Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2004 Fréttir DV Nýtt ríkisútvarp Á fundi útvarpsráðs Ríkisútvarpsins í gær kynnti Bjarki Sveinbjöms- son tónlistarráðunautur nýja klassíska tónlistarrás, Rondó fm 87,7. Stöðina á að senda út stafrænt í útvarpi. Þar verður leikin klassísk tónlist og djass allan sólarhringinn. Þetta verður tilraunarás en dag- skrána á einnig að senda út á FM-rás þar sem ekki hefur verið hægt að kaupa stafræn móttökutæki hérlendis. Rúmlega þrítug kona, þriggja barna móöir, hengdi sig í Kvennafangelsinu í Kópa- vogi í fyrrakvöld. Jóna Sigurveig Guðmundsdóttir haföi eindregið óskað eftir því að verða flutt á geðdeild en gafst upp á biðinni. Á Ströndum syrgir faðir dóttur sem hann var í daglegu símasambandi við og reyndi að hughreysta og styrkja í fangelsinu. Hún ætlaði að koma til hans um jólin. Þrtanja barna móöir rildi á Veðurteppt skáld Skáldin Gerður Kristný og Haukur Ingvarsson áttu að lesa upp í húsi Nóbel- skáldsins að Gljúfrasteini klukkan fimm í gær - á degi íslenskrar tungu. Bylurinn sem skall skyndilega á breytti hins vegar þeim plönum. Að sögn Kristjáns Bjarka Jónassonar, útgáfu- stjóra hjá Eddu, varð íslensk náttúra tungunni yfirsterkari og skáldin sátu föst í fjallajeppa með rit- verk sín undir hendi. Auglýstur upplestur féll því niður sökum þess hve erf- iðlega gekk að fá skáldin inn úr hríðarmuggunni. geödeild - hengdi sig í fangelsi Rétt rúmlega þrítug, þriggja barna móðir, hengdi sig í Kvenna- fangelsinu í Kópavogi í fyrramorgun. Hún var á biðlista eftir að komast á geðdeild. Er fjölskylda hennar harmi lostin yfir að svona skyldi fara þar sem konan hafi eindregið óskað eftir því að fá meðferð við hæfi. Jóna Sigurveig Guðmundsdóttir óttaðist þær aðstæður sem hún bjó við. Óttaðist sjálfa sig. „Dóttir mín var búin að segja mér að hún væri á biðlista og vildi fyrir alla muni komast á geðdeild. Eg vonaði endilega með henni að af því gæti orðið en því miður fór þetta svona," segir faðir Jónu Sigur- veigar, Guðmundur Jónsson, bóndi á Stóru Ávflc á Ströndum. Guð- mundur var harmi sleginn í gær enda hafði hann verið í daglegu símasambandi við dóttur sína í Kvennafangelsinu og reynt að stappa í hana stálinu. Segir hana hafa verið hressa og káta í þeim símtölum öllum. Ól í klefanum „Svo hringdi Hreinn Hákonarson fangelsisprestur í mig og færði mér þessi tíðindi. Hann sagði mér að dótt- ir mín hefði haft ól inni í herbergi sínu sem hún hengdi sig með. Ég skil ekki hvemig fangar geta haft slík áhöld hjá sér í fangelsi. Fyrst varð ég reiður en nú er ég máttvana," segir Guðmund- ur. Símtöl þeirra feðgina vom mörg og löng og Jóna Sigurveig hafði ákveðið að dvelja hjá föður sínum á Ströndum um jólin. Þá yrði hún laus því hún átti aðeins að sitja í 40 daga í fangelsinu. Próflaus á bíl „Hún hafði verið tekin próflaus á bíl og kosið að sitja af sér sektina frekar en borga. Svo voru þarna einhver eldri mál því Sigurveig hafði hrunið í óreglu og nú síðast var yngsta barnið af henni tekið. Hún hafði stundum orð á því að hún væri misheppnuð en það var allt óreglunni að kenna. Nú sé ég að dóttir mín hefur einfaldlega gefist upp.