Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2004, Qupperneq 3
DV Fyrst og fremst
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST2004 3
Ljóstvistar, örbylpr og kafbátar
Glatt var á hjalla hjá Birni
Agnarssyni, doktorsnema í eðlisfræði, þegar blaðamann bar að
garði í byggingu Raunvísindastofnunar, VRIII, við Háskóla ís-
lands.
Björn vinnur að ræktun hálfleiðandi efria sem munu í fram-
tíðinn nýtast í gagnageymslutækni framtíðar, örbylgjusam-
skiptum og framleiðslu á bláum ljóstvistum.
„Þetta hljómar kannski flókið en þetta er skemmtilega ein-
falt,“ segir Bjöm og útskýrir:
„Það sem við erum að gera er að rækta örþunnar húðir sem
hafa ákveðna eðlisfræðilega eiginleika sem að lokum geta gert
okkur það kleift að minnka orkuþörf raftækja. Til dæmis verður
í framtíðinni hægt að hanna nýjar gerðir af ljósaperum sem
munu endast miklu lengur og nota miklu minni orku en þekk-
ist í hefðbundnum ljósaperum í dag. Einnig mun tæknin nýtast
við að koma mun meiri gögnum fýrir á hörðum diskum í tölv-
um, sem og á venjulegum geisladiskum. Við höfum verið að
vinna við þetta hér í VRIII, síðast liðinn tvö ár, í samstarfi við
aðra eðlisfræðinga á Norðurlöndum og þetta verkefni mun lík-
lega vara í önnur fjögur, fimm ár.“
Tækið sem Bjöm vinnur nú við að koma saman líkist helst
kafbáti og nær kostnaður langt í einn slíkan. Tækið, sem er gjöf
frá Tækniháskólanum í Stokkhólmi, kostar litlar 50 milljónir
króna.
3S3SS 'nWM*
'
Spurning dagsins
Trúir þú á óhefðbundnar lækningar?
Ekki rétt í mínu tilfelli
„Óheföbundnar lækningar geta alveg dtt rétt á
sér en það þarfmiklu meiri fræðslu svo þær skili
þvísem til er ætlast. Þær eru tískufyrirbrigði og
einmittþess vegna þarfað fræða fólk. Sjálfnýtti
ég mér þær ekki þvíég hefþá trú að sú lyfjagjöf
sem ég fékk I minni meðferð við krabbameini hafi
verið nákvæmlega reiknuð út frá mínu
og því ekki rétt að taka eitthvað sem ekki
vitað hvernig virkaði með lyfjunum."
Margrét Frímannsdóttir aíþingis-
maður
„Já, verður
maðurekkiað
gera það? Ég
hefnotað
hómópatalyf
en er ekki viss
hvortþau hafa
virkað eða ekki því líkaminn
læknarsig oftsjálfur. Eflaust
myndi ég leita í óhefðbundnar
lækningar efég yrði alvarlega
veik og hefði ekki önnur úrræði."
Hildur Björg Jónasdóttir há-
skólanemi
„Þaðersvo
ótalmargt sem
ekki rúmast
innan okkarrík-
isrekna heil-
brigðiskerfis.
Sumthefur
gagnast vei,
annað ekki. Ég trúi á það sem
lætur fólki líða betur. Er ekki
sama hvaðan gott kemur?"
Þórunn Hrefna Sigurjóns-
dóttir bókmenntafræðingur
„Já, ég hef
sjálfur farið til
hnykkjara og
það virkaði
mjög vel. Ég
heflíka farið I
höfuðbeina -
og sþjald-
hryggsmeðferð og leið mjög vel
á eftir."
Elvar Valdimarsson nemi
„Já, en ég hef
ekki prófað
það sjálfen
þeirsem
standa mér
nærrihafa
reyntþað með
góðum árangri. Sjálfmyndi ég
hiklaust leita utan heilbrigðis-
kerfisins efég sæi mér hagí því.
Ég hefbara verið svo hraust að
ég hefekki þurft á lækningum
að halda."
Dagrún Davíðsdóttir nemi
Fram kom í DV í gær að níu af hverjum tíu krabbameinssjúkra
leiti óhefðbundinna lækninga.Sigurður Björnsson krabbameins-
læknir sagðist hvetja sjúklinga til að gera allt sem þeir teldu
koma að gagni í baráttunni við sjúkdóminn.
