Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2004, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2004, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLl2004 Sport DV T Rebrov erálífi Úkraínski framherjinn Sergei Rebrov er búinn að skrifa undir samning við West Ham en svo lítið hefur heyrst frá honum síðustu ár að halda mætti að hann hefði lagt skóna á hiiluna. En svo er nú aldeilis ekki. Þetta flopp sem Tottenham greiddi 11 milljónir punda fyrir frá Dynamo Kiev fyrir Qórum árum síðan kostaði Hamarana ekki krónu enda leysti Spurs hann undan samningi. Hann verður því í framlínu West Ham með Teddy Sheringham í vetur. Staðan: III 12 6 5 1 18-11 23 Fylkir 12 5 5 216-10 20 (BV 11 5 3 3 18-12 18 KR 12 4 5 3 16-14 17 lA 12 4 5 3 13-14 17 Keflavlk 12 4 3 5 12-17 15 Vlkingur 12 4 2 6 12-14 14 Grindavík12 2 6 4 11-17 12 KA 11 3 2 6 10-15 11 Fram 12 2 4 6 14-16 10 Markahæstir: Gunnar Heiðar Þorvaldsson, IBV 8 Rlkharður Daðason, Fram 6 Grétar Hjartarson, Grindavík 6 Arnar Gunnlaugsson, KR 5 Atli Viðar Björnsson, FH 4 Atli Sveinn Þórarinsson, KA 4 Sævar Þór Gíslason, Fylki 4 FYLKIR- GRINDAVÍK 1-1 12. umférð - Fylklsvöllur - 26. júlt Dómari: Kristinn Jakobsson (4). Áhorfandur: 921. Gæði laiks: 4. Gul spjðld: Fylkir: Enginn - Grindavík: Eystelnn (45.), Mileta (58.), Ray (74.), Alfreö (78.). Rauð spjöld: Fylkir: Þórhallur Dan (71.) - Grindavfk: Alfreð (82.). Mörk 0-1 Grétar Hjartarson 6. skot úr teig McShane 1-1 Björgólfur 51. skot úr teig frákast eftir skot Sævars Lelkmenn Fylkis: Bjarnl Þórður Halldórsson 4 Guðni Rúnar Helgason 4 Þórhallur Dan Jóhannsson 2 Valur Fannar Glslason 3 Helgi Valur Daníelsson 3 Sævar Þór Glslason 3 (87., Albert Brynjar Ingason -) Finnur Kolbeinsson 4 Ólafur Stígsson 4 Ólafur Páll Snorrason 3 (73., Kristján Valdimarsson 3) Þorbjörn Atli Sveinsson 2 (46., Gunnar Þór Pétursson 3) Björgólfur Takefusa 3 Leikmenn Grindavíkur: Albert Sævarsson 4 Ray Jónsson 3 Sinisa Kekic 4 Óli Stefán Flóventsson 3 Gestur Gylfason 3 Paul McShane 4 Eysteinn Húni Hauksson 4 Eyþór Atli Einarsson 3 Momir Mlleta 1 (87., Guðmundur Bjarnason -) Óskar Örn Hauksson 4 (67., Alfreö Ellas Jóhannsson 1) Grétar Hjartarson 4 Tölfræðin: Skot (á mark): 20-11 (11-5) Varin skot: Bjarni 3 - Albert 10. Horn:12-5 Rangstöður: 5-5 Aukaspyrnur fengnar: 18-11 BESTUR Á VELLINUM: Sinisa Kekic, Grindavík Jón Arnór Stefánsson hefur verið í eldlínunni með liði Dallas Mavericks í sumardeild fyrir frammistöðu sína. Enn er þó óvíst hvort hann hafi náð að tryggja sér sæti í leikmr „Þetta gekk alveg þrusuvel og hreinilega alveg eins og í sögu. Ég er mjög sáttur við eigin frammistöðu og tel mig hafa staðið mig eins vel og ég gat,“ segir Jón Arnór Stefánsson, körfuknatt- leiksmaður hjá NBA-liðinu Dallas Mavericks. Jón Arnór er nýkominn heim til íslands eftir að hafa spilað 12 æfmgaleiki með Dallas í júlímánuði. Jón Arnór stóð sig mjög vel í flestum leikjunum og þykir frammistaða hans hafa auldð líkurnar á því að hann fái sæti í leikmannahóp liðsins á næsta tímabili. DV tók tal af Jóni Arnóri í vikunni. „Ég var að fá