Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2004, Síða 17
r
5. növember 2004 1 i f i ð
e f t i r
v i n n u
Kvikmyndin The Forgotten segir frá konu sem hefur nýlega misst son sinn. Þegar hún
hefur syrgt í rúmt ár er henni sagt að þetta sé allt ímyndun, sonurinn hafi aldrei verið til og
hún sé einfaldlega geðveik. Hún þarf því að sanna tilvist sonar síns en það reynist erfið-
ara en margur myndi halda. Þetta er gæðasálfræðitryllir með Julianne Moore í aðalhlutverki
Osku
buífel
gsm
Kvikmyndin A Cinderella Story
verður frumsýnd í kvöld í Sambíó-
unum. Þar fer ungstirnið Hilary
Duff með hlutverk Öskubusku í
nútímalegri útgáfu af þessu klass-
íska ævintýri. Eins og fólk þekkir
segir sagan frá ungri stúlku sem er
ekkert sérstaklega í náðinni hjá
stjúpmóður sinni og stjúpsystrum.
Hilary leikur lúðalega stelpu sem á
erfitt uppdráttar í skólanum jafnt
sem heima fyrir. Faðir hennar
deyr í upphafi myndarinnar og þá
tekur stjúpan við rekstri veitinga-
staðar sem kallinn átti. Þar er Hil-
ary okkar náttúrlega látin vinna
öll skítverkin. Þeir fáu vin-
Á ir sem hún á í skólanum
£□0 gera lítið til að hjálpa
henni en þegar hún
'F'ÍvSISra týnir gsm-símanum
\ \V\T> sínum og hinn dular-
fcflfl|^r fulli Murray finnur
f J J-y hann fara hlutirnir að
gerast. Þau fara að skipt-
ast á sms-skilaboðum og að lokum
er henni boðið á stóra skólaballið
þar sem allir flottu krakkarnir
verða að sýna sig. Hvort okkar
stúlka kemst á ballið og hvort hún
verður glæsilegust allra þar verð-
ur bara að koma i ljós þegar fólk
sér myndina en góðar líkur eru þó
taldar á því að myndin endi vel.
Með aðalhlutverk fara Hilary
Duff, Chad Michael Murray,
Brenda Song, Brad Bufanda og
Dan Byrd og er myndin auk þess
stútfull af unglingapopptónlist sem
flestir ættu að kannast við. Það er
Mark Rosman sem leikstýrir en
handritið er skrifað af Leigh
nokkrum Dunlap. Myndin verður
frumsýnd í kvöld í Sambíóunum.
Kvikmyndin The Forgotten
verður frumsýnd í kvöld í
Smárabíói, Regnboganum og
Borgarbíói Akureyri. Þetta er
gæðasálfræðitryllir sem hefur
gert það gott í útlöndunum fram
að þessu en myndin segir frá
Telly Parada, konu sem hefur ný-
lega misst átta ára son sinn í
flugslysi. Telly er leikinn af Juli-
anne Moore en hún á mjög erfitt
með að sætta sig við dauða sonar
síns og ekki hjálpar það til að
hún syrgir enn rúmu ári eftir
andlát hans en þá tjá sálfræðing-
ar og geðlæknar henni að hún
hafi í raun aldrei átt neinn son
og að þetta sé allt tilbúningur í
hausnum á henni.
Hún hefst þegar handa við að
finna til hluti sem geta sannað
tilvist hans, s.s. gömul mynd-
bönd, myndir og fleira, en hún
grípur í tómt og verður einskis
vísari. Þetta gerir hana skiljan-
lega enn taugaveiklaðri en áður
og veldur því að hún fer alvar-
lega að efast um eigin geðheilsu.
Þegar hún svo hittir mann sem
hefur svipaða sögu að segja fara
hjólin hins vegar að snúast. Sam-
an reyna þau að sanna tilvist lát-
inna sona sinna um leið og þau
reyna að sýna öðrum fram á að
þau séu heil á geði, þvert á það
sem allir halda. Þetta reynist að
sjálfsögðu erfitt og alls kyns sam-
særiskenningar koma upp á yfir-
borðið sem sumar reynast sann-
ar á meðan aðrar eru hreinasta
bull.
