda álitsgerð. Greinin hefði vafalítið orðið nokkuð á annan veg, ef hún hefði verið skrifuð eftir lestur álitsgerðarinnar. I. INNGANGUR Hagnýtar rannsóknir við Háskóla Islands, og þá sérstaklega við Raun- vísindastofnun Háskólans, hafa stór- aukist á síðustu árum. Þetta endurspegl- ar brýna nauðsyn þess að nýta þá rann- sóknaraðstöðu og sérþekkingu, sem þar er að finna í ýmsum greinum tækni og vísinda til að leysa ýmis verkefni í islensku atvinnulífi. Þetta starf sýnir einnig vilja kennara og sérfræðinga skólans til að beita þekkingu sinni við lausn slíkra verkefna, enda getur skóla- anum verið verulegur styrkur í því, að þar sé unnið að hagnýtum rannsóknum. Þessi starfsemi hefur vaxið ört, en skipulagslítið, á síðustu árum. Skipu- lagsleysið og takmarkað húsrými er nú farið að há verulega eðlilegri þróun þessara rannsókna og er því brýn nauðsyn að taka þetta mál til rækilegrar umræðu. Nauðsynlegt er að ræða á hvern hátt Háskólinn skuli vinna að hinum hagnýtu verkefnum, og ræða þarf verkaskiptingu og samvinnu milli skólans og opinberra stofnana og ann- arra aðila. Hvað Raunvísindastofnun varðar hljóta undirstöðurannsóknir stofnunar- innar að hafa forgang, og þar sem hús- næði er nú orðið þétt setið, er hætt við því, að húsnæðisþátturinn einn geti valdið því, að jafnt og þétt verði að draga úr hinum hagnýtu rannsóknum. Fleiri atriði valda því einnig, að nauðsynlegt er að taka mál þetta til gaumgæfilegrar athugunar og reyna síðan að leysa vandann áður en of mörg tækifæri til að efla starfsemina og styrkja íslenskt atvinnulíf glatast. í þessari grein er rætt um hinar hagnýtu rannsóknir og þróunarstarfið fyrst og fremst I Ijósi þeirrar reynslu, sem fengist hefur á Eðlisfræðistofu RH, en starfsemi af þessu tagi hefur aukist þar mjög á síðustu árum. Margir þættir starfsins hafa verið unnir í nánu sam- starfi við Jarðeðlisfræðideild Raun- vísindastofnunar og falla reyndar sumir allt eins undir þá deild. Ég mun ræða um aðdraganda hinna hagnýtu rannsókna við Eðlisfræðistofu, þróun þeirra og núverandi stöðu, hvaða áhrif þær hafa haft á aðra starfsemi stofunnar og loks mun ég ræða um æskilega þróun á komandi árum og hvaða forsendur ég tel að þurfi að vera fyrir hendi til að þær skili Háskólanum og íslensku þjóðfélagi sem mestum árangri. II. HAGNÝTAR RANNSÓKNIR OG ÞRÓUNARSTARF VIÐ EÐLISFRÆÐISTOFU RH Segja má að rannsóknir á sviði eðlisfræði og jarðeðlisfræði við Há- skóla íslands hefjist þegar Eðlisfræði- stofnun Háskólans hóf störf 1958. Undir forustu Þorbjörns Sigur- geirssonar var þá ráðist í mælingar á segulsviði jarðar og rannsókn á tvívetni og þrívetni í grunnvatni. Páll Theodórsson lauk fyrri hluta prófi í verkfrceði frá HÍ1959 og cand. mag. et scient,-prófi í eðlisfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla 1955. Sérfr. við rannsóknarstöð dönsku kjarnorku- nefndarinnar á Risö 1956—61 og við Eðlisfræðistofnun HÍ1958—61. Stofn- aði ásamt öðrum Rafagnatækni og starfaði þar 1961—63. Sérfr. við Eðlis- fræðistofnun HI1963—66 og við Raun- vísindastofnun HÍ frá 1966, forstöðu- maður eðlisfrœðistofu frá 1976, m.a. við rannsóknir á þrívetni í jarðvatni og notkun geislavirkra efna. Gestur við rannsóknarstörf við Forskningsanlæg á Risö á árunum 1973 og 1974. Strax í upphafi kom í Ijós að rann- sóknir af þessu tagi yrðu vart stundaðar nema mögulegt væri að breyta ýmsum rafeindatækjum, bæta við þau og hanna og smíða ný tæki í nokkrum mæli. Fjárhagur starfseminnar mótaði þennan þátt reyndar einnig, því með þessum hætti mátti í ýmsum tilvikum fá mun ódýrari tæki, þar sem oft var mögulegt að fella þau að því verkefni, sem þau áttu að leysa, og gera þau því töluvert einfaldari en verksmiðjufram- leidd tæki. Rafeindaverkstæði hefur því frá upphafi verið rekið samhliða hinum almennu rannsóknum. Enda þótt rannsóknarverkefnin hafi í upphafi talist til undirstöðurannsókna, fengu niðurstöðurnar er fram liðu stundir hagnýtt gildi og einstakir síðari þættir þessa starfs hljóta að teljast til þjónusturannsókna. Má hér sjá að strax og þekking og reynsla við Háskólann á sviði eðlisfræði og jarðeðlisfræði tók að vaxa, fylgdu ýmis hagnýt verkefni í kjölfar undirstöðurannsóknanna. Með stóraukinni kennslu í verkfræði- og raunvísindagreinum við Háskóla Is- lands og eflingu rannsókna við Raunvís- indastofnun á liðnum áratug, hefur þekking í mörgum greinum vísinda og tækni vaxið þar að sama skapi. Mynd 1, 68 — TÍMARIT VFÍ 1981

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.