Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Leó Löve lætur ekki deigan síga þótt hann hafi greinst með MS- sjúkdóminn fyrir fimm árum. Hann sækir um starf hæstaréttardómara í hörðum slag við aðra og telur sig reyndar hafa ýmsa kosti fram yfir aðra umsækjendur þó fatlaður sé. Þó ekki væri nema það að Leó hefur um árabil rekið fyrirtæki og stjórn- að fjölda manns við vinnu. Það tel- ur hann hljóta að vera kost á hæsta- réttardómara. Svo var hann að ljúka við að skrifa leikrit. Það fjallar um vináttu og gamlar glæður í sam- skiptum kynjanna. Lítil dóttir Leó Löve var nýbúinn að eignast litla dóttur í öðru hjónabandi sínu og var í raun að hefja nýtt líf þegar hann greindist með ólæknandi sjúkdóm, MS, sem enginn hefur ráðið við til þessa og lækning á huldu hvert sem litið er. Eiginkon- an heitir Anna Lísa Kristjánsdóttir og dóttirin Anna Margrét. Hún var að byrja í grunnskóla. MS eru slæmar fréttir? „Ég brást við eins og tilefni var til. Vonaði bara að þetta yrði hæg- fara og mér eins lítil hindrun og orðið gæti. Að vissu leyti hefur það gengið eftir,“ segir Leó sem gengur við staf og hefur hjólastól við hönd- ina þegar fara þarf í lengri ferðir. Hvaö sagði konan? „Hún tók þessu af æðruleysi eins og aðrir. Fólk verður að taka því sem að höndum ber og vinna með það og úr því eins og hægt er. Litla dóttir mín var ómálga þegar ég fékk úrskurðinn en núna býðst hún alltaf til að leiða pabba sinn því hann sé svo stirður." Svo stirður... Hvað er verst? „Það er hreyfmgin og allt sem henni tengist. Ég er svo stirður að ég get ekkert hlaupið og verð að ganga við staf. Það er eins og stýrikerfi líkamans hafi farið úr skorðum og jafnvægið að hluta til með. Það er verst. Auðvitað væri gaman að vera í betra líkamlegu formi þegar maður er með lítið barn að leika við. Ég get það ekki sem skyldi en á móti kemur að ég les fyrir hana á hverju kvöldi þangað til hún sofnar." Og ferðast ekki mikið? „Eg var búinn að ferðast svo mikið þegar ég varð veikur að ég er búinn að fá minn skammt. Við hjónin fórum gjarnan til Ítalíu og hjóluðum þar um allt svo vikum sldpti. En nú hjóla ég ekki lengur. Hvorki á Ítalíu eða hér heima. En ég keyri bíl.“ Hugsarþú um dauðann? „Nei. Mér er sagt að þessi sjúk- dómur hafi ekki áhrif á langlífi. Allt snýst um að hamla þróun hans og það reyni ég eftir bestu getu. Það er oft sagt að MS-sjúkdómurinn sé með þúsund andlit. Kannski var ég heppinn hvað hann kom seint. Ég er ekki verri en það að ég er búinn að flytja fjögur mál í Hæstarétti í ár.“ Fannstu aldrei fyrir neinu á yngri árum sem benti til þess að þú fengirMS? „Eftir á að hyggja kemur ýmis- legt upp í kollinn. Þegar ég var strákur í Hagaskóla fann ég einu sinni eitthvað í munninum sem gæti hafa verið strekkt taug. Nokkrum árum síðar tók ég eftir því að ég varð innskeifur tímabundið og það gæti tengst stýrikerfi líkam- ans. En allt kom þetta og fór þang- að til ég var loks greindur með sjúk- dóminn. En þetta hefur ekki farið upp í höfuðið á mér og fer yfirleitt ekki þangað. Ég hef þó beðið börn- in mín um að láta mig vita taki þau eftir einhverju slíku." Þetta er pest Og Leó