Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 Helgarblað DV Flatböku- saga Flatbakan eða pítsan er talin að minnsta kosti2500 ára oghreint ekki afítölskum uppruna. .Almælteraðá blómaskeiði Darí- Agp - rjíy usarmiklaog • ' persneska heims- veldsins, 521-486 fr.Krist, hafí her- menn Daríusar oftar en ekki bakað flatbökur á skjöldum sínum í sand- auðnum Mið-Austurlanda og sett á þær ost og döðlur. Nokkuð vestar skrifaði Marcus Porcius Cato fyrstu sögu Rómar. Hann fæddist234 árum f.Kr. og gaf sér tíma til að nefna í Rómarsögu sinni fiata, kringlótta deigið sem ólifuolíu, kryddjurtum og hunangi var dreift á áður en það var bakað á sjóðheitum steinum. Virgill setti Eneasarkviðu saman laust fyrir upphafokkar tímatals. Á einum stað lætur hann hetjuna setjast í skugga trés og taka frambrauðsínog hveitikökur. Hann og félagarnir gæða sér á krásum þessum og nýlesnum ávöxtum. Tekið er sérstaklega fram að þeir eti diskana undan matnum og kemdur þá mörgum fíatbökur i hug. Eneas kom úr hinni föllnu Trjóju en verið getur að hetjan hafi aldrei kynnst flatböku, að Virgill hafí bara látið hana snæða það sem honum sjálfum þótti gott. Matreiðslubók Aiciusar kom út á fyrstu öld; hann mælir með því að settur sé kjúklingur á flatbökudeig, furuhnetur, ostur, hvítlaukur, mintulauf, pipar og ólífuolía áður en deiginu er skellt í ofn. I Pompei og Neopolis, síðar Napólí, hafa fundist pítsusjoppur með ofnum og öllu. Líður nú og bíður þar til til tómatur- inn berstfrá Perú til Evrópu áfyrri hluta 16. aldarog er umsvifalaust settur á pítsur suður í Napólí. Árið 1889 dvöldu Umbertó kóngur I. af Ítalíu og Margheríta kona hans i sumarhöll sinni i Napólí og réðu til sín helsta meistara borgarinnar til að gera sér pítsu. Hann gerði þrjár tegundir og þar afeina í ítölsku fánalitinum, eða með mozzarella- osti, basilíku og tómötum. Marg- herítu drottningu þótti allar pítsur meistarans gómsætar en þessi sínu best. Hann gerði sér því lítiö fyrir og nefndi fíatbökuna í höfuðið á drottningunni, Pítsa Margherita. Um svipað leyti voru ítalir margir í óða önn að flytja til nýja heimsins og tóku pítsuna með sér. Árið 1905 varfyrsta„pltserían“opnuð I Chi- cago og milli þess að berja á herjum Mús- sólínis á Ítalíu í siðari j heimsstyrjöldinni rifu bandarískir her- menn i sig pítsur. Upp úr 1950 varð pítsan heims- fræg í Bandaríkjunum, ekki síst fyrir orð Deans Martin;„When the moon hits your eye like a big pizza pie, that's amore". Frosn- . ar pitsur komu svo á j markað 1957 og hef- urekkiveriðlátá flatbökuáti síðan. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST ÚT AÐ BORÐA? „Ég fór á Argentúiu fyrir nokkr- um dögum í tilefni afmælis míns. Við Skjöldur vorum að frá átta til rúmlega eitt og hver gæðaréttur- inn rak annan. Við fáum stundum Ingvar sjálfan til að setja saman alls konar for- og smárétti handa okkur og velja vín, þannig að réttimir koma stöðugt á óvart. Þetta var hreinasta matar- orgía." Kormákur Geir- harðsson veitinga- maður. v: Vinnutími þingmanna er síbreytilegur og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir segir þau Einar Örn Stefánsson sjaldnast ná að snæða saman kvöldverð, ekki einu sinni um helgar. Hún skemmtir sér við lestur matreiðslubóka og hefur gaman af að elda fyrir þau og gesti þeirra þegar þingfundir, flokksfundir og ráðstefnur leyfa. Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir „ Vinnudag- ar þingmanna eru óút- reiknanlegir fyrirfram." SilungsflökAstu R. Silungsflök (efhann erekki til má nota lax) Fiskikrydd frá Pottagöldrum, en Knorr eða Gevalia duga líka. Kryddinu stráð eftir smekk yfir fiskinn. Honum svo skellt ásamt örlítilli ólífuolíu á pönnu, en grill er þó betra. Steiktur gegnum roðið og ekki snúið við. Efum eldisfisk erað ræða leitar fitan upp í kjötið og gefur gott bragð. Léttsteikt grænmeti Nýjar kartöflur með hýði skornar í sneiðar. Niöurskorið grænmeti úr ísskapnum, svo sem gulrætur, sveppir, brokkólí, blómkál o.s.frv. Svissað á pönnu með léttri ólífuolfu. „Svo má alveg skera niður tómata og agúrkur og bera með ásamt krydd- aðri kotasælu," segir Ásta Ragnheið- ur Jóhannesdóttir. Margt löOrandi í sykri ag aakaefaiiai begar aO er géO . „Vinnudagar þingmanna eru ansi misjafnir og nánast ómögulegt að skipuleggja sameiginlega fjölskyldu- kvöldverði," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. „Ég er farin að borða heitan mat í þinginu í hádeginu en snarla svo eitthvað fljótlegt handa Einari Emi á kvöldin. Helgamar em sama marki brenndar, þá er maður á fundum eða ráðstefnum um allan bæ eða úti á landi." Lestur matreiðslubóka Ásta Ragnheiður segist