Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Page 38
38 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004
Helgarblaö DV
Fyrir fimmtán árum hrundi Berlínarmúrinn, Austur-Þýskaland hvarf af kortinu, Þjóðverjar gengu allir í
eina pólitíska sæng með miklum fögnuði. En nú er svo komið að fjórði hver Vestur-Þjóðverji kysi helst
að múrinn yrði endurreistur en áttundi hver Austur-Þjóðverji er sama sinnis. Vitaskuld dettur engum í
hug í alvöru að snúa rás sögunnar við, en hvernig stendur á því að múrinn skuli enn rísa svo hátt í
hugum Þjóðverja?
í dag Hérsésthluti
múrsins sem enn stendur.
'Ví' |7+fT~ | í mm
, j
lliifai ... . j
'4
Múrinn féll og Bild Zeitung
hrópaði: „í dag erum við hamingju-
samasta þjóð í heimi." Nú skyldi
ekkert til sparað til að sameina tvö
þýsk ríki sem kalda stríðið hafði að
skilið. Peningar og framkvæmdavit
skyldu flæða til austurhéraðanna í
þeim mæli að á skömmum tíma
væri unnt að jafna lífskjör í landinu
öllu við einn og sama markaðsbú-
skap.
Dýr sameining
Vissulega hefur fjárstreymið ver-
ið mikið. Talið er að sameiningin
hafi til þessa kostað 1250 milljarða
evra. En ein höfuðástæða þeirrar
óánægju, sem víða kraumar undir í
landinu, er einmitt sú að þessu fé
hafi einatt verið illa varið. Mikið af
iðnaði Austur-Þýskalands var lagt
niður á þeim forsendum að fyrir-
tækin væru úrelt eða óþörf. Vegna
þess að stefnan var tekin á svipuð
launakjör í báðum landshlutum
fóru vesturþýsk fyrirtæki ekki til
austurhéraðanna í arðsemisleit
heldur til Póllands og Tékklands
þar sem vinnuafl var margfalt ódýr-
ara. Mikið af fjárhagslegri aðstoð
fór í vegagerð og í að hressa upp á
gamlar borgir fyrir austan - hvoru-
tveggja skapaði nokkra vinnu en
ekki atvinnutækifæri til langframa.
Miklar fjárfestingar í ferðaþjónustu
hafa skilað mun minni árangri en til
stóð.
Langholtsvegi 89 • 104 Reykjavík
Sími 588 7999 • texmex@texmex.is
BURRfTOS MED NAlflAHAKKI
Með hrísgijónum, salaU og sósu
TÍMAMÓTADEKK
Fyrir jeppann þinn
COOPER M+S
Útsölustaðir
Höfuðborgarsvæðið
Gúmmívinnustofan Réttarhálsi 2
Gúmmívinnustofan Skipholti 35
Höfðadekk Tangarhöfða 1
Smur, bón- og dekkjaþjónustan Sætúni 4
Hjólbarðaviðgerð Sigurjóns Hátúni 2
Landsbyggðin
Akranes
ísafjörður
Borðeyri
Hvammstangi
Sauðárkrókur
Akureyri
Húsavík
Egilsstaðir
Reyðarfjörður
Eskifjörður
Höfn
Klaustur
Hella
Selfoss
Sími
587-5589
5531055
587 5810
562 6066
551 5508
Hjólbarðaviðgerðin
Bílaverkstæði ísafjarðar
Vélaverkstæði Sveins
Vélaverkstæði Hjartar
Hjólbarðaþjónusta Óskars
Toyota
Dekkjahöllin
Höldur
Gúmmívinnslan
Bílaþjónustan
Bílaleiga Húsavíkur
Dekkjahöllin
Bíley
Bílaverkstæði Ásbjörns
Vélsmiðja Hornafjarðar
Bifreiðaverkstæði Gunnars
Bílaþjónustan
Hjólbarðaþjónusta Magnúsar
Sólning
431 1777
4564444
451 1145
451 2514
453 6474
4604311
462 3002
461 5100
461 2600
4641122
464 2500
471 2002
474 1453
4761890
4781690
487 4630
487 5353
482 2151
482 2722
Gremja Ossanna
Afleiðingin er sú að atvinnuleysi
er mikið: í vesturhéruðum samein-
aðs Þýskalands er það 5-12% en lík-
lega 10-25% í austurhlutanum og
þá fremur í efri kantinum. Að vísu
hafa atvinnuleysibætur verið það
ríflegar, að íbúar austurhéraðanna
gátu keypt sér meira af allskonar
neysluvöru en á dögum gamla
DDR. En nú segja stjórnvöld Þjóð-
verjum að þeir hafi ekki lengur efni
á svo örlátu bótakerfi og verið er að
innleiða annað sem sendir atvinnu-
lausa mun fyrr en áður á félagslega
aðstoð sem er mun naumlegar
skömmtuð en atvinnuleysisbæt-
urnar. Þetta veldur óánægju um allt
land, en einkum og sér í lagi fyrir
austan þar sem fólk hefur verið
háðara bótakerfinu.
