Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2004, Side 12
Níu tónlistarmenn með átta hljóðfæri skipa hljómsveit sem heitir Nix Noltes og spilar þjóðlög ættuð af
Balkanskaga. í haust hefur Nix Noltes haldið tónleika hverja einustu helgi á hinum og þessum stöðum. Hljóm-
sveitin vekur einnig athygli fyrir meðlimina, þeir hafa flestir sannað sig rækilega með öðrum sveitum landsins.
Stórsveit Nix Noltes:
Óli Björn Ólafsson trommari.
Kristín Anna Valtýsdóttir, harmonikku- og melódíkuleikari,
Páll Ivan Pálsson bassaleikari.
Hallvaröur Ásgeirsson rafmagnsgítarleikari.
Guömundur Steinn Gunnarsson kassagítarleikari.
Gestur Guömundsson rafmagnsgítarleikari.
Hiidur Ingveldardóttir Guönadóttir sellóleikari.
Ólöf Arnalds fiöluleikari.
Áki Ásgeirsson trompetleikari.
í skrýtinni hljómsveit
„Það þurfa allir að sýna við-
leitni til þess að halda hljómsveit-
allt: Café Kúltúr er þeirra helsta tekur vel í þetta. Þó að þetta séu
vígi, brúðkaup á Þingvöllum þjóðlög sem fæstir hér hafa
inni saman. Við erum svo mörg,“ hennar kemur frá fyrsta tón-
óvenjulegasti staðurinn og Hótel heyrt.“
segir Óli Björn, trommari Nix
Noltes. Óli Björn varð atvinnu-
laus í haust og klæjaði svo mikið
í finguma eftir sþilamennsku að
hann endurvakti þessa stórsveit,
sem fæddist í Listaháskólanum
fyrir tveimur árum. Frá uppris-
unni hefur hún spilað ótt og títt,
nú síðast í Austurbæ á þriðjudag-
inn.
Leikari á smjörsýru
Flestir meðlima Nix Noltes eru
tónlistarnemendur i Listaháskól-
anum. Aðrir kenna þar, eru út-
skrifaðir eða starfandi tónlistar-
menn. Þau eru öll með færustu
tónlistarmönnum sinnar kynslóð-
ar. Enda þarfnast þjóðlagatónlist-
in frá Balkanskaganum sem þau
spila fingraleikni, æðri taktskiln-
ings og almennrar sveiflu.
„Það var kúrs í skólanum sem
Hilmar Jensson kenndi. Við rædd-
um hvað ætti að spila í honum og
hann dró þetta upp úr hattinum,"
leikaplakatinu. Það prýddi ógæfu-
leg mynd af leikaranum Nick
Nolte, tekin þegar hann var hand-
tekinn á smjörsýru. Síðan spilaði
sveitin með löngum hléum þar til
Óli Björn tók sig til í haust og
bókaði tíu tónleika í einni bunu.
Lög fyrir dansiböll
„Það er betra að taka túr. Spila
oft á stuttum tima. Þá verður
hljómsveitin þéttari. Hugmynd-
irnar grassera. Þegar hljómsveitir
spila sjaldan verða þær oft
gisnar,“ segir Óli Björn.
Kristín harmonikkuleikari seg-
ir að þetta hefði þó ekki orðið að
veruleika án æfingaaðstöðu sem
sveitin fékk í Klink og Bank. Pláss
fyrir níu manns er ekki auðfeng-
ið. „Þar gátum við æft upp nóg af
lögum til að spila á dansiböllun-
um.“
Stemningin á tónleikum Nix
Noltes er engu lík. Undanfarna
mánuði hafa þau spilað úti um
ri, \ m
Borg besti tónleikastaðurinn.
„Stundum var svo pakkað á
Café Kúltúr að ég þurfti að troða
mér aftur og passa að ég stingi
engann með boganum," segir Ólöf
fiðluleikari. Hildur tekur undir
þetta, endaði sjálf eitt skiptið uppi
á magnara með sellóið í fanginu.
Óla Birni finnst þessi stemning
í anda tónlistarinnar. „Sveitt fyll-
erí eins og þessir kallar í Búlgaríu
spila á. Það er magnað hvað fólk
Hljómsveitir sem meðlimir
Nix Noltes spila einnig með
þessa dagana:
múm - Hestbak - 5ta herdeildin - Kammer-
hópurinn Stelkur - Steypa - Representative
IVIan - Kuai - Hljómsveit Sigríðar Níelsdóttur -
Rúnk - Right of the Richter - Mulinex - Líkn
- Slowblow - Hljómsveit Skúla Sverrissonar -
Kammerhópurinn Atón - Sæborgin - hip-
hopsveitin ESP (þetta er ekki tæmandi listi.)
