Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2004, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2004, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST2004 Fréttir DV Ráðherrastóll á faraldsfæti Ráðherrastóll Eysteins Jónssonar var sendur frá Djúpavogi fyrir síðustu helgi til að hægt væri að nota hann við innsetningu Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta íslands. Að því er segir á vef Djúpa- vogshrepps er stóll Eysteins einn af flmm gömlum ráð- herrastólum sen enn eru mikið notaðir við sérstakar athafnir og heimsóknir. Stólinn sé sá eini sem lán- aður hafi verið út fyrir veggi Alþingis og sé geymdur í ráðherrastofu Eysteins í Löngubúð á Djúpavogi. Skriftsofa Alþingis hafi kall- að eftir stólnum af þessu sérstaka tilefni. Handónýtt Háskólasetur Komið hefur í ljós að hús Háskólaseturs í Sand- gerði er svo iila farið að það þarfnast algerrar endur- byggingar. Samkvæmt frumdrögum og kostnaðar- áætíun mun endurgerð hússins ekki kosta minna en að byggja nýtt hús, eða um 15 milljónir króna. Bæj- arráð Sandgerðis samþykkti að ráðast í framkvæmdina. Bærinn hyggst taka lán til að mæta kostnaði þar til peningar fást frá ríkinu sem greiðir leigu fyrir húsnæðið. Dregið í tombólu Ástþórs Dregið var í happdrætti til styrktar framboði Ást- þórs Magnússonar 30. júní síðastliðinn. Það var lýð- ræðishreyfingÁstþórs sem stóð fýrir happdrættinu og segir Ingibergur Sigurðsson formaður hreyfmgarinnar að dregið hafl verið úr öll- um miðunum fimm þús- und sem í boði voru. Ein- ungis seldust fimmtíu mið- ar. í aðalvinning var Porsche-jeppi að verðmæti fjórar milljónir og kom hann upp á miða númer 253. „Vinningshafi jeppans hefur ekki ennþá gefið sig fram,“ segir Ingibergur. Hann sagði jafnframt að bfllinn kæmi ekki til lands- ins fyrr en vinningshafinn kæmi í ljós. Fíkniefnalögreglan hefur lagt hald á þrjú kíló af sterku amfetamíni sem smyglað var til landsins með Dettifossi. Halldór Guðmundsson skipstjóri er sleginn yfir fréttunum, finnst sem svartur blettur hafi fallið á skip sitt og treystir þvi og trúir að áhöfnin sé ekki viðriðin málið. Fikniefnalögreglan hafi aldrei leitað i skipinu og þvi hljóti eitrið að hafa fundist i gámi. Halldór Guðmundsson skipstjóri Sleginn yfir am- fetamínsmyglinu - blettur fallinn á skip hans. E&JE il #S?fira Ásgeir Karlsson Yfirmaður fíkniefnalögr- eglunnar þögull sem gröfin. „Þetta er ekki gott fyrir mig eða áhöfnina. Nafn skipsins hefur verið svert," segir Halldór Guðmundsson, skipstjóri á Dettifossi, eftir að ljóst varð að skipið hafði verið notað til að smygla þrem- ur kílóum af amfetamíni til landsins. Efnið mun hafa verið mjög sterkt og í háum „gæðaflokki". „Það hefur enginn talað við mig. Ég hef alla mína vitneskju um þetta mál úr fjölmiðlum. Hitt er víst að fíkniefhalögreglan leitaði aldrei í skipinu mér vitanlega þannig að eftúð hlýtur að hafa fundist í gámi sem kominn var í land. Annað er óhugsandi," segir skipstjórinn og á honum er að heyra að smyglmálið leggist þungt á hann. HaÚdór vill ekki trúa því að skipverjar eigi hlut að máli. „Þetta eru allt gamlir félagar og ég hefði orðið var við ef eitthvað óeðlilegt hefði verið í gangi. Þarna hljóta viðskiptavinir skipafélagsins að vera að verki en það breytir ekki þeirri staðreynd að bletturinn fellur á skipið," segir Halldór. Fátt um svör Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni- eftiadeildar lögreglunnar, verst allra frétta af málinu nema að am- fetamínkflóin þrjú hafi komið til landsins með Dettifossi: „Við erum að rannsaka málið og gefum ekkert upp á þessu stigi," segirÁsgeir. - Var amfetamínið falið um borð? „Því svara ég ekki.