Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Síða 10
7 0 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2004
Fréttir DV
Kostir & Gallar
Björgvin er sagður harödug-
legur og fylginn sér. Hann er
sagður vera vel máli farinn og
góður ræðumaður. Björgvin er
talið til tekna sá eiginleiki að
fara ekki I manngreinarálit út-
frá pólitískum línum.
Björgvin er sagður full stór-
yrtur I pólitískum umræðum
og eiga það til að tileinka
sér pólitískan rétttrúnað úr
hófi fram. Honum er oft leg-
ið á hálsi að vera full skrúð-
mæltur og leita þar með um
ofí tungutak liðinna alda á
kostnað skýrleika.
„Hann er sjúklega dug-
legur og sefur helst ekki
efhann þarfað sinna
einhverju verkefni.Mikill
hugsjónamaðurog vin-
ur vina sinna. Það er einna helst
orðskrúð hans og tungutak sem
verið hefur hans Akkilesahæll -
en það hefur lagast I seinni tíð.
Hann er sveitamaður og ber það
með sér drengurinn. “
Róbert Marshall, fréttamaður og fyrr-
verandi samstarfsfélagi á Vikublaðinu.
„Björgvin er traustur og
skemmtilegur vinur, af
þeirri tegund sem maöur
getur treyst fyrir lífi sínu.
Hann er ótrúlega þroskað-
ur stjórnmálamaður miöað við
aldur, réttsýnn og yfirvegaður, og
á framtíðina fyrir sér. Svo leyndist
I honum góður og ábyrgur fjöl-
skyldufaðir. Gallar eru engirsem
tekurþvi að nefna, hittyfirskygg-
ir allt annað."
Karl Th. Blrglsson, framkvæmdastjóri
Samfylkingarinnar.
„Björgvin er harðdugleg-
urog fylginn sér, vel máli
farinn og finn ræöumað-
ur. Ég hef ferðast svolítið
meö honum og þau
ferðalög hafa veriö skemmtileg,
án undantekninga. Hann er ekki
fasturl einhverjum fiokkadrátt-
um. Hann er óskaplega óskyn-
samur I pólitlk og gallinn helsti er
sá að drengurinn er í Samfylking-
unni og hefur þar afleiðandi
með kolrangar skoðanir I flestum
málum. Hann er alltof stóryrtur
sem er klárlega galli."
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður
Sjálfstæöisflokkksins.
Björgvin G. Sigurösson er fæddur í Reykja-
vik 30 október 1970. Sonur hjónanna Sig-
uröar Jenssonar og Jennýar Jóhannsdótt-
ur. Björgvin stundaði nám við Fjölbrautar-
skóla Suðurlands og Háskóla íslands, það-
an sem hann útskrifaðist með BA-prófl
sögu og heimspeki áriö 1997. Björgvin
starfaði sem blaðamaður og fram-
kvæmdastjóri Samfylkingarinnar tilársins
2002 er hann var kjörinn á þing. Björgvin er
í sambúð með Maríu Rögnu Lúðvigsdóttur.
„Eina bíóið"
hætt störfum
Húsvfldngar eiga þess
ekki lengur kost að skreppa
í bíó í heimabyggð eftir að
„Eina félagið" hefur hætt
rekstri „Eina bíósins". Frá
þessu er greint á skarpur.is
sem og því að þeir sem hafa
rekið Eina bíóið með nokkr-
um myndarbrag um alllangt
skeið hafa boðið Húsavíkur-
bæ tæki félagsins til kaups.
Til skoðunar er hvort bær-
inn sér sér fært að kaupa
hluta af tækjunum.
Lögreglan í Reykjanesbæ handtók og læsti Garðar Birgisson inni í fangaklefa eftir
að hann hafði neitað að sýna persónuskilríki og blása í blöðru á skólaballi. Garðar
var læstur inni í fangaklefa þrátt fyrir að hann væri aðeins 17 ára. Lögregla segir
Garðar hafa verið ógnandi í framkomu og unnið eignaspjöll á lögreglustöðinni þeg-
ar hann sparkaði í borð.
Lögreglan fangelsaði 17 ára
pilt fyrir aö vilja ekki blása
Lögreglan í Keflavík gerði rassíu á dansleik sem N.F.S., Nem-
endafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hélt á fimmtudags-
kvöldið í Stapanum. Lét hún nokkra nemendur blása í böðru til
að kanna ölvun og sendi nokkra heim til sín.
Ég grátbað þá um að
loka mig ekki inn í
klefa en þeir hlustuðu
ekkert á mig, slökktu
bara og lokuðu.
Einn nemandi var ekki sáttur við
starfsaðferðir lögreglu og neitaði að
blása en var hann þá færður í hand-
járn og fluttur á lögreglustöð. Að
sögn lögreglunnar var nemandinn
ósamvinnuþýður, reyndi að komast
undan lögreglu, neitaði að veita
nauðsynlegar persónuupplýsingar
og var ógnandi í framkomu.
Drengurinn sem var handtekinn
heitir Garðar Birgisson, 17 ára nem-
andi í skólanum. „Við vinirnir vor-
um að rölta í Stapanum og ég sá
mann sem ég þekkti ekki svo ég rölti
að honum og sagði: Who are you?“
sagði Garðar. Maðurinn var óein-
kennisklædd lögga við eftirlit á ball-
inu. Samkvæmt Garðari þá greip
lögreglumaðurinn í öxlina á honum,
en á þeim tímapunkti vissi Garðar
ekki að þetta væri lögreglan svo að
hann sló höndina í burtu. Þá brást
lögreglan ókvæða við og fór með
hann inn í eldhús staðarins.
kennir til í baki og er með kúlu á
hausnum.