í annan stað hafa Ossar, eða
Austur-Þjóðverjar, kvartað mjög
yfir því að frændur þeirra að vestan
hafi farið að þeim með oflæti, lýst
frati ekki bara á rikiskommún-
ismann sem ráðskaðist með þá
heldur alla þeirra lífshætti og svo
það félagslega öryggi sem þeir
bjuggu við.
Afleiðingin af öllu þessu hefur
svo komið fram í útbreiddum for-
tíðarsöknuði eins og kemur fram
m.a. í vinsælli kvikmynd, „Far vel
Lenín". Sá söknuður birtist einnig í
allmiklu fylgi við PDS, vinstriflokk-
inn sem er einskonar arftaki valda-
flokksins SED í Austur-Þýskalandi.
Af vísu er talið, að ekki einu sinni
kjósendur PDS hafi mikla trú á
þeim flokki til að finna svör sem
dugi við þeirri kreppu sem ríkir. En
hann nýtur bæði góðs af söknuðin-
um eftir því sem skást var í félags-
málapólitík í DDR og fortíð hvers og
eins og svo af því, að hann er talinn
skilja betur en aðrir flokkar þann
vanda sem brennur á þeim sem
hafa farið halloka í hinum miklu
umskiptum. Leitin að sökudólgum
til að hamast á vegna
ástandsins í austur-
héruðunum hefur
að auki gefið all-
mikið fylgi
hægrisinnuðum
Árni Bergmann
skrifar um fall
Bertínarmúrsins og
stöðuna í Þýskalandi /
dag.
Heimsmálapistill
Fyrsti bfllinn I gegn Beriínarbúar fögnuðu ákaftþegar fyrsti bíllinn keyrði frá austri til vest-
urs eftir að múrinn var felldur.
þjóðrembuflokkum eins og NPD og
DVU eins og fram kom í fýlkiskosn-
ingum fyrr á þessu ári.
Niðurstaðan er sú að mörgum
finnst þeir utangátta, þeir eigi
hvergi heima lengur. Einn af for-
ingjum Kristilegra demókrata þar
eystra segir sem svo: Hugsið til þess
þegar Móses þóttist vera að leiða
sitt fólk út úr þrældómi í Egypta-
landi. Þá kom kurr upp meðal lýðs-
ins, menn vildu snúa við á miðri
leið og sögðu: Af hverju hefur þú
gert okkur þetta? í ófrelsinu höfð-
um við þó nóg að borða og þak yfir
höfuð. Þetta er um margt staðan í
Austur-Þýskalandi í dag.
Óánægja fyrir vestan
í almenningsáliti í Vestur-Þýska-
landi safnast svo upp gremja í garð
frænda í austri fyrir að þeir séu lítt
framtakssamir, vilji láta gera allt
fyrir sig, séu vanþakklætisskepnur
sem aldrei fái nóg. En fyrir utan
þesskonar tilfinningamat vita
menn, að illa hefur verið farið með
mikið af því fé sem austur streymdi,
þótt ekki verði Ossum um það
kennt. Mestu skiptir það þó líklega,
að tvískipting Þýskalands kom
almenningi fyrir vestan að því leyti
til góða áður fyrr, að þá átti sér stað
„samkeppni tveggja þjóðfélags-
kerfa". Sem þýddi að verkalýðs-
hreyfingin gat fengið ótrúlega
mörgu framgengt með því að vísa
til þess, að fyrir vestan þyrfti allt að
vera betra og ríkmannlegar út látið
en fýrir austan. Svo þegar múrinn
hrynur hverfur þessi samanburðar-
þrýstingur. Um leið fara peningar
að streyma til félagslegra þarfa fýrir
austan. Niðurstaðan verður sú að
það kreppir að velferðarkerfinu fýr-
ir vestan. Allir virðast tapa.
Verst þykir mörgum þó, að flest
bendir til þess að ef það tekst að
koma báðum landshlutum á sama
þróunar- og lífskjarastig, þá verði
það allt á lægra plani en verið hefur
til þessa fyrir vestan. Hnignun iðn-
aðar muni halda áfram, ekki bara
fyrir austan heldur og fyrir vestan.
Borgir og bæir munu fara í eyði eða
skreppa saman - og ekki bara borg-
ir eins og Halle fyrir austan, þar
sem 20% íbúða standa nú auðar,
heldur og fyrir vestan. Og sérfróðir
sem og embættismenn segja að
auki, að uppbygginu í Austur-
Þýskalandi sé nú lokið, meira verði
ekki reynt til að lyfta undir þær
sveitir. Enginn á von á góðu.
Að öllu samanlögðu er ekki að
undra þótt stjórn landsins leggi nú
til, að dagur þýskrar sameiningar
verði ekki lengur almennur frídag-
ur. Einn starfsdagur í viðbót á að
auka framleiðslu í landinu um hálft
prósent og stuðla að því að menn
komist út úr kreppu sem hrjáir
Þýskaland allt. í framtíðinni geti
menn svo haldið upp á sameining-
una fyrsta sunnudag í nóvember -
ef þeir kæra sig um.