Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Qupperneq 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Qupperneq 11
ramma í einstökum atriðum, t.d. hvað rúmast geti undir hugtakinu „forræði landsmanna”. Viðhorf ríkisstjórnarinn- ar í þessum efnum hafa hinsvegar komið skýrt fram í tengslum við þing- mál, er flutt hafa verið og þetta varða, m.a. í greinargerð með frumvarpi til laga um raforkuver, svo og í tillögu til þingsályktunar um virkjunarfram- kvæmdir og orkunýtingu, sem flutt var og samþykkt á síðasta þingi. Sérstök Orkustefnunefnd, sem starfað hefur á vegum ríkisstjórnarinnar, orðar þetta svo í greinargerð um orkunýtingu, er fylgdi þeirri tillögu: „Orkustefnunefnd telur að forsenda þess að orkulindirnar skili þeim þjóð- hagslega arði, sem að er stefnt með nýt- ingu þeirra, sé að íslendingar hafi virk yfirráð yfir nýjum fyrirtækjum í orku- frekum iðnaði. Nauðsynlegt skilyrði fyrir virkum yfirráðum er, að eignar- aðild sé að meirihluta í íslenskum hönd- um. Þetta skilyrði er hins vegar ekki nægjanlegt. Hráefnis- og markaðsmál og jafnvel tækniöflun geta verið á þann veg, að meirihlutaeignaraðild nýtist ekki nema að takmörkuðu leyti til virkra yfirráða í viðkomandi fyrirtæki. Því er að mati nefndarinnar nauðsynlegt, að Islendingar leggi einnig ríka áherslu á að efla þekkingu sína og möguleika hvað varðar þessa þætti orkufreks iðnaðar. Á undanförnum árum hafa verið nokkuð skiptar skoðanir um það, hvort raunhæft væri að íslendingar gætu átt meirihluta í orkufrekum iðnfyrir- tækjum. Nú er það hins vegar almennt viðurkennt, að íslenska þjóðin hefur bolmagn til þess og lánstraust á erlend- um lánamörkuðum að ráðast í stóriðju- fyrirtæki sambærileg við þau, sem fyrir eru í landinu og yrðu jafnvel algerlega í íslenskri eigu. Hvort og að hve miklu leyti við viljum eiga samvinnu við erlenda aðila að þessu leyti, getur því eingöngu farið eftir mati manna hverju sinni á því, hvort hagkvæmt gæti verið af öðrum ástæðum, t.d. vegna sam- vinnu á sviði tækni og markaðsmála, að erlendir aðilar ættu hlut að nýjum fyrir- tækjum í orkufrekum iðnaði. Stefna ríkisstjórnarinnar er sú, að Islendingar eigi a.m.k. meirihluta í fyrirtækjum sem starfa hér á landi. Stefnan um meirihlutaeignaraðild Islendinga hefur margvíslega þýðingu, einnig í rekstrarlegu tilliti einstakra iðn- fyrirtækja”. Þetta er síðar nánar rösktutt af nefndinni og síðan segir í sömu greinar- gerð: „Orkustefnunefnd er þeirrar skoðun- ar, að mjög mikilvægt sé að íslendingar leggi sérstaka áherslu á að byggja upp í landinu tækniþekkingu og verkkunn- áttu á sviði orkunýtingar. Að mati nefndarinnar þarf m.a. að hafa þetta markmið í huga við sérhvert nýtt verk- efni. Einnig þarf að efla rannsókna- starfsemi í þessum efnum svo og að tengja tækni- og verkmenntun í landinu þessum viðfangsefnum. í þessu skyni þarf að koma til verulega aukið fjár- magn, þannig að rannsóknir á þessu sviði fái hliðstæða áherslu og nú er lögð á virkjunarrannsóknir. Nefndin telur, að hliðstæða stefnu beri að hafa um markaðsmálin, þ.e.a.s. að íslendingar efli þekkingu sína í þeim efnum og taki eins virkan þátt í markaðsstarfseminni og frekast er kostur í nýjum fyrirtækjum í þessum iðnaði. í þessu sambandi má benda á, að enginn dregur í efa mikilvægi öflugs sölukerfis, sem íslendingar hafa komið sér upp víða um heim vegna sölu á fisk- afurðum. Almennt má segja, að stefnan um virk yfirráð feli í sér, að íslendingar eigi meirihluta í iðnfyrirtækjum, að íslend- ingar efli innlenda rannsóknastarfsemi