Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Síða 24
24 LAUQARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 Helgarblað 13V Frásagnir af hinu sokkna Atlantis komust fyrst á kreik suður í Aþenu á 4. öld fyrir okkar tímatal. Þær gengu í endurnýjun lífdaga á síðari hluti 19. aldar þegar bók um landið komst á metsölulista. Siðan hafa visinda- og fræðimenn, skáld, rithöfundar og ýmsir fleiri kveðið sér hljóðs og lýst landi þessu fjálglega. Þrjú Atlantis hafa fundist síðan í byrjun júní á þessu ári, á írlandi, Spáni og í austanverðu Miðjarðarhafi. Athnms tr alls staoar og hvergi Um 355 árum fyrir okkar tíma- tal settist aþenski heimspekingur- inn Platón niður og hripaði hjá sér frásögn sem hann hafði eftir Krítí- asi, einum af þrjátíu harðstjórum Aþenu. I-Iann hafði sína sögu eftir spekingnum Sóloni en hann hafði heyrt sína sögu hjá egypskum prestum. Sagan var eitthvað á þá leið að fyrir mörg þúsund árum hefðu Aþeningar hrundið árás stórveldis sem staðsett var úti í Atlantshafi. Skömmu síðar eyddist stórveldið í óskaplegum náttúru- hamförum og saga þess gleymdist. Atlantis Platóns Fyrir meira en 11 þúsund árum bjó göfug og hraust þjóð á eyju í Atlantshaflnu. Þjóð þessi var auð- ug því mikið var af auðlindum um gjörvalla eyjuna en hún var líka miðstöð verslunar og viðskipta. Landið hét Atlantis og lýsir Platón því svo: „... á þeim tíma var eyja vestan við sundið sem þið kennið við súlur Herkúlesar. Eyja þessi var stærri en Líbýa og Asía samanlagð- ar. Handan hennar voru aðrar eyjar, en þaðan mátti komast til Robert Sarmast frá Los Angeles Sagðist um daginn hafa funduð Atlantis á sjávarbotni milli Kýpur og Sýrlands. meginlandsins mikla, sem umlyk- ur heimshafið. Hafið innan við sundið er aðeins flói með mjórri innsiglingu, en hafið handan sundsins er hið sanna heimshaf og er það umlukið stóru meginlandi. Á eyju þessari, Atlantis, var voldugt konungsveldi, er drottnaði yfir ailri eynni og nokkrum öðrum, svo og hluta meginlandsins. Veldi þeirra náði einnig yflr hluta Lýbíu allt til Egyptalands, og Evrópu, allt til Týrreníu." Platón lýsir jafnframt atvinnu- háttum, stjórnarfari og þjóðskipu- lagi á Atlantis og þykja þær lýsingar nokkuð líkar hugmyndum hans um fyrirmyndarþjóðfélagið. Atlantis var ríki Póseidons sjávarguðs, synir hans og konunnar Kleitó voru fyrstu konungar eyjunnar. Kynslóð eftir kynslóð lifðu Atlantisbúar far- sælu, einföldu og göfugu lífi. En svo urðu græðgi og valdaþorsti allsráð- andi og þegar Seifur varð þess var kallaði hann saman goðin á Olymposhæð að ræða örlögAtlant- isbúa. „Það riðu yflr jarðskjálftar miklir og flóða og á einum regndegi ... hvarf eyjan Atlantis niður fyrir yfirborð sjávar. Því er hafið á þeim slóðum ófært vegna grunnsævis- leðju sem myndaðist við tortím- ingu eyjarinnar." Svo segir Plátón, eyjan sjálf, íbúarnir og sagan hurfu í hafið. Eftirmálar Aristóteles hafði aldrei mikla trú á sannleiksgildi þessarar frásagnar Platóns. Engu að síður hefur hún valdið mönnum töluverðum heila- brotum og jafnvel hugaræsingi öldum saman. Síðustu aldir, ára- tugi og ár hefur hver fræði- og áhugamaðurinn á fætur öðrum fjallað um Atlantis og leitað þess. Francis Bacon kallaði bók sína um fyrirmyndarríkið Nýja Atlantis árið 1627 og þegar bók Ignatiusar Donnelly um Atlantis - Heiminn fyrir syndaflóðið kom út árið 1882 gengu Atlantisfræðin í endurnýjun lífdaga. Ritgerðir og bækur eru til í þúsunda tali og hafa menn staðsett eyjuna frá Svalbarða suður í Ind- landshaf og frá Mið-Ameríku langt austur í Asíu, á Azoreyjum, Krít og Suðurskautslandinu. Flestir hafa þó gert ráð fyrir að eyjan hafi verið í Atlantshafinu, í samræmi við frá- sögn Platóns, en samkvæmt nú- tímajarðfræðirannsóknum er ekki líklegt að í Atlantshafi hafi eitt sinn verið stórt land. Atlantiskenningin hefur einnig verið notuð til að út- skýra það sem mörgum flnnst líkt með fornmenningu Egypta og há- menningu Inka, Maya og Azteka í Ameríku. Til eru þeir sem telja að í frá- sögninni hafi Platón einfaldlega blandað saman hugmyndum sínum um fyrirmyndarsamfélag manna og minningum