Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Blaðsíða 9
FÓTPOKINN I okkar kapítalíska heimi er það opinber staðreynd að lífið gengur út á að græða peninga - sá sem á mest þegar hann deyr vinnur. Okkur dreymir því öll um ríkidæmi og helst á ríkidæmið að koma með lítilli eða engri fyrirhöfn. Nenni menn ekki að læra viðskiptafræði og hringla svo eitthvað með verðbréf, er hentug leið að gullna takmarkinu að finna eitthvað upp sem alla vantar, koma því á markað og hirða svo gróðann. Úti um allt er því fólk með hausinn í bleyti og reynir að upphugsa eitthvað sem okkur öll bráðvantar. En hvað? Það er stóra spurningin. Hér eru nokkrar uppfinn- ingar sem slógu í gegn, nokkrar sem floppuðu algjörlega og svo nokkrar sígildar hugmyndir sem virka endalaust. Einn sumardag áriö 1948 fór svissneski uppfinn- ingamaöurinn George de Mestral í göngutúr meö hundinn sinn. Þeir komu til baka útataöir í frækorn- um sem dreifa sér meö því aö loöa viö dýr og menn. Uppfinningamaöurinn hraöaöi sér aö smá- sjánni til aö skoöa aöskotahlutina á buxunum sín- um betur. Hann sá alla litlu krók- ana sem gera frækornunum kleift aö loöa viö efni buxnanna og \ / ákvaö aö nota þessa „hönnun“ ' . náttúrunnar til aö búa til þaö sem síöar var kallaö franskur rennilás. /w& í fyrstu var hlegiö aö hugmyndum jJjF' Mm George en meö þrautseigju og aö- stoö frá frönskum klæöskera var franski rennilás- inn kláraöur. George gekk frá einkaleyfinu 1955 og varö skömmu síöar sterkefnaöur. Konur hafa notaö ýmislegt í gegnum tíö- ina þegar „Rósa frænka" kemur í heim- sókn; Forn-Egyptar notuöu t.d. mýkt papírussef, en Forn-Grikkir notuöu línskaf sem þeir vöföu um viöarbút. Þá hafa konur m.a. notaö ull, pappír, græn- metistrefjar, svamp, gras og bómull. Nútímatúrtappinn var fundinn upp af doktor Earle Haas, sem leitaöist viö aö finna upp tappa sem hægt væri aö fjöldaframleiöa. Hann fékk einkaleyfiö 1931 og kallaöi afuröina Tampax. Tapp- Peziö var fundiö upp í Austurríki 1927. Nafniö kemur af þýska nafninu á piparmintu, PfeffErminZ. í dag seljast yfir 3 billjón Pez á hverju ári, bara í Bandaríkjunum. Pez-„kallinn‘‘ var settur á markaö 1948 og átti í byrjun aö höföa til reykingafólks. Hann var í fyrstu án haussins og því í laginu eins og kveikjari. Mörg þúsund tegundir eru til liyjrjjjy mús eru vin- sælastir. Fjölmargir safna Pex-köllum og tæplega 5000 dalir er hæsta verö sem greitt hefur veriö fyr- ir sjaldgæfan Pez-kall. Þaö heitir Matador á íslensku, en alls staöar ann- ars staöar Monopoly og er vinsælasta boröspil í heimi. Charles B. Darrovv setti spiliö saman áriö 1933 og spilaði viö vini og fjölskyldu á áteiknuö- um dúk. Þegar oröspor spilsins barst út bjó Charles til fleiri spil og seldi á 4 dali stykkiö. Eftirspurning var slík aö Charles gat selt fyrirtækinu Parker Brothers réttinn á spilinu 1935 fyrir góöan pening og síöan hefur spiliö selst í mörg hundruö milljón eintök- um. Aödráttarafl spilsins er aö þú get- " ur malaö andstæöinginn og sett hann á hausinn án þess aö valda honum alvörutjóni og byggt þér upp stórveldi, þótt þaö sé auövitaö aöeins bundiö viö spiliö. Kannski þess vegna var spilið sérstaklega vinsælt í kreppunni. Á góöviörisdögum má sjá fólk sparkandi pínulitlum bolta á milli sín og er hér komin íþróttagreinin „Hacky sack" eöa fótpoki. Áþekk fyrirbæri eru þekkt frá ýmsum fornum menningarsamfélögum, en nú- tímaútgáfuna fundu tveir Kanar upp í Oregon 1972. Mike Marshall haföi búiö sér til lítinn baunapoka