Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1981, Blaðsíða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1981, Blaðsíða 9
sem fengin er úr fyrrnefndri skýrslu Rannsóknaráðs (1), sýnir hvernig stöðum sérfræðinga og kennara með rannsóknaraðstöðu við Raunvísinda- stofnun hefur fjölgað frá stofnun hennar 1966 og hvernig fjöldi fastra kennara við Verkfræði og raunvísinda- deild hefur fjölgað á tímabilinu 1945— 1979. Fjöldi kennara og sérfræðinga við RH hefur fjórfaldast á rúmum áratug og fjöldi kennara við Verkfræði- og raun- vísindadeild hefur tífaldast á sama tíma- bili. Það er eðlileg og óhjákvæmileg afleiðing af þessari þróun að í vaxandi mæli hefur verið sóst eftir því af aðilum utan Háskólans að nýta þessa þekkingu, reynslu og rannsóknaraðstöðu til að leysa ýmis aðkallandi verkefni í íslensku þjóðfélagi. í sumum tilvikum hefur frumkvæðið hinsvegar komið frá Há- skólanum. Þar hefur verið bent á hagnýt verkefni, sem unnt væri að leysa með þekkingu og reynslu innan skólans og síðar hefur verið aflað fjár til að vinna þar að lausn þeirra. Hefur þá oft verið ráðið sérstakt starfsfólk til að leysa þessi verkefni með kennurum skólans. Ég vil gefa nokkra mynd af hinum hagnýtu verkefnum með því að telja upp með stuttum skýringum hin veiga- meiri þeirra verkefna, sem hafa verið unnin á Eðlisfræðistofu (og sum að hluta á Jarðeðlisfræðideild), en ég vil samtímis benda á, að á öðrum stofum Raunvísindastofnunar eru allmiklar hagnýtar rannsóknir stundaðar. 1. Segulmælar. Segulmælar, sem byggjast á pólveltu róteinda, hafa verið þróaðir og með slíkum mælum hefur segulsvið alls landsins verið kortlagt með mælingum úr lofti. 2) Hraunkæling. Lagður var grundvöllur að því að draga úr rennsli glóandi hrauns í Surtsey og þessari tækni var síðan beitt í gosinu á Heimaey. 3) Hraunhitavcita. Með fleiri aðilum var lagður grund- völlur að hraunhitaveitu í Vestmanna- eyjum. 4) Tvívctnisrannsóknir. Mikilvægar upplýsingar um eðli grunnvatnsrennslis á einstökum jarð- hitasvæðum hafa fengist með tvívetnis- mælingum. Sföflur sérfrœðinga og kennara með rannsóknaraðstöflu á 5) Grunnvatnsrennsli rakið með geislavirkum efnum. Geislavirku joði hefur verið beitt til að rekja feril grunnvatns, m.a. í lekaleit við Sigöldu. 6) Örtölvustýrð skráningartæki. Örtölvustýrð skráningartæki til sjálf- virkra mælinga og gagnasöfnunar hafa verið þróuð. Yfir 20 slík tæki eru nú í notkun hjá allmörgum stofnunum. Vonast er til, að framleiðsla þeirra geti hafist á vegum einkaaðila á árinu 1982, einkum til útflutnings. 7) Vogir og upplýsingakerfi fyrir frystihús. Vogakerfi fyrir frystihús og tölvu- kerfi til skráningar á upplýsingum frá vogum og fleiri tækjum hafa verið þróuð. Vogirnar eru nú framleiddar af framleiðni sf., en RH fær ákveðið leyfisgjald af hverri vog. 8) íssjár. Þetta eru sérhannaðar ratsjár til þykktarmælinga á jöklum. Þær voru upphaflega hannaðar af vísindamönn- um við háskólann í Cambridge, en að frumkvæði og í samvinnu við RH. íssjárnar hafa verið endurbættar við Raunvísindastofnun og 4 smíðaðar þar, tvær þeirra fyrir aðila í Noregi og Svíþjóð. Jarðeðlisfræðideild hefur staðið fyrir tveimur stórum mælinga- leiðangrum á Vatnajökul fyrir Lands- virkjun til þykktarmælinga. 9) Beislun vindorku. Unnið er að tilraun til að beisla vindorku til varmaframleiðslu og hugsanlega einnig með nokkra rafmagnsframleiðslu samhliða. 10) Fjölteljarakerfi. Unnið er að hönnun örtölvustýrðra fjölteljarakerfa til mælinga á veikum geislavirkum sýnum. Kerfin byggjast á mjög endurbættum geislanemum, fjöl- teljurum, sem hafa verið þróaðir í sam- vinnu við Forsögsanlæg Risö í Dan- mörku. Stefnt er að útflutningi á fjöl- teljarakerfunum og gæti hér orðið um dæmigert „niche” verkefni að ræða (þar sem sterk framleiðslustaða næst í krafti sérþekkingar á þröngu sviði). 11) Innlent eldsneyti. Unnið hefur verið að umfangs- miklum athugunum varðandi mögu- leika á framleiðslu eldsneytis, sem byggðist á innlendum orkugjöfum. Svo sem fram kemur af þessari upp- talningu er töluverður eðlismunur á hinum ýmsu hagnýtu verkefnum. Sum þeirra eru nátengd undirstöðurannsókn- um stofnunarinnar, önnur eiga rót sína að rekja til þeirra, en hafa síðar verið rekin sem sjálfstæð verkefni. Loks hafa sum verkefnin verið unnin að beiðni og að frumkvæði aðila utan stofnunar- innar. Þáttur rafeindatækninnar er allmikill í þessum verkefnum. Þetta byggist ekki hvað síst á hinum miklu möguleikum, sem þar hafa opnast á síðusta áratug með hinum þéttskipuðu samrásum, þar sem þúsundum smára er þjappað saman í örsmáa kísilsneið og mynda þar flókna rafeindarás. Mikilvægasta afsprengi þessarar tækni er örtölvan. Á Raun- vísindastofnun Háskólans hefur verið unnið mikið á sviði örtölvutækni og hefur nú verið safnað þar liðlega 20 mannára reynslu. Þetta er í raun og veru mikilvægasti þáttur rafeindastarfsins og hefur það ómetanlegt gildi fyrir marga þætti rannsókna við RH vegna þess hve fjölhæf örtölvutæknin er. Hvernig hefur tekist til með hinar hagnýtu rannsóknir, hver er staða þeirra nú og hvernig eru horfurnar um fram- hald þeirra? Ekki hafa allir þættir rannsóknanna gengið vel því við margvíslega erfiðleika er að etja. Tími kennara og sérfræðinga er takmarkaður og kennsla og undir- stöðurannsóknir hljóta að hafa for- gang, bæði hvað tíma starfsmanna snertir og húsrými. Hinum hagnýtu verkefnum er því stundum troðið inn í smugur og búa þar við erfið skilyrði. Því fer ekki hjá því að starfið gengur misvel. Takmarkaður tími er oft mikið vandamál, sérstaklega þegar skila þarf lausn á tilteknum tíma. Geti sá sérfræð- ingur eða kennari, sem sér um verkið, ekki látið í það nægan tíma, er oft unnið að lausn verkefnanna með sumar- vinnu stúdenta. Oft gefst þetta vel, en því geta fylgt annmarkar. Þegar viðkomandi stúdent er kominn vel inn í TÍMARIT VFÍ 1981 — 69

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.