Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Blaðsíða 6
Fréttir DV 6 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2004 -------í------------------------ Milljóna- mæringar á Akranesi Miðaldra hjón á Akra- nesi unnu 37 milljónir í Lottóinu um síð- ustu helgi. Einn var með allar fimm tölurnar réttar þegar dreg- ið var í sexföldum pottinum á laug- ardagskvöldið. Miðinn var seidur í Skeljungi á Skaga- braut 43 á Akranesi. Skaga- hjónin vitjuðu vinningsins seinnipartinn á mánudag- inn. Hjónin höfðu orð á því við starfsmenn íslenskrar getspár að þau ætluðu að leggja peningana inn á banka og njóta hans í ell- inni. „Þau vilja alls ekki að þetta spyrjist út. Voru ekki viss um hvort þau ætluðu einu sinni að segja börnun- um sínum þetta,“ sagði Guðbjörg Hólm hjá Lottó- inu sem afhenti þeim millj- ónirnar 37 á mánudaginn. Græða 350 milljónir Tekjur Seltjarnames- bæjar vegna sölu lands og bygginga á Hrólfs- skálamel og Suðurströnd verða 350 milljónir króna samkvæmt fjár- hagsáætlun bæjarins fyr- ir næsta ár. Tekjur aðal- sjóðs sveitarfélagsins og stofnana þess eru áætí- aðar 1.432 milljónir króna en gjöldin 1.254 milljónir. Hagnaðurinn er því áætlaður 177 milljónir króna. Út- svarsprósentan á Sel- tjarnarnesi er og verður 12,46%. í mörgum öðr- um sveitarfélögum, meðal annars Reykjavík frá og með næsta ári, er útsvarið 13,03% - sem er leyfilegt hámark. Ertu sáttur við útsvars- hœkkunina? Kari Hjaltested veitingamaður „Nei. Alls ekki. Mér fínnst það alveg með ólíkindum að þeim skuli detta þetta í hug. Mér fínnst borgarfulltrúar eiga að hafa eitthvað þarfara fyrir stafni en að hækka á okkur álögurnar." Hann segir / Hún segir „Já, alveg hiklaust. Sérstaklega í Ijósi kennaradeilunnar sem nú stenduryfir. Efþað er greinilegt að sveitarfélögin eiga ekki fyrir launahækkun- um þessarar stéttar er í raun eitt að gera. Afla meira fé." Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari Félag löggiltra endurskoðenda þurfti að aflýsa árshátíð sinni um síðustu helgi. Áhugaleysi félagsmanna var ástæðan þó svo sjálfur forsætisráðherra hafi verið auglýstur ræðumaður kvöldsins en Halldór Ásgrímsson er sem kunnugt er mennt- aður endurskoðandi. Félag löggiltra endurskoðenda aflýsti árshátíð félagsins sem halda átti á Hótel Sögu um síðustu helgi. Aðalræðumaður kvöldsins hafði verið kynntur Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra sem jafnframt er endurskoðandi og kenndi það fag til skamms tíma við Háskóla Islands. Forystumenn endurskoð- enda aftaka með öllu að niðurfelling árshátíðarinnar hafi nokk- uð með auglýstan ræðumann að gera. Þung spor Sjálfur þurfti formaður Félags löggiltra endurskoðenda ekki taka á sig þann kross að tilkynna for- sætisráðherra að ekkert yrði af fyrir- hugðum ræðuhöldum hans á ársha tíð kollegana: „Það fór eftir öðrum leiðum eins og gengur og gerist í svona málum," segir formaðurinn. Húmoristi Þrátt fyrir allt mun forsætisráð- herra þó vera eftirsóttur ræðumaður á alls kyns samkomum og eiga til „Það er leiðinlegt þegar svona kemur fyrir," segir Sigurður Birgir Arnþórsson, formaður Félags lög- giltra endurskoðenda. „Um 60 manns höfðu að vísu skráð sig á árs- hátíðina en svo vildi til að tvær af stærstu endurskoðunarskrifstofum landsins höfðu sjálfar verið með árs- hátíðir helgarnar á undan. Ég held einfaldlega að menn hafi verið bún- ir að fá nóg.“ Sjaldgæft er að aflýsa þurfi stór- um árshátíðum eins og endurskoð- endur ætíuðu að halda á Hótel Sögu. Vel hafði verið vandað til alls og miðaverð alls ekki í ódýrari kantin- um. Sigurð Birgi formann minnir þó að miðaverðið hafi verið undir níu þúsund krónum. „Það var líka fleira sem þarna kom til. Haldnar hafa verið miklar ráðstefnur að undanförnu sem oft enda með einhverjum samsætum þannig að endurskoðendur hafa haft í nógu að snúast og í raun verið að hittast. Það er á haustin sem end- urskoðendur þurfa að bera saman bækur sínar til að mæta nýjum regl- um sem verið er að setja," segir Sig- urður Birgir. um." Forystumenn endur- skoðenda aftaka með öllu að niðurfelling árshátíðarinnar hafi nokkuð með auglýst- an ræðumann að gera. góða spretti þó hann nái sjaldnast flugi forvera síns í embætti. Eða eins og gamall framsóknarmaður kaus að orða það: „Halldór er ágætur húmoristi þegar sá gállinn er á hon- Arnþrúður Karlsdóttir hótar að kæra meðeigendur sína til lögreglu Útvarp Saga springur í loft upp „Ég las í blöðunum að Arnþrúð- ur ætlaði að kæra okkur til Ríkislög- reglustjórans. Datt mér þá í hug sagan af manninum fyrir austan sem var stolið frá og hann eftir það ekki kallaður annað en Siggi þjóf- ur,“ segir Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaður og einn stofnenda Útvarps Sögu, en þar er allt sprung- ið í loft upp og Sigurður hættur störfum. „Það sama gildir um félaga mína þá Hallgrím Thorsteinsson og Ingva Hrafn Jónsson," segir hann. Arnþrúður Karlsdóttir útvarps- kona náði fyrir skemmstu meiri- hluta í stöðinni þegar hún keypti Ingva Hrafn Jónsson út og lýsti því þá yfir að á bak við hana stæðu fjár- sterkir aðilar og í vændum væri betri tíð með blóm í haga. Sigurði G. Tómassyni þykir það ekki hafa gengið eftir: „Ég hef ekki fengið laun í hálfan annan mánuð og ég er þannig stadd- ur að ég verð að fá laun fyrir vinnu mína. Kannski ekki há laun en ein- hver. Amþrúður hefur ekld staðið við neitt af því sem hún lofaði og sjálfur hef ég ekki lagt það í vana minn að svíkja fólk og ljúga. Ég kann það ekki," segir Sigurður G. Tómasson sem mætti ekki til vinnu sinnar í gær- morgun og því þurfti Arnþrúður sjáif að sjá um morgunútvarp stöðvarinn- ar. Hélt hún því áfram fram að hádegi og endurflutti hluta þess eftir hádegi. Þá var sett í spóla með endurteknum þætti Rósu Ingólfs frá því um síðustu helgi. Allt er því upp í loft hjá Útvarpi Sögu. „Ég held að Arnþrúður ætti að svara því hverjir þessir fjársterku aðilar eru sem hún ætlaði að koma með inn í reksturinn,“ segir Sigurð- ur G. Tómasson. Ekki náðist í Arnþrúði Karlsdótt- ur í gær. Hún var sögð á fundum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.