Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Blaðsíða 35
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 35 köliuðu það kaffi en kaffi varð það ekki. Og svo súpan, lapþunn með spínati, stundum kartöflubitum en lflca gómum og tönnum.“ Stöðug skemmdarverk í fangabúðunum Chevin dregur djúpt að sér and- ann en blaðamaður DV ákveður að spyrja hann ekki um uppruna krafts- ins í súpunni. Vegna þess að kannski veit harrn svarið. Svo heldur hann áíram, sem betur fer. „f sóttkvínni þurfti maður ekki að vinna en eftir mánuð þar hófst svo þrældómurinn. Ég var sendur að gömlu landamærum Austumkis og Júgóslavíu, þar þurfti að grafa jarð- göng í hæð fyrir þýska herinn vegna vetrarveðra og snjóa. Við stunduðum þau skemmdarverk sem við mögu- lega gátum, hentum verkfærum í steypuna í gríð og móð og þess háttar. Morðingjamir, melludólgamir, kommamir og neðanjarðarhreyfing- in! Meðan við unnum þama í hæð- inni fengum við eymaskjól og frakka en þetta dugði nú skammt, margir dóu úr kulda. Við fórum á fætur klukkan 5 á morgnana, fengum hálf- tíma í hádegismat og unnum til klukkan sex en þá tók við vinna við uppbyggingu búðanna. Svo vorum við vaktir reglulega á nóttunni, látnir hlaupa um og stökkva. En þetta var ekki það versta, þessar fangabúðir við landmærin vom ekki svo slæmar, svona samanborið við hinar," segir Chauvin og brosir nú góðlátlega. „Þarna dóu ekki nema svona 50 af hverjum þúsund," heldur hann áfram. „Það er nú ekki mikið, í Maut- hausen dóu 40 af hverjum hundrað. Sturtur og ofnar í Auschwitz Eftir tæp tvö ár í þessum þrælkun- arbúðum vorum við allt í einu klædd- ir í franska og belgíska hermanna- búninga og skipað upp í jámbrautar- lestir. Við vissum ekkert hvert við vor- Þegar lestin stöðvað- ist að lokum blasti nafn fangabúðanna við okkur; Auschwitz. Við höfðum fengið fregnir afþví sem þar fór fram, við vissum um gasklefana, brennsluofnana, allt saman. um að fara, en komum við á jám- brautarstöðinni í Vínarborg. Þá sá fólkið þar lestir fúllar af frönskum og belgískum hermönnum, stríðsföng- um hélt það. Þýska hemum hlaut þá að ganga afbragðsvel í styrjöldiniú! Þegar lestin stöðvaðist að lokum blasti nafit fangabúðanna við okkur; Auschwitz. Við höfðum fengið fregnir af því sem þar fór fram, við vissum um gasklefana, brennsluofnana, allt sam- an. Auðvitað urðum við algjörlega skelflngu lostnir og vissum að þegar við yrðum settir í sturtuklefana steyptist ekki vatn yfir okkur heldur eiturgas. Okkur var skipað í sturtu- klefana og vorum fúlivissir um að okkar síðasta stund væri upprunnin. Það sem við urðum hissa þegar yfir okkur steyptist... vatn!" Ömurleg hlutskipti varðsveita Gyðinga Chauvin dæsir og hlær við til- hugsunina. „Á leiðinni höfðum við gengið framhjá hópi af 12-16 ára krökkum, frá til dæmis Pól- „ landi, Tékkóslóv- neiU. akíu og Frakklandi. Þeir fylgdu nýkomnum í gasklefana og máttu ekkert segja. Oft misstu þeir auðvitað stjóm á sér og sögðu fólki hvað biði þess en vom þá skotnir á staðnum. Hlutverk þeirra var lflca að færa lfldn í brennsluofnana. Ef ofn- arnir önnuðu ekki framleiðslunni varð að geyma lfldn í skurðum en þeir þurftu þá að sækja lflcin þangað þeg- ar rýmkaðist í ofnunum. Ég kynntist mönnum í varðsveit- unum. Það var auðvelt að fordæma þá fyrir að ganga erinda Þjóðvetja en í raun var hlutskipti þeirra ömurlegt. Þeir vissu vel sjálfir að þeir höfðu að- eins slegið dauða sínum á frest, í kannski'þijá mánuði. Sumir höfðu meira að segja lent í því að taka á móti fjölskyldum sínum og eiga að fylgja þeim í gasklefana. Sú var til dæmis raunin um einn kunningja minn frá ffá Tékkóslóvakíu. Það helltist yfir hann slflc örvænting að hann vildi fá að deyja með ástvinum sínum. GamaU sveitungi hans af „æskilegri uppruna" kom þá aðvíf- andi, sá