sem hann hélt á lofti meö fótunum, en vinur hans John Stalberger var aö ná sér eftir hnéaögerö og vildi liöka sig á skemmtilegan hátt. Þeir kölluöu þennan nýja leik „Hack the Sack“. Þegar Mike lést sviplega þremur árum síöar, aöeins 28 ára, ákvaö John aö halda fótpokamerkinu á lofti og stofnaöi fyrsta fót- pokafélagiö. Hann seldi síöan Wham-O-leikfangafyrirtækinu réttinn 1983 og ▼ v ' : í kjölfariö ruku vinsældir leiksins upp úr öllu valdi. Þess má geta aö Wham- O-fyrirtækið á líka heiöurinn af frisbídiskunum, súperboltanum og húla- X ** hringjunum. Leikinn má spila meö og án nets (leikurinn er þá spilaöur likt t ▼, Og blak meö löppunum) og eru fotpokaliö starfandi um allan heim, meira aö yv segja á íslandi. Samkvæmt heimasíöu fótpokamanna eru fjögur liö hérlend- * 7vM 's- m a- sem kallar sig Hakk og spaghettí. Þaö sem kallaö hefur veriö Tippex á íslensku eftir einum framleiöandanum, var fundiö upp af Bette Nesmith Graham á sjötta áratugnum síöasta. Hún var ritari í banka í Dallas og geröi oft mistök. Hún sullaöi því saman hvítri málningu og öörum efnum heima hjá sér í vökva sem hún leiörétti meö mistök sín á ritvélinni. Aðrir ritarar sáu aö þessi aöferö svín- virkaöi og fóru aö fá leiðréttingarvökva hjá Bette. Hún kallaði uppfinningu sína „Mistake Out" og fékk son sinn og vini hans til aö hjálpa sér aö setja vökvann á litlar flöskur. Þess má geta aö sonur hennar er Michael Nesmith, sem síöar varö heimsfrægur meö hljóm- sveitinni The Monkees. Þegar Bette var rekin úr bankanum gat hún einbeitt sér aö fram- leiöslunni. Fyrirtækiö óx og dafnaði í áranna rás og varö aö veldi. Bette seldi einkaleyf- iö 1980 fyrir 47,5 milljónir dala. Sex mánuðum síöar lést hún. Þessar uppfinningar hafa ekki meikað það (ennþá) Þessi kvennahlandskál, „She-inal" eins og hún var kölluö. var fundin upp áriö 1990 og átti aö vera lokahnykkurinn í kvennabaráttunni. Náöi þó einhverra hluta vegna ekki mikilli út- breiöslu. Svona þvottastöö fyrir fólk myndi tvímælalaust létta störfin á elliheimilum lands- ins, en kannski finnst ein- hverjum þetta einum of líkt Auschwitz. Þessi undrahönnun átti aö létta af fólki þeirri kvöö aö þurfa aö ganga. Bara verst aö tækiö er rándýrt, fólk lítur út eins og fábjánar á því og svo eru fæstir orönir svona latir ennþá. Til hvers aö smyrja meö hníf eins og hver annar hellisbúi þegar hægt er aö smyrja meö svona hand- hægum stauti? Undarlegt aö þetta hafi ekki slegiö í gegn! Uppfinningar sem alltaf er markaður fyrir • Þynnkulyf • Megrunarvörur og -aðferðir í • Lyf gegn krabbameini, eyðni og hjartaslag i (spyrjið bara Kára) * c* • Drykkir sem eru meira ávanabindandi en Kók • Tímavélar • Sýndarveruleikahóruhús • Stinningarlyf • Limalengingar • Yngingarlyf • Leiðir til að verða ríkur á auðveldan hátt Einhverra hluta vegna hefur þetta ekki slegið í gegn. Líklega er vandamáliö aö .—v hundurinn er rándýr og venjuleg- ^ \ r._ ur ókeypis hundur er eig- þaö sé reyndar ekki ^^^^^^H^^p^^hægt aö slökkva Nú geta kötturinn eöa hundurinn gert stykkin sín í klósettin meö þessu hand- hæga hjálpartæki. Já, einmitt. Þeir sem eru farnir aö þynnast á topp- stykkinu kjósa oft aö raka sig al- veg sköllótta og hér er komin j rakvél fyrir þá. Bara verst aö stykkiö kostar 18 dollara. M Nýjasta lausnin í offituvandanum. Á enda gaffalsins eru rautt og grænt Ijós og þú mátt bara troöa í þig á meöan græna Ijósiö logar. Pant fá einn! 22. október 2004 f Ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.