Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Page 3
T3V Fyrst og fremst MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2004 3 Ása Hólmgeirsdóttir, , j,.., *-inda Péturs- dótHr og Pétur Olgeirsson Linda íjóla- i tru heima hjá f/ölskyldunni á Vopnafirði þarsem heimamenn tóku fagnandiá móti fegurstu konu heims árið 1988 „Ég held að þetta sé þegar hún kom heim frá London eftir að hún hafði verið krýnd ungfrú heimur," segir Pétur Olgeirsson, faðir Lindu Pétursdóttur fegurðardrottningar. Hann segir mikinn fjölda fólks hafa beðið á flugvellinum á Vopnafirði þegar Linda lenti þar rétt fyrir jólin árið 1988. „Keppnin fór fram í byrjun nóvember en hún komst ekki heim fyrr en rétt fyr- ir jól þar sem hún þurfti að sinna erindum sem tmgfrú heimur ___ áður en hún gat komið heim í jólafrí," segir Pétur. Hann man vel eftir þeirri stundu þegar keppnin fór fram í London þar sem öll fjölskyldan var saman komin til að fylgjast með Lindu taka þátt í keppninni. Pétur átti ekki vona á því að dóttir hans yrði kosin fegursta kona heims. „Þetta var mjög skrítin tilfinning úti í London. Það hvarflaði aldrei að manni að svona gæti farið, ekki einu sinni þegar við vorum komin til London. Við vorum að sjálfsögðu mjög ánægð með að þetta skyldi ganga svona vel hjá henni,“ segir Pétur sem var í kjölfarið boðið í svakalega veislu sem haldin var í kjölfarið á keppninni Lindu til heiðurs. „Við vorum náttúrulega ekki vön allri þessari athygli. Það var mikið um blaðamenn og fjölmiðla- fólk í kringum okkur þarna. Það er eiginlega ólýsanlegt þegar dóttir manns verður allt í einu orðin svona allsherjareign,'1 segir Pétxu. Hann segir breytinguna hafa verið mikla fyrir alia fjöl- skylduna. Hann hlakkar nú til að fá Lindu heim frá Vancouver þar sem hún býr. „Hún kemur um mánaðamótin frá Kanada. Hún fór þangað upphaflega til náms en kunni svo vel við sig að hún ákvað að setjast þama að. Linda er grafi'skur hönnuður og hefur séð um allar auglýsingarnar fyrir fyrirtækið okkar. Hún kemur hingað tO þess að vinna auglýsingar fyrir það,“ segir Pét- ur sem er ánægður að fá börnin sín heim en bróðir Lindu býr á Nýja-Sjálandi. „Það er mjög erfitt að hafa börnin sín svona í langt í burtu. Við eigum bara einn son hérna heima. Við eigum barnabörn á Nýja-Sjálandi sem við sjáum alltof sjaldan," segir Pétur. Hann er farinn að hlakka til jólanna þegar hann fær þess loks notið að hafa börnin sín þrjú hjá sér, auk barnabarnanna sem hann sér svo sjaldan. Spurning dagsins Hvernig líst þér á fyrsta snjóinn? Algjör snjókerling „Mér líst vel á snjóinn. Ég er algjör snjó- kerling og finnst satt best að segja æðis- legt að vera úti í snjónum. Vantar reynd- ar tilfmnanlega nýjan samfesting I útiveruna í snjónum." Guðrún Ögmundsdóttir „Mér líst mjög vel á snjóinn. ég erþeirrar gerðarað ég vil hafa vetur á veturna og sumar á sumr- in. Hreinar línur í þessu eins og öðru." Ögmundur Jónasson „Mériístnú bara svona mátuiega á hann enda vanur honum að norðan. Verð þó að við- urkenna að ég er nú enginn sérstakur aðdá- andi hans." Birkir J. Jónsson „Mér finnst nú ailtaf skemmtilegt að upplifa fyrsta snjóinn. Fá hreint loft í andrúmsloftið er mér sveita- stelpunni alltafað skapi. Ég fagna honum enda innilega og í hófi erhann kærkominn, allt að því rómantískur þegar hann birtirsvona upp skammdegið." Drífa Hjartardóttir „Ég erkominn á nagladekk svo að hann fer ekkert voðalega i mig.Annars finnst mér hann fínn, svo lengi sem maður er undir hann búinn." Sigurjón Þórðarson Fyrsta alvörusnjókoman kom í gærá höfuðborgarsvæðinu og eins og vanalega flestum að óvörum. Sitt sýnist hverjum um hvítu flyksurnar sem fylgja jafnan vetrinum - sem hingað til hefur komið í kjölfar haustsins. Oskaplegt atvjnnuleysi Þegar kemur að tölum yfir þau lönd þar sem atvinnuleysi er mest í heiminum fer Afríka enn fremst álfa. Miðað er við flölda atvinnulausra af hverjum 100 vinnufærum mönnum. Gaidurinn viö að halda sér ungum er aö liía heiöarlegu líii, matast hægt og Ijúga til um aldur. - Lucille Ball 1911-1989 Það er staðreynd... ...aðal- f gengasta manns- nafná Ítalíu er Mario Rossi. — III ■ I 11 Hi II M Formaðurinn & rithöfundurinn Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, og Eyvindur Pétur Eiríksson rithöf- undur eru bræðrasynir. Báðir eru Stranda- menn, synir Kristjáns og Eiríks Guðjónssona frá Skjaldabjarnarvík i Strandasýslu. Guðjón er fyrrverandi skipstjóri sem komst í pólitískar álnir og Eyvindur er menntaður íslenskufræð- ingur og starfaði lengi sem háskóiakennari en hefur helgað lífsitt iistinni hin síðari ár. Hann á að baki skáldsögur, Ijóðabækur og leikrit. IVALO Í2 LÉTTNAGLADEKK STÆRÐ VERÐ KR. M/NÖGLUM 175 / 70 R 13 8.100,- 175 / 65 R 14 8.990.- 185 / 65 R 14 9.900.- 195 / 65 R 15 11.250.- Helstu útsölustaðir: ALPIN VETRARDEKK ÁN NAGLA STÆRÐ VERÐ KR. 175 / 70 R 13 8.100,- 175 / 65 R 14 9.150.- 185 / 65 R 14 10.275.- 195 / 65 R 15 11.625.- Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Garðabær. HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI STAÐUR ■■■■ SÍMI Gúmmívinnustofan Réttarhálsi 2 587 5589 Gúmmívinnustofan Skipholti 31 553 1055 Höfðadekk Tangarhöfða 15 587 5810 Hjólbarðav. Sigurjóns Hátúni 2 551 5508 Hjól-Vest Ægissíðu 102 552 3470 Barðinn Skútuvogi 2 568 3080 Hjólkó Smiðjuvegi 26 557 7200 Nýbarði Garðabæ 568 8600 Dekkið Reykjavíkurvegi 56 555 1538 Bæjardekk Mosfellsbæ 566 8188 Hjólbarðastöðin Bíldshöfða 8 587 3888 Þegar konimgur hjólbarðanna tekur sig til er vaiidad til hlntanna vcntju/civn:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.