Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Síða 21
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 21 akkar vilja keppa i fegurðar- og vin- sældakeppnum héma og krakk- amir vilja hafa svona. Við gerð- um könnun á síð- asta ári þar sem skoðað var hvort raunverulegur vilji væri fyrir svona kosn- ingum og það vom yfir 90% krakkanna sem vildu þetta. Ég varð mjög hissa. Við viljum fá krakkana með okkur í að breyta þessu og vinna að því að eyða útlitsdýrkun." í flestum grunnskólum landsins eru haldnar kosningar á ári hverju þar sem keppt er um marga titla sem byggjast á fegurð og vinsældum. Kennarar og aðrir sem vinna með unglingum segja að svona kosningar geti ýtt undir einelti, skapað neikvæða stemningu í skólunum og gefið krökkum röng viðmið og hugmyndir um hvað felist í að standa sig vel. Keppnirnar fara samt ennþá fram því krakkarnir vilja það. Skemmtilegten... Hvort sem þeim líkar betur eða verr eru allir nemendur í skólanum ósjálfrátt þátttakendur í slíkum skólakosningum. Það er enginn sem býður sig fram úl ákveðins titils. Atkvæðin eru mat á öll- um krökkunum í skólan- um. Þeir sem eru sætastir vinna svo stærstu tidana og yfirleitt eru það alltaf þeir sömu. „Ég vel herra og ungfrú útfrá því hvetjir eru sætastír," segir Guðrún Soffia Ólafsdótt- ir, nemi í Hagaskóla. „Svo verða þau auðvitað líka að vera skemmtileg. Þeir sem eru taldir vera sætir og flottir eru yfir- leitt Kjartan Stefánsson G erðikönnun meðal nemenda þar sem kom I tjós að yfir 90% vilja hafa kosningarnar áfram. alltaf vaidir. Ég hef að vissu leytí gaman af svona keppnum en það er margt sem er leiðinlegt, til dæmis eru þeir sem standa fyrir utan klíkumar sjaldnast með í þessu. Þessar kosningar geta líka orðið tíl þess að fólk fær á sig leiðinleg- ar athugasemdir." í sama streng tekur Tómas Þór Jóns- son, nemi í Landakotsskóla. „Krakkar sem eru kosnir eru oftar en ekki að fá á sig viðurkenningu fyrir útlit. Það er samt mismunandi milli skóla hve mikil alvara liggur að baki þessu. Það er oft kosið um marga títla, stundum allt upp í fimmtán og þeir geta verið allavegana. Þetta á að vera gaman þó að stundum sé það ekki alltaf þannig.'' Brynhildur Bolladóttir, formaður nemendafélags Réttarholtsskóla, segist ekki vera á mótí svona kosningum en vill gjaman sjá breytingar. „Það mættí kannski pæla betur í því hvað felst í títl- unum, minnka áhersluna á að verið sé að leita eftír viðurkenningum á útlití. Ég efast samt um að ófríð herra og ungfrú muni einhvem tímann koma ff am, ekki eins og þetta er núna." Afleiðingarnar geta verið hræði- legar „Svona keppnir bjóða upp á rosa- lega mikinn ríg," segir Ásgerður Snævarr sem var formaður nemenda- félags Hagaskóla í fyrra. „AUtaf fýrir og eftír þessar keppnir byijaði umræða á netinu sem oftar en ekki var mjög niðr- andi, krakkamir höfðu skoðanir á því að þessi og hinn væri ekki nógu sætur og ættí títilinn því ekki skilið. Sjaldnast vom umræðumar góðar og eiginlega bara hræðilegar á köflum." Ásgerður segir að forsendumar fyrir þessum keppnum séu rangar. „Þetta er í raun eins og í amerískum unglingabíó- myndum, þetta em bara vinsældakosn- ingar fyrir fallega fólldð í skólanum. Svo geta þeir sem em kosnir orðið fyrir miklu mótlætí. Margir hafa ekki viljað taka á mótí títlunum sínum, finnst þetta bara vera asnalegt. Svo em aðrir sem vilja verða kosnir því þetta er jú viss stað- festing á vinsældum. Mér finnst ekki vera neinn tilgangur með svona kosn- ingum, það kemur ekkert gott út úr þessu, þetta er vesen sem endar oftar en ekki í mgli. I rauninni finnst mér fárán- legt að 13 til 15 ára krakkar séu í ein- hveijum fegurðarsamkeppnum, þetta býður upp á hópaskiptingu og