Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR I1. SEPTEMBER 2004
Fréttir DV
Sjálfstæðismennirnir sem vilja Símann
Kristinn Björnsson, Gunnlaugur Sævar Gunntaugsson, Brynjólfur Bjarna-
son og Orri Hauksson.
FRETTASKYRING
Fjárfestar bíöa eftir því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ákveði hvern-
ig staðið verði að sölunni á Símanum. Sumir fjárfestar eru tortryggnir og telja að ríkisstjórnin ákveði
hverjir megi kaupa. Talað er um að sjálfstæðismenn sem tengjast Straumi undirbúi 60 milljarða tilboð
en að framsóknarmennirnir í S-hópnum vilji fá sneið af kökunni.
ðttast helmingaskipti við
söluna á Símanu
Það er ndg til af mönnum sem geta keypt Símann, segja þeir sem
DV hefur rætt við. Mikið fjármagn er í umferð og fleiri en nokkru
sinni fyrr hafa aðgang að lánsfé sem nægir til að kaupa stærsta
ríkisfyrirtækið á fimmtíu milljarða eða meira. Fjárfestar hafa trú
á vaxtarmöguleikum fyrirtækisins en óttast að ríkisstjórnin eigi
eftir að stýra ferlinu þannig að ekki verði eftirsóknarvert að
leggja mikla vinnu í að bjóða í verkið.
Þeir sem svo tala halda því fram
aö búið sé að ákveða að góðkunn-
ingjar ríkisstjórnarflokkanna fái að
skipta Símanum á milli sín. Annars
vegar verði það Straumur og
Tryggingamiðstöðin í félagi við
stjórnendur Símans, sem talað er
um að séu með 60 milljarða króna
tilboð í undirbúningi og hins vegar
sé S-hópurinn að undirbúa tilboð.
Ekkert fæst þó uppgefið því allir
segjast vera að bíða eftir skilaboð-
um stjórnvalda.
í hópnum sem tengist tilboði
Straums eru þeir sem hafa tekið
þátt í fjárfestingum Björgólfs
Thors Björgólfssonar í símafyrir-
tækjum í Austur-Evrópu. Þar eru
nefndir í hópnum Þórður Már Jó-
hannesson forstjóri Straums,
Brynjólfur Bjarnason og Orri
eru á milli allra féfaganna eftir að
Síminn keypti hlut í Straumi sem
kaus Orra inn í stjórn.
Framsóknarmenn vilja eitt-
hvað fyrir sinn snúð
Þegar ríkisstjórn Davíðs og
Halldórs Ásgrímssonar hefur
einkavætt fyrirtæki, hafa flokkar
þeirra gætt þess að jafnvægi skap-
ist. Þannig fékk Sjálfstæðisflokkur-
inn að ráða kaupendum Lands-
bankans á meðan framsóknar-
menn fengu að kaupa Búnaðar-
bankann. Á þeim viðskiptum
hagnaðist S-hópurinn um marga
milljarða þegar Kaupþing keypti
Búnaðarbankann. Lykilmenn í S-
hópnum eru Finnur Ingólfsson
fyrrverandi viðskiptaráðherra og
núverandi forstjóri VÍS og Ólafur
Björgólfur Thor hefurþó gefið út að hann sé
mátulega spenntur fyrir því að kaupa Símann.
Hauksson forstjóri og þróunar-
stjóri Símans, Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson stjórnarformaður
Tryggingamiðstöðvarinnar og
stjórnarmaður í Straumi og Krist-
inn Björnsson sem fer með stærsta
hlutinn í Straumi. Allt eru þetta
góðir og gegnir sjálfstæðismenn og
hafa flestir staðið nærri Davíð
Oddssyni formanni flokksins.
Þessi hópur mun sækja það fast að
fá að kaupa Símann. Eignatengsl
Ólafsson stjórnarformaður Sam-
skipa. Kenningin segir að fram-
sóloiarmenn í rfkisstjórn muni
draga lappirnar við söluna nema
þeirra menn fái eitthvað fyrir sinn
snúð.
Talið er fullvíst að allir bankarn-
ir þrír eigi eftir að skoða kostina
við að kaupa Símann. Þannig verði
verkefnið örugglega tekið alvarlega
hjá Burðarási og Landsbankanum
sem undirbúi einhverskonar
tilboð. Á bakvið bæði þessi fjár-
festingarfyrirtæki eru Björgólfs-
feðgar. Björgólfur Thor gæti komið
beint að þessum viðskiptum eða
jafnvel boðið í Símann í nafni
eignarhaldsfélaga sinna í samstarfi
við útlendinga.