var kominn í þýska herinn. Og hann barði þennan kunningja minn og sagðist ráða lffi hans og dauða. Honum var skipað að lifa. Þótt hann yrði að horfa á eftir fjöl- skyldu sinni í gasklefana." í kolanámunum í Auschwitz Chauvin segir matinn í búðunum hafa verið skammtaðan eftir vinnu- álagi. „Fyrst var ég í léttri vinnu og fékk 200 grömm af brauði á dag. En svo var ég sendur í kolanámumar. Það var hræðilega erfið vinna við ömur- legar aðstæður. Aleinn varð ég að pukrast á hnjánum í námugöngun- um og moka kolum á færiband, endalaust. Þá átti ég að fá 400 grömm af brauði en fékk ekki. Pólsku námu- verkamennimir sem unnu f nám- unni með mér vom á kaupi og hafði verið lofað bónus að auki. En ég hafði lítið úthald, dró úr afköstum hópsins og bónus þeirra lækkaði. Þeir vom þess vegna bijálaðir út í mig og dag einn klöguðu Pólveijarnir í verkstjóra sinn. Helvítis Frakkinn ynni ekki nóg. Verkstjórinn gekk að mér og ætlaði að berja mig en vissi ekki að hann var að fást við gamlan boxara og mgby- mann. Ég beygði mig undan hnefa hans og skellti honum á jörðina í göngunum," skellihlær Chauvin. „Hann öskraði á mig ókvæðisorð- um en spurði svo hvort ég styddi frjálst Fralddand. Auðvitað játti ég því en útskýrði svo fyrir honum að ég væri úr fangabúðunum, fengi ekki nema 200 grömm af brauði á dag og gæti því ekki af- kastað miklu. Hann skráði niður fanga- númerið mitt og morguninn eftir biðu mín 700 grömm af brauði. Þann skammt fékk ég upp frá því og fannst ég hafa það fínt. Við vorum á næturvökt- um og nóttina eftir þakkaði ég verkstjór- anum fyrir og við fór- um að ræða stjóm- mál. Þá var árið 1944 næstum á enda runnið og eftir að bandamenn höfðu gert irrnrás í Frakkland um mitt árið og náð mikl- um árangri, þá stóð nú yfir gagnsókn Þjóðverja í Ardennaljöllum. Hann sagðist vera viss um að nú næðu Þjóðverjar gjörvöllu Frakklandi. Meirihluti Gyðinganna var drepinn strax Ég benti honum á vopnaeign og mannafla Bandarúcjamanna. Þeir hlytu að sigra að lokum á öllum víg- stöðvum. Hann þagði og sagði að við skyldum nú sjá til. Hann var náttúm- lega pólskur verkstjóri í námu og undir þýsku oki eins og við allir. Venjulegir í fangaverðir í búðunum vom þokkalegir við fangana en aðra sögu er að segja af SS-mönnunum, þeir misþyrmdu öllum. En vissulega vom til almennilegar manneskjur, jafnvel meðal þeirra. En þú verður að athuga að meiri- hluú Gyðhiga var tekinn af lífi um leið og hann kom í búðimar. Fimm til tíu af hundraði fengu að lifa ... til að þræla. Og þar sem þetta vom ekki beinlínis affeksmenn í íþróttum var dánam'ðnin há meðal þeirra, svona 90 af hundraði létust á fyrstu þremur mánuðunum. Ef maður lifði árstí'ð- imar fjórar af, þá hafði maður náð að aðlagast aðstæðum og átti hugsan- lega einhverja möguleika. Þjófnaði og svartamarkaðsbrask stunduðum við grimmt, annars hefðum við ekki lifað af. Við sem unnum með námu- verkamönnunum komumst oft í feitt, þeir gáfu okkur eða seldu fyrir slikk allt frá vodkaflöskum að kjötáleggi. Við skiptum á þessu og aíls konar matvælum við „vinveitta" verði. Og við fengum alltaf fréttir af því sem var að gerast í heiminum, pólsku námu- verkamennimir sögðu okkur nýjustu fréttir. Við töluðum mikið saman enda var ég orðinn slarkfær í pólsku." Hjálpaði Gyðinqum að biðja í Auschwitz Chauvin þagnar og hugsar sig tilkynnt að fríyrði á jólanótt hjá flest- um. Ellefu menn þyrftu hins vegar að vinna og dregið yrði um þá. Eg var einn af þessum ellefu og fór í fylu. En ekki var mikils krafist af okkur á jóla- nóttína svo við sátum bara og spjöll- uðum um stríðið og Pólverjarnir sögðu mér frá sókn Rússa. Stríðslok- in vom þá augljóslega yfirvofandi, Rússar færðust nær og nær og í vestri hmndu bandamenn gagnsókn þýska hersins í Ardennafjöllum. En