Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2004, Side 13
Sólveig Einarsdóttir hefur skipað sér í hóp efnilegustu myndlistarmanna samtímans. Myndlist hennar hefur
jákvæð skilaboð sem gleðja þá sem hennar njóta. Sólveig sýnir nú verk sín bæði í Norræna húsinu og
Nýlistasafninu. Hún kýs frekar að skúra fyrir listina en sýna tískufatnað fyrir glamúrgellur.
1000 sykurpúðar á
7. hæð KJarvalsstaða
„Ég hef aldrei reynt að eltast við
það að gera einhverja söluvænlega
myndlist," segir Sólveig Einarsdóttir,
ein af okkar efnilegustu myndlistar-
mönnum af yngri kynslóðinni. Sól-
veig er meðal nokkura islenskra
listamanna sem eiga verk á sýning-
unni „Norður og niður“ í Norræna-
húsinu.
Sýningin er haldin að frumkvæði
Sólveigar og nokkurra annarra
ungra myndlistarmanna sem ætla að
ferðast með sýninguna um Norður-
löndin. „Þetta er svona viðleitni hjá
okkur til þess að reyna að búa til
tækifæri annars staðar en hér
heima,“ segir Sólveig, sem gjaman
gerir stemningsskúlptúra sem eru
ekkert sérstaklega söluvænlegir en
henni frnnst það algjört aukaatriði.
„Ég hef aldrei fundið fyrir því að
ungir myndlistarmenn sem ég þekki
séu að selja eitthvað af verkum sín-
um þó þeir séu að gera málverk sem
ættu að vera nokkuð söluvænleg
myndlist. Ég var að vonast eftir að
einhver vildi eignast svona lunda,“
segir Sólveig um verk sin sem eru
lundar sem hún hefur búið til úr
lakkrís og marsípan, en Sólveig hefur
áður unnið með sælgæti í list sinni.
Atvinnulaus í augnablikinu
„Ég ætla bara að halda áfram að
gera þau verk sem mig langar að
gera, ef maður heldur því áfram rat-
ar maður rétta leið,“ segir Sólveig,
sem er eiginlega atvinnulaus í
augnablikinu og er tilbúin að færa
ýmsar fómir fyrir myndlistargyðj-
una.
„Ég vann á listasafni Einars Jóns-
sohar í sumar. Svo reynir maður að
skúra eða gera eitthvað til þess að ná
sér í pening fyrir leigunni. Mér
frnnst minni niðurlæging í því að
skúra heldur en ef ég væri að vinna
myndlist eingöngu sem ég héldi að
fólk vildi eignast. Ég geri bara alger-
lega það sem mig langar að gera og
fer svo klukkan fnnm og skúra eða
geri það sem ég þarf til þess að lifa,“
segir Sólveig, sem lifir fyrir listina
en ekki öfugt.
Hugurinn leitar til Japan
„Ég væri alveg til i að geta lifað af
listinni. Sjálf þrái ég ekkert sérstak-
lega neina frægð eða slíkt. Ég væri
hins vegar alveg til í að verkin mín
mundu ná einhverri athygli þannig
að ég gæti fengið laun fyrir list
mína,“ segir Sólveig, sem stefnir að
því að fara i framhaldsnám til Jap-
ans sem hún hefur verið að búa sig
undir.
„Ég var i japönsku í háskólanum i
vetur til þess að búa mig undir að
fara í frekara nám til Japan,“ segir
Sólveig, sem þekkir Japan vel eftir
að hafa starfað þar sem fyrirsæta í
nokkur ár. „Ég starfaði sem fyrir-
sæta í London en stefndi alltaf að því
að því að fá starf sem í Tókýó. Ég var
alveg að fara að gefa fyrirsætubrans-
ann upp á bátinn. Mig langaði samt
ekki að hætta fyrr en ég væri búin að
prófa að starfa í Japan. Á endanum
bauðst mér starf þar, sem ég að sjálf-
sögðu þáði,“ segir Sólveig, sem er
vön því að sjá drauma sína rætast og
það í orðsins fylgstu merkingu. Sól-
veig hefur notfært sér drauma sína
með því að framkalla þá í myndlist-
inni.
7. hæð Kjarvalsstaða
„Ég hef tvisvar sinnum unnið verk
eftir að hafa dreymt þau. Mann
dreymir eitthvað og vaknar með ein-
Sólveig er einn efnilegasti
myndlistarmaður íslands og er
atvinnulaus í augnablikinu.
Fókus-mynd Teitur
hverjar ákveðnar hugmyndir um
verkiö sem maður vinnur svo. Það er
mjög gaman að sjá það verk verða til
á þennan hátt. Ég er ekkert farin að
treysta á draumana í myndlistinni.