Myndin þykir vel leikin í alla
staði og mjög spennandi á köfl-
um. Með aðalhlutverk fer áður-
nefnd Julianne Moore ásamt á
Dominic West, Gary Sin-
ise, Jessica Hecht og
Anthony Edwards.
Handritishöfundur er Gerald Di
Pego sem á að baki fjölda kvik-
mynda sem fæstar eru þó mjög
þekktar en leikstjóri er Joseph
Ruben sem er einna helst frægur
fyrir að leikstýra myndunum
Sleeping with the Enemy og
Money Train. _
Myndin verður frum- Aj
sýnd í kvöld í Smára-
bíói, Regnboganum ^ÉJh
og Borgarbíói Ak-
ureyri eins og
áður hefur ( ^SÍBHBapE
komið
fram. m$£
- rænir bio-
'' haidnir i Háskóla-
biói næstkonianrti
tíu daga og veröa sex
mynrtir þar a dagskrá. Um
er að ræöa sænsku myndina
Midsommar eftir leikstjórann
Carstens Myllerup. Myndin fjallar uni
HHJuájíLíHkA|AjiiaflULár^^r\' ára pllt sem á í erfiðleikum eftlr aö
fremur sjálfs- v
V• morö. Hops fjallar
KnYj^BBlot?ftgtT88lSF*V ■ svo um lógreglu- . —
^KTÍMlRmn^Hflr T* menn i smábæ sem eiga ■'
þaö á hættu aö missa vlnn-
una þar sent þaö gerlst aldrel
KjS&gBgJggKp^'* ' neitt há þcim. Mors Elling er
norsk oíí er fr<imhflld hinnar vinsaclu Ht
M8Sr7/v inni líkt og önnur norsk mynd, Budriy, sem áizzætifö.
■ segir frá Kristofer sem lendir i því aö sjonvarps- *
þáttur sem gerður er upp úr dagbókum hans slær i '
* > gegn. Mitfo er sænsk grinmynd frá Daniets Lind-Lager- -
r löf sem fjallar um prest sem reynir allt til aö auka kirkjusóknina há sér. Siöasta myndin
sem i boöi veröur er iíka sænsk og kallast hún Sma/a Sussie. Hún fjallar um pilt sem leitar á
æskuslóðirnar en kemst fljótt aö því að allt er breytt.
u hetiur
Kvikmyndin Ladder 49 verður
frumsýnd nú um helgina í Sam-
bíóunum. Það eru kapparnir John
Travolta og Joaquin Phoenix sem
fara með aðalhlutverkin í þessari
dramatísku spennumynd sem
óneitanlega hefur eitthvað að gera
með 11. september. Myndin segir
frá slökkviliðsmönnum i
Baltimore sem þurfa oftar en ekki
að leggja lif sitt í hættu þegar þeir
glíma við erfiða eldsvoða. Persóna
Phoenix, Jack Morrison, verður
eftir inni í stórbyggingu í stórum
eldsvoða. Slökkviliðsstjórinn,
Mike Kennedy, sem leikinn er af
Travolta, leggur þá á ráöin uni að
bjarga kappanum úr þessari miklu
hættu. Við fáurn að sjá hetjur berj-
ast við eldinn meira eða minna alla
myndina en auðvitað fléttast
inn i þetta rómantík og fleira
skemmtiiegt.
Myndin þykir mjög vel gerð og
áhættuatriðin eru mörg hver
stórkostlega vel framkvæmd en
margir áhættuleikarar komu að
gerð myndarinnar enda er hún
uppfull af hetjudáðum sem ekki
eru á hvers manns færi. Með að-
alhlutverk fara áðurnefndir
John Travolta og Joaquin
Phoenix auk Jacinda Barrett,
Robert Patiick, Billy Burke og
fleiri. Það er Jay Russell sem
leikstýrir en Lewis Colick er
höfundur sögunnar en hann
skrifaði m.a. Domestic Distur-
bance, October Sky og Ghosts
of Mississippi.
? J i t mm
&g [ zJt|