Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Blaðsíða 13
EW Fréttir MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2004 13 Vilja Ríkið í miðbæinn Fyrirhugaður flutningur áfengisverslunarinnar á Vopnafirði úr húsnæði gjald- þrota Kaupfél- ags Vopnfirð- inga í söluskáia Esso í bænum, var tekinn til umræðu á fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps nýver- ið. Þar er fyrirhuguðum flutningi mótmælt og þeim tilmælum beint til ÁTVR að verslun með áfengi verði áfram í miðbæ Vopnafjarðar, í takti við skipulag verslunarsvæðis í miðbænum. Mús stoppar flugvél Kínversk flugvél var fyr- ir skemmstu stöðvuð í flmm daga vegna húsa- músar sem var laumufar- þegi um borð. Talið er að músin hafi komið um borð í vél China Eastem Airlines Airbus A300 í Shanghai en fyrst var tekið eftir henni í Singapúr. Flugiiðar um borð stöðvuðu ferðir vélar- innar þar sem talið var að músin gæti nagað í sund- ur leiðslur um borð. Meindýraeyðar voru kall- aðir til og í fimm daga reyndu þeir að ná mús- inni með 36 gildrum, 20 búmm og sérstöku lím- bandi. Þeim tókst að ná músinni á þriðja degi en eyddu tveimur dögum í viðbót úl að ganga úr skugga um að músin hefði verið ein á ferð. Landkotstúnið Arkitekt Reykja■ víkurborgar leggstgegn því að þarna verði reist íbúðarhús. Hægt gengur með að greiða úr hundrað milljóna króna skuld Kaþólsku kirkjunnar Ekkert byggtá Landakotstúni „Við bíðum bara,“ segir séra Georg, prestur í Landakoti, um samningaviðræður sem staðið hafa á milli Kaþólsku kirkjunnar og Reykjavíkurborgar um austurhluta Landakotstúns sem kirkjan vlll selja. Ástæðan er hundrað milljóna króna skuld Kaþólsku kirkjunnar sem tilkomin er vegna skólabygg- ingar og endurnýjunar á gamla skólahúsinu á kirkjulóðinni í Landakoti. Lilja Grétarssóttir, arkitekt hjá Skipulagsfulltrúa borgarinnar, hef- ur skilað umsögn um hugsanlega nýtingu þessa túnskika ef af kaup- um verður. Niðurstaða Lilju er að ekki sé ráðlegt að byggja þarna íbúðarhús að svo komnu máii. Eða eins og segir í umsögn hennar: „Þrátt fyrir að eitt af aðalmark- miðum Aðalskipulags Reykjavlkur 2001-2004 sé að þétta byggð þá mælum við ekki með að umrætt svæði verði lagt undir íbúðabyggð. Meginástæðurnar eru í fyrsta lagi að fórna þyrfti útivistarsvæðinu/ skrúðgarðinum, í öðru lagi að þrengja að andrými kirkjunnar og í þriðja lagi hefur svæðið vemdar- gildi og breyting sem þessi hefði mikil umhverfisleg áhrif í för með sér í gamalgrónu hverfi,“ segir í um- sögn Lilju Grétarsdóttur. Og jafn- framt: „Húsin sem standa við svæð- ið eru flest tveggja hæða steinsteypt hús með kjaUara og lágreistu valma- þaki, nokkuð góðir fulltrúar íslenska fúnksjónalismans.'“ Fyrir hönd Kaþólsku kirkjunnar rekur Friðjón Örn Friðjónsson hæstaréttarlögmaður málið og er mjög þrýst á að Reykjavíkurborg leysi til sín túnið gegn álitlegri greiðslu. Fjarhagsstaða Kaþólsku kirkjunnar í Reykjavlk er í húfi. uiij •rrrrn Atlantis Margir hafa reynt að gera sér í hugarlund hvernig Atlantis leit út. Hér er ein útgáfan. AMs Mn og sögD líhjast Irásöpm PHós Bandarískir vísindamenn telja sig hafa fundið hina týndu borg Atlantis úti fyrir strönd Kýpur. Samkvæmt sónarmælingum virðast stór mann- virki vera á hafsbotninum milli Kýpur og Sýrlands. Vísindamenn- irnir segja að umfang mannvirkj- anna og stærð þeirra passi við frásagnir Platós af borginni og kon- ungdæminu. Hópur vísindamanna eyddi nýlega sex dögum við rannsóknir á hafsbominum á þessum slóðum. Þeir telja sig hafa fundið umfangs- mikil mannvirki, þar á meðal tvo 2 km langa, hiaðna veggi á hæð á sjávarbotninum. Passar við Plató Robert Sarmast, leiðtogi hópsins, segir að hinir hlöðnu veggir séu á toppinum á flatri hæð þar sem musteri Atlantis stóðu eitt sinn. Hann ætlar að nota niðurstöðurnar úr sónarmælingunum til að gera Neðansjávar Teiknuð mynd afþví sem hugsanlega er að finna á hafsbotninum fyrir utan Kýpur. þrívíddarmynd af þessum mann- virkjum sem liggja á um 1,5 km dýpi. „Hæðin í heild sinni lítur út eins og manngert svæði umlukið steinveggj- um,“ segir Robert. „Og svæðið