Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2004
Menning DV
Cameron Corbet, Jóhann Freyr Björg-
vinsson og Lovísa Gunnarsdóttir, en
auk þeirra dansa fimm böm í sýning-
unni, þau Inga Huld Hákonardóttir, Jó-
hanna Stefánsdóttir, Kolbeinn Ingi
Bjömsson, Lilja Rúriksdóttir og Níels
Thíbaud Gírerd.
Auður segir: „Svo varð ég fyrir þeirri
blessun að fá bömin í sýninguna og
það í verkfalli skólanna. Það var yndis-
legt því þá var hægt að æfa þau betur.
Það er svo gott að fá sakleysi þeirra inn
í myndina."
Leikarar taka þátt í danssýningunni:
Ambjörg Hlíf Valsdóttir, Baldur Trausti
Hreinsson, ívar Öm Sverrisson, Kjartan
Guðjónsson, Nanna Kristín Magnús-
dóttir, Ólafi'a Hrönn Jónsdóttir og
Ragnheiður Steindórsdóttir.
„Leikararnir em fólk sem er til í að
prófa eitthvað nýtt og reyna nýjar að-
ferðir í vinnu. Þannig að það var gaman
að vinna með þeim," segir Auður og er
svo þotin.
Lýsing er í höndum Ásmundar
Karlssonar og Harðar Ágústssonar og
um leikmynd og búninga sér Rebekka
A. Ingimundardóttir.
Sýningar á verkunum tveimur verða
þrjár: ffumsýning er á miðvikudag, en
síðan verða sýningar á þriðjudag í
næstu viku, þann 23. og svo miðviku-
daginn 1. desember.
Flugur
Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is
VANDA Rlkisútvarpsins var
skemmtilega lýst I löngum Kastljós-
þætti i fýrrakvöld. Tveir spyrlar,
starfsmenn RÚV, reyndu að hafa
stjórn á prógrammi sem hafði verið
kastað upp í flýti kringum könnun
sem RÚV hafði pantað um sjálft sig.
Þeir ræddu við enn fleiri starfsmenn
RÚV, fyrrverandi og núverandi, ráð-
herra RÚV og formann Vinafélags
RÚV og útvarpsstjóra RÚV. Þá var
spjallað um línur við einstaklinga i
þremur landshornum. Þátturinn fór
úr böndunum: hljóðvarpshlutinn
gleymdist, það var rétt tæpt á rás 2.
ÁTAKANLEGAST var að heyra fyrr-
verandi Heimdelling og
flokksmann Sjálfstæöis-
flokksins, útvarpstjór-
ann sjálfan, þvo sér I
þrigang afáburöi
um pólitísk afskipti
af Ríkisútvarpinu.
Nei það haföi bara
ekki gerst, var nánast
þjóðsaga, alla vega ekki
I seinni tíð, tautaði Markús oní
bringuna á sérþegarhann upp-
götvaði hvaö hann var búinn aö
skrökva mikið.
MENNTAMÁLARÁÐHERRA virðist
vera kominn á þá skoðun að það
eina sem geti bjargaö andliti henn-
arsé að
tönnlast á því í
tima og ótíma
að hún leyfi ekki eyðslu, þvæla fram
og tilbaka um forgangsröðun. Enda
hvað getur stelpugreyið sagt? Hall-
dór og Davið nýbúnir öðru sinni að
ganga gersamlega yfir hana og
framundan sama pattstaða I mál-
efnum RÚV og rikt hefur um árabil.
FRAMTÍÐ RÚV ræðst afsamkomu-
lagi flokka vinstra megin við miðju
þarsem Sjálfstæðisflokkurinn verð-
ur skilinn eftir. Höggva verður á
hnút eftirlaunagjalda og gefa stofn-
uninni kost á að endurskipuleggja
lífeyrisskuldbindingar sínar. Losa
verður hljóövarpshlutann frá Sjón-
varpinu sem er frekari parturinn í
samsteypunni og siðan losa haft
Sinfóníunnar af hljóðvarpinu. Það er
fáránleg staða að ráðamenn skuli
þora og geta gert Sinfóniuna aö
sjálfstæðum aðila og lýsir engu öðru
en metnaðarleysi og heigulshætti
pólitískra flokka i landinu. Áð þess-
um forsendum gefnum er hægt að
ræða af viti um stöðu og stefnu Rlk-
isútvarps og Ríkissjónvarps í flóru
fjölmiðlunar i landinu, fyrr ekki.