samt var haldið áfram að drepa fólk eins og ekkert væri í Auschwitz. Á gaml- ársdag var líka dregið um þá sem þurftu að vinna og aftur lenti ég í pottínum. Ég var sá eini sem var dreginn út bæði kvöldin. Þetta vom skrýtnir hátí'ðisdagar. Rúmum hálfúm mánuði síðar eða 17. janúar 1945 fórum við eins og venjulega niður í námuna, þessa 400 metra. En þá sátu Pólverjamir þar á rökstólum. Þeir sögðu að loka ættí námunni. Að vaktinni lokinni var okkur sagt að yfirgefa ættí búðirnar, Rússarnir voru komnir of nálægt og við ættum að fara og taka saman föggur okkar. Og allt fór í óreiðu og vitleysu. Við þustum inn í skálana að taka þessar sárafáu föggur saman og binda á bakið. Þá kom til mín maður og bað mig að halda á túítinu sínu. Það er dregill sem trúaðir Gyðingar láta bera yfir sér meðan þeir biðja. I mínum skála vom tveir Gyðingar og þeim hafði tekist að komast yfir bænabók og túít ... í Auschwitz! Annar þeirra var meira að segja rabbíni og þeir vildu biðja áður en þeir legðu í hann. En þeir vom bara tveir svo ég varð að halda túítinu yfir þeim á meðan þeir báðu. Og þeir báðu meðan ég rak stöðugt á eftir þeim. Dauðaganga um Pólland Svo lögðum við af stað gangandi og þeir sem ekki héldu í við hópinn vom skotnir á veginum. Við þrömm- uðum í suður og stefiidum til Tékkóslóvakíu og sváfúm bara í snjónum. Fjöldi manna reis ekki á fætur daginn eftir, hafði helfrosið. Þetta var dauðaganga. Ég hafði bundið föggur mínar á bakið og held að það hafi bjargað mér. f Bratíslava var okkur troðið upp í lest til Þýskalands. Við vomm settir í opna kolavagna sem vom fullir af snjó. í mínum vagni vomm við fimm Frakkar en afgangurinn var ung- verskur glæpalýður. Svo var haldið af stað, en í.Breslau var áð. Tveir SS- menn klifruðu upp á vagninn og spurðu hvort einhver talaði þýsku og ég reyndist vera sá eini. Og þarna áttí að gefa okkur brauðbollur, þeir töldu mennina í hverjum vagni og útbýttu bollunum. En þegar ég var að dreifa þeim í mínum vagni, þá vantaði nokkrar bollur upp á. Ég var búinn að gefa mínum frönsku félögum sinn skammt en Ungverjamir réðust að mér þegar þeim varð þetta ljóst. Við slógumst og af heppni eða óheppni var ég með hníf á mér. Og ég barðist meðhnffnum." í fyrsta og eina skiptíð í allri þess- ari skelfilegu upprifjun er ég ekki frá því að Chauvin vökni um augu. Og hann kyngir oft. Um hvað gerðist í þessum lestarvagni segir hann að- eins: „Ég lifði af. En þetta var hræði- legt." Stalínistar vildu mig í Buchenwald Þótt Chauvin og félagar væru sloppnir frá Póllandi voru þeir svo sannarlega ekki frjálsir menn. Leiðin lá beint í aðrar fangabúðir, litíu ófrægari en Auschwitz. Buchenwald. „Þegar við komum til Buchen- wald var helmingurinn af mönnun- um í mínum vagni dauður úr kulda." Chauvin hristir höfuðið. „Við biðum góða stund við sturturnar, en það vom alvörusturtur, ekki gas, og nóg af heitu vatni. Svo tók sóttkvíin við eins og venjulega. Og þarna hittí ég gamlan félaga úr kommúnista- flokknum. Reyndar var meirihlutínn í mínum skála franskir kommar. Dag einn var númerið mitt kailað upp og ég var sendur í annan skála. Eftir stríðið hitti ég félagann og hann undraðist stómm að ég skyldi hafa lifað af. Hann sagðist hafa verið yfir- heyrður af kommúnistaleiðtogunum í búðunum sem vom Stalínistar og um. „Á jólunum 1944 var okkur Box- og rugbyþjálfunin komu sér vel „IMauthausen byrjaði hver dagur ú að bera út llkþeirra sem höfðu kafnað ísvefni iþrengslunum.