mjög góð viðbrögð frá öllum eftir leikina, bæði ffá þjálfurum mínum og öðrum liðum. Það voru allir mjög spenntir að sjá mig spila loksins eftir árs dvöl í lyftingasalnum og einkaæfingum," segir hann. f nánast öllum leikjunum var Jón Amór að skila sfnu. Hittnin var ekki upp á sitt allra besta til að byrja með en hún lagaðist eftir nokkra leiki. í leikjunum 12 skoraði Jón Arnór að meðaltali 9,3 stig, mest 20 stig gegn LA Clippers en minnst 5 stig gegn Atlanta. Þá átti Jón, eins og ávallt, sinn skerf af stoðsendingum og ffáköstum. Þetta er dæmigert fyrir þann stíl sem Jóni Arnóri er tamur - maður sér hann sjaldan eiga beinlínis lélega leiki, en hann er heldur ekki að nota ógrynni skot- tilrauna og skora yfir 30 stig í leik. Hans stíll felst í því að vera góður liðsmaður. Hann kveðst einnig vera mjög ánægður með varnarleik sinn. „Mér fannst ég vera að spila mína bestu vörn,“ segir Jón Arnór. Góð meðmæli Jón Arnór spilaði bæði í stöðu leikstjórnanda og skotbakvarðar í sumardeildinni. I nýliðavalinu í ár valdi Dallas annan leikstjórnanda, Devin Harris að nafni, og er hann helsti keppinautur Jóns um stöðu í liðinu. Þegar hann var inná spilaði Jón Arnór í skotbakverðinum en annars var Jón Amór leikstjórnandi liðsins. Harris þessi var með um 20 „Það gæti þýtt að maður myndi sitja á bekkn- um og fá ekki nema fimm mínútur í leik og það er ekkert sérlega heillandi." stig að meðaltali í leik og virtist sem að Jón Arnór ætti við erfiðan „andstæðing" að etja. „Hann er góður, ungur og grannur. En hann skaut lika rosalega mikið," útskýrir Jón Arnór og það með réttu. Þegar rýnt er í tölfræðina sést að hittnin hjá Harris er í nokkrum leikjum um og undir 20%, sem er hroðaleg nýting. Á spjall- síðum stuðningsmanna Dallas má einnig lesa að flestir séu á því að Jón Arnór sé betri kostur. Nokkur dæmi um hvað lesa mátti á þeim em t.d: „...en sá sem hreif mig langmest varjón Stefánsson. Hann er fljótari en andskotinn, með mikla yfirsýn og virðist kunna að spila vöm. Hann þarf að laga stökkskotið. Ég held að Devin Harris þurfí meiri tíma og ég held að hann sé ekki tilbúinn tii að leika með liðinu í ár. Ég myndi taka Jón sem fyrsta kost af öllum okkar bakvörðum. “ Annar fylgismaður liðsins segir: „... hann ermjög fjölhæfur, spiiar frábæra vörn og er með góða boltatækni. Mjög góður á mörgum sviðum, ekki frábær f neinu en ekki lélegur íneinu heidur. Við eigum að halda þessum. “ Þessi ummæli sýna berlega að Jón Arnór var að standa sig með miklum sóma og svo virðist sem hann hafi nýtt tækifærið vel. „Það var alltaf vitað að þessi sumardeild yrði mitt tækifæri til aö sanna mig. Þjálfararnir sögðu við mig allt árið í fyrra að sumardeildin yrði minn tími svo að ég vissi hversu mikilvægt þetta yrði fyrir mig. Ég var staðráðinn í að gera þetta af krafti og tel mig hafa gert það,“ segir Jón Arnór. Mikil samkeppni í sumardeildinni spila ekki stórstjömurnar í NBA, heldur allir nýliðar og leikmenn sem hafa verið 2-3 ár í deildinni en spilað lítið. Auk þess em þarna bestu leikmenn Evrópu og menn sem em að keppast við að komast