RÁÐHERRA fann fljótt i þættinum
að hann var umkringdur, ekki bara
af RÚV-liðinu, heldur líka afþegj-
andalegum ungling-
umápöllunum
sem voru fulltrúar
meirihlutans sem
í könnunum vill
eiga almennilegt
Ríkissjónvarp og
Hljóðvarp á j
tveimur rásum.
Þjóðin kærir sig
ekki um hlutafélag
um reksturinn eftir
Símaævintýrin. Þegar ráðherrann
fann að ætlast var til peninga úr rík-
iskassanum í framleiðslu leikins efn-
is fór hún öll að aka sér og sett
talandann ígang og sagði ekkert af
viti ismástund þar til henni leið að-
eins betur.
Tvö ný íslensk
dansverk eftir
Auði Bjarnadóttur
verða frumsýnd á
morgun í Þjóðleik-
húsinu: Ern eftir
aldri er sýningin
kölluð og sam-
anstendur af tveim-
ur verkum sem
börn og fullorðnir
dansa, leikarar og
dansarar. Svölu-
leikhúsið stendur
að sýningunni í
samvinnu við Þjóð-
leikhúsið
V' ið gripum Auði fimm mínút-
um fyrir rennsli í gær. „Ég er
að reyna að tengja saman.
Fjallkonuímyndin hefúr sótt á
mig lengi. Ritgerð Ingu Dóru Bjöms-
dóttur um þær hugmyndir sem eru að
baki fjallkonutákninu var mjög inn-
spírerandi og svo var mér bent á mynd-
ina hans Magnúsar."
Heilmildarmynd innblástur
Fyrra verkið, Em eftir aldri, er inn-
blásið af samnefndri heimildarmynd
Magnúsar Jónssonar kvikmyndagerð-
armanns og leikstjóra. Magnús stýrði
tökum fyrir sjónvarpið af þjóðhátíðar-
haldi um allt land sumarið 1974. Að
loknu þjóðhátíðarsumrinu ákvað hann
að gera sérstaka yfirlitsmynd um há-
tíðahöldin og lauk við hana. Forráða-
menn sjónvarpsins vildu ekki sýna
hana og lá myndin ósýnd í fjölda ára,
enda heldur háðuleg mynd af þjóð-
rembingi og yfirborðskenndum þjóð-
armetnaði. Þess mynd notar Auður
sem gjafa fyrir dansverk.
Auður segir: „Ég er að reyna að
blanda saman pólitík og kannski
svolitlum femínisma við dansinn, tengi
það síðan saman við texta og mynd.
Þetta er tilraun til að búa til íslenskt
dansleikhús."
Myndbandavinnslu sér Efisabet
Rónaldsdóttir um og texta hefur Efisa-
bet Jökulsdóttir samið. Tónlist hefur
Jóhann G. Jóhannsson samið og flytur
við þriðja mann.
Ef væri ég fugl
Hitt verkið, Ef ég væri fugl, er samið
við tónlist Áma Egilssonar við ljóðið
From the Rainbow eftir Dorette Egils-
son konu hans, sem er ort til minning-
ar um böm sem hafa orðið fómarlömb
ofbeldis. Auður sagði verk sitt hafa
sprottið fyrst og fremst af tónlist Áma:
„Einn daginn vill maður reyna að gera
eitthvað til að bæta heiminn, fara til
Afríku eða eitthvað, annan daginn get-
ur maður ekkert gert.“
Ámi og Dorette hafa búið í Banda-
ríkjunum um árabil, en þessa dagana
er Ámi í kastljósi hér heima: bæði er
hér flutt nýtt dansverk við tónlist hans
og einnig er flutningur á nýju verki með
Mezzoforte fyrirhugaður í Langholts-
kirkju innan fárra daga. Ljóðið verður
flutt í sýningunni í þýðinguÁma Ibsen,
og Ania Harre vinnur myndband við
sýxúnguna. Sex manna strengjasveit
leikur undir stjóm Hákonar Leifssonar.
Auður
Danshöfundurinn og leikstjórinn
Auður Bjamadóttir hefur dansað með
íslenska dansflokknum, við Bayerische
Staatsoper í Múnchen, með Basler
Ballet og Konunglega sænska ballettin-
um. Frá 1987 hefur hún starfað jöfnum
hönd-
um við
leik-
hús og
dans,
sem
höf-
undur
og leik-
stjóri,
hjá ís-
lenska
dans-
flokknum, Listdansskóla íslands, Þjóð-
leikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Leik-
félagiAkureyrar.
Auður hefur verið forkólfur í rekstri
sjálfstæðra danshópa sem komið hafa
undan starfi íslenska dansflokksins.
