Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Blaðsíða 15
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2004 15 síður sveið skipbrotsmönnum sárt að sjá herskipið fjarlaegjast, ekki síst vegna þess að björgunarbátur hékk til reiðu út af skipshliðinni og það hefði ekki kostað mikla töf að setja hann útbyrðis. Flekana rak hratt burt Síðar sögðu yfirmenn Northern Reward að þeir hefðu gefið öðru fylgdarskipi, Honningsvaag, merki um að hefja björgunaraðgerðir en þau skilaboð virðast þá ekki hafa komist til skila. Að minnsta kosti hófst Honningsvaag nú handa við að eltast við kafbátinn rétt eins og Northen Reward. Varkárni skipstjór- ans á Northem Reward sýnist enn réttlætanlegri í ljósi þess að þegar vart varð við atburði þessa í landi ösl- aði vopnaður breskur togari á snær- um flotans einnig af stað til að leita kafbátsins og hann sneri aldrei fram- ar tii hafnar. Þegar Goðafoss sökk losnuðu nokkrir björgunarflekar af skipinu. Á einn þeirra komust 13 manns, sex á annan og á þann þriðja tveir menn. Á íjórða flekkann komst aðeins einn maður. Flekana rak hratt burt ffá brakinu í sjónum og björgunarbátn- um og því tókst þeim sem á flekun- um vom ekki að bjarga þeim sem þar reyndu enn að halda sér á floti. Hjálpin var banvæn Eftir tveggja og hálfrar stundar árangurslausan eltingaleik við U- 300 gáfust Northern Reward og Honningsvaag loks upp og snem sér að því að finna skipbrotsmennina. Flestum af flekunum var bjargað um borð í Northen Reward sem síðan fór að leita að björgunarbátnum. Þegar hann fannst loks vom enn nokkrir menn á kili hans en þeir vom allir látnir nema einn sem hafði þraukað og var með lífsmarki. Sjóliðar af Northern Reward stukku niður á kjöl björgunarbátsins og losuðu manninn. Síðan ætíuðu þeir að lyfta honum um borð í her- skipið en misstu hann í sjóinn. Og eftir alla þessa hrakninga hafði mað- urinn ekki þrek til að halda sér einn á floti og sökk umsvifalaust. Þegar hann hélt að hjálpin væri loksins komin. Með Goðafossi fómst 15 úr áhöfn og auk þess tíu farþegar, þar á með- al öll læknisfjölskyldan. Auk þess fómst 17 af þeim 19 skipbrotsmönn- um sem Goðafoss hafði bjargað af áhöfn olíuskipsins. Alls lém því 42 lífið en 21 var bjargað, þar af 17 úr áhöfninni, tveimur farþegum og tveimur af olíuskipinu. Lík litlu bræðranna rak á land Aðeins þrír vom bomir til moldar af þeim fslendingum sem fómst með Goðafossi. Eyjólfur Eðvaldsson loftskeyta- maður hafði verið á einum flekanna en lést af vosbúð eftir að honum var bjargað um borð í Northem Reward. Hann var jarðaður þegar í land var komið. Nokkm síðar vom svo tvö önnur fórn- arlömb þessarar grimmilegu árás- ar borin til graf- ar. Það vom litíu bræðumir Óli og Sverrir Friðgeirssynir. Lík þeirra fundust rek- in á Snæfells- nesi. Jón Ársæll Vinnur að gerð heimildarmyndar um Goðafoss án allra styrkja enda hafa hann og félagar hans tröllatrú á þess- um dramatískasta atburði I sögu þjóðarinnar á síðustu öld. Goðafoss Eitt helsta fley Eimskipafélagsins og Islendinga allra. „Þama varð mesta mannfall íslend- inga í síðari heimsstyrjöldinni, “ segir sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðar- son sem vinnur að gerð heimildar- myndar um Goðafoss sem skotinn var í kaf af þýskum kafbáti í lok síðari heims- styrjaldarinnar. Flaidö af Goöafossi hef- ur aldrei fundist þrátt fýrir að staðsem- ing skipsins hafi veriö nokkuð skýr þeg- ar það var skotið niður í Faxaflóanum. Jón Ársæll vinnur myndina í sam- vixmu við Bjöm Br. Bjömsson kvik- myndagerðarmann og Þór Whitehead sagnfcæðing: „Við erum þegar búnir að ná viðtöl- um við alla þá sem lifðu slysið af svo og alla áhöfn þýska kafbátsins sem þama var að verki," segir Jón Ársæll en Goða- foss var skotínn niöur 10. nóvember 1944. „Flak skipsins hefur gengið kaup- um og sölum á þeim sextíu árum sem liðin em frá atburðinum en vitað er að mikið magn af viskfi var f skipinu svo og dýrmætír koparvírar sem nota áttí í virkjanir hér á landi." Meðal eigenda flaksins af Goðafossi f dag er Tómas Knútsson kafari og slökkviliðsmaður í Keflavík. Hann hefur kafeð víða í Faxaflóanum í leit að skip- inu en er þöguil sem gröfin þegar hann er spuröur hvort skipið sé fundið: „No comment," segir hann. Þeir sem til þekkja halda því fram að Tómas hafi þegar fundið skipið og hafl klappað skrokknum á miklu dýpi: „Ég segi frá því sem ég veit í fyllingu tím- ans," segir hann dularfullur. Jón Ársæll og félagar hans vinna að gerð myndarinnar á eigin vegum og njóta engra styrkja. Þeir hafa tröllatrú á viðfangsefrúnu en atburðurinn sem varð þegar Goðafoss var skotinn í kaf er einhver sá dramatískasti í íslandssögu síðustu aldar. HP og DELL 17" skjáir á 6.000 kr Allir aðrir 17" skjáir á 5.000 kr *> d ' Tölvur frá 3.000 kr. - 12.000 kr. (án Harddisk og minnis) TOLVULAGERINN ER STAÐSETTUR NÝBÝLAVEGI 18 (dalsbrekkumegiim) - , . . Margar tegundir af prent Opið laugardag og sunnuda og mýs frá 12:00 - 19:00 A60-S1561 TOSH,BA P4 - 2.8GHz c 256MB DDR r 40GB Diskur 15" skjár DVD/CD-RW' Taska fylgir 159.900 kr. stgr. Compaq 3080us P4 - 2.4GHz 533 512MB DDR minni 40GB diskur 16" skjár DVD/CD-RW Taska fylgir 179.900 kr. stgr. A75-S206 toshiba P4-M-2.8GHz 533 512MB DDR minni 60GB Diskur 15.4 Wide skjár DVD/CD-RW Taska fyigir 199.900 kr. stgr. P25-S509 TOSHIBA P4 2.8GHz 800 512MB DDR minni 80GB diskur 17" wide skjár DVD±RW Taska fylgir 229.900 kr. stgr. Allar vörurnar eru notaðar vörur NEMA FARTÖLVURNAR. Birt með fyrirvara um prentvillur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.