„Mér þykja starfsaðferðir lög-
reglu fáránlegar og út í hött,“ sagði
Gústav Adolf Berg-
mann Sig-
ur-
bjöms-
son,
for-
Læstur inni 17 ára
Þar vom kennarar ásamt öðmm
nemendum sem lögreglan hafði tek-
ið. „Ég æsti mig við lögregluna því ég
vildi vita hvað ég hafði gert, þeir létu
mig blása og þá kom í ljós að ég
hafði einhver prómill í blóðinu,"
sagði Garðar og bætti því við að
hann hefði ekki verið fullur en viður-
kennir þó að hafa fengið sér í glas
fyrir ballið. „Ég spurði lögregluna
margoft hvað ég hefði gert af mér en
þeir svömðu mér ekki heldur
skelltu á mig handjárnum í stað-
inn. Ég bað þá að handjárna
mig ekki og lofaði að róa
mig ef þér myndu
sleppa því en þeir
hlustuðu ekki,
tóku bara fastar
á mér,“ sagði
Garðar sem vildi
að sögn hringja í
frænda sinn en
var bannað af lögreglu. Hann var
síðan fluttur á lögreglustöð. „Ég vlldi
fá að hringja en þeir leyfðu mér það
ekki, ég varð svo reiður að ég spark-
aði í eitthvað borð þama,“ sagði
Garðar og bætti því við að hann
hefði aðeins viljað fá að vita hvað
hann hefði gert. Þeir fóm þá með
hann inn í fangaklefa og
hentu honum á fangelsis-
bedda þar sem lögreglu-
maður þrýsti hnjánum að
baki hans, meðan annar lög-
reglumaður klæddi hann úr skóm
og jakka og tók af honum belti.
maður nem-endafél-agsins. Sagðist
hann hafa heyrt lögregluna segja
„Við æduðum að ná 7 en náðum
bara 30 nemendum." Samkvæmt
honum mætti lögreglan og pikkaði
út fólk og lét það blása. „Þeir
ásökuðu einn nemanda um að
vera á fíknieftium án allra
sannana, þetta em fárán-
legar yfirlýsingar og
gjörsamlega út í hött,“
sagði Gústav og bættí
því við að hann
ætíaði að kanna rétt
nemenda hvað þetta
mál varðar.
í tilkynningu frá
Iögreglu segir að nem-
andinn sem um ræðir
hafi verið ósamvinnu-
þýður og neitað að sýna
persónuskilríki þegar
eftir hafi verið leitað.
Ennfremur segir lögregla
að nemandinn hafi gerst
sekur um eignaspjöll á
lögreglustöðinni.
Nemendaráðið leitar réttar
síns
„Ég grátbað þá um að loka mig
ekki inn í klefa en þeir hlustuðu ekk-
ert á mig, slökktu bara og lokuðu,"
sagði Garðar.
Eftir þessi átök er |
Garðar mar-
.■(iMMfÍflS
Skólaball f vaskinn Carðar
Birgisson var lokaður inni i
klefa lögreglu aðfaranótt föstu-
dags aðeins 17 ára gamall.
DV-mynd Atli/Vikurfréttir
Hægrimenn í grímubúningi komu í heimsókn
Fleiri græða en íslenskir bankar
Steinunn sniðgekk
skuldahalann
Samband ungra sjálfstæðismanna
sendi skuldahala sinn á kreik í kringum
Ráðhús Reykjavflcur í gær til að mót-
mæla táknrænt fjármálaóreiðu R-list-
ans og þeim skattahækkunum sem
borgarstjóm hefur ákveðið. Borgar-
stjóm hefur ákveðið að hækka útsvar
borgarbúa um 0,6% þannig að það fer í
rúm 13%. Ástæðan er sögð vegna fyrir-
hugaðra kjarasamninga við kennara.
„Við teljum að þessi ástæða sem
gefin er sé yfirvarp og teljum tíma til
kominn að R-listinn láti af þeirri f]ár-
málaóreiðu sem einkennt hefur störf
listans í borgarstjóm," segir Skapti Öm
Ólafsson, einn stjómenda SUS.
Þegar SUS menn vom með mót-
mæli sín kom hinni nýji borgarstjóri
Steinunn Valdís Óskarsdóttir til Ráð-
hússins. Mótmælendurnir vildu ná tali
Mótmæli DagurB.
Eggertsson og Stef-
án Jón Hafstein
höfðu gaman að.
af henni en hún gaf ekki kost á því.
„Hún vildi greinilega ekkert við okkur
tala og stmnsaði framhjá okkur," segir
Skapti.
Danskir bankar
græða á tá og fingri
Mikill gróði íslenskra banka og
fjármálastofnana á þessu ári hefur
vakið athygli en það er víðar sem
bankar sýna góðan hagnað þessa
dagana. f frétt danska blaðsins
Ekstra Bladet segir að allt stefni í
metár hjá dönskum bönkum hvað
hagnað varðar.
Ekstra Bladet vitnar til saman-
tektar Bjarne Jensen sérfræðings hjá
Bankinfo. Þar kemur m.a. fram að
útlit sé fýrir mjög góðan hagnað hjá
öllum þeim 29 bönkum sem saman-
tektin nær til. Hagnaðurinn hefur
stigið að meðaltali um 17% frá fýrra
ári og er samanlagður hagnaður
þessara banka um 600 milljarðar
króna það sem af er árinu.
Hjá Bjarne kemur fram að nor-
Metár Hagnaðurinn hefurstigiö að meðal-
tali um 17% frá fyrra ári og er samanlagður
hagnaður þessara banka um 600 milljarðar
króna það sem afer árinu.
ræni bankamarkaðurinn sé í mikilli
sókn þessa daganna og að allt stefni
í sambærilegt metár hjá þeim öllum,
eins og þeim íslenska og danska.