Þetta gerðist bara óvart með þessi
tvö verk, venjulega dreymir mig bara
eitthvað rugl,“ segir Sólveig, sem
dreymdi einu sinni að henni byðist
að sýna á stórri sýningu á Kjarval-
sstöðum, sem var sjö hæða bygging í
draumnum.
„Ég var í miklu stressi að ljúka við
verkið í draumnum þar sem sýning-
in átti að opna nokkrum klukkutím-
um eftir að mér var boðið að vera
með. Ég náði aldrei að klára verkið í
draumnum þó ég hafi haft mjög
Diskögólfiö, útskriftarverk Sólveigar: Sætu listalundarnir úr lakkrís og
“i'd like to buy the world a coke.“ marsípani.
„Draumur 1“ Hesturinn er unnín úr
ilmandi sætum flúortöfium.
skýra sýn á hvemig það kæmi til
með að líta út,“ segir Sólveig, sem
gekk í verkið þegar hún vaknaði og
raðaði saman 1000 sykurpúðum
þangað til þeir mynduðu strauborð.
Fleiri geta svo notiö draumsins því
verkið er sýnt undir stiganum í Gall-
erí 18 en aldrei á sjöundu hæð Kjar-
valsstaða. í sumar sýndi Sóveig, hest
sem hana dreymdi. Hami var gerður
úr 90.000 flúortöflum og var sýndur
undir stiganum i Gallerí 18.
Tækifæri um allan heim
Sólveig segir fullt af tækifærum
fyrir unga islenska myndlistarmenn
úti í heimi. Henni fínnst mikilvægt
að vinna úr þessum tækifæriun með
því að búa sér þau til i stað þess að
sitja heima og bíða eftir að verða
uppgvötvuð. Sólveig hefur ásamt
fjórum öðrum myndlistarmönnum
skipulagt sýninguna Norður og niður
sem er samstarfsverkefni með öðrum
norrænum unglistamönnum. Þau
ætla að ferðast með sýninguna til
allra Norðurlandanna og hafa fengið
styrk frá Norræna menningarsjóðn-
um til þess að hafa upp í kostnað við
sýningarhaldið. Hún segir unga ís-
lenska listamenn almennt meðvitaða
um það hversu mikilvægt er að
kynna sig fyrir utan landsteinana og
ætlar að vera við opnun sýningar í
New York í næstu viku þar sem ung-
ir íslenskir listamenn sýna verk sín.
„Við fengum einhvern smá styrk
til þess að framkvæma okkar hug-
mynd en New York -ópurinn er að
gera þetta mikið til fyrir eigin pen-
inga. Það kemur svo í ljós hvort þau
geti fjármagnað þetta eftir á. Yfirleitt
er þetta bara kostnaður að vera
myndlistarmaður. Maður verður að
vinna með þessu og svo er líka mjög
dýrt að gera verkin þannig að maður
verður að hafa fyrir kostnaði við að
vinna þau.“
Fórnaði módelframanum
fyrir listina
„Ég var alveg komin með nóg af
módelbransanum, ég var ekkert að
fara að meika það eða þannig. Mig
langaði alltaf að fara í myndlistar-
nám. Ég var búin að vera með alls
kyns hugmyndir um hvað mig lang-
aöi að gera eftir að ég kláraði
menntaskóla. Mig langaði að gera
brúðuleikhús, teiknimyndir, bama-
bók og hitt og þetta. Ég hafði aldrei
haft neina heildarsýn á hvað ég gæti
lært til þess að geta komið hugmynd-
um mínum í verk,“ segir Sólveig,
sem hélt lengi vel að enginn gæti
ákveðið að verða listamaður heldur
væri um einhvers konar meðfædd ör-
lög að ræða.
Allir geta lært myndlist
„Það geta kannski ekki allir orðið
listamenn en það er alla vega hægt að
fara í skóla og læra myndlist,“ segir
Sólveig sem fattaði eftir að hún
kynntist kærasta sínum að hún ætti
fullt erindi í listina. „Kærastinn minn
var í myndlistarnámi og ég sá það í
gegnum hans nám að þetta væri eitt-
hvað sem ég gæti vel hugsað mér að
gera,“ segir Sólveig, sem vakið hefur
athygli fyrir skemmtilega myndlist
sína síðan hún útskrifaðist úr Lista-
háskólanum fýrir rúmu ári síðan.
Auk þess að eiga verk á sýningu
norrænna unglistamanna í Norræna-
húsinu á hún líka verk á sýningunni
„Grasrót" í Nýlistasafninu sem nú
stendur yfir. Sú sýning er samsýning
efhilegustu myndlistarmanna sam-
timans.
1. október 2004 f ÓkUS