Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Blaðsíða 21
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2004 21 Haukar tefla fram einum sterkasta heimavelli landsliðs í körfunni það sést vel á því að karlalið Hauka hefur unnið 17 af síðustu 19 heimaleikjum sinum í Inter- sport-deildinni á heimavelli sínum á Ásvöllum. Það versta fyrir Hafnfirðinga er að útisigrarnir í úrvalsdeildinni á síðustu tveimur vetrum eru aðeins Qórir. Tvö lið Haukanna MUNUR A LYKILMONNUM Hér fyrir neðan má sjá hversu miklu munar á framlagi þriggja iykiimanna Haukanna eftir því hvort þeir eru að spila á heima- eða útivelli í Intersportdeildinni. Þetta eru einmitt þrír stigahæstu leik- menn liðsins í fyrstu sjö leikjum tímabilsins. John Waller hefur skorað 23,9 stlg (leik, Mirko Virijevic skorað 14stig í leikog Sævar Ingi Haraldsson er með 13,4 stig að meðaltali (leik. JOHN WALLER Meðaltöl í Intersportdeildinni: Haukarnir tefla að því virðist fram tveimur liðum í Intersport- deildinni í körfubolta, annars vegar liðið sem spilar leiki sína á Ásvöllum og hefur unnið níu úrvalsdeildarleiki í röð og hins veg- ar liðið sem spilar utan Hafnaríjarðar og hefur tapað öllum fjór- um útileikjum sínum í úrvalsdeildinni á þessu tímabil og hefur aðeins náð í 8 stig af síðustu 30 mögulegum. Karlalið Hauka í körfunni vann á sunnudagskvöldið sinn þriðja leik í Intersport-deildinni, mikilvægan sigur sem kom þeim upp töfluna. Haukarnir mættu þar KR-ingum og unnu 92-87 í leik þar sem þeir höfðu frumkvæðið allan tímann. Þegar litið er á ffammistöðu ein- stakra leikmanna liðsins kemur vel í ljós í tölfræðinni af hverju gengi liðs- ins er svona miklu betra á Ásvöllum en annars staðar því allir státa þeir af miklu betri tölfræði á heimavelli. Sævar Ingi hittir mun betur Sævar Ingi Haraldsson, 20 ára fyrirliði og leikstjórnandi Haukaliðs- ins, hefur tekið við meiri ábyrgð í vetur og staðið sig mjög vel. Sævar Ingi er annar í stoðsendingum í deildinni með 8,1 að meöaltali. Það er samt mikill munur á fram- lagi Sævars Inga á heimavelli þótt að hann hafi spilað færri mínútur þar en utan Ásvalla. Sævar Ingi hefur þannig hitt 24,2% betur á heimavelli og gefið 4,4 fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik sem á mikinn þátt í að það munar 11,4 stigum á framlagi hans eftir því hvort liðið er að spila á heima- eða útivelli. Svipað var uppi á teningnum á síðasta tímabili. John Waller hefur ekki breytt út frá venju félaga sinna í Haukaliðinu því hann hefur skorað 7,3 stigum fleiri að meðaltali á heimavelli en á útivelli og státar meðal annars af 76,2% þriggja stiga nýtingu í þremur leikjum liðsins á Ásvöllum þar sem hann hefur nýtt 16 af 21 skoti sínu fyrir utan þriggja stiga línuna. Alls munar 12,3 stigum í framlagi Waller til liðsins hvort hðið spilar á Ásvöll- um eða utan þeirra. Mirko Virijevic gekk til liðs við Hauka fyrir tímabihð og það má líka sjá mikinn mun á frammistöðu hans á heima og útivelli. Mirko hefur sem dæmi skorað 5,8 fleiri stig, tekið 4,0 fleiri fráköst og gefið 2,2 fleiri stoðsendingar að meðaltali á heimavelli en á útivelli það sem af í Intersport-deildinni og alls munar 11,1 stigum í framlagsjöfnunni. Predrag Bojovic gerðist aðstoðar- þjálfari Haukaliðsins fyrir þetta tímabil og það er athyghsvert að skoða hversu meira hann spilar á útivelli en á heimavelli. í fjórum úti- leikjum liðsins hefur „Kúki" spilað HEIMA EÐA ÚTIVÖLLUR Sigrar-töp og sigurhlutfall: Heimavöllur Útivöllur 3-0 2004-05 0-4 100% % 0% 9-2 2003-04 4-7 81,8% % 36,4% 12-2 Frá 2003 4-11 85,7% % 26,7% 22.8 mínútur að meðaltali en aðeins 9.8 mínútur að meðaltali á heima- velh liðsins á Ásvöllum. Bojovic er einn af fáum leikmönnum liðsins sem skila meiri til liðsins utan Ásvallanna. Þegar tölfræði liðsins er skoðuð Athyglisverðir vináttulandsleikir á dagskránni í kvöld 48. landsleikurinn undir stjórn Svens f kvöld er landsleikjakvöld á dagatali FIFA og þá fara fram bæði leikir í undankeppni HM 2006 sem og nokkrir vináttulandsleikir hjá virtustu knattspyrnuþjóðum heims. Stærsti leikurinn er örugglega vináttulandsleikur Englendinga og Spánverja sem fer fram á Bernabeu- vellinum, heimavelli Real Madrid. Tveir af landshðsmönnum Englend- inga, David Beckham og Michael Owen spila þar á sínum daglega heimavelli. Þetta verður 48. landsleikurinn sem Englendingar spila undir stjórn Svens-Görans Ericksson sem hefur stjómað landshðinu síðan 