Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Síða 27
DV Helgarblað LAUGARDAGUR20. NÓVEMBER 2004 27 Mr-evrópsk stítni og suður-evrópsk skipulogning Víðsvegar í heiminum gildir sú regla að morgunmatur eigi að vera hollur og/eða góður. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að hann sé mikilvægasta máltíð dagsins, og að öll h'ðan mannsins fari eftir því hvað maður lætur ofan í sig fyrst á morgn- ana. Það er líklega vegna skorts á fylgni við þessa grundvallarreglu að því fylgir gjarnan mikil vanlíðan að vera staddur á Bretlandseyjum. Hvar sem maður er staddur í heimsveldinu fær maður alltaf pylsur, egg, beikon og bakaðar baunir í morgunmat. Ómissandi er svo brauðið sem er sett á pönnuna undir lokin og látið drekka í sig fituna, svo að ekkert fari nú til spillis. Einhver munur er þó eftir landshlutum. í Skotlandi, til dæmis, bæta þeir gjaman við Black Pudding, sem er ekki ósvipað slátri. Kannast þó ekki við neinn hérlendis sem borðar slátur í morgunmat. Hollur morgunmatur myndi leysa margt Á Norður-írlandi, á hinn bóginn, borða menn eitthvað sem þeir kalla IJJsfer Fry, einnig þekkt undir nafn- inu „hjartaáfall á diski“. Ulster Fry er í megindráttum það sama og enskur morgunmatur, bara meira af öllu, og kartöflubrauð þar að auki. Ekki er undarlegt að Norður-írar skuh vera enn pirraðri en aðrir eyjaskeggjar, enda læðist að manni sá grunur að mörg stjórnmálavandamál mætti leysa með hoUara mataræði á morgnana. Fyrir hjólreiðamenn er enskur morgunmatur ekki besta leiðin tU að byrja daginn. Þó að hjólreiðamar komi hreyfingu á blóðið og forði manni ffá bráðum bana vegna blóð- Valur Gunnarsson rifjar upp hjólreiðaferð i um Bretland. Bréf frá Bretlandi tappa finnur maður hjartað hamast meira en eðlUegt er og grunar að öU plön um að sitja í heitu pottunum í eUinni og bölva ungviðinu fari fyrir lítið. í mikilmennskubrjálæðinu sem fylgdi því að hafa komist út úr Edin- borg og yfir í úthverfin ákváðum við að hjóla aUa leiðina tíl London. Mensi, sem var íþróttamaðurinn af okkur tveimur, þrátt fyrir að hafa set- ið fastur í lesherbergi aUt sumarið og lært tungutækni, sem hvorki hann né nokkur annar virtist vita hvað var, brunaði á undan. Ég brtmaði á eftir honum. Fyrirheitna landið Jórvík Brunaði var kannski orðum auk- ið. Ég hjólaði eins og ég gat, en hann var löngu horfinn. Sársaukinn í lær- unum jókst og keppti við sársaukann í rassinum vegna hnakksins, sem virtist ekki vera hannaður með þæg- indi í huga. Þegar dagurinn var hálfnaður gafst ég upp. Hvort sem það voru síðbúin áhrif morg- unverðarins eða einfaldlega of- reynsla veit ég ekki, en ég einfaldlega gat ekki meir. Ég lagðist niður í vega- kantinn, búinn að missa aUan lffs- vUja. BUl stoppaði og spyrði hvort ég þyrfti á hjálp að halda. Ég sagðist einungis vera að hvúa mig, og bUlinn hélt áfram. Skömmu síðar kom Mensi hjólandi tU baka, og sagði að einhver á bU hefði stoppað hann og spurt hvort hann kannaðist við hjólamann sem lá slasaður í vegak- antinum. Við ákváðum að halda okk- ur við upprunalegt markmið og setja stefiiuna á Jórvík. Og þangað komumst við, eftir átta daga og mikU átök við breskar hæðir, rok og morgunmat. í miUitíð- inni hafði Jórvík vaxið í huga okkar sem einhvers konar fyrirheitna land. Þar höfðu frændur vorir og forfeður hafst við þúsund árum áður. Þar hafði EgiU ort Höfuðlausn sína, tU þess að telja Erík Blóðöx trú um að höfuð skáldsins væri betur komið fast við búkinn. Húðflettir Norðurlandabúar Forfeður okkar áttu þó í talsverð- um samskiptaörðuleUcum við inn- fædda, eins og þeirra var vani. TU að finna bót á því var brugðið á það ráð að fórna blóðerni tíl Óðins. Það gengur þannig fyrir sig að maður tekur einn Englending, rífur af hon- um rifbeinin og tekur lungun út. Þegar hann svo andar sínu síðasta blaka lungun eins og vængir á erni. Þetta gladdi Skandínavana og mögu- lega Óðin líka, en Englendingum var minna skemmt. í staðinn tóku þeir Norðurlandabúa, húðflettu þá og hengdu skinnið upp á kirkjudymar, tU að sannfæra þá um gUdi kristinn- ar