Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1981, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1981, Blaðsíða 11
t.d. Skiparannsóknastofnunin. Enn- fremur getur sérhver kennari gert rann- sóknarsamning án þess að SINTEF komi þar nærri. Samvinnan milli SINTEF og hinna einstöku rannsóknar- hópa innan NTH er því algjörlega frjáls og þykir reynslan hafa sannað gagnsemi þessa frjálsa fyrirkomulags. Fyrir sérhvert rannsóknarverkefni, sem tekið er upp af SINTEF, er gerður verkefnissamningur milli stofnunarinn- ar og þess aðila sem greiðir kostnaðinn. Þegar iðnfyrirtæki er samstarfsaðili, eru oft ákvæði í samningnum, sem tryggja hagsmuni þess aðila, sem kostar rann- sóknina eða þróunarstarfið. Þar geta verið ákvæði um einkaleyfi, um að SINTEF megi ekki birta niðurstöðurnar nema með samþykki viðkomandi aðila, og einnig, að SINTEF megi ekki sinna hliðstæðu verkefni fyrir annan aðila á samningstímanum, jafnvel ekki næstu sex mánuði eftir að honum lýkur. Mál af þessu tagi geta verið vandmeðfarin, en þykja þó ekki valda verulegum erfið- leikum hjá SINTEF. í sambandi við hinar hagnýtu rannsóknir Raunvísinda- stofnunar hefur orðið nokkur umræða um atriði sem þessi og því hefur jafnvel verið haidið fram, að þjónusta af þessu tagi við einstök fyrirtæki væri óeðlileg við háskólastofnun. Ég tel, að þessi sjónarmið hafi um of mótast af þröng- um hagsmunum einstakra fyrirtækja. Norðmenn telja, að kennslu við tækniháskólann sé verulegur styrkur í hinum hagnýtu rannsóknarverkefnum, því fyrir tilstilli þeirra tengist skólinn betur atvinnulífinu, og mörg hinna þriggja mánaða löngu lokaverkefna hjá nemendum sækja efnið til slíkra rann- sóknaverkefna. Einnig er það mikil- vægt, að starfsmenn SINTEF taka tölu- verðan þátt í kennslu við NTH og er skólanum mikill styrkur í því að eiga greiðan aðgang að tæknimönnum með jafnmikla reynslu og starfsmenn SINTEF búa yfir, því þar er rík áhersla lögð á nýjar tæknigreinar. í nokkrum tilvikum hafa nýjar kennslugreinar sprottið upp af starfsemi SINTEF. IV. TÆKNISJÓÐUR Hér að framan var þess getið, að um þriðjungur af rekstrarfé SINTEF kemur frá opinberum sjóðum. Meginhluti þessa fjár kemur frá tæknisjóði, sem rannsóknaráð Noregs (NTVF) úthlutar úr. Fé er þar veitt til verkefna að undan- genginni umsókn með ítarlegri kostn- aðar- og tímaáætlun ásamt greinargerð. Hliðstæðir, mjög öflugir tæknisjóðir munu vera til hjá öllum hinum tækni- væddu nágrannaþjóðum okkar. Þeir eru þar veigamikill þáttur í tæknilegum framförum þeirra. Ekki verður skilist við þessa umræðu um hagnýtar rannsóknir við Háskóla íslands án þess að ræða þennan þátt nokkuð nánar, því þarna vantar að mínu áliti mikilvægan hlekk í viðleitni okkar til að nýta vel nýja möguleika, sem nútímatækni býður upp á. Enda þótt ýmsir sjóðir hér á landi sinni að nokkru því hlutverki, sem eðlilegt er að ætla tæknisjóði, er það þó aðeins í tak- mörkuðum mæli og oftast er um að ræða verkefni, þar sem stutt er í hagnýt- an árangur. Hér á landi hefur Vísindasjóður reynst mjög vel, enda þótt hann ráði yfir mjög takmörkuðu fjármagni miðað við verðugar umsóknir. Umsóknir til sjóðsins eru metnar vandlega af hinum færustu mönnum fyrir úthlutun og tryggir þetta góða nýtingu hins tak- markaða fjármagns. Mörg góð