Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR I1. SEPTEMBER 2004 Sport DV Aston ViHa-CheJsea Ríkt, frægt lið með alvöru- mönnum mætir liði sem er alltaf að reyna að vera eitthvað en verður aldrei annað en miðlungsklúbbur. Lið sem ræður David O’Leary sem stjóra getur ekki haldið því fram í fullri alvöru að þeir stefni á að taka þátt í toppbaráttu deildarinnar. Lau. Skjáreinn kl. 11.45 Pabbi sveik lit Fuiham-Arsenal Lúndúnaslagur. Jafnvel þótt Al- Fayed gefi öllum leikmönnum sínum skartgripi og g-strengi úr Harrod’s til að mótívera þá fyrir leikinn þá eiga þeir ekki möguleika. Arsenal er einfaldlega ósigrandi - sérstaklega fyrir litla klúbba eins og Fulham. Lau. Skjár eirrn kl. 14.00 Portsmouth-C. Palace Allt eins hægt að horfa á leik Tamworth og Woking í utan- deildinni. Gæði leiksins verða þau sömu. Má mikið vera ef þessi leikur fær ekki lélegasta áhorf vetrarins. Lau. Skjár einn kl. 16.10 Tottenham-Norwich Tottenhambólan stækkar og stækkar og eina spurningin er hvenær hún springur. Defoe heldur þeim á floti, skorar nokkur kvikindi enda veit hann manna best að Gary Doherty er engin fyrirstaða. Sun. Skjár einn kl. 16.00 Bolton-Man. Utd. Sarnmi sopi er höfðingi heim að sækja og býður Fergie í kaffi og konna fyrir leik í þeirri von að hella rauðnef gamla fullan. Báðir stjórar drekka sig í duftið og úr verður áhugaverð viðureign þar sem sannast hvor stjórinn stýrir betur í glasi. Annar (guess who) stjórinn hefur talsvert meiri reynslu í slíku og telst því sigurstranglegri að þessu sinni. Liverpool-WBA Liverpool-vélin er strax byrjuð að hiksta undir stjórn Spánverjans Rafa Ben(sínlaus)itez. Jafnteflisfnykur af leiknum en súpermódelið Kanu gæti lumað einu inn og stolið sigri- num fyrir WBA. Man. City-Everton Lið sem var með aUt lóðrétt niður um sig á síðustu leiktíð. Þykist hafa BOLTINN EFTIRVINNU Graeme Souness tekur formlega við starfi knattspyrnustjóra Newcastle á mánudag. Þótt hann hafi ekki enn hafið störf er hann strax lentur upp á kant við einn leikmanna liðsins. „Ég hef sterkar taugar til Totten- ham,” segir Helgi Björnsson, söngv- ari með meiru og bætir við: „Ég er búinn að fylgja þeim í gegnum þykkt LIÐIÐ MITT og þunnt frá því að ég var tíu ára gamall og hef aldrei skipt um lið og ekki einu sinni dottíð það í hug enda eiga menn ekki að gera svoleiðis." En afhverju Tottenham? „Faðir minn, Björn Helgason, sem var í íslenska landsliðinu á sín- um tíma, var boðið á White Hart Lane í kringum 1960, á gullaldarár- um Tottenham, og varð um leið að- dáandi og kom með það í farteskinu til mín og að sjálfsögðu smitaðist ég af því. Síðar gerði hann sér h'tið fýrir og byrjaði að halda með Liverpool ^ig skildi mig eftir hjá Tottenham og ég hef nú stundum skammað hann fyrir það," segir Helgi og hlær. Að- spurður segist hann ánægður með þróun mála hjá sínu liði. „Nú vænkast hagur strympu með nýjum þjálfara og nýjum leikmönn- um, ég er alveg sannfærður um það. Santini er hæfur þjálfari og ég hef bullandi trú á að hann komi með góða strauma inn í félagið. Það er ágætismannskapur þarna en það hefur vantað á að ná að hrista mannskapinn saman og byggja upp góða liðsheild en það kemur núna. »: Hvað mig sjálfan varðar þá reyni ég hvað ég get til að fylgjast með enska boltanum en það fer auðvitað allt eftir því hvað er mikið að gera hverju sinni. Undanfarið hefur verið brjálað að gera og því hef ég ekki Lgetað fýlgst i með nema i með öðru | auga," sagði Helgi Bjorns son Ny bypjun sama steypan Það var eitthvað sem gaf það til kynna fyrir fram að Patrick Kluivert og Graeme Souness gætu aldrei unnið saman. Sá ótti hefur verið staðfestur áður en Souness tekur til starfa því Kluivert er strax búinn að pirra manninn með þéttu bringuhárin. Það þekkja allir hin frægu átök Souness við DwightYorke, David Dunn og fleiri. Kluivert hefur ekki beint verið til fýrirmyndar þar sem hann hefur spilað og til að mynda lét fyrrum þjálfari Kluiverts, Louis Van Gaal, eftirfarandi ummæli falla er hann frétti af því að KMvert væri | á leið til Newcastle: „Kluivert þarf j að læra að haga sér eins og atvinnu- maður og sú staðreynd hefur reyndar legið fyrir ansi lengi. Hann hagar sér alltaf eins og barn,” sagði Van Gaal. Svo virðist sem Van Gaal hafi hitt naglann á höfuðið þarna því það var lítil fagmennskulykt af því þegar Kluivert sleppti því að leika með varaliði Newcastle á fimmtudag þrátt fyrir skýr skilaboð frá Souness. Nýi stjórinn var ólmur að sjá Kluivert leika við hlið Shola Ameobi í þessum æfingaleik gegn Wolves en Kluivert fannst illa vegið að sér með því að láta stilla sér upp í liði með eintómum