Björgólfur mátulega áhuga-
samur
Björgólfur Thor hefur þó gefið
út að hann sé mátulega spenntur
fyrir því að kaupa Símann. Hann
gæti mun fremur verið að skoða
fjárfestingar í fleiri fyrirtækjum í
hinum nýfrjálsu ríkjum þar sem
mun meiri vaxtarmöguleikar séu
en á íslandsmarkaði. Björgólfur
Thor hefur látið hafa eftir sér að í
Ijósi reynslunnar af kaupum á kjöl-
festuhlut í Landsbankanum treysti
hann íslensku ríkisstjórninni og
einkavæðingarnefnd illa tO að sjá
almenndega um söluna á Síman-
um. Honum þótti sem einkavæð-
ingarnefnd hefði stolið forskotinu
af Samsoni, með því að ákveða að
selja S-hópnum Búnaðarbankann
strax eftir að Samson gerði tilboð í
Landsbankann.
Hið sama segja þeir sem buðu í
hlut ríkisins í íslenskum aðalverk-
tökum. Þar fengu stjórnendur
íslenskra aðalverktaka að kaupa
hlutinn, það er, þeir keyptu sem
skrifuðu útboðslýsinguna.
Jón Ásgeir og félagar útilok-
aðir
Innan úr KB banka heyrist að
þar á bæ myndu menn koma sam-
an hópi sem gæti boðið í Símann.
Nóg er af mönnum sem gætu verið
í þeim hópi en stærstu hluthafar
KB banka, Bakkavararbræðurnir
Ágúst og Lýður Guðmundssynir,
væru væntanlega á meðal þeirra
sem til greina kæmu. Talið er víst
Kenningin
segir að
framsóknarmenn
í ríkisstjórn muni
draga lappirnar við
söluna nema þeirra
menn fái eitthvað fyr-
irsinn snúð.
að íslandsbanki leiti einnig að fjár-
festum með sér. Þótt verið geti að
Jón Ásgeir Jóhannesson og félög
hans, Baugur og Norðurljós, f fé-
lagi við fleiri, td að mynda Kald-
bak, gætu hugsað sér að eignast
Símann, eru heimOdarmenn DV á
því að lítið þýði fýrir þá að bjóða í
hlutinn á meðan það sé einkavæð-
ingarnefnd ríkisstjórnarinnar sem
ákveði hverjir megi kaupa. Þá er
líka rætt um að Björgólfsfeðgar séu
svo stórir á íslenskum markaði að
það gæti orðið þeim hindrun við
að eignast Símann ef þeir vOja
bjóða í.
Spurning um útlendinga
Þá er ósvarað hvort erlendir að-
Oar gætu haft áhuga á að eignast
Símann. Á sínum tíma höfðu bæði
danski og norski síminn áhuga á
að kaupa en að sögn manns sem
þekkir tíl, voru viðskipti þeirra við
einkavæðingarnefnd þannig að
ekki er líklegt að þeir hafi áhuga á
samskiptum aftur. Þá komu hing-
að á sínum tíma menn frá fjárfest-
ingarsjóðnum Providence Equity
sem sérhæfa sig í kaupum í fjar-
skiptafyrirtækjum. Þeir skoðuðu
Símann rækOega en ákváðu svo að
bjóða ekki í hann. Sjóðir og
fjárfest-
ingarfélög af þvi tagi
gætu fhugað að kaupa Símann að
því gefnu að forsendur væru hag-
felldar.
Reyna að taka út hagnað
Eins og DV hefur áður greint frá
hefur stór fjárfestir á íslandi nefiit
við blaðið að aOir myndu keppa
um Símann tO að geta keypt hann
á 50-60 mdljarða króna en selt á 80
mdljarða og stungið mismuninum
í vasann. Nefnt er að rekstur Sím-
ans geti enn vaxið á næstu árum og
miklir möguleikar séu í spOunum.
Þótt vöxturinn verði öðruvísi en
hjá fyrirtækjunum í Austur-Evrópu
þar sem enn á eftir að fjölga far-
símanotendum, þá hugsa menn
sér gott td glóðarinnar með nýrri
tækni og möguleikum.
Síðast þegar reynt var að selja
Símann, fýrir þremur árum, reyndi
rfkisstjórnin að fá 40 milljarða fyrir
hann. Það þótti of dýrt og enginn
hafði áhuga þá. Það var í miðri nið-
ursveiflu á hlutabréfamarkaði sem
nú hefur tekið rækOega við sér.
Miðað við eðldega ávöxtunarkröfu
nefna sérfr æðingar að eðldegt væri
að rfldsstjórnin reyndi að fá á bd-
inu 50-60 mdljarða fyrir Símann
núna. Þó er enn óljóst hvort Sím-
inn verði seldur í einu lagi eða
hvort einhverjar kvaðir verði á söl-
unni eða nýjum eiganda sett skd-
yrði. Á meðan svo er undirbúa adir
sig í keppninni um feitasta bitann
hjá ríkinu. kgb@dv.is