“ - Var það falið ígámi? „Því svara ég heldur ekki," segir yfirmaður fíkniefnalögreglunnar. „Þetta eru allt gamlir félagar og ég hefði orðið var við efeitt- hvað óeðlilegt hefði verið í gangi. Þarna hljóta viðskiptavinir skipafélagsins að vera að verki en það breytir ekki þeirri staðreynd að blettur- inn fellur á skipið. Döpur áhöfn Skipverjar um borð í Dettifossi eru miður sín vegna málsins lflct og skipstjórinn: „Ég veit ekkert um máhð. Þú verður að finna einhvem annan en mig. Ég hef ekki hugmynd um hvort einhver í áhöfninni er viðriðinn málið," segir Garðar Hallur Sigurðs- son vélstjóri. Ríkharður Sverrisson stýrimaður tekur í svipaðan streng: „Þetta kemur mér í opna skjöldu. Og Steinþór Hreinsson háseti deilir áhyggjum sínum með öðmm skip- verjum: „Ég ætla að vona að enginn úr áhöfninni eigi hlut að máli." Vandi allra skipafélaga Haukur Már Stefánsson, for- stöðumaður skipa-, rekstrar-, og tæknideildar Eimskips, segir óþægi- legt fyrir félagið að lenda í málum sem þessum: „Við búum á eyju og skipaferðir em ein algengasta smyglleiðin til landsins. Við emm að berjast við þetta eins og öll önnur skipafélög. Við verðum að taka á þessu máli þegar í ljós kemur hvemig það er vaxið," segir Haukur Már sem eins og Halldór skipstjóri vissi fátt um til- vist amfetamínsins um borð í Detti- fossi. Haukur sagði Eimskip ráða fólk til starfa lflct og önnur fyrirtæki án þess að kanna sérstaklega hvort viðkomandi hefði áður tengst fíkni- efnum. Hins vegar væri ljóst að í ráðningarsamningum væri gert ráð fyrir að menn væm allsgáðir við störf og stæðu ekki í smygli á ólöglegum varningi. Dettifoss er eitt af sjö skipum Eimskips, smíðað 1995 og tekur 14.664 brúttótonn. Skipið lá í gær við festar í Sundahöfn þar sem verið var að lesta það fyrir næstu ferð sem vonandi á eftir að ganga betur en sú síðasta. Það vonar í það minnsta Halldór Guðmundsson skipstjóri sem stendur í brúnni, hálfbeygður yfir tíðindum dagsins. r-ttm i &«masaamii New York Times íjallar um forsætisráðherra Veikindi Davíðs í heimsfréttirnar Heimspressan fylgist með líðan Davíðs Oddssonar. New York Times greinir þannig frá veikindum forsæt- isráðherra undir fýrirsögninni: „íslenskur leiðtogi jafnar sig eftir skurðaðgerð" (Iceland Leader Recuperating from Operation). Greint er frá þróuninni i veikindum Davíðs, allt frá því að farið var með hann í ofboði í sjúkrabfl á sjúkrahús þann 21. júlí vegna magakvala. í framhaldi af því var gallblaðran fjar- lægð og æxli greint í hægra nýra. New York Times vitnar í Margréti Hilmisdóttur á skrifstofu forsætis- ráðuneytisins sem segir líta mjög vel út með að Davíð jafni sig. í fréttinni kemur jafnframt fram að Davíð hafi setíð manna lengst í stóli forsætis- ráðherra í Evrópu og að veikindi hans hafi aftrað því að hann gæti verið viðstaddur þriðju innsetningu Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta Islands. Jafnframt er greint frá því að Halldór Ásgrímsson sé nú starfandi forsætísráðherra í fjarveru Davíðs sem og að Halldór muni taka við af Davíð í næsta mánuði. Leiðrétting í ffétt um vefldndi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í gær var missagt að miltað hefði verið tekið úr Davíð í fyrri aðgerðinni. Það er rangt og beðist er velvirð- ingar á þessum leiðu mistöJcum. Davíð Oddsson Veikindi hans hafa vakið athygli heimspressunnar en New York Times greinir frá því að veikindi hans hafi aftrað honum frá að vera viðstaddur innsetningu Ólafs Ragnars Grímssonar I embætti forseta Islands. Hvað liggur á? Helga Árnadóttir viðskiptaf ræðingur „Mér liggur á að kynna mínar áhersiur og fram- boð til formanns Heimdallar; að reyna að virkja sem flest ungt fóik innan félagsins og vinna að hugsjónum mínum um frelsi einstaklingins og minni afskipti ríkisvaldsins. Þetta er það sem er helst á döfinni hjá mér. Nóg að gera. Svo er ég lika að bíða eftir íbúð sem ég var að kaupa. Ætli mér liggi ekki á að flytja inn I hana."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.