trúar. Víkingarnir létu segjast, enda virtist Óðinn vera hálfgerð veimUtítta við hliðina á Guði krist- inna manna. Þeir fengu svo staðfestingu á þessu árið 1069 þegar konungur Bretlands, Vilhjálmur Bastarður, fréttí af dönskum flota fyrir utan strendur Jórvíkur. Hann hafði áhyggjur af því að Jórvíkingar af norrænum uppruna myndu ganga Dönum á hönd, og lét brenna Jórvík og aUt landsvæði norður að Durham. Yfir 100.000 manns létust. Síðan þá hefur York verið óumdeUanlega ensk borg, og misstí það samband sem hún hafði haft við Norðurlönd. Horn með sultu er megin- landsmorgunverður En samt sem áður er eitthvað eft- ir sem minnir mann á að hér fóru forfeður okkar um. Fólkið er áber- andi hávaxnara og fríðara en í öðrum hlutum Norður-Englands. Og það er líka skipulagðara. Bresku þjóðfélagi má almennt lýsa þannig að þeir hafi stífni og ósveigjanleika Norður-Evr- ópubúa, en skipulagshæfni og hrein- lætí Suður-Evrópu. Þannig virðist ekkert nokkum tímcm virka eins og það á að gera í Bretlandi, en fólk bætir það ekki upp með að gefa hvort öðru séns. En í Jórvík virðast hlutirnirmeiraog minna ganga upp, það er meira að segja hægt að kom- ast á netið, sém virðist ekki hafa komið tíl Norður-Englands ennþá. Meira að segja í stórborginni New- castle var ekki nokkur Ufandi leið að finna nettengingu. Á hosteUnu buðu þeir jafhvel upp á meginlandsmorgunverð, sem var kærkomin tUbreytíng. TU háðungar Frökkum og öðrum siðmenntuðum þjóðum var þetta þó einungis horn með sultu, sem manni leið þó tals- vert betur af þegar fr am í sóttí. Og þó að Bretar hafi misskUið framburðinn og kaUað borgina York er þó enn hægt að finna Jórvik, en það er nafnið á vfkingasafni í mið- borginni sem er byggt ofan á gamla víkingabænum. Slæm tannhirða og óhollur matur Þegar í safiiið er komið tekur ungur maður með gleraugu, íklæddur hvítum slopp á mótí okk- ur. Hann leiðir okkur inn í tímavél, sem á að fara með okkur aftur á vík- ingaöld. Véhn hristist, og hann tíl- kynnir okkur að hún hafi bUað, og stöðvast árið 866, einmitt árið sem víkingarnir réðust fyrst á bæinn. Hann er hálfskömmustulegur á svip yfir því að þetta skuli vera dagvinn- an hans, en leiðir okktu: samt út um víkingabæinn. Þar eru brúður af vík- ingum sem tala saman á nútímaís- lensku, og víkingamarkaður, en markaðshljóðin eru spUuð af bandi sem tekið var upp í Kolaportínu ein- hvem sunnudaginn. Loksins emm við komin að fom- minjunum, og leiðsögumaður bíður þess að fá að láta ljós sitt skína, en gestir virðast almennt áhugasamari um brúðumar. Jórvík var á tímum víkinganna ein stærsta borgin í Norður-Evrópu, með um 15.000 íbúa áður en VU- hjálmur kom tíl skjalanna. Ef tíl vUl hefði mannkynssagan orðið talsvert öðmvísi ef að Haraldur Harðráði, og ekki Vilhjálmur hefðu lagt undir sig Bretland árið 1066, en þeir gerðu báðir innrás það árið. Mögulega hefði það getað leitt af sér sameinuð Norðurlönd, sem hefðu orðið stór- veldi Norðursins um ókomna fram- tíð. En svo fór ekki, og í staðinn höf- um við fahandi heimsveldi með slæma tannhirðu og óhoUan morg- unmat. En það góða við Bretland, eins og það er, er að maður er að minnsta kosti alltaf feginn að koma heim. of fare dodging ln fiagusl Í0M, 82 convlitoil, __ Icxa! fon, dodjsrs !»l<! " -----"■ £10^3S In fin®* oad torts [ Skrifaðir upp Kannski maður reyni að svindla sér, en þeir sem lenda i löggunni I leyni eru skrifaðir upp... Fatso's Bretarnir gera sig re að njóta afraksturs matargerðar. Loksins Valur nálgast langþráðan leiðarenda, fyrirheitna \ landið York.. ■________ Víkingar Vlkingamarkaðurinn I Jórvlk, meö hljóð- | um frá Kolaportinu. Viðbjóður Yorkshire Pudd- I ing, helsti réttur Yorkshire-héraðs. Fjölmenning? Á Rómverjaslóöum ná- lægt múr Hadrian eru bannskiltin bæðiá ensku og latlnu. Ast í Bretlandi Einhver elskar Denise nógu mikið til að skrifa nafn henn■ ar ájárnbrautarbrúna. No Smokinc No!i Fumar Blóðörninn i allri sinni dýrð Gladdi fólkið frá Skandinavíu. Skömmustu- legur Vlkingurí sumarvinnunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.