Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Qupperneq 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Qupperneq 6
bergsins á sama dýpi, er d-g-Eb/(m— 1), þar sem Eb er eðlis- þungi bergsins og talan 1/m er Poissons hlutfall, og er talan m talin vera 3,3 í jarðeðlisfræði. Sé eðlisþungi bergsins minni en 2,3, vegur vatnsþrýstingurinn meira en bergþrýstingurinn og sprungan víkkar. Þessi lági eðlisþungi bergsins getur vel átt við á hinum eldvirku svæðum lands- ins. En fróðlegt er til samanburðar að líta á láglendissvæði Miðsuðurlands. Þar má gera ráð fyrir meiri eðlisþunga, líklega 2,5 eða 2,6. Þessi eðlisþungi bergsins ætti að girða fyrir víkkun sprungna af völdum vatnsþrýstings. Raunin er og sú, að á þessu svæði hefur ekki gosið eftir ísöld. í þess stað verða þarna mestu jarðskjálftar á landinu, sem sögur fara af. En þessir skjálftar hafa yfirleitt í för með sér opnar sker- spennu-sprungur, mynd 1. Og þar sem athugun á gossprungum er möguleg, eru þær og af sömu gerð (t.d. Hekla 1947, Heimaey 1973, Lúdents og Þrengsla- borgir við Mývatn). í byrjun Heima- eyjargossins og Heklugossins 1947 stóðu í fyrstu gosstrókar upp úr hverri sprungu fyrir sig. En bráðlega varð mið- sprungan ein virk, þar eð hún dró úr þrýstingi í hinum sprungunum. Sameig- inlegt með báðum sprungugerðum er því það, að í gossprungum fellur að nokkru niður sú mótstaða gegn sker- hreyfingu, sem leiðir til jarðskjálfta- sprungna, en í staðinn byrjar mótstaðan fyrst á nokkurra kílómetra dýpi, þar sem bergið er um og yfir 350—400°C heitt. Og rifnun nær nú niður á dýpi, þar sem bergið á stutt í bráðnun af völdum núnings. Hugsanlega veldur núningsorka þarna niðri nokkurri bráðnun, sem opnar leið niður á dýpi, þar sem bráðnun verður af völdum lækkaðs þrýstings. Nokkra hugmynd um það, sem hugs- anlega gerist við rifnun neðarlega í hraunmyndandi sprungu, má fá af brot- stykkjum sem köstuðust upp í spreng- ingum í suðurgíg Heklu 1947— 48. Brotstykkin eru úr efni með seigju um 106—107 poises. Efnið brotnaði ýmist sem gler, eða það rann plastiskt og það dragast þá út fljótandi ósléttir fínir garðar, sem sumpart losna og mynda svarta gosmekki, eða storkna og festast í upphafssprunguveggjum (myndir 2—3). Auk aðalreglunnar um hástöðu grunnvatns í gossprungum, koma fyrir breytileg skilyrði fyrir gos- um, sem aðeins er hægt að rekja í vel könnuðum gosum, en hér verður ekki farið út í. ELDVIRKNI UMHVERFIS FAXAFLÓA Nú verður fjallað um hin „útdauðu” eldvirku svæði við Faxaflóa, sem urðu Mynd 1. 2. mynd. 54 _ TÍMARIT VFÍ 1982

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.