Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 Helgarblað 3D Fyrir viku stóð Tryggi Páll Friðriksson hjá Gallerí Fold með hamar í hönd í Súlnasalnum og sló fólki málverk hægri og vinstri. Þetta merka fyrirbæri, málverkauppboðið, á sér langa sögu og nú binda menn vonir við að fari að lifna yfir þeim viðskiptum eftir nokkra lægð. Nú er góður tími til að kaupa málverk. Kjarval sleginn í Súlnasal a 1,6 milljonir krúna „Við höfum verið með þessi upp- boð um árabil. Nú er þetta orðið þannig að ekki er pláss fyrir nema um tvö uppboð á ári. Við höfðum ekki haldið uppboð síðan í maí. Þetta er skeMega erfiður markaður. Hann er fárveikur eftir þessi fölsun- armál og þá umfjöllun alla,“ segir Tryggvi Páll Friðriksson á Gallerí Fold sem er sá eini sem gengst fyrir málverkauppboðum á íslandi. Tryggvi tekur undir það að ekki tjói að leggjast niður með lappirnar upp í loft enda um stórmerkilegt fyrir- bæri að ræða sem á sér menningar- legar rætur í Reykjavík. Og dýrasta myndin á uppboðinu var slegin á 1,6 milljónir en þar var um að ræða Kjarvalsverk. Á sunnudaginn fyrir viku var mál- verkauppboð í Súlnasalnum og var það hátíðleg stund fyrir marga. „Já, kannski fullhátíðleg fyrir mig. En þama situr fólk við borð sem er ára- tuga tradisjón eða allt síðan sá frægi uppboðshaldari Siggi Ben var og hét. Síðan hefur Guðmundur Axelsson á Klausturhólum staðið fyrir uppboðum sem og Gallerí Borg. En menn hafa sem sagt setið í kringum borð og alltaf er þetta haldið á sunnudagskvöldum," segir Tryggvi. Uppboð í ákaflega föstum skorðum Stranglega bannað er að mynda á staðnum en þama em jafnan mættir þeir sem tilheyra borgarastéttinni, fá sér kaffi og kom'ak og njóta stundarinn- ar. „Þetta em svona 200 til 250 manns sem mætir. Sumir koma alltaf og em bara að skemmta sér. En þetta er ekki eins og menn þekkja úr bíómyndum þar sem menn sitja í röð og einbeita sér alfarið að því að bjóða í listmunina." Tryggvi og hans fólk hjá Fold gerði fyrir einu eða tveimur ámm könnun meðal þeirra sem sækja málverkaupp- boð og báðum þá að fylla út í ýmsa möguleika sem lutu að hugsanlegu breyttu fyrirkomulagi. Það kom í ljós að enginn vildi breyta neinu og þar við sat. „Já, ég hefði viljað halda þetta kannski klukkan tvö á sunnudögum eða jafnvel á fimmtudagskvöldum en enginn vildi hrófla við þessu fyrirkomulagi." Sömu andlitin ár eftir ár Að sögn uppboðshaldarans Tryggva em þetta miidð til sömu andlifin sem koma en það var árið 1997 sem Tryggvi hóf að gangast fyrir því að boðin væm upp málverk. Þá vom uppboðin allt að fjómm sinnum á ári og með áttatíu númemm. „Þetta gat verið skelfilegt. Gat staðið frá átta til ellefu, jafnvel lengur, og menn tóku sér góðan tíma í að bjóða í jafnvel þó verkin kostuðu nánast ekki neitt. Ég hef kynnst þessu í Danmörku og þar gengur þetta miklu hraðar fyrir sig. Við höfum reynt að stytta þennan tíma og nú er bara ætluð um mínúta á verk. Við höfum fjölgað verkum um helming og þetta hefur klárast á þremur fi'mum. Já, það hefur líkað ágætlega enda betri rythmi í þessu en var. Og fólk getur gengið út frá því nokkum veginn sem vísu að mynd- in verði slegin. Þetta er allt að færast til betri vegar.“ Málverk slegin undir matsverði Þegar uppboðsskráin og niður- stöðurnar eru skoðaðar kemur í ljós að myndirnar eru oftast slegnar á verði sem liggur verulega undir mats- verði. Einkum á þetta við um ódýrari verkin en það liggur líklega í því að takmörk eru fyrir því hversu lágt er hægt að verðleggja verk þannig að það sé ekki beinlínis móðgandi fyrir viðkomandi listamann. Þannig að hér er kannski ekki alveg um raunsætt mat að ræða. Tryggvi Páll segir þó þá viðleitni ríkjandi að mat verkanna sé í samræmi við markaðsverð hverju sinni. „Þetta er ekkert séríslenskt fyrir- bæri. Við fengum ekki mörg dýr verk að þessu sinni til að bjóða. Dýrasta mynd- in var slegin á 1,6 milljónir - mjög fi'nt verk. Matsverðið var tvær milljónir. Svo var þama Jóhann Briem sem metinn var á 900 þúsund krónur að milljón og hann fór á 720 þúsund með gjöldum." Nokkuð er um að menn dragi verk sín til baka fáist ekki viðunandi verð. Tryggvi Páll hefur að vonum reynt að berjast gegn þeirri þróun. „Það er algjör Oft er um erfðagripi að ræða og menn eru ekki tilbúnir að aug- lýsa að þeir séu að selja slíka muni. Málverkauppboð Þessi mynd afmál- verkauppboði er ekki lýsandi fyrir hvernig kaupin gerast I Súlnasalnum. Þar sitja brodd- borgarar og eiga góða stund með kaffi og konlak - þetta er menningarviðburður og hátíðleg stund I augum margra. DV-mynd Vilhelm regla að verk sem em undir 50 þúsund krónum séu slegin. En svo er þetta vita- skuld samkomulagsatriði við eigendur. Við getum ekki selt dýr verk langt und- ir markaðsvirði. Við getum gefið okkur það að slík verk hangi ekki lengi í sölu- sal okkar í Galleríinu áður en þau selj- ast á góðu verði." Viðkvæm viðskipti Tryggvi Páll segir að nokkuð rennsli sé á verkum í galleríinu sínu og hann telur ljóst að nú sé góður fi'mi til að kaupa málverk. Næsta uppboð verður líklega ekki fyrr en í apríl. Allur gangur er á því hvemig verk berast á uppboð. „Fólk úti í bæ setur sig í samband og er að losa sig við eitthvað sem það ekki hefur lengur pláss fyrir. Svo er einn og einn sem er að losa peninga." Og auðvitað hlýtur það að teljast eð- lilegt ef lifið er til þess að málverk em fjárfestingarkostur. Þó er það svo að þessi viðskipti geta verið ótrúlega við- kvæm. Og aldrei er það svo að nöfn seljenda séu gefin upp nema þá bara til uppboðshaldarans sjálfs og svo þess sem kaupir. „Oft er um erfðagripi að ræða og menn em ekki tilbúnir að auglýsa að þeir séu að selja slíka muni. Og fólki þykir oft vænt um málverkin sín og það ber að taka tillit til þess." jakob@dv.is Jarrahúsgögnin frá Suður-Afríku eru safngripir. Borð í öllum stærðum, stólar og margtfleira. Sérsmíði og pantanir. Opiðfrá 12:00-18:00 virka daga og 12:00-16:00 laugardaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.