lesa mat- reiðslubækur sér til ánægju. „En það er ekki þar með sagt að ég fylgi upp- skriftunum lið fyrir lið. Ég horfi á þær en elda svo eftir minni, því sem hendi er næst og eigin hugmyndaauðgi. Og stundimar í eldhúsinu em ákaflega notalegar, maður spáir í matinn um leið og rnaður hugleiðir vinnunna og stöðunayfirleitt." Fiskur og aftur fiskur „Ég er vitlaus í allan fisk nema sig- inn,“ heldur Ásta Ragnheiður áfram. „Og yfirleitt reyni ég að elda fremur einfaldan og fljótlegan mat, forðast flóknar uppskriftir. Maður er alltaf á hlaupum á síðustu stimdu og kaupir inn í leiðinni. Kjöt hef ég svona í bland um helgar en innmatur er ekki mikið á borðum hér. Smakka hann stundum í mötimeytinu í þinginu. Grænmetí nota ég mikið, ég gjör- breytti mataræðinu fyrir nokkm og legg nú mesta áherslu á hollan og ferskan mat og vatn hef ég alltaf við höndina." Innihald fæðunnar „Með breyttu mataræði jókst svo áhugi minn á innihalda matvörunnar og finnst oft ýmislegt skorta í þeim efiium. En komst líka að því að margt er ótrúlega löðrandi í aukaefnum, eins og til dæmis sumar kryddblönd- ur svo ekki sé nú talað um hvíta syk- urinn sem alls staðar leynist og læðist aftan að manni. Ég forðast hann og hef í leiðinni rekið mig á að á umbúð- um getur staðið að fæðan sé fitulaus en um leið getur hún verið full af sykri, “ segir Ásta Ragnheiður og tekur tÚ við að útbúa grilluð silungsflök með léttsteiktu grænmetí. „Þetta er ákaflega fljótgert en herramanns- matur engu að síður." rgj@dv.is Fjögur draumahús í New York Zagat-leiðsögubókin um veit- ingahús New York er komin út fyr- ir 2005 og staðfestir toppstöðu uppáhaldsveitingahúsa minna, Oyster Bar, Gramercy Tavern, Got- ham Bar og Union Square Cafe. Aðeins Oyster Bar er nógu gamall til að hafa verið í leiðsögubók minni frá 1988, en öll hafa þau lengi verið á vefsíðu minni travelt- est.is. Samanlagt eru þetta veitinga- húsin Qögur, sem velgja París und- ir uggum sem þungamiðju matar- gerðarlistar í heiminum. Áð vísu er París enn bezt í nýklassískri og ný- franskri eldamennsku, en New York hefur tekið við sem forustu- borg í leit kokka inn á ný svið, þar sem tekin eru inn áhrif frá mat- reiðslu í öðrum löndum og heims- hlutum, Ítalíu, Rómönsku Ameríku og Asíu. öll þættu þessi fjögur veitinga- hús ódýr á íslandi, enda hefur doll- arinn hríðfallið I verði. Þrfiéttaður kvöldmatur kostar 3000-4000 krónur á mann þar á bæ, helmingi minna en hann kostar á toppstöð- um Reykjavíkur. Ef Iceland Express flygi til New York, mundi ég af- skrifa Reykjavík gastrónómískt og fara nokkrum sinnum á ári til New York til að fara út að borða. Oyster Bar Bezta sjávarrétta- og borövins- húsiö í New York Gotham Bar Einfaldar og ákveönar llnur I bragöi og ilmi. Oyster Bar er bezta sjávarrétta- og borðvínshúsið í New York. Þar er ekki notaður frystir eða ör- bylgjuofn og ekki stunduð svo flók- in matreiðsla, að fiskbragðið hverfi. Mest er gufusoðið og grill- að. í kjallara Grand Central-járnb- rautarstöðvarinnar á horni 42. strætis og Vanderbilt-brautar sitja gestir í bergmáli undir risastórum Gramercy Tavern Krá með huggulega inn- réttuöu veitingasvæði. Union Square Cafe Sveitaleg, ítöisk matr- eiösla. hvelfingum, þar sem fjöldi af ber- um Ijósaperum lýsa franskt reitaða dúkana. Síminn er 212 490 6650, lokað sunnudaga. Gramercy Tavern er að grunni krá með skrautlegum bar frammi, og huggulega innréttuðu veitinga- svæði í blómaskrúði innan við hann. Þar er boðinn fastur matseð- ill á 70 dollara, matreiðslan er New York Veitingarýni bandarísk og margvísleg góðvín eru seld í glasatali. Þjónusta er afar þægileg og alþýðleg á þessum há- vaðasama stað við 20. stræti milli Broadway- og Park-brautar. Sím- inn er 212 477 0777, lokað í hádeg- inu um helgar. Gotham Bar leggur áherzlu á einfaldar og ákveðnar lfnur í bragði og ilmi, matreiðslan er bandarísk og gefur gott verð á föst- um matseðli í hádeginu. Matsalur- inn er á tveimur misháum gólfum í nútímalegum stíl með risavöxnum ljósaskermum í lofti. Hressir gestir sitja mest á neðra gólfinu við 12. stræti miili 5. brautar og University Place. Síminn er 212 620 4020. Union Square Cafe býður upp á sveitalega matreiðslu, ættaða frá Ítalíu, og býður hógværa, ítalska þjónustu. Borðað er í þremur söl- um, sem alltaf eru fullir af fjörugu fólki í þægilegum stólum við 16. stræti milli 5. brautar og og Union Square. Síminn er 212 243 4020, lokað í hádeginu á sunnudögum. Ég held það væri ráð fyrir ís- lenzka veitingamenn að sækja þessa staði og kanna, hvort ekki sé hægt að læra eitthvað af þeim. Jónas Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.