“ Aðgerðalaus yfirvöld Guðmundur Jónsson bóndi í Stóru Ávík á Ströndum syrgir dóttur sína sem var honum afar kær. Það má heyra þegar hann minnist hennar. Guðmundur stendur í spurn frammi fyrir aðgerðaleysi fangelsisyfirvalda sem of seint lögðu við hlustir þegar dóttir hans óskaði eftir meðferð við hæfi: „Það „Hanrt sagði mér að dóttir mín hefði haft ól inni í herbergi sínu sem hún hengdisig með. Ég skil ekki hvernig fangar geta haft slík áhöld hjá sér í fangelsi. Fyrst varð ég reiður en nú er ég máttvana." á eftir að taka mig langan tíma að ná mér. En ég verð að gera það, þó elcki væri nema í minningu dóttur minnar," sagði hann í gær. „Það sem liggur mest á hjá mér þessa dagana er að ná sátt í kjaradeilunni við kennara. Við vinnum að þessu verki eiginlega dag og nótt nú um stundir," segir Karl Björnssort, framkvæmdastjóri launanefndar sveitarfélaganna. Davíð Oddsson ræddi við Colin Powell í gær Powell tók flugvélar frá Keflavík Sviptingar í fréttadeild RÚV Bogi vill losna við fréttastjóra Útvarpsráð frestaði því í gær að ræða tillögu Boga Ágústssonar, for- stöðumanns fréttasviðs Ríkisút- varpsins, um að leggja niður stöður iféttastjóra á fréttastofum RÚV. Þar lagði Bogi fram minnisblað um að hann yrði æðsti maður fr éttadeildar- innar, Elín Hirst kæmi næst honum og þau yrðu yfir báðum fréttastofun- um. Tillagan vekur ótta meðal fr étta- manna á fféttastofu útvarps og víðar á RÚV, en óttast er að elsta fréttastof- an á ljósvakanum í landinu, gamla gufan, tapi sérstöðu sinni. Sam- kvæmt heimildum DV féllu tillög- urnar í grýttan jarðveg og er ailsend- is óvíst að þær komist í gegnum út- varpsráð. Kallað hefur verið á frekari rök- stuðning Boga. Fréttastjóri Út- varpsins, Kári Jónas- son, hætti á dögun- um til að verða ritstjóri Frétta- blaðsins. Ekki hefur verið ráð- ið í starf hans. Davíð Oddsson utanríkisráðherra ræddi í gær við Colin Powell, ffáfar- andi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, um framtíð vamarstöðvarinnar í Keflavík. Davíð hefur haldið því sjón- armiði á lofti að á íslandi verði að vera trúverðugur varnarviðbúnaður, þar á meðal loftvamir. Colin Powell greindi ifá því í ævisögu sinni sem kom út árið 1995 að hann hefði sem yfirmaður k herráðs Bandaríkj - Fanna viljað flytja | flugvélar frá íslandi. „í eitt skipti lagði ég til að við myndum flytja AWACS-ratsjárvélar okkar frá Islandi og sendum þær til að vakta flugvélar sem notaðar væm fyrir fíkni- efnasmygl í Karíbahafinu. Aðmírállinn á íslandi barðist harkalega gegn mér. Ég benti á að það væm engar sovéskar sprengivélar að nálgast Bandaríkin gegnum ísland. Hann lét ekki segjast, þannig að ég tók bara flugvélamar án ffekari umræðu og setti þær á fíkniefnavakt- ' '** ina,“ sagði , Powell í ævi-^^ sögunni Myj^ American Journey. Colin Powell og Davíð Oddsson Ræddu um flugvél- ar I gær. Fyrir áratug sagði Powell frá þviþegar hann tók vélar frá Keflavik gegn vilja aðmírálsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.