passar fuilkomlega við lýsingar Platós af Acropolis-hæðinni." Tilviljanir Fram kemur í máli Roberts að allar stærðir sem þeir hafa mælt út á og í kringum þessa hæð séu í svo fullkomnu samræmi við frásagnir Platós að erfitt sé að gera sér í hugar- lund að um tilviljun sé að ræða. „Ef þetta er tilviljun erum við sennilega að horfa á stærstu tilviljun í heimi," segir hann. Ekki í fyrsta sinn Tilviljun eða ekki er þessi fundur alls ekki sá fyrsti í sögunni. Vísinda- og rannsóknarmenn telja sig hafa fundið Atlantis víða um heim. Borgin og konungdæmið liafa „fundist" úti fyrir ströndum Spánar, Kúbu, suðvestur af Englandi og jafnvel alla leið í suðurhluta Kínahafs. Atlantis, frægt útópíu-samfélag sem hvarf, hefur vakið áhuga vísinda- og fræði- manna um allan heim allt frá því að Plató skrifaði sögu sína af því. Plató skrifaði fyrir meir en 2000 árum að þetta hefði verið land náttúrufegurð- ar, gífurlegra auðæfa og háþróaðrar menningar. • •• að vera félagsfælin „Ég hef verið óstjórnlega feim- in frá því að ég man eftir mér. Stundum hafa verið ákveðin tíma- bil þar sem feimnin hefur tekið öll völd í lffi mínu, þar sem ég get ekki gert neitt annað en að vera feimin. Þá þori ég ekki að mæta í skóla eða fara í vinnu og get ekki litið ffarn- an í nokkurn mann. Ég byrjaði fyrst í háskólanum fyrir tveimur árum og þorði ekki að tala í tím- um, var viss um að ég væri að segja eitthvað vidaust og heimskulegt og bara skammaðist mín fyrir að vera yfir-leitt til. Þetta er rosaleg minni- máttarkennd og maður ímyndar sér ótrúlegustu hluti. Ég lét því lít- ið fara fyrir mér og var orðin mjög góð í því að láta mig bara hverfa. Gat ekki verið eðlilegt Ég eincmgraðist meira og meira og það gerði mig þunglynda. Ég missti samband við marga þegar mér leið sem verst, það var erfitt að hitta fólk og ég þorði einu sinni ekki að svara í símann. Tilgangs- leysið helltist yfir mig og ég gat ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Þannig voru dagarnir hjá mér. Mér fannst ég vera aumingi að þora ekki að gera neitt, það var ekkert líkamlegt að mér. Ég áttaði mig eiginlega aldrei á því að þetta væri veiki. En þetta gekk allt of langt og gat ekki verið eðlilegt. Loks leitaði ég hjálpar og fór til sál- fræðings. Hann lét mig taka próf og þá kemur í ljós að ég er félags- fælin. Félagsfælnin hafði svo leitt af sér þunglyndi sem svona bónusauka. Er félagslynd Þessi sjúkdómur er mjög mót- sagnakenndur. Ég er félagsfynd og hef gaman af fólki. Félagsfælnin gerir það hins vegar að verkum að ég nýt þess ekki. Maður býr sér til búr sem maður kemst ekíd út úr. Það er erfitt að kynnast fólki þegar maður er svona. Ég hef þó átt mjög góða vini og eftir að sjúk- dómurinn komst upp hefur allt far- ið í rétta átt. En ég missti samband við marga þegar mér leið sem verst þar sem ég þorði stundum ekki að svara í símann. Einn dagur í einu Ég er nú í meðferð við fé- lagsfælni sem felst í raun í því að ögra mér. Áður sleppti ég því að fara á mann- marga staði. Núna kem ég mér markvisst í aðstæður sem mér líð- ur illa í og tekst svo á við feimnina og hræðsluna. Ég læri í Bókhlöð- unni, tala í tímum, fer í sund og fleira. Markmiðið með hverjum degi er að fara út úr húsi og hitta fólk. Ég sæki svo fundi fyrir félags- fælna í húsi Geðhjálpar á Túngötu 7. Þetta eru rosalega góðir fundir, við tölum saman og segjum frá okkur. Það er léttir að geta sótt fundina og fólkið er frábært. Það er mikilvægt að viðurkenna og tala um sjúkdómin. Ég segi stundum í gamni að þetta sé eins og að koma út úr skápnum. Maður hafði hald- ið þessu innra með sér en leið svo miku betur eftir að hafa ságt frá. Það hefur auðveldað mér öll sam- skipti. Mitt markmið er að vinna áfram í meðferðinni og lifa eðli- legu lífi.“ „Ég missti sam- band við marga þegar mér leið sem verst, það var erfitt að hitta fólk og ég þorði einu sinni ekki að svara í símann." w*■,' L“ hú„ teltaft allra l.ifta til >» .Utna á .Júk- fólki' tömu stöðu hvatning til aft leita sér hjálpar og takast á v.»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.