Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Qupperneq 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Qupperneq 7
óvirk á fyrstu öldum íslandsbyggðar eða eitthvað fyrr. Á Snæfellsnesi gaus síðast um 900 e.Kr., þ.e. Rauðhálsagos austarlega á Snæfellsnesi (3). Hinsvegar gaus í Brennisteinsfjöllum, austast á Reykjanesfjallgarði, fram undir 1400 e. Kr. í (2) er vikið að þessari „útdauðu” eldvirkni og í spurnartón ræddur sá möguleiki, að orsök breytinganna sé minnkuð úrkoma á Suðvesturlandi. Ég reyndi fyrst að finna ummerki eins og há, forn vatnsborð, en þessi leið virtist ófær, þar eð aldursgreining á fornu vatnsborði hlyti að verða óviss. Og sér- staklega blasti þessi óvissa við, þegar ljóst var (4), að hið lága vatnsborð í Kleifarvatni nú, er árangur af botnleka í vatninu af völdum jarðskjálfta 1663. Mér varð þá starsýnt á það, að ört kólnandi veðrátta hér á landi á 14. öld samkv. (5), átti sér hliðstæðu í samtíma kólnun í hinum fornu byggðum norrænna manna á SV-Grænlandi. Skýringin á samtíma kólnun á tveimur svæðum, sem bæði voru undir áhrifum frá Grænlandshæð, gat varla verið önnur en efling Grænlandshæðanna, þ.e. auknar vetrarhörkur. En á tímum þegar veðurathuganir í nútímaskilningi gátu ekki átt sér stað, mundu einmitt vetrarhörkur skilja eftir sig ummerki kaldrar veðráttu. Á Græn- landi er það m.a. breytt húsaskipan, sem talar sínu máli, svo og grunnar grafir í kirkjugörðum. Vitnisburður um kólnandi veðráttu á Grænlandi þarf í bili varla frekari umræðu hér. En vitnisburður um veðr- áttuna hér á landi þarfnast frekara máls. Öflug Grænlandshæð veitir köldu og þurru lofti inn yfir landið, Norð- vesturland og Suðurland, frá vestri til austurs. Framan af eflingarskeiði hæðar kólnar veðrátta þá m.a. á fyrrum eld- virka svæðinu við Faxaflóa og úrkoma minnkar. Þetta er í samræmi við það hvar virkni entist lengst við Faxaflóa, þegar höfð er í huga þýðing úrkomu eða hæð grunnvatns. Brennisteinsfjöll eru austast á Reykjanesskaga, þau eru hæsta gosa- svæðið og taka til sín úrkomu frá lægð- um sunnan Reykjaness, auk úrkomu frá Faxaflóa, og vegna hæðar (um 800 m) geyma þau þá best í sér úrkomuna sem grunnvatn. Því er eðlilegt að túlka óljósar frásagnir annála í ljósi þessa skilnings. Til dæmis virðist rétt að álíta, að Ögmundarhraun sé meðal hinna eldri hrauna, þeirra sem runnu eftir landnám, eða á bilinu 1000— 1100. Nýr geislakolsaldur á Ögmundar- hrauni er 1040, skv. upplýsingum Jóns Jónssonar, jarðfræðings. Yfirleitt virðist því mega áætla aldur hrauna á þessum slóðum, eftir fjarlægð þeirra frá Reykjanesskaga. Við höfum nú bent á þróun eldvirkni við Faxaflóa, að því marki þegar eld- virkni var þar nærri eingöngu í Brenni- steinsfjöllum, að ætla verður, og það til ofanverðrar 14. aldar og víkjum næst að Heklu. Hekla Hún gaus í fyrsta sinn eftir landnám árið 1104 eða mjög nærri því ártali. Miðað við þetta ártal, hafði hún ekki bært á sér í 230 ár, og gosahléið kann að hafa verið lengra. Skýring á þessu hléi hefur ekki verið gefin, en skýringin ætti nú að vera ljós. Hið kalda og þurra loft, sem Grænlandshæðin hefur á þessu stigi borið með sér til íslands, mælir síður en svo með hárri grunnvatns- stöðu, er valdið hefði gosinu 1104. Þvert á móti verður nú að horfast í augu við það, að í staðinn fyrir háa stöðu fljótandi grunnvatns, verður að fá fram 3. mynd. TÍMARIT VFI 1982 — 55

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.