Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1981, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1981, Blaðsíða 12
Baldur Líndal, efnaverkfræðingur: Tilraunaverksmiðja á Reykjanesi 1. INNGANGUR Allt frá árinu 1956, þegar boruð var fyrsta gufuholan á Reykjanesi, hefir möguleika á saltvinnslu og annarri efna- vinnslu oftsinnis borið á góma í sam- bandi við jarðhitasvæðið á Reykjanesi. Athuganir varðandi þetta mál voru á vegum Raforkumálastjóra í fyrstu, en á árinu 1966 tók Rannsóknaráð ríkisins þessi mál upp á víðari grundvelli en áður hafði verið, og var þá unnið við salt- vinnslumálið nær samfleytt til 1972. Síðan tók iðnaðarráðuneytið við, að því er saltverksmiðjuna varðaði, og lét enn gera viðbótar áætlanir og útreikninga. í framhaldi af því voru sett lög um Undir- búningsfélag saltverksmiðju á Reykja- nesi hf., útgefin 25. maí 1976. í lögum um undirbúningsfélagið segir svo um tilgang þess og starfssvið: Hlutafélagið skal láta endurskoða þær niðurstöður, sem fyrir liggja. Það skal framkvæma eða láta framkvæma hverskonar viðbótarrannsóknir, sem það telur nauðsvnleear til undirbúnings að byggingu og rekstri. saltverksmiðju, m.a. skal félagið láta reisa og reka tilraunaverksmiðju. Þá skal félagið láta framkvæma ítarlegar markaðsathug- anir. Skal að því stefnt, eftir því sem fært þykir, að unnt verði að framselja árangurinn af starfsemi félagsins í hend- ur aðila eða aðilum, sem takist á hendur að fullbyggja verksmiðjuna og annast rekstur hennar til frambúðar. Stofnfundur félags þessa var haldinn hinn 27. febr. 1977 að Stapa í Ytri- Njarðvík. Hluthafar voru sveitarfélög og félög á Suðurnesjum, um 500 einstaklingar og ríkissjóður, sem lagði fram um helming hlutafjárins. Þannig var hlutafé í byrjun um 84 millj. kr. Síðan var það hækkað nokkuð. í stjórn þessa félags voru kjörnir eftirtaldir menn: Guðmundur Einarsson, verkfr., formaður, Oddur Ólafsson alþm., Finnbogi Björnsson, framkv.stj., Friðrik Á. Magnússon, framkv.stj. og Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri. Ekki er tiltækilegt hér að rekja alla þætti starfsemi þessa merka félags, og verður umræða hér því einskorðuð við Baldur Líndal lauk BS-prófi í efnaverk- frœði frú MIT í Cambridge/Mass. 1949. Framhaldsnám við sama skóla 1955. Vann tœknistörf við framleiðslu kolsýru og kalks fyrir Sindra hf. á Akureyri 1942—1945. Vann að rannsóknum fyrir iðnaðarsamvinnudeild MIT 1948— 1949. Verkfr. hjá Raforkumálaskrif- stofunni, jarðhitadeild, 1949—1961, deildarverkfr. frá 1956. Sjálfstæður ráðgjafarverkfr. frá 1961, m.a. við und- irbúning kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn, sjóefnaverksmiðju á Reykja- nesi á vegum Rannsóknaráðs ríkisins og hitaveitu frá Svartsengi á vegum Orku- stofnunar. Hefur starfað með Virki hf. að hönnun gufuveitu Kröfluvirkjunar og Olkaria-gufuvirkjun í Kenya. Verk- frœðilegur ráðunautur við athugun á kísilgúrvinnslu í Bandaríkjunum 1975—1976, nýtingu raforku frá fljót- andi sjávarorkuverum þar og nýtingu jarðvarma til ýmiss konar efnavinnslu. A ðalverkfrœðiráðunautur Undirbún- ingsféiags saltvinnslu á Reykjanesi 1977—1981. Hannaði tilraunaverk- smiðjuna á Reykjanesi og hafði á hendi yfirstjórn tilrauna þar. Aðalráðunautur félagsins varðandi framhald efnavinnslu á Reykjanesi. Titraunaverksmiðjan. tæknileg mál og þá einkanlega það, sem varðar tilraunaverksmiðjuna. 2. GRUNDVALLARSJÓNARMIt) Lengi hefur verið vitað um salt hvera- vatn á Reykjanesi. Við hina eldri veg- troðninga i gegnum hverasvæðið er ennþá myndarlegur vatnshver, þar sem vatnið er verulega saltara en ''sjór. Á þeim árum, sem höfundur byrjaði að vinna við jarðhitarannsóknir, þótti mikill vafi á að þarna væri um nokkuð nema yfirborðsstyrkingu og yfirborðs- umbreytingu á sjó að ræða. Borun 72 — TÍMARIT VFÍ 1981

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.