getur leitað til barnanna sinna af fýrra hjónabandi með Eygló Guðmundsdóttur. Með henni á hann þrjú börn og eru tvö þeirra læknar, Yrsa Björt og Áskell Yngvi. Guðmundur er svo rekstrarhag- fræðingur. „Börnin mín sem eru læknar eru alltaf með augun opin fyrir því sem gæti komið mér að gagni. Menn eru alltaf að segja að lækningin sé á næsta leiti en ég hef ekki séð hana enn. Dóttir mín hefur látið mig taka ýmis lyf sem talið er að hægt geti á sjúkdómnum þó ekki sé það vitað með vissu. Þá blanda ég túrmerik, sem er karrýblanda, og tek inn dag- lega. Ég er lánsamur að eiga lækna að og ég hlýði börnunum mínum eins og ég vildi að þau hlýddu mér. En ég kalla sjúkdóminn pest. Þetta er bölvuð pest." Nóg af peningum Fjárhagurinn? „Ég á sem betur fer nóg af pen- ingum og hef ekkert með meira að gera. Ég rek og ber ábyrgð á fasteignasölunni Eignaumboðið og fer þangað til vinnu á hverjum degi þó aðrir sjái þar um daglegt streð. Umsókn mín um embætti hæsta- réttardómara tengist því ekki á nokkurn hátt lífsafkomu minni. Frekar að ég sé að sækja um í nafni ögrunar og fullnægingar sjálfsins.“ Leó Löve kom mörgum á óvart fyrir nokkrum árum þegar hann sendi frá sér saka- málasögu sem þótti nýmæli þá. Það var ekki til siðs að lög- fræðingar væru að skrifa reyfara. Og Leó er ekki hættur: Þetta er bara svona ... „Núna um daginn var ég að setja lokapunktinn við nýtt leikrit sem ég vona að verði sýnt annað hvort á sviði eða í útvarpi. Það ljallar um full- orðið fólk, um sjötugt, æskuvini sem hafa gengið sitt hvorn lífsveginn og fer svo að tala saman í ellinni. Þetta fer allt fram í gegn- um síma og fyrir hlé ræða konan og maðurinn um líf sitt eins og það hefur verið. Eftir hlé taka þau svo á því hvernig lífið hefði getað orðið. Ég kalla leikritið Glæður því þarna er verið að blása glæður í gamalt h'f. Kannski dálítið eins og ég verð að gera núna þegar allt er orðið annað en var. En ég segi nú bara eins og tengdafaðir minn: Þetta er bara svona!" Nú er Leó Löve 56 ára. Allt of snemmt fyrir ljónið að leggj- ast niður þótt lífsgangan sé orðin önnur og erfiðari en hann gerði ráð fyrir. En svona er þetta bara. Hann segir það sjálfur. n Þegar m í I égvar Wm strákur í Hagaskóla fann ég einu sinni eitthvað í munninum sem gæti hafa verið strekkt taug. Nokkrum árum síðar tók ég eftir þvi að ég varð r innskeifur tíma- bundið og það gæti tengst stýrikerfi lík- amans. En a/lt kom þetta og fórþangað til ég var loks greindur með sjúkdóminn. En þetta hefur ekki farið upp íhöfuðið á mér... Leó Löve lögfræðingur var upp á sitt besta og hafði stokkað upp líf sitt til hins betra, tilbúinn í seinni hálfleik með allt á hreinu. Þá greindist hann með MS-sjúkdóminn sem setti strik i reikninginn svo um munaði. En hann ætlar ekki að gefast upp heldur sækir óhikað um embætti hæstaréttardómara með vottorð frá lækni um að hann geti vel sinnt starfinu treysti hann sér til þess sjálfur. Og það gerir hann. Ljónið sem neitar að legnjast Leó Löve Lifið heldur áfram og hann vill í Hæstarétt í nafni ögrun- ar og fullnægingar sjálfsins. :*■*’»*«»*.'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.