krökkum. Það má búast við því að Souness kalli Kluivert inn á kontór fyrir Þufærð þrjá sénsa kallinn minn Þetta gæti Graeme Souness venð aö I segja við Patrick Kluivert. Verður 1 gaman að sjá hvort Kluivert brosir I eins blítt er hann verður kallaður á l teppið á mánudag. hádegi á mánudag og myndir gætu fokið af veggjum í því rifrildi enda er Kluivert vanur að svara fyrir sig fullum hálsi. Það verður ekki tekið af Kluivert að hann er snjall strákur en aðeins tveimur tímum eftír að hann skrópaði í æfingaleiknum var hann byrjaður að sleikja Souness upp á heimasíðu sinni. „Ég þekki Graeme Souness ekki persónulega en ég veit hver hann er. Hann á frábæran feril að baki - bæði sem leikmaður og framkvæmda- stjóri. Ég hlakka mikið til að vinna með honum og ég er fullviss um að hann á eftir að standa sig með félaginu,” sagði Kluivert. Það er eitthvað sem segir okkur að þessir tveir eigi eftir að sjá okkur fyrir mörgum forsíðu- fréttum í vetur. Adrian Mutu þarfá Frægur sálfræðingur í Rúmeníu mæUr með því að framherji Chelsea, Adrian Mutu, leití sér hjálpar hjá sálfræðingi. „Mutu hefur enga siðferðiskennd. Hann sýnir fólki enga virðingu og veður yfir allt og alla. Meira að segja fjölskyldu sína og það skapar stór vandamál í hans lífi,” sagði hinn þekkti og rómaði sálfræðingur dr. *Florin Tudose en þessi ummæU komu í kjölfar atviks sem átti sér stað í Búkarest í síðustu viku er Mutu var að undirbúa sig fyrir Á sálfræðihjálp að halda landsleik með rúmenska lands- liðinu. Stakk af Þá reyndi Mutu að stínga lögregluna í Búkarest af um miðja nótt. Hann virti lögregluljósin ekki viðlits. Steig fastar á bensínið og stakk hana af. Þurftí að i kalla út Þurfti að kalla út aukamannskap til þess að stöðva Mutu aukamannskap tíl þess að stöðva framherjann hraða sem hleypur hratt og keyrir enn hraðar. Þegar hann loks náðist neitaði hann að sýna persónuskilríki. Löggan kipptí sér lítíð upp við það. Hentí á hann lítilli sekt og tók af honum skírteinið í þrjá mánuði. Ekki slæmt að vera frægur í Rúmeníu. metnað en fellur á því að semja við of marga pappakassa. Innantómar plastdúkkur sem lítið geta nema að rífa kjaft. Newcastle-Blackburn Því miður fyrir aðdáendur enska boltans fær Souness ekki að stýra þessum leik. Allir mennirnir sem hann hefur farið illa með hjá Blackburn síðustu ár verða eflaust ólmir í að launa gömlu bringu- hárunum lambið gráa. Til að kynda kallinn mæta þeir allir með hormottu í leikinn sem hræðir Kftóruna úr leikmönnum Newcastíe og eftirleikurinn verður auðveldur. ~ REMBINGURINN Gengi Manchester United það sem af er þessari leiktíð hefur ekkert verið til að hrópa húrra fyrir. Síðasta tímaþil var frekar slakt en liðið náði að bjarga andlit- inu með sigri í bikar- keppninni. Nú er spurt, er gullaldartíma Man- chester United tmdir stjórn Sir Alex Ferguson lokið? Ekki gáfuleg kaup Heimir Guðjónsson, knatt- spyrnumaður úr FH og fylgismaður West Ham United: „Engin spurning. Ég tel að það verði sigur hjá United ef þeir ná fjórða sætinu á þessu tímabili. Það sem veldur er ekki mjög svo gáfuleg leikmannakaup og það að Roy Kea- ne er ekki lengur þessi prímusmót- or sem hann hefur__ verið í gegnum tíðina. Hann er ekki búinn að vera en hins vegar er hann einfaldlega ekki jafnfrábær leikmaður og hann var. Varðandi leik- mannakaupin hjá Ferguson þá finnst mér hann hafa alltof mikið einblínt á að kaupa sóknarmenn. United vantar fyrst og fremst al- vöruvængmenn og einn alvörumiðjumann. Pressan á að vinna titla er mikil hjá félaginu og það breytist ekkert. Hins vegar finnst mér Ferguson kallinn aðeins vera að missa flugið eftir frábæran feril og ekki einasta setur maður spurningarmerki við leikmanna- kaupin hjá honum heldur hafa ýmsar ákvarðanir hans undanfarin misseri verið vafasamar," sagði Heimir Guðjónsson. Þarffleiri menn Sigurvin Ólafsson, knattspyrnu- maður hjá KR og aðdáandi Man- chester United: „Þetta er nú ansi góð spurning. Eins og staðan er nú Ktur aKt út fyrir það. Mér finnst dálítið eins og markmiðið hafi aðeins breyst, það hafi undanfarið verið fyrst og fremst það að verða ríkasta félag heims og það tókst með því að kaupa ekki neina menn. En á hinn bóginn má segja sem svo að þeir séu búnir að ná þessu mark- miði og nú getí þeir far- ið að eyða aðeins meiri pening í toppleikmenn og snúa sér að dollun- um. En því má þó ekki gleyma að félagið vann bikarinn í fyrra og var meistari árið á undan þannig að það er auðvitað aUtaf eitthvað í gangi en ég mundi gjarnan vUja „ meira. Ég hef þó fuUa L trú á mínum mönnum og styð þá í gegnum súrt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.