Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2004, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2004, Page 17
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST2004 1 7 poki frá O’NeilI kostar til dæmis 2.990 kr. í stað 4.990 kr. áður og töskur fyrir yngstu börnin kosta aðeins 890 kr. Tilboð á skóla- töskum standa tii 10. ágúst eða á meðan birgðir endast. • Það er ekki of seint að skella sér í útOegu og verslunin Útilíf stendur nú fyrir útsölu á tjöldum. Afsláttur- inn er frá 40% og upp í 70% og tjöldin er að finna í Tjaldalandi við Úmferðarmiðstöðina. Fylgstmeð stefnumótum Nýstárleg þjónusta er nú í boði á Englandi fyrir fólk sem fer á stefnumót með einhverj- um sem það þekkir ekki. Fólk skráir sig í þjón- ustuna og laetur vita hvar stefnumótið fer fram og síðan aftur þegar stefnumótinu er lokið. Hafi ekkert heyrst frá viðkomandi f 72 stundir gerir fyrirtækið fjölskyldu og lögreglu viðvart. Hugmyndin að baki þessari þjónustu er að auka öryggi fólks, einkum kvenna, en samkvæmt nýlegri könnun kemur f Ijós að þriðjungur kvenna segist ekki upplýsa neinn um „fyrsta stefnumót" með karlmanni. Kon- um þykir það vandræðalegt, sérstaklega ef stefnumótið reynist klúður. I>V hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga. Hvað kostar fijótasigling? fslenskar ævintýraferðir/ Destination lceland, Reykjavík Sigling á Hvítá 5.900 kr. Ævintýraferðir,Varmahlíð * Sigling á Blöndu , 4.500 kr. Sigling á vestari Jökulsá 4.900 kr. Sigling á austari Jökulsá 7.900 kr. Ferðaþjónustan Bakkaflöt, Varmahlíð Sigling á vestari Jökulsá 4.800 kr. Sigling á austari Jökulsá 7.800 kr. Flúðasiglingar, Árnesi Sigling á Þjórsá 5.900 kr. Sigting á Markarfijóti 7.900 kr. Sigling áHólmsá 7.900 kr. Bátafólkið ehf, Reykjavík Sigling á Þjórsá 5.900 kr. Sigiing á Markarfljóti 7.900 kr. Sigling á Hólmsá 7.900 kr. Sigling á Hvitá 12.500 kr. Tilboð eru i gangi á öllum stöðum fyrir stærrihópa.Einnig erýmislegt innifalið i verði; nesti og sundferðir til að mynda. Inflúensa og geðklofi Ef ófrfsk kona smitast af inflú- ensu á fyrstu mánuðum með- göngunnar aukast Kkur á því að bamiö þjáist af geðklofa síðar á ævinni. Þetta er niðurstaða rann- sókna bandarískra vísindamanna. Þeir skoðuðu sextíu og fjórar flöl- skyldur og komust að því að hættan á því að afkvæmið greind- ist með geðklofa á fullorðinsaldri jókst sjöfalt ef móðirin hafði feng- ið flensu á fyrstu þremur mánuð- um meðgöngunnar. Hættan jókst hins vegar þrefalt ef móðir smit- aðist á milli sjöttu vflcu með- göngu og þeirrar átjándu. Hins vegar kom í ljós að engin hætta reyndist vera fyrir hendi ef móð- irin smitaðist eftir flmmta mánuð meðgöngu. Árni Valdi Bernhöft ætlar að lifa á bústi í 30 daga. Hugmyndin að ævintýrinu kvikn- aði vegna myndarinnar Super Size Me þar sem Morgan Spurlock lifði á McDonald’s- fæði í 30 daga. Næringarfræðingur segir einhæft fæði af þessu tagi aldrei æskilegt. REGLURNAR 1. Ekkert val, engar sérþarfir. Má bara borða það sem er á matseðlinum. 2. Verður að þekkjast boð um stærri skammta. 3. Engar afsakanir. Verður að borða hvern hlut á matseðlinum a.m.k. einu sinni. 