Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Síða 11
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2004 11 Bláfjöllum „Það er mjög hvasst þama uppfrá. Snjórinn nær ekki að setjast í brekkurnar eins og maður hefði kosið," segir Grétar Hallur Þóris- son, forstöðumaður skíða- svæðanna í Bláijöllum sem var að koma af fjöllunum þegar DV hafði samband við hann í gærkvöldi. Hann vonast til að geta opnað fyrir jól þó enn vanti tals- vert upp á að hægt sé að skíða niður brekkur Blá- ijalla. „Við metum stöðuna daglega, það er kominn ágætis grunnur," segir Grétar sem telur líklegt að hægt verði að opna lyftur ef snjóar stöðugt í einn sólar- hring. 8 góð ráð til að aka í snjó ITjöruþvo dekkin. Það eykur grip þeirra til muna. Á bensín- stöðvum fæst sérstakur dekkja- hreinsir og er nóg að nota þrjá ijórðu á venjulegan fólksbfl. Varast skal venjulegan tjöruhreinsi því stundum er bón í honum. 2Taka rólega af stað og forðast að bfllinn spóli. Lyfta kúpling- unni hægt upp og gefa lítið bens- ín. Það dugar ekki að rykkja af stað í öðrum gír, eins og margir halda, því það fer mjög illa með kúpling- una. Ef bfllinn spólar skaltu slá af bensíngjöfinni og reyna aftur. 3Ef bfllinn situr fastur er mjög mikilvægt að leggja ekki á bíl- inn, láta dekkin snúa beint firam og hjakka honum svo rólega aftur á bak og áfram upp úr snjónum. 4Mikilvægt er að tempra um- ferðahraðann niður til muna og forðastu allar snöggar hreyfing- ar á bflnum. 5Stórauka bilið á milli þín og næsta bfls. 6Skafa vel af öllum rúðum, speglum og ljósum. Einnig er gott að skafa af húddinu og toppnum. Snjór sem rennur á framrúðuna þegar þú stoppar eða tekur af stað getur komið þér í klandur. 7Ef þú ert á afturhjóladrifnum bfl er ráð að setja eitthvað mjög þungt í skottið. 8Í 32. grein umferðarlaga stend- ur: „Ljós má eigi nota þannig að valdið geti öðrum vegfarendum glýju." Sem merkir að það má ekki nota þokuljósin innanbæjar. Gott hjá Dabba að hitta hættan mann Mér finnst það gott hjá Dabba okkar að vera þarna yfir í Bandaríkj- unum að kveðja Colin Powell. Hann hlýtur að segja honum hvað við fs- lendingar erum alltaf staðfastir að standa með bandarísku hermönn- Óli Ómar Ólafsson segir Davíð klókan að hitta Colin Powellnú. Leigubílstjórinn segir unum þarna niðri í frak. Við stönd- um með þeim sama þótt þeir skjóti á særða menn. Þetta er sérkennileg ftamkoma hjá þeim en við erum svo staðfastir og tökum utan umþá. Það er skrýtið að Davíð þurfi að fara alla leið þama vestur um haf til að tala við mann sem er að hætta. Þeir fá þá allavega dagpeninga, hann og hans fríða föruneyti, þótt ekkert komi út úr þessu. Davíð er klókur að hitta Powell á þessum tíma. Það hefúr svo sem ekkert komið út úr viðræðunum, hingað til, við þá sem eiga eftir að sitja áffarn, þannig að það getur bara verið betra að tala við þann sem er á leiðinni út. Powell getur kannski lofað og lofað öllu fögru en þar sem hann er að hætta, getur hann skýlt sér á bak við það. Ég sá nú ekki Davíð hjá Gísla Marteini um helgina en ég frétti að hann hefði verið góður. Annars veit ég ekki hvernig fer með herinn þama suðurfrá. Fyrir löngu vildi ég að Bandaríkjamenn borguðu stórfé fyrir að fá að vera þama, en nú sýn- ist mér að það væri lítið upp úr því að hafa. -'í' Umferðaröngþveiti myndaðist í höfuðborginni síðdegis í gær þegar snjó kyngdi niður án afláts. Flest- um að óvömm. Bflstjórar stóðu í þeirri trú að þeir kæmust heim úr vinnu eins og venjulega. Á sumar- dekkjunum. Snjórinn hefði þó ekki átt að koma á óvart. Svona snjóspýja kom líka á svipuðum tíma í fyrra. Og þá varð fólk jafn hissa. Munurinn á snjónum nú og þá er að þennan snjó á ekki eftir að taka upp. í hönd fer mikil norðan- átt og frostharka upp á mínus tvö til tólf stig og sér ekki fyrir endann á því. Snjórinn sem nú hvflir yfir Reykjavík hefúr þó sýnt og sannað að í umferðinni er stór hópur öku- manna sem nær aldrei hefur ekið í snjó og kann það fyrir bragðið ekki. Dæmi em þess að ungir ökumen hafi reynt að taka fram úr snjó- ruðningstækjum á fullri ferð. Það ætti hver ökumaður að varast í lengstu lög. Úti á landi ekur fólk betur í snjó. Er vanara því. Snjórinn er þar meiri auk þess sem þeim saltaustri sem tíðkast í höfúðborginni er ekki beitt þar. Reykvfldngar eru háðir saltinu og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga - eða stýra - þegar þess nýtur ekki lengur við undir hrfm- hvítri vegslæðunni. D-LINK Þráðlaus netbúnaður Innifalið í verði: ( 900 • ADSL módem 's>--------"-------- ADSL módem • Þráölaus 54 Mbps sendir • 4 porta skiptir (switch) • Beinir (router) og eidveggur Innifalið í verði: Þráölaus 108 Mbps sendir Þráölaust 108 Mbps netkort f/ferðavélar 14.900,-) svar) tækni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.