Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Qupperneq 8
háa vatnsstöðu úr frosinn úrkomu. Það
er að segja, að hjarn eða jökull á eld-
fjallinu verður að sumrinu að leiða til
verulegs vatnsmagns, sem hripaði inn í
innviðu eldfjallsins og myndi þá alger-
lega koma í staðinn fyrir verkun ytra
grunnvatns. Það ætti að koma í sama
stað niður, hvora leiðina vatnið fer inn í
rætur eldfjallsins, beint frá grunnvatni,
eða eftir króknum sem í jökli fælist. Á
þennan hátt fást tveir möguleikar sem
skilyrði fyrir gosi, 1) mikil úrkoma í
mildri tíð, og 2) nægilega köld veðrátta
(eða nægilega hátt eldfjall) til að jöklar
myndist á því að vetri til og nægileg
leysing að sumri til og greið leið fyrir
leysinguna inn í innviðu eldfjallsins.
Þessi síðari leið hentar vel í Heklu við
kaldari veðráttu en nú ríkir. Og athugun
sýnir, að Heklugos frá byrjun eftir land-
nám og allar götur til síðasta stórgossins
1947, hafa fengið vatn frá bráðnandi
jökli uppi í miðri hæð Heklu.
Guðmundur Kjartansson (7) benti á
Heklujöklana á árinu fyrir gosið 1947
og benti á hið gljúpa ástand malarinnar
í efri hæðum eldfjallsins, án þess að
hann setti það í samband við tilurð
Heklugossins. Þar eð Heklu-jöklar voru
enn til staðar 1947 þegar loftslag var
hlýrra en á fyrri öldum, sem um er
fjallað hér, verður ljóst, að það eru
jöklarnir, sem valdið hafa virkninni í
Heklu frá landnámi til þessa dags.
Öræfajökulsgosin 1362 og 1727
Að vetrinum, eða þegar kalt er í veðri
á öðrum árstima, dreifist foksnjór vítt
og breitt um hásvæði Vatnajökuls, og
eitthvað af foksnjónum fellur þá ofan í
Öræfajökulsgíginn. Foksnjórinn gæti
stundum myndað þak yfir gíginn líkt og
þekja myndast oftast yfir sprungur að
vetri til á köldum jöklasvæðum, sem
eru meira eða minna á hreyfingu.
Þekjurnar eru oft svo þunnar, að þær
eru ótraustar yfirferðar. Ef venjulegt er
að slíkt þunnlag myndist yfir gígsopið á
Öræfajökli, er varla við því að búast, að
slík þekja myndi að sumrinu gefa svo
mikið vatnsmagn, að það hefði áhrif til
eldgoss. En slíkt ætti þó að geta komið
fyrir, og er það til athugunar í sambandi
við gosið 1727. Þá gekk svo mikið af
foksnjó yfir gíginn og niður á Hrútár-
jökul og aðra jökla sem næra Breiða-
merkurjökul, að skriðjöklar gengu yfir
bæjarstæðin Fjall og Breiðá á síðasta
áratug 17. aldar og Breiðamerkurjökull
tók að vaxa langleiðina til sjávar allt
fram að síðustu aldamótum. 1 fram-
haldi af jöklaganginum í lok 17. aldar
hefst gos í Öræfajökli á heitasta tíma
árs, 7. ágúst 1727, og fylgdi því jökul-
hlaup niður frá gígnum. Hér fer varla
milli mála, að þetta vatn er árangur
snjóbræðslu, sumpart í gígnum og af
völdum sumarleysingar, eða niðri í gíg-
trektinni. Og hvers vegna veldur þetta
vatn eldgosi niðri i gígnum?
Mér virðist sá möguleiki blasa við, að
vatnið þarna niðri sýni þá eiginleika,
sem þekktir eru í hverum. Sér í lagi má
nefna goshver eins og Geysi í Haukadal:
Vatn stendur niðri í um 20 m djúpum
strokk og hitnar af um 124°C heitu
vatni, sem streymir upp. í botni er
vatnið undir suðumarki, en á um 10 m
dýpi er það rétt við suðumark. Óveru-
legt uppstreymi af gufubólum sýnir
hvenær suða fer fram. En það gerist
ekki að staðaldri, því að vatni hættir
mjög til að yfirhitna. Þ.e. þola það að
fara nokkrar gráður upp fyrir suðumark
áður en suðan kemur upp, og þá gerist
það með sprengingu. Þannig losnar
varmaorkan, sem safnast hafði umfram
suðumarkshita. Vafalaust mun vatn
niðri í eldgíg einnig haga sér þannig,
þegar skilyrði eru rétt. Það mun þeytast
upp af og til í sprengisuðu. Suðuspreng-
ing í Geysi verður með hristingi, sem
skekur umhverfi hversins eins og í jarð-
skjálfta, og skellurinn heyrist sem
dimmt, stutt högg. Til að athuga hve
mikill jarðskjálfti myndi sennilega
verða til í Öræfajökli við suðuspreng-
ingu, skal tekið það dæmi, að vatns-
massi upp á 1 m3 með 5°C yfirhita
breytist snögglega í 100° heitt vatn í
sprengingu. Þá fæst jarðskjálfti af
stærðinni rúmlega 3 stig Richter. Það
eru einmitt jarðskjálftar af stærðinni
2—4 Richter stig, sem finnast iðulega á
Kötlu-svæðinu og við fleiri eldstöðvar.