og þekkingu á sviði orkunýtingar og að íslendingar hafi vald á útvegun hráefna og sölu á afurðum orkufreks iðnaðar”. Ört vaxandi skilningur hefur verið að skapast á gildi þessarar stefnu og ég tel að hann hafi m.a. komið einkar skýrt fram á Orkuþingi, sem haldið var í júní 1981, m.a. hjá ýmsum þeim verk- fræðingum, sem þar lögðu orð í belg. FJÖLÞÆTT IÐNÞRÓUN í samræmi við þetta hefur á síðustu árum farið fram víðtæk athugun á ýms- um möguleikum í nýiðnaði hérlendis. Iðnaðarráðuneytið hefur í þessu starfi verið samræmingaraðili, en í útfærslu einstakra verkefna stuðst við innlendar stofnanir og verkfræðistofur. Jafn- framt hefur verið leitað samstarfs við útlendinga um ýmis afmörkuð atriði í tengslum við hagkvæmnimat, markaðs- mál o.fl. Þá hefur ráðuneytið lagt á það áherslu, að tengsl yrðu tryggð við hinn almenna iðnað í landinu, sem á að geta hagnýtt sér þá sókn inn á orkusviðið, sem að er stefnt, bæði á sviði fram- leiðslu og þjónustu svo og verktaka- starfsemi. Þær greinar, sem þessu tengj- ast sérstaklega, eru auðvitað málmiðn- aður og rafiðnaður. Sérstök Verkefnis- stjórn í rafiðnaði hefur t.d. unnið mikið starf í samvinnu við samtök iðnaðarins til að varpa ljósi á þá möguleika, sem innlendur rafiðnaður geti átt í sambandi við uppbyggingu orku- og iðjuvera. Að sama marki beinist sú stefna varðandi opinber innkaup fyrirtækja og stofn- ana, sem ríkisstjórnin samþykkti á liðnu sumri. Við eigum vissulega margra kosta völ i iðnaði og þurfum að hafa augun vel opin í þeim efnum. Þetta á jafnt við um þann iðnað, sem byggir á auðlindum lands og hafs, almennan iðnað, þar sem smáfyrirtæki eru ríkjandi í myndinni, og stóriðju með meðalstórum og stórum fyrirtækjum. Iðnþróun, einnig í okkar litla samfélagi, þarf að vera fjölþætt og eru fyrir því margar ástæður, sem hér verða ekki raktar. Ég minni aðeins á þann sveigjanleika, sem fylgir fjöl- breytni, og þær hættur, sem stafa af einhæfni, einnig með tilliti til þróunar í síbreytilegum heimi. í þessu erindi fjalla ég eingöngu um nýiðnað, sem tengist meðalstórum og stórum fyrirtækjum, einkum þeim er vinna úr ólífrænum hráefnum eða hagnýta sér orkulindir landsins sem meginbakhjarl. HAGNÝTING Á BYRJUNARSTIGI Enn nýtum við aðeins brot af orku- lindum okkar, vatnsafli og jarðvarma, til iðnaðar, þannig að segja má að sú hagnýting sé á byrjunarstigi. Svipuðu máli gegnir um ýmis þau hráefni, sem hægt er að nýta til iðnaðar. Um magn orkulindanna þarf ekki að hafa mörg orð í þennan hóp, en stærð þeirra og nýtingarmörk eru þó engan veginn þekkt til hlítar. Inn í þá mynd koma einnig aðrir hagsmunir, svo sem umhverfisverndarsjónarmið, sem taka þarf tillit til. Þekking okkar á jarðvarmanum er skemmra á veg komin en rannsóknir á vatnsafli landsins, og eru á því eðlilegar skýringar. Mun kostnaðarsamara er að afla traustrar vitneskju um jarðhita en fallvötn. Nú er í undirbúningi áætlun um rannsókn háhitasvæða landsins, undirbúin af Orkustofnun fyrir iðnaðarráðuneytið. Ég geri ráð fyrir að kynna þessa áætlun á Alþingi í vetur og kanna vilja þingsins til hennar. Við skulum bregða hér aðeins upp myndum úr þessari áætlun, eins og hún liggur nú fyrir í drögum. (1., 2. og 3. mynd eru úr óprentaðri skýrslu Orkustofnunar: Áætlun um skipulegar rannsóknir á háhitasvæðum landsins. Orkustofnun, OS82093/JHD13, október 1982). Það er hins vegar ekki nóg að kanna jarðhitann sem auðlind og einstök jarðhitasvæði. Ef við ætlum að hagnýta TÍMARIT VFÍ 1982 — 59

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.