verkefni hafa verið leyst með hjálp Vísindasjóðs á liðnum árum og hann hefur hrundið af stað mörgum stórum verkefnum, en aðrir aðilar síðan tekið verið fjármögnun þeirra eftir að fyrsta lota starfsins, sem hefur verið unnin með hjálp Vísindasjóðs, hefur sýnt gildi þess verkefnis, sem ráðist var Við þurfum að fá hliðstæðu við Visindasjóð til styrktar tæknilegum verkefnum. Mjög kemur þá til greina að fela Vísindasjóði þetta verkefni með því að bæta við þriðju deildinni, Tækni- deild, til viðbótar Hugvísindadeild og Raunvísindadeild, en samtímis þyrfti að stórauka tekjur sjóðsins og efla starf hans þannig, að heildarstefna hans verði mörkuð skýrar og honum verði gert kleift að fylgjast betur með árangri af því starfi, sem fé er veitt til. V. LOKAORÐ Eins og þegar hefur verið getið, er sóst í vaxandi mæli eftir því að nýta þekkingu, reynslu og rannsóknar- aðstöðu við Háskóla Islands til að leysa ýmis vandamál í íslensku atvinnulífi og íslensku þjóðfélagi. Töluvert starf af þessu tagi hefur verið unnið við Verk- fræði- og raunvísindadeild og við Raun- vísindastofnun á síðari árum, en þó án heildarskipulags. Ég tel að hér á landi sé enn brýnni nauðsyn að nýta þá möguleika, sem Há- skólinn býður upp á til lausnar slíkum verkefnum, en í nágrannalöndum okkar, því sökum mannfæðar hér er í ýmsum tilvikum vart í annan stað að leita. Háskóli íslands er því eðlilegur vett- vangur hagnýtra rannsókna í ýmsum greinum tækni og raunvísinda, því kennarar og sérfræðingar hans búa þar yfir mikilli reynslu og þekkingu. Ég tel því mikilvægt fyrir íslenskt þjóðfélag, að þekking sú og reynsla, sem er að finna við Háskólann, verði nýtt á skipulegan hátt til að leysa fjöl- mörg brýn verkefni í íslensku þjóð- félagi, og að hagnýtar rannsóknir þar verði efldar verulega samtímis því, að tengsl við ýmsar aðrar stofnanir og fyrirtæki verði treyst. Eins og stendur eru vaxtarmöguleikar fyrir hinar hag- nýtu rannsóknir við Háskólann mjög takmarkaðir og er skjótra úrbóta þörf. Við íslendingar verjum miklu fé til að mennta ungt fólk. Vöxtur Háskólans síðasta hálfan annan áratug ber þessu glöggt vitni. Hinsvegar vantar mikið á, að við nýtum sem skyldi þá miklu sér- þekkingu, sem þetta unga fólk hefur aflað sér. Samtimis bíða fjölmörg brýn verkefni úrlausnar. Nútímatækni er grundvöllur hinna góðu lífskjara, sem íslenska þjóðin býr nú við. Við eigum mikla möguleika ónotaða til að bæta lífskjör okkar enn að mun. Þessu getum við því aðeins náð, að við nýtum vel þá þekkingu og reynslu, sem til er í landinu. Mikilvægur þáttur í sókn til betri og traustari lífskjara er að nýta vel þá sérþekkingu og rannsóknaraðstöðu, sem er að finna við Háskóla íslands. Ég tel, að fyrstu skrefin þar ættu að vera: 1) Að koma betra skipulagi á hinar hag- nýtu rannsóknir Háskólans. 2) Að auka verulega húsnæði fyrir þess- ar rannsóknir. 3) Að stofna öflugan sjóð til styrktar íslenskum tæknirannsóknum. HEIMILDIR: (1) Rannsóknir við Háskóla íslands á sviði raunvísinda og verkfræði. Rannsóknaráð rikisins. Rit 1981:1. (2) Vistfræði háskólarannsókna. Páll Theo- dórsson. Raflost, blað rafmagnsverkfræðinema, 1981. (3) SINTEF 25 ár, 1950-1975. Skýrsla frá SINTEF, Þrándheimi. TÍMARIT VFÍ 1981 — 71

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.