Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2004, Qupperneq 15
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 19.ÁGÚST2004 15
rgj@dv.is
Einn af gestum Sigurjóns Sighvatssonar
á Eiðum nú um helgina er Jessica Morgan, sýningar-
stjóri frá Tate-safninu í London. Það var hún sem
stóð á bak við glæsilega og lofaða sýningu
Ólafs Elíassonar þar í vetur. Jessica hefur
komið hingað í þrígang, enda í stóru verkefni
fyrir Listahátíð í Reykjavík næsta vor. Mun hún
stýra helsta viðburði hátíðarinnar, velja verk á
stóra sýningu á samtímaiist, því allra nýjasta
sem er að gerast, og fær til ráðstöfunar 15
söfn og sýningarsali í Reykjavík og nágrenni, Ak-
ureyri og ísafirði. Mun tiltækið kosta á fjórða tug
milljóna. Er Jessica komin langt í vali og
verður fróðlegt fyrir landann að sjá hvaða
íslensku myndlistarmenn sleppa inn um
nálarauga frúarinnar frá Tate.
Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir vaktar mannlíf
og menningu.
Önnur, kona serasetur mikinn
svip a Listana tlO í vor verður sænska
söngkonan Ann Sofie von Otter mezzosópran. Hún
verður með Ijóðasöng í harmon-
ikkuhúsinu á Melunum og mun
það gleðja þá mikið sem
unna Ijóðasöng, en hún hef-
ur á síðustu misserum snú-
ið sér að sænskum
sönglögum við mikið lof,
bæði Alvéen og sönglög frá
síðari hluta síðustu aldar hafa
ratað inn á söngskrá hennar.
Hvað verður á dagskránni í
Reykjavík í maí á næsta ári
er lítið vitað. Við fylgj-
umst með.
Díva sem er í fréttum þessa dagana er
Björk, Medúlla kemur út í næstu viku og á vefsiðu henn-
ar má sjá að hljóðritið verður fáanlegt í ýmsum gerðum
fyrir þá áhugasömustu. Orðrómur var á sveimi um að
Björk mundi koma fram á ör-
fáum hljómleikum í völdum
borgum Evrópu, en talsmað-
ur Smekkleysu hefur neitað
því og segir ekkert hljóm-
leikahald standa til í tilefni af
útgáfu plötunnar. Það er því
litil von til að hörðustu aðdá-
endur, vinir og vandamenn
heyri í vinkonu okkar fyrir
jólin.
Onustan um Atlantis
Nú eru ekki liðnir tveir mánuðir
síðan þýskur fræðimaður tilkynnti
að hann hefði með hjálp gervi-
hnattamynda fundiö minjar um
hið forna Atlantis á Spáni sunnan-
verðum. Á saltsléttum nærri Cadiz
sæjust leifar mikilla bygginga. Á
laugardaginn gerði svo sænskur
landfræðingur heyrinkunn-
ugt að hann hefði fundið
Atlantis, á allt öðrum stað
á hnettinum. Hann telur
eldfornan grafreiti I Boyne-dal á Ir-
landi ekkert annað en leifarþeirr-
ar menningar sem þreifst áhinu
löngu horfna landi. Griski heim-
spekingurinn Platón var fyrstur
manna til að lýsa Atlantis en sú
frásögn varsannarlega ekki sjón-
arvottar. Atlantis átti að hafa orð-
ið flóðbylgju að bráð fyrir 12 þús-
und árum en Platón lýsti samt at-
vinnuháttum, stjórnarfari og þjóð-
skipulagi landsins. Sænski land-
fræðingurinn segir lýsingar hans
koma heim og saman við írland
en þýski fræðimaðurinn telur aug-
Ijóst að lýsingar heimspekingsins
eigi við rústirnar suður á Spáni.
Ritúöl og iielgistQir
í Hvalflrði
Á morgun hefst norræn ráðstefna
um trúarllfsfélagsfræði að Hótel
Glym i Hvalfirði. Auk íslenskra sér-
fræðinga er von á 34 erlendum
gestum að rseða ýmsar hliðar
fræöigreinarinnar en þeir koma
líka inná helgisiðafræði, sál-
gæslu og dauðann með félags-
vísindalegri nálgun. Pétur Péturs-
son guðfræðiprófessor við Híhefur
haft veg og vanda afskipulagn
ingu ráðstefnunnar og ætlar sjálfur
aö fjalla um forfeður og þjóðar-
Imynd - nálgun Islendinga á dauð-
ann og lifið eftirþetta. Skoðana-
kannanirsýna að Islendingar eru
hefðbundiri trúnni en afkomendur
spiritistanna fyrir öld eða svo virð-
ast eygja I erfðavisindunum leið til
eilífs lífs til handa sjálfum sér og
forfeðrunum. Ráðstefnan er öllum
opin meðan húsrúm leyfir.
Helena Jónsdóttir er dansari og dansahöfundur. Nú hefur hún tekið kvikmynda-
vélina í sína þjónustu og skipað sér í fremstu röð höfunda dansstuttmynda í Evr-
ópu. Helena opnar yfirlitssýningu á dansstuttmyndum sínum í Sýningarsal Orku-
veitunnar á sunnudag. ^ ^
Mynduvelin uppahalds
danslelaginn
„Þama verða sýndar hátt í tíu
dansstuttmyndir," segir Helena
Jónsdóttir dansstuttmyndahöfund-
ur. „Og ég reyni að hafa þetta sem
fjölbreyttast. Myndirnar verða sýnd-
ar bæði á sjónvarpsskjám og í
myndvörpum en auk þess verður
hægt að fá svolitla innsýn í
vinnu mína við
myndimar í gegnum
skissur og handrit.
