Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Blaðsíða 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Blaðsíða 16
TAFLA5 Kostnaður við rannsóknir og undirbúning vatnsaflsvirkjana 1978—1982 Milljónir króna miðað við verðlag á miðju ári 1982 1978 1979 1980 1981 19821) Samtals Rafmagnsv. ríkisins 4,9 10,8 10,8 44,5 82,0 153,0 Landsvirkjun 3,3 9,4 23,8 44,2 15,0 95,7 Orkustofnun 17,9 20,6 16,8 15,6 17,0 87,9 Samtals 26,1 40,8 51,4 104,3 114,0 336,6 1) Áætlað TAFLA6 Framlög til nýiðnaðarverkefna og athugana á orkufrekum iðnaði 1978—1982 Milljónir króna miðað við verðlag á miðju ári 1982 1978 1979 1980 1981 1982 Samtals Framlög 0,5 3,4 2,2 5,7 10,3 22,1 7. mynd. Fjárfesting í orkumálum og orkufrekum iðnaði 1960—1982, sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu og dæmi um hugsunlega þróun til aldamóta. sett fram varðandi virkjanauppbygg- ingu og orkunýtingu. Ef farið verður út í allar þær framkvæmdir, sem nauðsyn- legt er til að ráðstafa allt að 4000 GWh í orkufrekan iðnað fram til aldamóta, yrði að sjálfsögðu um miklar fram- kvæmdir að ræða á mælikvarða þjóðar- búsins. Því hefur ráðuneytið talið nauðsynlegt að reyna að varpa ljósi á þjóðhagsleg áhrif umræddra fjárfest- inga á þessu tímabili, m.a. á þjóðar- framleiðslu, skuldastöðu þjóðarbúsins og greiðslubyrði. Tekið skal fram, að hér er um fyrstu athuganir að ræða, að sjálfsögðu reistar á tiltækum forsend- um, og áfram verður unnið að slíkum athugunum í samvinnu við sérfræði- stofnanir. 7. mynd sýnir fjárfestingu í orkumál- um og orkufrekum iðnaði 1960—1982 sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og dæmi um hugsanlega þróun til alda- móta. Miðað við 1,5*% hagvöxt á ári yrði meðalfjárfesting á ári um 6% af þjóðarframleiðslu. Myndin sýnir, að um allmiklar sveiflur yrði að ræða í fjárfestingu í orkuiðnaði milli einstakra ára, sem er mjög eðlilegt, þar sem á þriggja til fimm ára fresti fara saman lokaframkvæmdir við nýja stórvirkjun og framkvæmdir við byggingu nýrra og stórra iðjuvera. Slíkar sveiflur í fjárfestingu hafa vissulega í för með sér aukna þenslu í efnahagslífinu, sem gætu aukið verð- bólgu, en erfitt er hins vegar að komast algerlega hjá slikum sveiflum, ef hámarka á nýtingu þess fjármagns, sem í mannvirki þessi er lagt. Jafnari fjár- festingar væru auðvitað æskilegri með tilliti til verðlags og atvinnuástands, en aftur á móti drægi slík framkvæmdatil- högun verulega úr arðsemi fjárfesting- anna. Hér þarf að vega jákvæð áhrif á móti hinum neikvæðu. í meginatriðum sýnir línurritið, að fjárfesting í orku- málum miðað við umrædd áform, yrði ekki hlutfallslega meiri miðað við þjóðarframleiðslu en verið hefur á sl. 15 árum, og að sveiflurnar yrðu tiltölulega minni en áður. Áðurnefnt markmið felur í sér að nýta til viðbótar um 4 TWh til orku- freks iðnaðar fram til næstu aldamóta, sem fæli í sér að orkuframleiðslan í heild yrði þá orðin 10 TWh. Orku- vinnslugeta landskerfisins er nú um 4 TWh, þannig að viðbótin fram til alda- móta yrði samtals um 6 TWh. ÞJÓÐHAGSLEG ÁHRIF Ég hef nú greint í aðalatriðum frá þeim markmiðum, sem stjórnvöld hafa 64 - TIMARIT VFÍ 1982 — 1,0

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.