klíku- myndun. Kannski virkar svona í Banda- ríkjunum en það er fáránlegt að hafa svona hér heima. Það em samt einhverj- ir títíar sem em góðir, eins og bjartasta vonin sem er hvatning fyrir þann sem er miklu áhrifaríkara að breyta forsend- um kosninganna í stað þess að banna þær. I kjölfarið er hægt að stofiia til virkrar umræðu um mál sem tengjast endalausri útlitsdýrkun unglinga." Margrét Ægisdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Mekka, segir að fúllt samráð sé á milli stjómenda og unglinga hvemig keppnimar séu upp „Það er alltaf útlit sem liggur á bakvið... þetta er alger vinsældakosning, byggð á útliti og engu öðru. Svo er oft lítill sannleikur í þessum kosning- um, þetta snýst allt um klíkuskap hjá krökkunúm." hefúr staðið sig vel í einhveiju. Ég barð- ist fyrir því í fyrra að breyta þessari keppni en það var milöll vilji meðal ne- menda að halda þessu áfram. Ég stakk upp á því að kjósa bara um herra og ung- frú Hagaskóla og fólk myndi þá leggja þá merkingu sem það vildi bakvið atkvæð- ið. Það yrði þá vonandi valið eftir því hver hefur staðið sig best í félagslífinu og væri duglegur og hress, frekar en sá sem er sætastur. Sú tillaga var felld." Breyttar forsendur í Kópavogi í grunnskólum í Kópavogi em skóla- kosningar ekki haldnar en þær viðgang- ast innan félagsmiðstöðvanna. Þar hef- ur forsendum kosninganna hins vegar verið breytt. í stað þess að keppt sé um útlit er kosið um að verðlauna þann sem er virkastur í félagsstarfinu. „Við vinnum með krökkunum og sjáum til þess að þau vití hvað liggur á bakvið títlana, ekki fegurðarmat, heldur klapp á bak þeirra sem hafa unnið ötul- lega að félagsstarfi," segir Linda Uden- gaard, æskulýðs- og forvamafulltrúi Kópavogs. „Það er mikilvægt fyrir okkur sem vinnum í æskulýðs- og forvama- starfi að miðla réttum viðmiðum og hugmyndum til krakkanna. Til þess að ekkert fari á milli mála höfúm við breytt nafiúnu á títlunum. Þetta em ekki bara herra og ungfrú, sem fólk tengir oftar en ekki kosningu á þeim sem er fallegastur, heldur em þetta herra og ungfrú félagsstarf. Við vfljum ekki að neinn fái hugmyndir um að hér séu haldnar fegurðarsamkeppnir. Það byggðar. „Krakkamir virðast vita fúll- komleg um hvað málið snýst og taka þátt í allri umræðu sem myndast í kring- um keppnimar. Þau em sammála okkur um að ekki eigi að keppa í fegurð og vin- sældum. Auður Jónsdóttir og Elín Anna Baldursdóttir sem sóttu í félagsmið- stöðvamar í Kópavogi sem unglingar segja að kosningamar séu skemmtileg- ur tilutí af félagsstarfinu. „Það myndast mikill spenningur í kringum kosning- amar. Þetta er uppskeruhátíðin okkar og við fögnum því sem vel fór í starfinu. Fyrir utan herra og ungfrú félagsstarf er kosið um títla eins og stuðboltí félags- miðstöðvarinnar, fallegustu tæmar og annað skemmtilegt. Við viljum ekki hafa keppni í fegurð eða vinsældum. Það passar ekki við okkar aldur." tol&dv.is NOKKRIR TTTLAR SEM KOSIÐ HEFUR VERIÐ UM í GRUNNSKÓLUM Herra og ungfrú Stuðboltinn Flottasti kroppurinn Flottasti hláturinn Fegurstu augun Flottasta hárið Flottasti barmurinn Ljóskan Gelgjan Flottasta parið Flottasti rassinn Bjartasta vonin Tjokkóinn Best klædd/-ur Besti vinurinn Llnda Udengaard, Margrét Ægisdóttir, Elfn Anna Baldursdóttir og Auður Jónsdóttir /Kópavogi hefur kosningunum verið breytt. Fostöðumenn félagsmiðstöðva vinna með krökkunum í að virkja krakkana til umræöu og meðvitundarum útlitsdýrkun. Ómar Örn Halldórsson , Er á móti kosningum í grunnskólum og segirþær senda misvísandi skilaboð til krakkanna. Brynhlldur Bolladóttir formaður nemendafélags Réttarholtsskóla vill hafa kosningarnar en á breyttum forsendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.