Eftir margra ára
reynslu við að dansa
og semja dansa í leik-
húsi og sjónvarpi og
ótal störf kringum
sýningar fannst mér sú
margvíslega reynsla
sem ég hafði orðið mér
úti um koma saman
þegar ég kynntist
upptökuvélinni fyrir
nokkrum árum," rifjar Helena upp.
Dansað fyrir vélar
„Þegar dansverk fyrir svið er
samið," útskýrir Helena, „gerir mað-
ur hreyfingamar stærri en ella og
verkið er sýnt í einni heild. Með
kvikmyndavélinni opnast aðrir
möguleikar. Þá er hægt að ná meiri
nálægð við hreyfingamar og auka
þannig tjáningarmöguleikana. Vélin
getur t.d. gert rennandi svitadropa
að
dans-
hreyf-
ingu.
1%
nýrí llur
grænt salat
Ljúffengt meðlæti með gutrótum,
kirsuberjatómötum og balsamic-satatsósu.
vill að hann sé. Að þegar upp
er staðið snýst hann fyrst og
fremst um að vera fuÚkom-
lega meðvitaður um hreyf-
ingar sínar,“ segir Helena
Jónsdóttir dansstutt-
myndahöfundur. Auk
fyrrgreindra verka Helen-
u í Sýningarsal Orkuveit-
unnar kynnir hún þar
drög að nýjum verkum
og erlendar dansstutt-
myndir.
Helena Jónsdóttir, höfundur
danstuttmynda .pegar eggrýip
upptökuvelina vai ems og bll tyrn
reynsla kæmi I veliha'.
keppa við leikhúsið og töfra þess,
náiægðina við dansarann. Einmitt
þess vegna er svo spennandi að
vinna við kvikmyndavélina. Og heil-
mikil danshönnun á sér líka stað í
klippiherberginu. Eh'sabet Rólands-
dóttir hefúr oftast klippt mínar
myndir og ég kalla hana oft hinn
danshöfundinn, hún semur ekki síð-
ur dansana f klippingunni," segir
Helena.
Dansáhugi á íslandi
Helena segir íslenska dansara og
danshöfunda óþreytandi í að
mennta sig um allan heim. „Svo
koma þeir hingað heim, oftar en
ekki með frábær verk, og sýna okkur.
En íslendingar eru margir hálf ragir
við danslistina, eiga kannski á ein-
hvem hátt erfitt með að skilja dans-
inn, að lesa úr dansverkunum.
Halda að þeir hafi ekki lesið rétta
bæklinginn eða farið á rétta nám-
skeiðið. En þess þarf alls ekki. Það
eina sem þarf er einlægur áhugi á að
skoða og prufa. Þá sé ég, og hef upp-
lifað með dansstuttmyndunum, að
þær geta verið eins og litlar brýr,
sýnt okkur að dansinn býr í öllum á
einhvem hátt og að manni er alveg
óhætt að hafa skoðun á því sem
maður sér og upplifir. Mig langar að
sýna fólki að dans er það sem maður
Fundað um Tónlistarhús
Fátt hefur frést afTónlistar- og ráðstefnu-
höllinni á austurbakkanum i Gömlu höfn-
inni frá i vor þegar tilkynnt var um fjóra
áhugasama aðila, suma heimsfræga, sem
vildu ná samningum um
hönnun þessa mikla
mannvirkis.A fundi f vor
sem Samtök um tónlistar-
hús héldu um stöðu mála
kom fram gagnrýni af
hálfu fundarmanna um
að hlutur óperufiutnings
væri fyrir borð borinn f að-
alsal hússins en uppi voru
tillögur um að stækka
þann salúr 1.500 sætum I
1.800. Þá voru uppi
áhyggjuraddir meðal
gesta á fundinum þann 17. mai afþví að
hugmyndir stjórnvalda um sjálfbæran
rekstur hússins væru óraunsæar og
ábyrgðarlausar.
Aö sögn Stefáns Hermannssonar, fram-
kvæmdastjóra Austurhafnar, fyrirtækis rík-
is og borgar, eru fulltrúar Artek, ráðgjafa-
fyrirtækis sem hefur haft leiðsögn um
undirbúning mannvirkisins, væntanlegir til
funda I næstu viku hérí Reykjavík þar sem
fariö verður I skoöun og umræður um
ýmsar forsendur I útboði verksins. Þá sagði
Stefán að ýmis rekstrar-
ilkön væru til skoðunar,
svo eitthvað eru for-
sprakkar rfkis og borgar
að skoða sinn gang,
enda verða hvorki ráð-
hús né þinghús rekin án
ábyrgrar hússtjórnar.
Enn eru menn að velta
fyrir sér stækkun á stóra
salnum, hvort hann eigi
aðtaka 1.800 eöa 1.500
gestilsæti.Sáttmun
vera komin með ráðstefnusal-
inn sem getur bæði tekið um 1.000 stand-
andi gesti og 7501svokölluðu bióskipu-
lagi. Honum má skipta I tvennt og hafa
bæði með hallandi gólfi eða sléttu. Miðað
við þá ásókn erlendra gesta sem verið hef-
ur á þessu vori og sumri virðist vera full
þörfá bættri aðstöðu tilalls kyns tónleika-
halds, ekki seinna en strax.