Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Side 20
Grafíska smiðjan ehf. 11-04 20 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 Helgarblaö DV 3+1+1: 199.800 TILBOÐ: 159.800. - 3ja sæta: 89.800 TILBOÐ: 74.800. Leðurborðstofustóll: 22.800 TILBOÐ: 15.800. Litir á stólfótum: Dökkbrúnn, Ijóst Natur og kirsuberja. ítalskur hvíldarstóll, alklæddur leðri: 99.800 TILBOÐ: 69.800. Litir:Dökkbrúnt og koniaksbrúnt leður. tOLOntO 3+1+1: 229.800 - 3+2+1: 259.800. Opið: Virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 11-16. HÚSGAGNAVERSLUN SÍÐUMÚLA 20 sími 568 8799 I www.ondvegi.is I ondvegi@ondvegi.is Fegurðarsamkeppnir hafa orðið umdeildari hér á lslandi eftir því sem þeim fjölgar. Á hverju ári koma fram nýjar keppnir sem eru sagðar vera með breyttu formi. Reynt er að bæta þá ímynd sem fegurðarsamkeppnir hafa og látið í veðri vaka að verið sé að leita að öðru en bara flottu útliti. í lokin virð- ist þó útlit og stöðluð fegurð vera það sem þessar keppnir snúast um. Þeir sem gagnrýna helst fegurðarsam- keppnir benda á að þær ýti undir staðalímyndir og hlutgeri fólk. Ungling- ar em sérstaklega móttækilegir fyrir hugmyndum um hvemig eigi að h'ta út og slíkt getur haft slæm áhrif á sjálfs- mynd þeirra. Eitthvað er að þeim skila- boðum sem samfélagið sendir frá sér því kannanir sýna að sjálfsmat unglinga fer lækkandi. I samfélagi þar sem fjöld- inn allur af fegurðarsamkeppnum er haldinn á ári hverju hljóta krakkar sem em að læra á umhverfi sitt að fá brenglaðar hugmyndir um hvað það er að vera fallegur. Því bregður við að krakkar séu famir að mæla velgengi í líf- inu efúr útliti - því sætara sem fólk er því betra sé það og vinsælla. Keppnisskap er ríkt í unglingum landsins, það má sjá í þeim fjölmörgu ræðu-, spuminga- og söngvakeppnum sem haldnar em á vegum grunnskól- anna á ári hveiju. Á íslandi búa hæfi- leikarík ungmenni og slíkar keppnir hvetja þau til að rækta hæfileika sfna enn frekar. Fegurðarsamkeppnir eiga ekkert sameiginlegt með slikum keppn- um. Þar er keppt í einhverju sem er meðfætt og ekki þarf að hafa fyrir. Eiga verðlaun í slíkum keppnum að hvetja verðlaunahafana að halda áfram að vera faUegir svo þeir geti komið aftur ári síðar til að verja titilinn? Og eiga hinir keppendumir að reyna að verða fallegri svo þeir geti átt möguleika næst? Hvaða skilaboð gefum við ungling- um með því að leyfa stanslausu áreiti um „rétt“ útlit að dynja á þeim? Það læra bömin sem fyrir þeim er haft. í grunnskólum landsins standa 13-15 ára unglingar fyrir keppnum þar sem kosið er um útlit. Þar hefjast fyrstu fegurðar- samkeppnimar. Ráðaieysi kennara Kosningamar sem haldnar em í efri bekkjardeildum í mörgum grunnskól- um á landsvísu ganga þannig fyrir sig að fyrst em kynntir þeir titlar sem keppt er í. Svo ganga bekkimir til kosninga og kjósa þann sem þau telja að passi best við hvaða titil. Atkvæðin em svo talin og úrslitin kynnt með viðhöfn á árshátíð eða balli sem haldið er á vegum skólans. En það er meira sem felst í þessum kosningum og ekki allt fallegt. Kennarar og nemendur sem DV ræddi við töluðu allir um að afleiðingar svona kosninga gætu verið alvarlegar. Þó að út á við eigi kosningamar að vera meinlausar og skemmtilegar snúast þær oftar en ekki upp í keppni um fegurð og vinsældir og vekja upp öfund, einelti og illt umtal. Visst ráðaleysi einkennir kennara sem vúa fyrir sér að taka föstum tökum á svona keppnum og segja þeir krakkana ganga mjög hart á efdr því að þær séu haldnar. í Hagaskóla em skólakosning- ar haldnar á hverju ári