Með þessu er fengið fram, að vatn í
gíg eða verðandi gíg veldur þar spreng-
ingum, sem gera vart við sig á yfirborði
með veikum en mælanlegum skjálftum.
En auk þess má búast við því, að
skjálftar valdi usla í berginu í botni gígs-
ins. Þannig má álíta að smásprengingar
losi smám saman efni úr gígbotninum
og komist loks í svo veik lög, að magma
fari að ryðja sér braut upp til yfirborðs.
Það mætti þá líkja botnsprengingum
við höggbor.
Með þessar upplýsingar í huga virðist
það nú minna vandamál en ella, hvernig
magma ryður sér braut til yfirborðs.
Gosið í Öræfajökli 1362 var miklu
stórfenglegra en síðara gosið, og olli
miklu meira vatnsflóði og heildareyði-
leggingu. En ekki er ástæða til annars
en að álíta, að bæði gosin séu sama
eðlis. Auk þess sem það liggur nú Ijóst
fyrir, hvers vegna vatn í sprungum er
nauðsynlegt skilyrði fyrir tilkomu eld-
virkni.
Krafla
í fyrri grein minni um gosvirkni í
Kröflu varð sá misskilningur að orsök
þrýstipúlsins væru óljós í hinu virka
kerfi Kröflu, en rannsókn í þessari grein
bendir eindregið til þess, að orsök
þrýstipúlsins liggi í sprengisuðu vatns
(Iíkt og í Geysi í Haukadal). Þá verður
þrýstipúlsinn mjög svipaðs eðlis og í
skjálftum sem fylgja sprengigosum í
Geysi. Þetta má einnig orða svo, að
sprengisuða verði aðeins þar sem skil-
yrði eru til yfirhitunar, en sambandi
yfirhitunar og Geysisgosa hef ég lýst á
öðrum stað. Þetta tel ég að komi fram
af framvindunni í og eftir Mývatnselda.
Fyrsta hraungosið þá varð í framhaldi
af þrýstipúlsi í desember 1727, eftir að
visst magn hafði tapast af vatni eða
gufu úr gufukerfinu. Gos héldu áfram
þar til úrkoman til svæðisins vó upp
gufutapið. Eftir það var kerfið stöðugt
allt til Kröfluborana og nýtt gufutap
setti eldgos í gang. Um þetta samband
má enn fremur segja að þegar ekki var
um gufutap að ræða á tímanum frá
landnámi til Mývatnselda var aldrei um
nein eldgos að ræða á þessum stað. Af
þessum staðreyndum hlýt ég að draga
þá ályktun að skila þurfi aftur til kerfis-
ins eftir notkun megninu af vatni eða
gufu sem frá því var tekið í borholum,
til að hindra gos samfara virkjun.
SPÁ UM ENDURVAKNINGU ELD-
VIRKNI Á REYKJANESSVÆÐINU?
Veðráttu hér á landi má skipta í
veðurfarsskeið, þannig að skipst hafa á
rök og þurr skeið, kölluð Mýraskeið og
Birkiskeið. Er þetta byggt á frjógrein-
ingu, sem gerð var af Þorleifi Einarssyni
jarðfræðingi (6). Spannar hvert veður-
farsskeið yfir um 2000 ár og alls yfir um
9000 ár. Síðara Mýraskeiðið (og eld-
virkniskeiðið) náði um það bil til nútím-
ans, en skörp tímamót milli þessa Mýra-
skeiðs og nútímans, sem tilheyrði þá
næsta Birkiskeiði á eftir eru ekki glögg.
Vera má því, að siðara Mýraskeiðinu sé
ekki lokið, eða því hafi lokið í kringum
Iandnám eða nokkru fyrr. Veðráttuspá
til langs tíma á þessum grundvelli er því
mjög svo hæpin. En vel mætti spyrja,
hvort ráða mætti í svo vætusama veðr-
áttu, að hún leiddi til endurvakningar
eldvirkni á jafnvarasömu svæði og
Reykjaneskjálkanum. Því er varla hægt
að svara, en segja mætti, að slík eld-
virkni ætti að gera boð á undan sér.
Eldvirkni var síðast á suðvesturkjálkan-
um í Brennisteinsfjöllum seint á 14. öld,
þegar eldvirkni var að fjara út á Suð-
56 — TÍMARIT VFÍ 1982