Hetja eða
hrappur?
Skotasaga
Árið 7 995 var kvik-
mynd um skosku þjóð-
hetjuna Rob Roy
MacGregor frumsýnd
um veröld víða. Liam
Neeson túikaði þennan
Hróa hött Skota, þann
sem Daniet Defoe mærði
og sir Walter Scott. Skot-
ar hafa lengi talið hann
hafa stolið frá ríkum tii að
gefa fátækum og mikinn
baráttumann gegn kúgun
enskrar herraþjóðar á
skoskum þegnum sínum.
John Hurt túlkaði
Montrose, markreifan illa
og enska, sem iánaði Rob Roy fé tii kaupa á
nautpeningi gegn veði i skika hetjunnar. Enn
meira illmenni enskt og gestur markgreifans,
Tim Roth, stal fénu svo Rob Roy og fjölskylda
máttu yfirgefa jörð sína i örbirgð. En hér fer,
eins og jafnan, tvennum sögum fram.
Margreifinn afMontrose hyggst nota Rob
Roy i baráttu sinni gegn markgreifanum af
Argyll, neyða Rob til saka Argyll um að vera
jakobita, stuðningsmann Jakobs II Stewarts
Skotakóngs um hríð. Margreifinn af
Montrose er meira fyrir enskan kóng. En
MacGregorar voru allir Jakobítar og Rob Roy
þverneitar og er hundeitur um allar heiðar.
En réttlætið sigrar að tokum, Rob Roy sigrast
á iilfyglinu afMontrose og lifir frjáis og ham-
ingjusamur með konu og sonum til æviloka
eða 63 ára aldurs.
Sagan endurskoðuð
Snemma á árinu kom út bók um Rob Roy
MacGregor eftir heiðursprófessor við háskóla
ínkti Andrésar á Skotlandi.
>avid Stevenson segir Rob
'oyhafa verið iitið annað
•n svikara, njósnara og
irapp hinn mesta. Sagn-
fræðingurinn segist agn-
dofa yfir uppgötvunum sin-
um á þjóðskjalasöfnum
Skotlands, sérstakiega
þeim sem benda til að Rob
Roy hafi þjónað tveimur
herrum, barist í fremstu
víglínu um leið og hann
seidi enskum stjórnvöld-
um uppiýsingar um jak-
obíta og umsvifþeirra.
Aðeinu leyti hafí hann
svo verið á undan sinni
samtið; sjáifur líkti hann
sér ótt og títt við Hróa hött til að smlða
ímynd. Hann hafí þar að auki ekki verið eltur
uppi vegna hvarfs á peningum og veðs Ijörð
heldur hafí hann sjálfur undirbúið gjaldþrot
sitt samviskusamlega, fært eignir sínaryfír á
ættingja með skipulögðum hætti en
Montrose komist að hinu sanna. Stevenson
segirRob Roy segir greindan mann og
skemmtilegan en ekki segist hann treysta
honum yfir þröskuid.
VITS ER
ÞÖRF
ÞEIM
SEM
VÍÐA
RATAR.
-HÁVAMÁL
Unnur Ólafsdóttir veðurfræðingur og eiginkona Þórarins
Eidjárn rithöfundar á bróður í listinni. Kjartan Ólafsson
tónskáid er bróðir hennar enhann hefur einkum fengist
við nútímatónlist og er menntaður í Hollandi.
WWW.MENNTAVEfURINN.IS
Auglýst er eftir umsóknum um nám til verslunarprófs* á
félagsfræðabraut, málabraut, náttúrufræðibraut og viðskiptabraut
eða um einn eða fleiri námsáfanga til verslunarprófs*
Sótt er um á vefsíðu Ijarnámsins en þar eru einnig allar nánari
upplýsingar.
*Verslunarpróf er tveggja ára nám og eftir tvö ár til viðbótar
eru nemendur brautskráöir og hafa þá lokið stúdentsprófi.
Fjarnám við Verzlunarsköla Íslands
Skólinn hefúr um nokkurt skeið lagt mikinn metnað í undirbúning vandaðs
fjarnáms. Allt námsefni er framleitt fyrirfram og miðlað til nemenda um
internetið í formi texta, hljóðs og hreyfimynda.
sErkenni