Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Síða 31
DV Siðast en ekki síst
MIÐVIKUDACUR 17. NÓVEMBER 2004 3 í
Get ég fengið óskalag?
Hver man ekki eftir þeim sívin-
sæla útvarpsþætti Óskalögum sjúk-
linga sem ailtaf var á dagskrá fyrir
hádegi á laugardögum? Eflaust eru
þeir ófáir sem hrista núna höfuðið
og rekur ekki minni til notalegra
laugardagsmorgna, áður en alhr
laugardagar urðu undirlagðir af
búðarferðum í Hagkaup og viðlíka
skemmtilegri athafnasemi, þegar
maður í staðinn kúrði undir sæng og
hlustaði á Óskalög sjúklinga, kynnt
af góðlegri konu. Meðal þeirra laga
sem þar mátti heyra voru flest vin-
sælustu íslensku dægurlögin á þeim
tíma.
Sum voru betri en önnur en eitt
fannst mér alltaf hálfklént. Alltaf bað
einhver sjúklingurinn um það og
iðulega var það spilað undir lokin.
Það var ísland er land þitt, sungið af
Pálma Gunnarssyni. Ég var þó
greinilega í minnihluta og lagið
vissulega var og er vinsælt. Og nú
eru sjúklingamir greinilega komnir
á þing, a.m.k. hafa tveir varaþing-
menn Sjálfstæðisflokksins, Sigríður
Ingvarsdóttir og Hilmar Gunnlaugs-
son, beðið um óskalag í formi þings-
ályktunartillögu um að þetta lag -
eða ísland ögrum skorið - eigi að
verða nýr þjóðsöngur íslendinga.
Þann gamla sé svo erfitt að syngja og
því best að láta hann róa.
Það eru ekki aðeins laugardags-
morgnar með Óskalögum sjúklinga
sem koma upp í hugann þegar
fregnir berast af þessari tillögu um
nýjan þjóðsöng. Auðvitað er hætt
við að maður verði kjaftstopp þegar
íslendingar eru orðnir aðilar að
stríðsátökum, þegar grunnskóla-
börn um land allt hafa ekki fengið
kennslu svo vikum skiptir og þegar
stefnir í að norðurheimskautið verði
bráðnað um það leyti sem barna-
börnin okkar komast á legg og svo
kemur í ljós að ekkert af þessu er efst
Kjallari
í huga varaþingmanna Sjálfstæðis-
flokksins sem bregðast hratt og
örugglega við og áður en maður nær
að segja „veruleikafirring" er fram
komin tillaga um brýnt mál: Nýjan
þjóðsöng.
Á tímum sem þjóðríkið er í upp-
lausn er kannski þakkar vert að til
skuli vera fólk sem nennir að velta
fyrir sér þjóðsöngnum - og undirrit-
uð getur vart lýst sig saklausa af því
þar sem hún situr í miðju kafi við að
semja heila grein um málið. En þetta
er ekki eina málið sem figgur fyrir
þinginu þar sem þjóðtákn eru til
umræðu. í þingsálykfrmartillögu um
að íslenski fáninn skuli vera í þingsal
er spurt spurninga sem hljóta að
eiga að varða þjóðina: „En hvemig
má það vera að innan veggja Alþing-
is, hvar rætt er um eflingu, vegsemd
og gildi þingsins í íslensku þjóðlífi,
skuli þjóðfáni vor ekki hafinn til vegs
og virðingar?"
Flutningsmenn tillögunnar em
Guðmundur Hallvarðsson og þing-
menn úr öllum flokkum nema
reyndar Vinstrihreyfingunni - grænu
framboði. Ætlunin er að þjóðfáni ís-
lendinga verði hinu háa Alþingi til
sóma. Hér á að skapa enn eina hefð
til að styrkja þjóðríkið ísland. En af
hverju að styrkja þjóðrfkið ísland
núna? Eykst tahð um þjóðina og
þjóðrembingurinn eftir því sem
þjóðemið verður merkingarlausara
og innihaldsrýrara hugtak? Eða eiga
fáninn og söngurinn og aht hitt að
dreifa athyghnni frá almennu ósjálf-
stæði íslendinga á alþjóðavettvangi
þar sem við hlaupum á eftir Banda-
ríkjunum og Atlantshafsbandalaginu
f hverja þá átt sem okkur er sagt? Eiga
tihögur um fána og söngva að koma í
staðinn fyrir raunverulega sjáhstæð-
isbaráttu? Því að þeir sem mæra
mest sjálfstæðið og þjóðríkið virðast
oft vhja hafa htið fyrir sjálfstæðinu og
þiggja sín boð að utan - og þá eink-
um úr einni átt.