4. Engin uppgjöf. Verður að borða þrjár máltíðir á hverjum degi; morg- un-, hádegis- og kvöldverð. Þetta eru sömu reglur og Morgan Spur- lock fór eftir þegar hann liföi á McDon- ald's-fæði i 30 daga. Árni Valdi Þegarlíða tekurátil raunina má Valdi auk bústsins borða heilsusamlokur og orku- stangir og drekka ávaxtadjús, grænmetisdjús og orkudrykki. DV-mynd Vilhelm 9 Arni Valdi Bernhöft línuskautakennari og íshokkíleikmaður byrjaði í fyrradag á 30 daga bústkúr en uppistaðan í bústi er íslenskt skyr og ávextir. „Mér lfður ljómandi vel, er svo- lítið svangur náttúrulega, en þetta er allt í góðum gír," sagði Árni Valdi í gærmorgun þegar hann var á leið í morgunmat. „Hugmyndin að þessu ævintýri kom upp vegna myndarinnar Super Size Me eftir Morgan Spurlock, þar sem hann borðaði aðeins McDonald’s-fæði í heilan mánuð en myndin verður sýnd hér á landi 25. ágúst. Ég var spurður hvort ég væri til í að taka þessari áskorun og ég sló til. Mig langar að prófa hvernig mér líður af bústinu og hvort ég get þetta persónulega," segir Arni Valdi. Hann ætlar að fylgja sömu fjórum reglum og Spurlock fór eftir í sinni tilraun. Hollt fæði og óhollt „Ég svaf svolítið lengi frameftir í Hvort sem þú lifír á hollu fæði eða óhöllu, McDonald's eða bústi, þá erþetta spurningin um öfgarnar." fyrradag þannig að ég missti af morgun- matnum. En um tvöleytið fékk ég mér Tropíkalbúst og Berjabúst í kvöldmat," Heilsusamlegt en alls ekki æskilegt Laufey Steingrímsdótt Teiur liklegt að Árni Valdi, þyngjast að toknum kúrni „Þetta er auövitaö mjög heilsusamlegur matur en óneitanlega frekar ein- hæft fæði eitt og sér,“segir Laufey Steingrímsdóttir, sviðsstjóri á Lýðheilsu- stöð um bústkúrÁrna Valda.„Þar sem Árni Valdi ervæntanlega hraustur, ungur maður er þó áreiðanlega ígóðu lagi fyrir hann að borðað svona í einn mánuð og hann á ef- laust eftir að léttast töluvert og vonandi má hann við þvi. Þetta er áreiðanlega ágætismegrunarað- ferð hjá honum, en þyngdarbreytingin verður þó varla varanleg, nema hann geri sérstakar ráðstaf- anir eftir kúrinn. Reynslan sýnir að þyngdin feryfirleitt í fyrra horfjafnskjótt og fólk tekur upp fyrri siði og fyrra mataræði eftir svo sérhæfðan kúr. Það hefur ábyggilega líka gerst með Spurlock sem þyngdist á McDonald's-fæðinu. Hann hefur líkegast lést aftur þegar hann fór að lifa sínu venjuiega lífi. Þetta er tímabundið ástand og menn leita aftur í fyrra horf/'segir Laufey. Árni Valdi. í gær hóf hann I svo tilraunina af krafti. I „Ég ætla að byrja á búst- I inu og sjá hvernig það fer í mig og hvort ég fæ næga ! orku. Síðan fer ég í líklegast í ávaxtadjúsinn og spelt- brauðið eftir ein- hverja daga en ég ímynda mér að þá verði ég orð- inn nokkuð svangur. Sölvi Fannar einkaþjálfari í World Class fylgist með mér þennan tíma og hann er mjög spenntur fyrir því að sjá hver niður- staðan verður. Flestum líkar vel við bústið og finnst það gott en það er enginn sem hefur prófað að lifa á því eingöngu í 30 daga. Hvort sem þú lifir á hollu fæði eða óhollu, McDonald’s eða bústi þá er þetta spurningin um öfgarnar. Og niður- staðan verður bara niður- staðan," segir Árni Valdi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.