“ grátandi. Eftir stnð- ið fr éttí ég að daginn fyrir komu okkar til Áuschwitz eða dag- inn þar áður hefðu Gyðingamir í varð- sveitunum gert uppreisn og eyðilagt gasleiðslumar. Bömin áttu að fara í gasklefana en þeir virkuðu ekki, svo þama stóðu þau og grétu. f varðsveitun- um vom Gyðingar Þar lömdu þeir mig sundurog saman með kylfum í tíu daga... En éghafði bæði stundað box og rugby og þoidi ágætlega þessa meðferð, sagði ekki að þeir hefðu sagt honum að mér yrði stútað. Og þegar ég var kallaður burt hlaut að eiga að drepa mig. Það hljómar kannski ótrúlega að inni í miðjum þýskum fangabúðum skyldu Stalínistar vera að bardúsa við hvort þeir gætu ekki drepið ein- hverja fylgismenn Trotskís en svona var nú mórallinn hjá Stah'nistum samt." Slapp naumlega við að vera hent í ofninn Sókn Rússa gegnum Pólland og inn í Þýskaland var óaflátanleg síð- ustu mánuði stríðins. Brátt tóku drunurnar ffá stórskotaliði þeirra að heyrast frá Buchenwald lflca. „Þá var okkur aftur skipað af stað og við þrömmuðum um Þýskaland í hálfan mánuð. Til hvers veit ég ekki en við vorum 250 sem náðum á leið- arenda. Hinir, 1250 manneskjur, dóu úr hungri, þreytu og kulda. Þetta var sannkölluð dauðaganga eins og sú fyrri. Síðustu kflómetrana fómm við í lest en á endastöðinni var helmingur farþeganna látinn. Og enn vomm við lentir í fangabúðum, nú í Tékkó- slóvakíu og enn þóttí nasistum það brýnasta verkefni sitt á þessum loka- stundum stríðsins að ganga af okkur dauðum. Ég var meðvitundarlaus og lenti í hrúgunni fyrir framan brennsluofnana en bifaðist eitthvað. Fangavörður spurði þá hvort ég væri Gyðingur, annars hefði mér sjálfsagt verið hent lifandi í ofninn. En þessi sendi mig í sjúkraskýlið og þar vor- um við 80 sjúklingarnir. Sextíu þeirra dóu úr taugaveiki á tíu dögum en ég var heppinn. Ég var bara með berkla," og nú brosum við bæði. „Rússamir frelsuðu okkur og dag- inn eftir komu Bandarflcjamenn að sækja okkur. En þeim var þá sagt að við værum í sóttkví vegna taugaveiki. Þeir létu sig þá hverfa og Rússarnir vom lflca farnir. Svo við lágum bara þarna í mánuð og hvfldum okkur. í geymslum var nóg af kartöflum og við átum kartöflustöppu í öll mál. Og við vomm eiginlega bara pattaraleg- ir, Frakkamir tólf úr sjúkraskýlinu, þegar við komumst til byggða á end- anum." Martraðirnar ásóttu mig lengi „Ég get auðvitað bara lýst þessu samkvæmt minni eigin reynslu," segir Chauvin þegar ég bið hann að meta þessa reynslu sína. „Margir fé- laga minna úr búðunum fengust aldrei til að ræða þetta. Eftir stríðið kvæntíst ég stúlku af Gyðingaættum, hún hafði misst sfna fjölskyldu í út- rýmingarbúðum og við höfum alltaf getað talað um þetta. Ég talaði á fundum í mínum flokki og hef lflca skrifað mikið hjá mér. En ég hugsa um þennan tí'ma á hverjum einasta degi, enn í dag. Lengi á eftir ásóttu martraðirnar mig en vissulega heftír dregið úr þeim með tímanum. Verst þykir mér að mannkynið hefur ekki lært nokkum skapaðan hlut af þessu öllu, sjáðu bara Sovétrflcin fyrrverandi, þjóðar- morðin í Tsjetsjeníu, fangabúðir Bandarúcjamanna í Afganistan, frak og á Kúbu. Reyndar kynnti ég mér síðar sögu fanga- og útrýmingar- búða. í þrælastríðinu í Bandarflcjun- um vom búðir í Suðurrflcjunum, þar vom blökkumenn drepnir undan- tekningarlaust, þeir hvítu höfðu að vísu ekki skála að kúra í en þeir vom í fangabúðum. í Búastríðunum í Suður-Afrflcu tíðkuðust einnig fanga- búðir, sumir segja að hugmyndin að útrýmingarbúðum hafi orðið til þar. Stórveldin ákvarða líf og dauða Fjöldamorð, þjóðarmorð ... þetta hefur því miður alltaf tí'ðkast. Stór- veldin á hverjum tí'ma taka sér ævin- lega þann rétt að ákvarða líf og dauða fyrir aðra, Bandarflcjamenn núna, Sovétmenn áður, Kínverjar og Indverjar kannski næst. Þetta gerir mig hvorki bitran né vonlausan á framtíð mannkyns, öðm nær. Ég er baráttumaður og hef alltaf verið það. Við verðum að berjast látlaust fyrir lífi okkar og réttíndum á þessari hringferð sögunnar. Og aldrei hætta að hlæja." Jean René Chauvin, 86 ára, hann brosir enn. rgj@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.