að hjá sem að mynda liðið hverju sinni," segir Jón. Helstu stórstjörnur liðsins, kappar á borð við Dirk Nowitzki, Michael Finley og fleiri eiga ömggt sæti í liðinu svo að Ijóst er að um mjög harða samkeppni er að ræða og aðeins örfá sæti í hópnum em laus. „Þannig að ég veit ekki alveg hvemig þetta verður, en þótt ég verði í 12 manna hóp er alveg ljóst að mig langar ekki að sitja á bekknum allan tímann. Þá yrði þetta bara annað ár eins og í fyrra. Þetta er eitthvað sem ég ræddi heillengi við Donnie." Oggafhann eitthvað ískyn eftirþetta samtal ykkar? „Hann sagðist vilja hafa mig. Hann var einhverju NBA-liði. „Þetta em allt hörkuspilarar og hefur verið mikil og góð reynsla fyrir mig“. Jón Arnór segir að Donnie Nelson, sem er yfirmaður allra körfuboltamála hjá félaginu, aðstoðarmaður aðalliðsins og maðurinn sem fékk Jón til félagsins á sínum tíma, hafi verið mjög ánægður með sig. „En því má ekki gleyma að þetta er mjög erfið staða. Við erum 17 leikmenn sem eigum möguleika í 15 manna hóp og síðan em 12 af þeim TOLFRÆÐI JÓNS ARNÓRS í SUMARDEILDINNI Leikur Spilatími Stig Hittni (heppnuð/tilraunir) Fráköst Stoðs. Stolnir Varin Villur gegn Sacramento 25 m(n 8 2stlga: 4/9, 3stlga: 0/0 2 H j g 1 0 — gegn LA Clippers 36 mín 20 2stiga: 6/16, 3stiga: 1/3 8 0 1 0 5 gegn NewYork HlMiS 6 2stiga: 3/7, 3stiga: 0/0 3 1 ‘ 1 0 I—M gegn NBA-úrvali 22 mln 6 2stiga: 2/11, 3stiga: 1/3 4 5 2 0 4 gegn Indlana 25 mln 6 2stiga: 2/8, 3stiga: 0/1 3 3 1 ÍSiSHi gegn Denver 25 mín 6 2stiga: 1/5, 3stiga: 0/0 1 0 1 0 2 gegn Portland 23 mín 11 2stiga: 5/7, 3stiga: 1/1 4 2 2 1 MHHI gegn Atlanta 22 mín 5 2stiga: 2/5, 3stiga: 0/0 5 2 0 0 5 gegn Charlotte 36 mln 16 2stiga: 6/13, 3stiga: 0/0 M 3 HH 5 0 0 KSJ Meðaltal 28 min 9,3 2stiga: 38,2%, 3stiga: 37,5% 3,7 2,1 1,0 0,11 4,2 | alltaf að bíða eftir því að sjá mig spila almennilega gegn öðmm NBA-leikmönnum og ætlaði að meta mig þannig. Og hann var það ánægður með mig að hann sagðist ætla að gera allt til þess að ég yrði fimmti bakvörðurinn í 12 manna hóp. En það gæti samt þýtt að maður myndi sitja á bekknum og fá ekki nema fimm mínútur í leik. Ég verð að viðurkenna að það er ekkert sérlega heillandi." í ágætri stöðu Eins og einhverjum ætti að vera kunnugt yfirgaf Steve Nash, sem hefur verið leikstjórnandi Dallas undanfarin ár, félagið fyrr í sumar og hélt til Phoenix. Jón Arnór segir að félagið sé núna í leit að arftaka hans. „Þeir ætla að fá einhverja stjömu í stað Nash. Þeir vilja vinna í ár og það má búast við miklum breytingum á næstu dögum.“ Ef þetta verður raunin munu leikstjórnendur hjá félaginu vera 7 talsins - stjarnan ókomna, Jón Arnór, Devin Harris, Travis Best, Marquis Daniels, Tony Delk og Avery Jolmson. Þeir tveir síðast- nefndu em gamalreyndir leikmenn sem komnir em á síðasta snúning og ekki er búist við því að þeir spili mikið. Daniels er mjög fjölhæfur Samstuð Albert Sævarsson og Björgólfur Takefusa lentu f sam- stuöi I leiknum á mánudag og náöi Ijósmyndari DVþá þessari skemmtilegu mynd. DV-mynd E.ÓL -O t. :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.