2001. Árangur liðsins er vel ásættanlegur enda einu töpin gegn Brasih'u (HM 2002) og Portúgölum (EM 2004). „Ég vona og óska þess að við stöndum okkur vel í framtíðinni því það skiptir mestu fyrir mig sem þjálfara þessa liðs að liðið standi sig á stórmótum," sagði Eriksson á blaðamannafundi fyrir leikinn en enska landsliðið hefur dottið út úr átta liða úrslitum á síðustu tveimur stórmótum. „Ég elska mest við þetta starf að þar er hægt að vinna titla en það sem er vandamálið að tæki- færið til þess gefst á aðeins .. tveggja ára fresti. Þetta ólíkt því að þjálfa félagslið og það er ljóst að enginn sættir sig við að komast í átta liða úrslitin," I segir Eriksson um árangurinn. Þrjú Uð úr okkar riðh spila vináttulandsleiki í kvöld, Króatar sækja íra heim, Svíar fara í heimsókn til Skota og Búlgarir / sækja Asera heim í Bakú. Tvær þjóðir sem hafa legið undir mikill 48. leikurinn Sven-Göran Eriksson fer meðjsína menn til Madríd ikvöld. betur er skotnýting liðsins mun betri á Ásvöllum en mestu munar þó ör- ugglega um fráköstin. Haukarnir hafa tekið 61,1% frákasta í boði á heimavehi en aðeins 44,7% frákasta á útivelh þar sem mótherjarnir hafa náði í 64 sóknarfráköst eða 16 að meðaltali í leik. Níu sigrar í röð Haukarnir hafa nú unnið 9 heimaleiki í röð og nálgast óðum fél- agsmet sitt frá árinu 1996 þegar liðið náði að leika 15 heimaleild í úrvals- deildinni í röð án þess að tapa. I þá daga léku Haukarnir heimaleiki sína í íþróttahúsinu við Strandgötu en núverandi sigurganga er hins vegar sú lengsta hjá Haukum í nýja íþróttahúsinu á ÁsvöUum. Haukarn- ir unnu átta heimaleiki í röð á Ás- vöUum árið 2003. ooj@dv.is Frábær á Ásvöllum Sævar Ingi Haralds- son, hinn ungi fyrirliði Haukanna, hefurspil- að vel í vetur og þá sérstaklega á heimavelli sínum á Ásvöllum en þar státar hann af tvennu að meðaltali, hefurskorað 14,3 stig og gefið 10,7 stoðsendingar að auki. DV-mynd: Vilhelm Heimavöliur Útivöllur 27,7 Mínútur 34,0 28,0 Stig 20,8 6,7 Fráköst 7,0 3,0 Stoðsendingar 3,0 30,0 Framlag 17,8 65,2% Skotnýting 49,3% 66,7% Vítanýting 60,0% MIRKO VIRIJEVIC Meðaltöl í Intersportdeildinni: Heimavöllur 32.3 17.3 Mfnútur Stig Útivöllur 30,8 11,5 11,0 Fráköst 7,0 2,7 Stoðsendingar 0,5 20,3 Framlag 9,3 48,8% Skotnýting 41,3% 80,0% Vitanýting 80,0% SÆVAR INGI Meðaltöl í Intersportdeildinni: Heimavöllur Útivöllur 29,7 Mínútur 34,5 14,3 Stig 12,8 5,0 Fráköst 4,8 10,7 Stoðsendíngar 6,3 24,7 Framlag 13,3 63,0% Skotnýting 38,8% 62,5% Vítanýting 62,5% gagnrýni að undanförnu fá gott tækifæri tU þess að sanna sig á heimavelU því Þjóðverjar fá Kamerúna í heimsókn og Frakkar taka á móti Pólverjum Það eru lfka fleiri leikir á dagskránni, Norðmenn mæta sem dæmi Áströlum á Craven Cottage í Lundúnum en það er heimavöUur Fulham. önnur athyglisverð viðureign er leUcur nágrannaþjóðanna Slóvakíu og Slóveníu, þá fá ítalir Finna í heimsókn tU þess að loka Norðurlanda- þjóðaárinu sínu sem hefur reynst þeim afar erfitt. ooj@dv.is Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingu á aðal- skipulagi og deiliskipulagi í Reykjavík [ samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík og breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Sléttuvegur, breyting á aðalskipulagi. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024 vegna svæðis fyrir vestan Háaleitisbraut, milli Sléttuvegar og Bústaðavegar. Tillagan gerir ráð fyrir að hluti svæðis fyrir þjónustustofn- anir, breytist í íbúðarsvæði. Sléttuvegur, breyting á deiliskipulagi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, svæði sem er vestan Háaleitisbrautar, milli Sléttuvegar og Bústaðavegar. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að nýir skilmálar verði gerði fyrir lóð III á Sléttuvegi, reisa megi íbúðarhús á lóðinni að hámarki 8000m2 fyrir utan bílastæði neðanjarðar, þrjár til sex hæðir, hæsti hluti næst Landspítala Háskólasjúkra- húsi (Borgarspítala) og lægsti hluti næst núverandi byggð við Sléttuveg. Gert er ráð fyrir að hámarksfjöldi íbúða verði 70. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8.20 - 16.15, frá 17. nóvember til og með 31. desember 2004. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skrif- lega til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulags- fulltrúa) eigi síðar en 31. desember 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 17. nóvember 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.