Hún var listrænn stjómandi íslenska
dansflokksins frá 1989 til 1990 og stofn-
aði Pars pro toto ásamt fleirum og síð-
an Svöluleikhúsið árið 1990. Meðal
verka hennar em sólóverkin Ertu svona
kona og Andinn í rólunni, Mánans ar,
Jörfagleði, Sálmar lífsins og Salka Valka
sem íslenski dansflokkurinn sýndi á
Listahátíð í Reykjavík.
Auður leikstýrði Ástarsögu 3 eftir
Kristínu Ómarsdóttur í Borgarleikhús-
inu 1997, Söngvaseið á Akureyri 1998
og ópemnni Maður hfandi 1998 og
bamaóperunni Ófelíu 1999 með
Strengjaleikhús-
inu. í janúar 2005
verður frumsýnt
leikrit Kristínar
Ómarsdóttur,
Segðu mér allt, í
leikstjóm Auðar í
Borgarleikhús-
inu.
Hópurinn
Svöluleikhús-
ið stendur að sýningunni ásamt Þjóð-
leikhúsinu. Það hefur verið styrkt af
menntamálaráðuneyti, menningar-
borgarsjóði og Henson.
Dansarar em Ástrós Gunnarsdóttir,
Jagúar sýnir tennurnar
Þessir tveir diskar sýna bandið í
sinu besta formi. Dansaðu fíflið
þitt... var hljóðritaður í vor á Lista-
hátíð. Vettvangurinn var Nasa og
hafði bandið bætt við sig auka-
mönnum til að takast á við tónlist
Tómasar Einarssonar i nýjum út-
setningum Samuels. Öllum viðstödd-
um bar saman um að kvöldið hafi
verið einstaklega vel heppnað. Sig-
urður Flosason og Óskar Guðjóns-
son settust í blásarasveitina þetta
kvöld, Sigtryggur Baldursson skaust
í slagverkið og Bogomil Font hóf
raust sína við þeyting Gisla Galdurs.
Alls voru níu lög fest í afrit á tveimur
hljómleikum en bandið var fullskip-
uð fjórtán manna sveit.
Þriðja breiðskífa Jagúars kemur í
verslanir á laugardag og verður efnt
til margvislegra hátíðahalda í tilefni
dagsins sem endar aftur i blástri við
hljóðfæraslátt á Nasa. Hello Some-
body hefur að geyma 10 lög en sú
breyting hefur orðið á frá fyrri breið-
skífum hljómsveitarinnar að textum
og söng hefur verið bætt við laga-
smíðarnar.
Jagúarmenn halda sig við vandað
gleðifönk sem höfðar til allra aldurs-
hópa. Þeir hafa viðað efni í laga-
smíðarnar að sér víða á undanförn-
um þremur árum enda vinsæl tón-
leikahljómsveit sem spilað hefur á
mörgum virtustu tónleikastöðum
Evrópu.
Þá fóru sveitarmeðlimir í píla-
grimsferð til Harlem í New York sl.
sumar til að kanna rætur sálartón-
listarinnar og þar fæddist nafnið á
plötuna. Jagúar fengu Al Stone, upp-
tökustjóra Jamiroquai, til að vinna
að tveimur laganna á plötunni með
sér og hafa nýverið ráðið sér um-
boðsmanninn Keith Harris til að
vinna að framgangi og útgáfu á efni
sinu utan íslands.
Hello Somebody var tekin upp í
Stúdíó Silence sem er í eigu Jagúar-
bræðranna Daða og Barkar Birgis-
sona. Daði sá um upptökustjórn á
plötunni fyrir utan þau tvö lög sem
Al Stone vann að með honum. ívar
Bongó sá um hljóðblöndun i Sýr-
landi.
Útgáfudagurinn verður annasam-
ur hjá þeim sjömenningum. Þeir
hefja daginn á djammi í nýju Smekk-
leysubúðinni i kjallaranum i Kjör-
garði klukkan 75.00. Siðan koma
þeir fram í þætti Gísla Marteins um
kvöldið og taka þar tvö afeigin lög-
um. Harry Belafonte verður einnnig
gestur i þættinum sem erindreki
Sameinuðu þjóðanna og standa
vonir til að hann taki eitthvað afsín-
um lögum með hljómsveitinni. Út-
gáfutónleikar sveitarinnar hefjast
síðan á Nasa klukkan 22.00. Spila-
bandið Runólfur sér um að kynda
upp stemminguna. Hljómsveitin
mun síðan fylgja útgáfu disksins eft-
ir með uppákomum fram til jóla en
þá hefst undirbúningur fyrir útgáfu
disksins á merki Smekkleysu í Bret-
landi og á meginlandi Evrópu.