um ein- hverjar hrikalegustu hamfarir á jörðinni síðustu árþúsundin; þegar eyjan Þera í Miðjarðarhafi sprakk í loft upp í miklu sprengigosi. Þar heitir nú Santoríní. Enn leita þó menn Atlantis um veröld víða, síðan í byrjun júní á þessu ári hafa menn fundið minjar um land þetta á að minnsta kosti þremur stöðum hér vestanheims. Atlantis á Spáni í byrjun júní tilkynnti þýski fræðimaðurinn Rainer Kiihne að hann hefði legið yfir gervihnattamyndum af suðurhluta Spánar. Þar sæj- ust merki um tvær rétt- hymdar byggingar og nokkrar hringlaga í jörðinni og kæmu þær heim og sam- an við lýsingar Platóns af Atíantisborg. Þetta væri á suðurströnd Spánar, ekki langt frá Cadiz, og hefði svæðið orðið illa úti í flóð- um fyrir 2800 til 2500 árum. Ktihne telur rétthyrndu byggingarnar tvær annars vegar hof Póseidons og hins vegar hans og Kleitóar. Vissulega væru byggingar- leifarnar og svæðið mun stærri en Platón segði en Kuhne telur hugsanlegt að Platón hafi hreinlega ekki trúað stórkarlalegum lýsing- unum eða að hann og nú- tímamenn séu ekki að nota sömu mælikvarða. Breskur fornleifafræð- ingur og sérfræðingur í úr- vinnslu gervihnattamynda segist vissulega sjá eitthvað á myndunum en þorir ekki að fullyrða neitt um eðli þeirra að svo komnu máli. Hann telur rétt að byrja á að reyna að aldursgreina mannvistarleifarnar áður en menn fara að túlka þær og skilgreina. En Kuhne lætur sig ekki og bíður spenntur eftir að fornleifafræðingar hefji störf. En það gæti dreg- ist nokkuð því meint Atíant- is á Spáni tilheyrir vernduð- um Donana-þjóðgarðinum. Atlantis á frlandi Sænskur landfræðingur við Uppsalaháskóla, Ulf Erlingsson, sagði írskum fjölmiðlum um miðjan ágúst að hann teldi næsta víst að Atlantis væri hvergi annars staðar en í Boyne- dal á eynni grænu. Hann hafði þá rannsakað forn grafhýsi í dalnum, einhver þau stærstu og elstu í Evrópu og þar væru greini- lega minjar hins forna fyrirmyndarþjóðfélags Platóns. írland væri að auki nákvæmlega jafn stórt og Atlantis Platóns, meira að segja breiðast um miðjuna. Sléttan í miðju landsins væri umkringd fjöllum rétt eins og hjá Platóni. Norður af Dyflinni eru meint graf- hýsi eldri en pýramídarnir á Egyptalandi en Ulf Erlingsson þau hin fornu hof Póseidons og Kleitóar. Til forna sátu írskir yfir- konungar á Tara-hæð í Meath-héraði. í Ævi sánkti Patreks, sem skráð var á 7. öld, er Tara-hæð sögð höfuðstaður írlands en þar segir Erlingsson áður hafa verið miðju Atíantis, borg- arhæðina eða Akrópólis, í stjórnar- og trúarlegum skilningi. Landfræðingi við Trin- ity College í Dyflinni þykir hugmynd Erlingssons heldur langsótt, menn gjörþekki lönd, strönd og sjávargrunn við írland og ef þar lægi forn stórborg væri hún löngu komin í ljós. Atlantis í Miðjarðarhafi Um síðustu helgi tilkynnti svo bandaríski arkitektinn Robert Sarmast að með hjálp neðansjávar ómmælitækja hefði hann fundið Atlantis á sjávarbotni milli Kýpur aust- anverðrar og Sýrlands eftir rúmlega tveggja ára þrotlausa leit. Þar séu hlaðnir borgar- veggir, einn þeirra heilir 3 km að lengd, og 1500 metra djúpir skurðir eða díki. Þama á sjáv- arbotninum liggi hvorki meira né minna en borgarhæð þessa forna menningarríkis og segir Sarmast stærð og útlit mann- vistarleifanna passa svo al- gjörlega við lýsingar Platóns á Atlantís að ekki getí verið um aðra menningarþjóð að ræða. Auk þess sýndu rannsóknir að fyrrum hefði þessi hluti Miðjarðarhafsbotns verið yfir sjávarmáli. Sjófarendur þessir hefðu búið milli Grikklands og Egyptalands enda hefðu heimildarmenn Platóns verið þaðan. Yfirmaður fomleifarann- sókna á Kýpur tekur fiéttum þessum heidur fálega og telur sannanir skorta tilfinnanlega. Enginn leikur verði að vinna að fomleifarannsóknum neðansjávar á þessu svæði, hvað þá að grafa 1500 metra ofan í botnlögin. Langt inni í Asíu og í Amazónskógum Suður-Ame- ríku eru menn svo enn að leita að Atlantis og litlar líkur því á skorti á stórkostlegum uppgötvunum á næstu mán- uðum og ámm. Atíantis virð- ist vera alls staðar og hvergi í senn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.