Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2004, Blaðsíða 11
plötudómur
Two Lone
Swordsmen
From The Double
Gone Chapel
Warp/Smekk-
leysa
★★★
Breska dúóið Two Lone Swordsmen er skipað
þeim Andrew Weatherall og Keith Tenniswood.
Þeir eru á mála hjá Warp-útgáfunni í Sheffieid
og hafa verið að gefa út plötur síðan 1996, auk
þess að hafa gert remix fýrir fjölda listamanna.
Stðasta platan þeirra Tiny Reminders sem kom
út árið 2000 var lítið meistaraverk, - hæggengt
og tilraunakennt breakbeat. Þessi nýja plata er
gjörólík. Tónlistin hér minnir mann meira á 80s
sveitir eins og Tuxedomoon, Clock DVA eða 23
Skidoo heldur en raftónlist 21 aldarinnar. Þetta
er plata sem kemur skemmtilega á óvart (það
er meira að segja útgáfa af Gun Club-laginu Sex
Beati), en tónlistin er hvorki jafn fersk né jafn
fullkomin og á síðustu plötum.
Trausti Júlíusson
Ace sendi nýlega frá sér nýja
plötu og er með aðra á leiðinni.
Hann verður á Airwaves sem
plötusnúður og segist hlakka
til að hitta vini sína í Mínus.
plötudomur
Rammstein
Reise, Reise
Universal/Skífan
★★★★
Fjórða plata þýsku
geösjúklinganna I
Rammstein. Þeir hafa lítið látið I sér heyra síö-
ustu þrjú árin eftir að þeirgáfu út Mutter, nokk-
uð góöa og vinsæla plötu. Rammstein hefur frá
fyrstu plötu sinni átt stóran aðdáendahóp hér-
lendis, sem sannaðist vel á tvennum tónleikum
I Höllinni um árið. Þessir aðdáendur ættu að
fagna Reise, Reise sem er að mlnu mati mun
betri plata en Mutter, hún er fjölbreyttari og líf-
legri og gítarhávaðinn er ekki eins áberandi og
fyrr. Fyrir vikið er platan fyllilega jafngóð og
besta plata Rammstein hingað til, Sehnsucht.
Bestu lögin eru Amerika, Ohne Dich, Amour og
Moskau.
Höskuldur Daöl Magnússon
„Anna Hildur gaf mér fullt af plötum með íslenskum
hljómsveitum... það var fulit af fínu stöffi þarna þannig að
ég hlakka bara til að koma og sjá þetta allt saman live.“
«
# ♦•*
Gítarleikarinn Ace, sem
einu sinni tilheyrði
hljómsveit sem kallaði
sig Skunk Anansie,
kemur hingað til að
spila sem plötusnúður
á Airwaves. Hann hefur
oft komið hingað til
lands áður og segist
mest hlakka til að hitta
vini sína í Mínus.
Fókus bjallaði í kauða
og tók hann í létt spjall
um Reykjavík og ísland.
„Það var helvíti g£tman síðast þeg-
ar ég kom en það var bara svo stutt.
Ég man að Anna Hildur hjá Smekk-
leysu fór með mig á eitthvaö veit-
ingahús þar sem ég fékk einhvem
reyktan fugl og hrátt hvalkjöt. Þegar
ég sá þetta á disknum hélt ég að ég
myndi ekki getaö borðað þetta, ég
tala nú ekki um þegar ég skar í þetta
og meira hlóð kom í ljós. En ég lét
mig hafa það og fannst það svo sem
ailt í lagi,“ segir Ace, sem einu sinni
var gítarleikari í hljómsveitinni
Skunk Anansie. Hann mun leika
sem plötusnúður á Airwaves síðar í
mánuðnum.
Mínus er mögnuð
„Ég var reyndar bara svo stutt á
landinu síðast þegar ég kom. Rétt
rúman dag, við urðum t.d. að stilla
drykkjunni í lágmark þar sem viö
brunuðum út á flugvöll fljótlega eft-
ir tónleikana með Mínus,“ seg-
Helvítis
hvalkjötið
en hlakkar
til að hitta
Mínus
ir Ace en hann spilaði einmitt sem
plötusnúður á sérstöku Kerrang-
kvöldi á Gauki á Stöng fyrr á árinu.
„Ég verð minnst þrjá daga núna
þannig að ég næ kannski að gera
eitthvað aðeins meira en síðast. Sér-
staklega hlakka ég til að hitta strák-
ana í Mínus aftur en ég þekki þá
ágætlega. Ég er alltaf að rekast á þá
á börum héma í London enda eru
þeir reglulegir gestir héma og svo
hékk ég með þeim þegar ég var síð-
ast í heimsókn á íslandi. Virkilega
skemmtilegir gaurar," segir Ace,
sem ber Mínusmönnum góða sög-
una.
„Síöasta platan þeirra er alveg
frábær en mér fmnst hinar aðeins
mglingslegri, maður þarf smá tíma
til að komast inn i þær en þær em
samt báðar góðar. En Haildór Lax-
ness er fjandi góð plata,“ segir Ace
og bætir við að fólk taki eftir
frammistöðu Mínus á Bretlandi.
„Þeir em búnir að vera duglegir
við að spila á tónleikum héma úti
þamiig að fólk hefur tekið eftir þeim
og flestir eru að fila þá.“
Fullt af fínum íslenskum
böndum
„Þótt fólk sjái mig aðallega sem
dj núna þá er ég aðaliega að starfa
sem upptökustjóri,"
segir Ace, sem hefur
haft nóg að gera sið-
an Skunk Anansie
lagði upp laupana.
„Ég hef pródúsað
um 20 plötur með
alls konar rokk-
sveitum síðan þá
og svo var ég að
klára að taka upp
nýja plötu með
sveit sem kallar
sig Inner
Mantra,“ segir
Ace, sem núna er
að mixa plötuna og
stefnir á að koma henni út i janú-
ar. Hann sendi einnig frá sér plötu
fyrr á árinu þar sem fjöldi lista-
manna tekur lagið með honum, t.d.
Lemmy úr Motörhead og JJ Burnel
úr Stranglers.
„Ég sagði við sjálfan mig fyrir
þetta ár að ég skyldi sjálfur gera
plötu á þessu ári. Maður verður
pirraður þegar maður er tónlist-
armaður en er bara að vinna
fyrir aðra, mann langar alltaf til
að gera eitthvað sjálfur,“ segir
Ace, sem hlakkar til að fara á
tónleikaferðalag með Inner
Mantra á næsta ári. Þangað til
verður hann hins vegar aðallega
að taka upp verk annarra og
starfa sem plötusnúður.
„Þegar ég er að spila sem plötu-
snúður hugsa ég aðallega um að
skemmta mér. Ég spila bara rokk
sem fólkið fílar og nennir að
hreyfa sig við,“ segir Ace, sem
hlakkar til að koma til landsins.
„Anna Hildur gaf mér fullt af plöt-
um með íslenskum hljómsveitum
síðast þegar ég kom og margt þar
hljómaði mjög vel þótt ég geti
ómögulega munað nöfnin á þess-
um hljómsveitum. En það var
fullt af fínu stöffi þarna þannig að
ég hlakka bara til að koma og sjá
þetta allt saman live.“