íslenski fáninn er fahegur og
hátíðlegur og núverandi þjóðsöngur
er líka fahegur sálmur. ísland er land
þitt er raunar líka fahegt lag og eldist
furðu vel, það hljómar reyndar betur
í mín eym nú en í gamla daga þegar
Rabbarbara-Rúna bar höfuð og
herðar yfir önnur lög - og kannski
væri það ekki slakur þjóðsöngur
enda auðvelt að læra textann. Þar er
kannski annað óskalag fyrir þing-
menn sem vhja leggja orð í belg.
Hins vegar vekja ahar þessar
nýju hefðir; fáninn í þingsal, nýir
Og nú eru sjúkling-
arnir greinilega
komnir á þing, a.m.k.
hafa tveir varaþing-
menn Sjálfstæðis-
flokksins...
þjóðsöngvar og ný þjóðarblóm upp
þá spurningu hvað búi að baki
hefðinni og hvort ekki sé kominn
tfmi th að hætta þessum látalátum
með íslenskt þjóðerni. Kannski
væri nær að velta því fyrir sér hvers
virði þjóðernið er þegar yfirvöldum
hér á landi virðist finnast það far-
sælast að elta stóra bróður í hvert
fenið á fætur öðru og þau standa
síðan roggin og keik yfir öhu saman
meðan hörmungarnar dynja yfir
ógæfusamar þjóðir í austri, af okkar
völdum.
Bandaríkjamenn
slíðri sverðin
Einar Ingvi Magnússon skrifar.
í þau skipti sem ég hlusta á fréttir
opna ég helst fyrir ameríska útvarps-
stöð tíl að fá fréttir af veraldlegu heims-
málunum. Alveg síðan hin hörmulega
árás var gerð á tvíburatumana í New
York hefur helsta fréttaefiii Kanans ver-
ið hryðjuverk og ógnin sem stafar af
hryðjuverkamönnum í arabalöndum.
Þessi hryðjuverkaótti virðist vera kom-
inn á heila Bandaríkjamanna með því-
líkri áráttu að þeir geta vart um annað
hugsað.
Eftir að kommagrýlan hætti í
kommúnistafiokknum tók hún íslams-
trú og fór að ákaha Ahah. Ja, eftir óvina-
formúlu Kanans að dæma. Ég sárvor-
kenni amerísku þjóðinni hvemig hún
tekur á þessu máh, því með áframhald-
andi hræðsluáróðri eiga þeir og fómar-
lömb þeirr vart rólegar nætur eða daga.
Hafa Bandaríkin kahað yfir sig
hörmungar með útþenslustefnu sinni
og afskiptasemi í alþjóðamálum og
ekki hve síst árásum á Islamstrúar-
menn sem þeir útmála sem erkifjendur
sína í kvikmyndum? Skoðanamótend-
ur í Hohywood leggja dag og nótt í m'ð
og skröksögur um múhameðstrúar-
menn og menningu þeirra.
Er ekki að nóg gert hjá hatursfullum
auðvaldssinnum vestanhafs? Með
gegndarlausum árásum á írak á eftir
öhu sem á undan er gengið, spyr mað-
ur hver sé mesti hryðjverkamaðurinn?
Ég hef fulla samúð með amerísku
þjóðinni, en mér finnst að hún sem
feðraveldi heimsins ætti að taka af-
stöðu í heimsmálapóUtfldnni en þá
sem hún hefur gert árásarhneigð um
víðan vöh í skjóh frelsis, friðar og trúar.
Sem feðraveldi vUdi ég sjá hana sem
boðbera friðarins og framganga í kær-
leika þess Guðs, sem hún segst treysta á
og doUaraseðlamir vima um í orði, en
ekki í verki.
Vægir ekki sá sem vitið hefur meira?
Ef Bandaríkjamenn vhja vera í flokki
góðu gæjanna munu þeir shðra sverð-
in. Ef ekíd verða þeir í hópi afkastam-
esm og vægðarlaususm hryðjuverka-
manna se sögur fara af.
Borgarstjóraskiptl Ingibjörg Sólrún Glsladóttir afhendir ÞórólfíÁrnasyni lyklavöldin IRáöhúsinu fyrir slðustu þingkosningar.
Samfylkingarmaður
saknar lýðræðis
Reykvískw samfyikingarmaður
skrifar:
Nú get ég ekki lengur orða bund-
ist. Ég hef verið eins og aðrir að fylgj-
ast með umræðunni um „Þórólfs-
málið" í fjölmiðlunum og í þeirri um-
ræðu hefur hvað eftir annað verið
rætt við borgarstjórann fyrrverandi,
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur (ISG).
Fjölmiðlamenn hafa ekki spurt
hana mjög grimmt út í það „afrek"
hennar að ráða Þóróh í þá vinnu, sem
hann er nú að missa, og þá augljósu
póhtísku ábyrgð sem hún hlýtur þar
af leiðandi að verða að axla af þeim
miklu póhtísku mistökum.