í kringum árshá- tíð nemenda. Meðal annars er kosið um títlana ungfrú og herra í öllum efri bekkjardeildum og svo ungfrú og herra Hagaskóla. Ómar Öm Halldórsson, kennari í Hagaskóla, segir að þetta séu fegurðar- kosningar. „Það er mjög leiðinlegt að þetta sé svona, við kennaramir höfum okkar efasemdir og erum flestfr á móti þessu. Við reynum að leggja ákveðnar línur en krakkamir ráða. Þetta er hluti af hefð og hefur verið í gangi lengur en elstu menn muna." Mikilvægt að fylgjast með Ómar segir að nauðsynlegt sé að fyigjast með framkvæmdahlið keppn- anna þar sem krakkamir eigi það til að fara offari í hugmyndum um títla sem kjósa á um. „Það hafa komið upp hug- myndir um að kjósa um vafasama títía, eins og drusla skólans. Við leyfum því sem er beinlínis meiðandi, niðrandi og kynferðislegt ekki að vera með og gríp- um því inn í ef svo ber undir." Ómar vill að umræða verði í skólum landsins um svona kosningar og forsendur þess að þær em haldnar. Hann telur að það sé greinilegt að breyta þurfi viðhorfi unglinga til fegurðar. „Mér finnst svona fegurðarsamkeppnir vera púkalegar og vil ekki hafa þær innan grunnskólanna. Það er viss tvískinnungur í gangi hjá okkur kennurum að leyfa svona. Svona ungir krakkar hafa auðvitað ekki þroska til að kjósa, þau byggja val sitt ekki á rétt- um forsendum. Við leyfúm krökkunum til að mynda ekki að velja sjálf í nem- endastjóm því að það yrðu bara vin- sældakosningar sem skila ekki endilega hæfustu nemendunum í embættin. Því sjáum við kennaramir um slíkt. Varð- andi svona kosningar er það eina sem við getum gert að beina þessu inn á sak- lausar brautir." DV kíkti í heimsókn í félags- miðstöðina Frostaskjól og spurði krakka út í afstöðu þeirra til fegurðar- og vinsældakosninga í grunnskólum. Krakkamir sögðust vilja hafa svona kosningar því þær væm skemmtilegur liður í félagstífinu. Þó mátti heyra miður fallegar sögur af þeim sem höfðu lent í áreiti og leiðindum vegna kosninganna. Þegar krakkamir vom spurðir hvort þau myndu vilja lenda í slíkum aðstæðum svömðu þau neitandi. Enginn vill vera skotspónn skólafélaga sinna. Kennarar bera ábyrgð í Árbæjarskóla em skólakosningar einnig haldnar. Titíar eins og flottasti rassinn, bijóstin og kroppurinn hafa ný- lega lagst af þar á bæ en eftir standa tití- ar þar sem útlitíð skiptir öllu. Kjartan Stefánsson kennari í Árbæjarskóla segir að furðulegt sé hvað þessar keppnir séu vinsælar. „Það er alltaf útlit sem liggur á bakvið þessa herra- og ungfrútitía, þetta er alger vinsældakosning, byggð á útlití og engu öðm. Svo er oft tí'till sannleikur í þessum kosningum, þetta snýst allt um klíkuskap hjá krökkunum, þau kjósa ekki á eðlilegan hátt og niðurstöðumar gefa því sjaldnast rétta mynd af aðstæð- unum. Krakkamir bera ekkert skyn- bragð á hvað þau em að velja." Kjartan segir að svona kosningar geti leitt af sér einelti af ýmsu tagi. „Þessar kosningar ýta undir öfúnd og auka útlitsdýrkun og orsaka óæskilega hegðun. Þær > miðast við að steypa alla í sama mót." En ber kennurum ekki skylda til aö kerma krökkunum að útlitiö sé ekki allt? „Jú, vissulega. Við erum jj a að reyna að breyta forsend- unum fyrir þessu. En það er sterk hefð fyrir svona Ásgerður Snævarr Fyrrverandi formaöur nemendafélags Hagaskóla segir vinsældakosningar hafa slæmar afleiöingar. Tómas Þór og Guðrún Sofffa Þykja kosningarnar skemmtilegar og vilja hafa þæráfram. Krakkar f Frostaskjóii Þau taka þátt I fegurðar- og vinsældakosningum f skólunum slnum á hverju ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.