Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Side 9
vesturlandi fyrir um 650 árum. Þegar og
ef eldvirkni byrjar þar aftur, þarf
úrkoman að aukast að því marki sem
ríkti fyrir lok 14. aldar. Það mundi taka
sinn tíma og veðurþjónusta mundi
fylgjast með alvarlegri úrkomuaukn-
ingu. Hún mundi væntanlega standa
yfir í ár eða aldir. Virkni mundi svo
væntanlega hefjast í Brennisteinsfjöll-
um, þar sem henni lauk á 14. öld. Og
þetta svæði er í 700 til 800 metra hæð
norður frá Kieifarvatni. Engin yfirvof-
andi hætta ógnar úr þeirri átt.
Einstöku menn lýsa því yfir í dag-
blöðum, að búast megi við eldgosi
hvenær sem er einhversstaðar á fyrrum
eldvirkum svæðum í nánd við þéttbýl
svæði, t.d. Reykjanesi. Þettaeru getgát-
ur, sem ekki styðjast við fræðilegar rök-
semdir.
SMÁSKJÁLFTARUNUR Á
ELDSTÖÐVUM OG HVERA-
SVÆÐUM
Á ýmsum eldstöðvum, eins og t.d. í
suðaustanverðum Mýrdalsjökli (Kötlu-
svæði) eru algengar smáskjálftarunur af
stærðunum 2—3 Richter-stig. Slíkar
smáskjálftarunur eru stundum túlkaðar
sem aðdragandi eldgosa og geta og verið
það. Aðrar slíkar runur geta stafað af
sprengisuðu í goshver. Loks má gera ráð
fyrir að með öðrum eða báðum þessara
flokka megi skýra svokallaða þrýsti-
púlsa eins og þeir koma fyrir við gufu-
virkjun á Kröflusvæði, og virðist
sprengisuða eiga betur við en fyrri
tilraun mín til skýringar á þrýstipúlsum
á Kröflusvæði (smb. TVFÍ 65. árg. 4. h.
1980). Um sprengisuðu í goshver er
Geysir í Haukadal gott dæmi. Suðan
kemur þá sem sprenging eftir um 5—6°
yfirhitun. Skjálfti kemur, þegar vatns-
massinn, sem lyftist, fellur aftur niður á
vatnsflötinn. Áætlun á lyfta vatnsmass-
anum og rishæðinni, bendir til að
skjálftar séu sambærilegir við smá-
skjálftana í Kötlurununum, og séu þá
ekki endilega aðdragandi eldgoss. Hins
vegar má benda á dæmi um hið gagn-
stæða, og átti það sér að vissu leyti stað
um eldgosið í Öskju 1961. Þar sást fyrst,
að hveralína með N—S stefnu var farin
að myndast. Mjög öflug gufugos rifu
síðan upp lausagrjót og stækkuðu með
því vídd sprengigíganna, uns línan, sem
þeir mynduðu, varð það veik, að hún
gaf sig. Þó ekki þannig að hún breyttist
í hraunflóðasprungu, heldur flæddi
hraun upp um venslaða (konjúgeraða)
AV-sprungu, sem virðist því hafa
opnast dýpra en NS-sprungan, sem er
þó venjulega stefnan á gossprungum á
Norðurlandi.
ÁHRIF NORÐANÁTTAR Á
SUÐURSTRÖNDINA
Hér mætti bæta við atriði, sem
endurspeglar veðurfar, en það er stærð
öldunnar sem berst að ströndinni. Stór-
ar öldur aka sandi og möl að strönd, svo
að strandlínan færist fram, en smáar
öldur tæra úr ströndinni, svo að strand-
línan færist innar. Hafaldan við Suður-
ströndina er nú á tímum alla jafna af SA
eða SV og flytur efni langs með strönd-
inni. En við langvarandi norðanátt á
Suðurlandi tærir aldan ströndina, og af
því getur leitt veruleg hörfun strand-
línunnar. Fróðlegt dæmi um þetta er
saga kirkjunnar að Mið-Arnarbæli aust-
an við (fyrrum) eystra mynni Holtsóss.
Aðstaða til útróðra virðist framan af
hafa verið góð þarna við innsiglinguna í
Holtsós, og þarna var nokkur byggð og
kirkja. Til er máldagi hennar, talinn
vera frá 1179, og virðist sjór þá ekki
vera farinn að ganga á landið. En að því
kemur þó brátt, og er kirkjan flutt und-
an sjó um 1340, að talið er (8). Þetta má
túlka sem þráláta norðanátt upp úr
miðri 12. öld, en það er í samræmi við
kalt veðurfar um og eftir 1100, eins og
Heklugosið um 1104 ber og vitni um. Á
19. öldinni ber ásókn sjávar á ströndina
vitni um norðanátt, en þá eru til beinni
heimildir um tiltölulega kalda veðráttu.
BREYTILEIKI VEÐURFARSINS
Varla þarf að undirstrika hvað veður-
far er breytilegt hér á landi. Veðurstofa
íslands notar sem viðmiðun meðaltöl
skeiðsins 1931 —1960, hvort sem um er
að ræða frávik árs eða ákveðins mán-
aðar. Fjöldi áranna, sem meðaltalið er
byggt á, eða frávik frá þvi, er til marks
um breytileika veðursins.
Auðvitað hefur og veðurfar verið
mjög breytilegt hér á fyrri öldum, þótt
framvindan hafi verið vissum megin-
reglum háð. Slíkur breytileiki er hins-
vegar alltof óreglulegur til þess að unnt
sé að segja til um hann í einstökum
dráttum. Aðeins meginatriði framvind-
unnar er hægt að rekja.
TILVITNANIR
(1) Trausti Einarsson, 1977: Problems in Geology
and Geophysics, Part I, Greinar VI, Vís. ísl. p.
1 —139. Sjá aðallega kafla III, The time
correlation between climatic periods and
volcanism and seismicity of Iceland.
(2) Trausti Einarsson, 1978: Vatnsþrýstingur í lóð-
réttum sprungum og gjám. TVFÍ 63. árg. 2.
hefti.
(3) Haukur Jóhannesson, 1978: Þar var ei bærinn,
sem nú er borgin. Náttúrufr. 47 (1947) p.
129—204.
(4) Þorvaldur Thoroddsen, 1925: Die Geschichte
der islándischen Vulkane. Kbh. Danska
Vísindafélagið.
(5) Sigurður Þórarinsson, 1974: Saga lands og
lýðs. Sambúð lands og lýðs í ellefu aldir. S.
29—97, Bókmenntafélag og Sögufélag.
(6) Þorleifur Einarsson, 1968: Jarðfræði: Saga
lands og bergs.
(7) Guðmundur Kjartansson: Hekla, Árbók
Ferðafél. ísl. 1945, útg. 1946, s. 129. Kafli um
jökla á Heklu, p. 129.
(8) Trausti Einarsson, 1966: Suðurströnd íslands
og myndunarsaga hennar, s. 12. Tímarit Verk-
fræðingafélags íslands.
Veitt aöstoð:
Sveinbjörn Björnsson prófessor og
Markús Á. Einarsson veðurfræðingur
lásu upphafsgerð handrits og bentu mér
á endurbætur. Kann ég þeim bestu
þakkir fyrir. Ennfremur vil ég geta þess,
að heimildasafnið varðandi Vatnajökul,
sem Sigurður Þórarinsson prófessor
leggur fram í grein sinni í Sögu Islands,
kom sér vel og sparaði mér tímafreka
heimildaleit.
TÍMARIT VFÍ 1982 — 57