Djúpar danstúlkanir
Þó að tónlistin sé vissulega
hressandi getur oft verið erfitt að
fylgja taktbreytingunum. Þær eru
tíðar og óvæntar. Enginn nema
æfð hljómsveitin getur fylgt
örugglega. Kristín segir gestina
oft lenda í vandræðum. „Það er
fallegt að sjá fólk reyna að dansa
við þessa tónlist. Það gefst upp á
að halda taktinum og fer í djúpar
danstúlkanir."
Miðað við færni hljóðfæraleik-
aranna og góða reynslu af tónleik-
um hlýtur rökrétt framhald Nix
Noltes að liggja í augum uppi. „Að
fá borgað?" spyr Kristín, en Óli
Björn tekur við: „Við ætlum að
gefa út plötu. Orri Jónsson í
Slowblow er upptökustjórinn okk-
ar. Nokkrir af tónleikunum voru
teknir upp og við viljum ólm taka
upp meira. Förum eflaust bráðum
að huga að því.“
Hrekkjavakan enda
Þá er það orðið nokkuð óum-
deilanlegt að George W. Bush bar
sigur úr býtum í forsetakosning-
unum í Bandaríkjum. Mér skilst
að það eigi eftir að telja einhver
atkvæði í Ohio en samkvæmt sér-
fræðingum þar ytra, eiga þau
ekki að
skipta miklu
máli. Ég var
eins og svo
margir aðrir jarðarbúar að vona
að Kerry myndi vinna en það
verður að viðurkennast að hann
rak nokkuð lélega kosninga-
haráttu.
Sá grunur læðist helst að mér
að þessi gífurlega andúð annarra
jarðarbúa á Bush hafi styrkt
hann enn í sessi. Það vill enginn
að honum sjáifum sé sagt til
verka, sérstaklega ekki Banda-
ríkjamönnum, og það sýndu þeir
með því endurkjósa Bush og
styrkja stöðu repúblikana í öld-
ungadeildinni enn frekar. Það
eru ekki góðir tímar framundan
hjá demókrötum i Bandaríkjun-
um. Kræst!
En það var eitt sem ég fór að
velta fyrir mér um þrjúleytið
aðfaranótt miðvikudags, meðan
ekkert benti enn til þess að annar
hvor frambjóðandinn myndi
sigra, og það var þessi gífurlegi
áhugi minn á þessum forseta-
kosningum. Ég hafði viku áður
ákveðið að fá mér Breiðbandið
svo að ég gæti fyllilega fylgst með
aðdraganda kosninganna og á
kosninganóttinni ætlaði ég ekki
að hlusta á repúblikanafrétta-
stjórann á RÚV segja mér hvern-
ig bæri að túlka fyrstu útgöngu-
spár. Nei, í þessum kosningum
ætlaði ég að hafa allt á hreinu, fá
sem flestar upplýsingar beint í
æð og fagna því síðan með öðrum
jarðarbúum þegar Kerry fagnaði
sigri gegn Döbuja. En þegar ég fór
út á svalir um þrjúleytið til að
viðra mig, tók ég eftir að i öðru
hverju húsi voru ljósin enn
kveikt og sums staðar hafði fólk
safnast saman til að fylgjast með
kosningunum.
Og það á virk-
um degi.
Það rann
samt fljótlega upp fyrir mér að
þetta væri ekkert skrítið. Ekki
einungis væru Bandaríkin mesta
stórveldi heimsins í dag, heldur
væru áhrif Bandaríkjanna á okk-
ar eigin menningu svo gríðarleg
að erfitt væri að finna alíslensk-
an hlut, ef frá eru talin tungu-
málið og þorrablótin. Og þá væri
alla vega annað þeirra í undan-
haldi.
Bandarikin hefðu líklega aldrei
áður í sögunni verið okkur jafn
mikilvæg og nú. Næstum því öll
okkar menning kæmi frá Banda-
ríkjunum. Matvörumar og gos-
drykkirnir koma þaðan og varnir
landsins, þessa sjálfstæða lands,
eru i höndum manns sem er kall-
aður Rummy af besta vini sínum
Döbuja.
Og þá fór ég að velta því fyrir
mér hversu mikil áhrif okkar
alþingiskosningar hefðu í raun-
inni á okkur íslendinga i saman-
burði við forsetakosningarnar i
Bandaríkjunum. Líklega ekki
mikil ef hægt væri að treysta á að
vinstri grænir yrðu í samsteypu-
stjórn, kæmust þeir til valda. Og
hvað væri þá allt þetta tal um
sjálfstæði landsins ef það í raun
sveiflaðist eins og maur á hala
asnans - eða ætti ég frekar að
segja fílsins í ljósi úrslita kosn-
inganna þar vestra.
Höskuldur Ólafsson
Pissaö upp í vindinn
f ó k u s
5. nóvember 2004