Svo er það annar flötur á póhtískri
frammistöðun ISG í borgarmálum,
sem fjölmiðlamenn hafa heldur ekki
komið auga á, það er að segja sú stað-
reynd að ISG og hennar samfylking-
arfélagar í forystu R-hstans, hafa
aldrei borið nein borgarmál undir
flokksfélaga sína í Reykjavík, enda
Lesendur
ekkert borgarmálaráð starfandi í
flokknum.
Nei, getur það verið? mun nú ein-
hver spyrja, er ekki ISG í forystu fyrir
vinnu Framtíðarhópsins innan Sam-
fylkingarinnar?
Jú, vissulega er ISG það og í
Framtíðarhópnum er eitt aðalþem-
að aukið lýðræði á öhum sviðum
þjóðlífsins. En ISG „gleymdi" að
standa fyrir auknu flokkslýðræði,
hvað varðar borgarmálin. Hún
„gleymdi" að bera það undir flokks-
fólkið þegar hún réð Þórólf og hún
„gleymdi" að tala við flokksfólkið
þegar hún neyddist til að taka þátt í
því að láta hann fara.
En hinir R-listaflokkarnir í borg-
inni; eru þeir eitthvað skárri að þessu
leyti? Jú, þeir héldu fundi um „Þór-
ólfsmálið" og þar eru starfandi borg-
armálaráð, þar sem öh helstu borgar-
mál er rædd.
Reykvískur samfylkmgarmaðw.
• Þjóðin á enn erfitt með að átta
sig á því að Davíð Oddsson utan-
ríkisráðherra hefur
látið af embætti sem
forsætisráðherra.
Ekki er skrýtið þótt
almenningur sé
ringlaður því annál-
aðir fréttahaukar á
borð við Óla Tynes á
Stöð 2 hafa enn ekki
uppgötvað brott-
hvarf Davíðs.
Þannig var það í
fréttum Stöðvar 2 í
fyrrakvöld að Óli
titlaði Davíð sem
forsætisráðherra...
• í anda þess að fólk trúir að Davíð
Oddsson sé enn hinn raunverulegi
landsfaðir þá hefur
mætt mikið á Hah-
dóriÁsgrímssyni,
forsætisráðherra í
ríkisstjóm Davíðs,
að sanna sig. Hah-
dór hefur sýnhega
reynt að létta ímynd
sína og verða eftirminnhegur en það
gengur misjafnlega. Við afhendingu
Edduverðlaunanna brosti Hahdór út
að eyrum og sagði brandara um
Spaugstofuna þar sem honum
fannst eftírherma sín, Pálmi Gests-
son, brosa óþarflega mikið...
• Samband ungra framsóknar-
manna stendur fyrir vefkosningu
um það hver sé
framsóknarmaður
ársins. Athyglisvert
er að útlaginn Kríst-
inn H. Gunnarsson
trónir í efsta sæti
með 29,7 prósent
atkvæða og er með
tæpum sjö prósentum fleiri atkvæði
en formaðurinn HahdórÁsgríms-
son. Reyndar er Sigrún Aspelund í
Garðabæ fast á hælum sleggjunnar
með 29,5 prósent. Glæst fortíð er
ofarlega í hugum htlu Frammar-
anna því Jónas Jónsson frá Hriflu
fær sín atkvæði í könnuninni...
• Margir muna harða dehu sem
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, hjúkr-
unarforstjóri og sveitarstjómamað-
ur í Búðardal, stóð í eftir að hún var
sökuð um að hafa sparkað í pung
mjólkurfræðings. Guðrún Jóna er
baráttukona rétt eins og bróðir
hennar Kristinn H. Hún kærði eig-
inkonu mjólkurmannsins á móti
fyrir að berja sig í andhtið. Af þessu
og fleim spruttu dómsmál og Guð-
rúnu Jónu var vikið úr starfi tíma-
bundið. Nú er hún flutt úr Búðardal
th Akraness og mjólkurstríðinu
væntanlega lokið...
• Átökum innan bæjarstjórnar
Vestmannaeyja er lokið í bili eftir að
Andrés Sigmunds-
son bakari var sett-
ur af í bæjarstjórn-
inni. Sigurvegari í
þessu máli er tví-
mælalaust Lúðvík
Bergvinsson sem
þykir hafa lent mál-
um af snilld og á endanum tekið
höfuðóvini sína, sjálfstæðismenn, í
fangið. En blikur
kunna að vera á lofti
því leiðtogi sjálf-
stæðismanna, Am-
ar Sigurmundsson,
sætir nú lögreglu-
rannsókn vegna
stjórnarformennsku
í Fjölsýn sem grunað er um stór-
felldan þjófnað og dreifingu á sjón-
varpsefni...
JT*